Trú.is

Andlegt efnasamband sem ekki má dofna

“Hvernig getur það verið,” sagði þessi maður þar sem hann stóð í miðri synagógunni, “að þú, Guð, skapari himins og jarðar, eigir þér samastað hér í samkunduhúsinu þegar Auschwitz er að finna nánast hér við hliðina? Já, hvar varstu eiginlega þegar synir þínir og dætur voru brennd til ösku á altari nazismans út um gjörvalla Evrópu? Og hvar varstu þegar faðir minn og móðir, sem ávallt leituðust við að fylgja boðum þinum í heilagleika, voru látin fylgja dauðagöngunni þangað til þau örmögnuðust og dóu – eða þegar systkini mín voru myrt? - Já, hvar varstu?
Predikun

Að muna og minnast

Fortíð okkar og áföllum breytum við ekki, en við getum gert margt til að tryggja að tilfinningalíf okkar verði farsælt. Það er verðugt markmið að ná sáttum við atburði fortíðarinnar, jafnvel þá sem aldrei er hægt að afsaka eða fyrirgefa.
Predikun

Að kveðja heim sem kristnum ber

"Mikið þurfti til, svo ég gæti skilið hvað er dýrmætast í lífinu".
Predikun

Aftur í lit

Þegar við missum ástvin hafa mörg okkar ríka þörf fyrir að ræða um sorgina og manneskjuna sem við söknum, í langan tíma á eftir. Það getur virkað þreytandi á vini og fjölskyldu sem ekki hefur sömu þörf og sama þol og við. Og það getur verið vont að finna fyrir þessu óþoli og við þögnum. Þvi ekki viljum við þreyta fólk.
Predikun

Góða fólkið

Með blóðbragð í munni kom ég másandi inn á malarvöllinn við Vogaskóla og kom þar áuga á unglingsdreng sem allir í hverfinu voru hræddir við. Hann var stór, rauðhærður með skegghýung og skarð í vör og alltaf einn og það stóð af honum einhver ógn.
Predikun

Trúin - glatað tækifæri?

Á meðan sótti efinn enn á prestinn um að fara með bæn í skólanum. Það varð þögn, svolítið vandræðaleg þar til lítil stúlka sagði: „Getum við ekki beðið Guð um að hjálpa okkur?“ ... Kirkjan er í fótsporum Jesú Krists sem hvorki sakfellir né dæmir, heldur umvefur og líknar, biður og vonar
Predikun

Manneskjur hafa ekki síðasta söludag

Ég sótti kryddtegundirnar, fimm eða sex talsins og teninga í kjötsoð og setti á borðið. Kíkti svo – eiginlega alveg óvart – á síðasta söludag á baukunum. Timjan. Útrunnið. Svínakjötssoðteningur. Útrunninn. Í fyrra.
Predikun

Salt og ljós fyrir lífið

Jesús sagði ekki að við ættum að ganga um og safna nammi, heldur væri hlutverk okkar að verða krydd, selta veraldar. Hann sagði ekki að við ættum setja ljósið okkar inn í grasker heldur leyfa því að lýsa öðrum. Við erum ljósasól á fjalli í sambandi við orkubú veraldar.
Predikun

Örsögur

Mig langaði ekki í heimsókn, það var bara skylduræknin sem rak mig áfram. Við stóðum þarna við gluggann, augun alveg tóm, ég leit á klukkuna, var að flýta mér. Þá lítur hún allt í einu til mín og segir eins og hún sé alveg heilbrigð: “Þú ert góð dóttir.” Deildin lýstist upp.
Predikun

Sorg og gleði takast á – minning látinna

Guð er okkur aldrei nær en þegar við erum aðþrengd eða við höfum tapað fótfestunni. Á þeirri stundu erum við hins vegar svo upptekin af okkar eigin angri að við tökum ekkert eftir nærveru Guðs.
Predikun

Mannamyndir

Á jörðu er haldinn þjóðfundur til þjóðargagns. Á himnum er haldinn fjölmenningarlegur þjóðfundur eilífðar. Þar er hugað að gildum sem verða þér til lífs og góðs þessa heims og annars. Þaðan máttu draga lífsmátt og dug til hamingju. Og hún verður í tengslum við aðra, til gagns fyrir samfélag, þjóðfélag – og í tengslum við Guð.
Predikun

Kirkjan er hagsmunasamtök... barnsins

Sá efi sem nú er sáð um gagn og gildi guðstrúarinnar ilmar í nösum þeirra sem trúa líkt og tað á túni. Og ég er ekki að hæðast þegar ég segi Guð blessi Vantrú og Guð blessi Siðmennt fyrir þjónustu þeirra við kristnina í landinu.
Predikun