Trú.is

Breivik og brauðið sem gefur heiminum líf

Þó Breivik vilji að staðinn sé vörður um kristindóminn og ýmis önnur hugmyndakerfi, sem hann aðhyllist, þá yfirsést honum það kjarnaatriði, að þegar við erum farin að setja hugmyndakerfin á stall og tilbiðja mannasetningarnar á kostnað náungakærleika og elsku, þá erum við komin í bland við tröllin.
Predikun

Svar Guðs sem þegir

Sama spurning vaknaði eftir glæpaverkin í Noregi. Hvar var Guð á Úteyju? Getur verið að spurningin Hvar var Guð þá, blindi sjónina á það þegar hann er og heyrnina þegar hann svarar?
Predikun

Paul Ramses og Jesús frá Nasaret

Þessi sem brauðin taldi var enginn bjáni. Hann vissi að sjö brauð voru jafn lítið og ekkert brauð, tæknilega séð. Tæknilega séð var vandamálið óyfirstíganlegt. Tæknilega séð er flóttamannavandinn í heiminum líka óyfirstíganlegur....
Predikun

Veganestið góða

Sögur guðspjallanna eru margskonar. Þær eiga það sameiginlegt að allar benda þær á þann milda mátt og góða vilja sem er Guð. Við höfum þegið þessar helgu frásagnir sem nesti, þær eru arfur okkar sem mótað hafa menningu og sið okkar heimshluta um aldir. Sagan um Guð og mann, líf og heim, sagan um miskunnsemina, fyrirgefninguna, um krossinn og upprisuna, um það sem er uppspretta vonar og framtíðar.
Predikun

Í dag mettar Jesús

Jesús mettar. Jesús læknar. Jesús lífgar. Um það tala guðspjöllin. Í dag mettar Jesús. Manni finnst að svona kraftaverk geti ekki gerst. Ef þau hafa gerst eins og segir hér í Markúsarguðspjalli, þá hlýtur það að vera bundið stað og stund. Síðan er ekki meir um það að segja. Frásögnin lifir þrátt fyrir það og því getum við ekki mótmælt.
Predikun

Hælbítur fortíðar

Sú vitneskja að ákveðin fjöldi jarðarbúa skuli ganga til náða svöng, vannærð er stjórntæki í höndum þeirra sem stjórna sem hafa áhrif og ráðskast með lýð allan. Það er ekki hagstætt valdalega og stjórnunarlega að allir jarðarbúar gangi vel mettir til náða. Sú manneskja sem er vel mett líkamlega hefur meiri tíma til að gera eitthvað annað en sinna grunnþörfum sínum að afla matar.
Predikun

Saga manngildishugsjónar kristninnar

Hún er fátækleg sú tilvera almennings, sem birtist í frásögnum guðspjallanna. Hungurvofan er hvarvetna á gægjum í þessum sögum, að ógleymdum hvers konar sjúkleika, sem reynt er að bregðast við á ýmsa vegu. Það fer ekki milli mála, að líf alþýðu í landinu helga fyrir einum tuttugu öldum hefur verið líkast þeirri baráttu, sem við sjáum verða um okkar daga í þriðja heiminum svonefnda.
Predikun

Jesús mettar enn

Jesús hafði verið með fólkinu á útihátíð. Það var ekki skipulögð hátíð með tónlist og sjoppum. Það æxlaðist þannig til að fólkið sá Jesú gera tákn á sjúkum og hann talaði á dýpri hátt en áður hafði heyrst. Þessvegna elti það hann í hópum jafnvel út í óbyggðina. Þegar hann hafði flutt mál sitt mettaði hann lýðinn með fimm brauðum og tveim fiskum.
Predikun

Nesti og brauð

Fyrir mörgum árum átti ég þess kost að taka þátt í 10-daga gönguferð um Hornstrandir. Er það svo sem vart í frásögur færandi. Og þó. Þessi ferð er um svo margt eftirminnileg – skilur eftir góðar minningar – upp í hugann koma undurfagrar landslagsmyndir – ég lærði að þekkja blóm og fugla og síðast en ekki síst eignaðist ég þar vini fyrir lífstíð.
Predikun