Trú.is

Fallegt fólk

Finnur þú það ekki þegar þú horfir á Jesú á krossinum að hann er þarna í þína þágu? Alveg eins og fólkið sem gekk í druslugöngunni í gær. Þau voru ekki að þessu bara fyrir sjálf sig heldur báru þau vansæmd hins nauðgaða á líkama sínum fyrir okkur öll.
Predikun

Caim, verndarhjúpur og leiðarljós

Trúin fólst fremur í því að opna hug og hjarta meðvitað fyrir nærveru Guðs, taka við ljósi hans í bæn og lofgjörð í Jesú nafni, eða stilla sig inn á bylgjulengd hans, svo að notuð sé nútímalíking.
Predikun

Geisli frá Guði

Kirkjan er ekki aðeins innan þessara veggja, heldur líka þarna úti. Hér á heimilunum í sókninni er börnum kennt að signa sig og biðja í Jesú nafni, og þannig leggja sig í geislann frá Guði.
Predikun

Keflavíkurkirkja 1915

Ég einsetti mér það að flytja þessa frásögn um glataða soninn án þess að minnast á útrásarvíkingana og sé ekki betur en að það hafi tekist, eða hvað?
Predikun

Byrðar og glaður hirðir

Nú til dags er stundum talað um samræðustjórnmál en samræðukristindómur er ekki til. Í eðli sínu er kirkjan ekki lífsskoðanafélag og því síður málfundaklúbbur, heldur leitarsamtök. Við erum send í nafni Jesú Krists að hafa uppi á þeim týndu. Það er samofið kristinni trú að fara út og starfa.
Predikun

Það sem í gær var á morgun er í dag

Í eilífðinni er tími og rúm ekki til, hjá honum sem var og er og verður. Það sem blasir við er að annað hvort erum við með Guði, í öruggu skjóli vináttu hans, hér og nú og um eilífð - eða ekki. Ég veit hvað ég vil – veist þú það?
Predikun

Hvar ertu?

Það er samt eitt vandamál í þessu öllu, og það er býsna stórt reyndar. Við erum ekki týnd. Er það nokkuð? Þú ert ekki týndur. Eða hvað?
Predikun

Syndari Jesú Krists

Hún er sérkennileg sjálfsmyndin finnst okkur efalaust mörgum nútímamanninum, sem þeir draga upp, hinn forni íslenski kirkjuleiðtogi og Páll postuli. Báðir kynna sig sem “syndara”. “Ég er syndari” segir annar. “Við erum dauð vegna misgjörða okkar” mælir hinn.
Predikun

Að ganga í sig

Fyrirgefningin er svo erfið og stórt fyrirbæri í mannlífinu, að hún verður ekki höndluð, nema í samfélagi við þann sem er æðri og meiri en manneskjan. Þess vegna er faðirinn aðalpersónan í sögu dagsins, Drottinn Guð.
Predikun

Týndur - fundinn

Í nágrenni þínu er pirrað tölvuleikjafólk. ...þrautalendingin er að kippa tölvunni úr sambandi. Þá verða uppþotin... ...Er krakkinn orðinn vitlaus? Er hér kannski komin nútímaútgáfa af sögu Jesú? Týndi sonurinn í tölvuheimum, týnda dóttirin á nethögum?
Predikun

Unun af því að vera miskunnsamur

Ein af fallegustu setningum Biblíunnar, að mínu mati, er að finna í lexíu þessa dags, en þar segir, - að Guð hafi unun af því að vera miskunnsamur. Það er vart hægt að lýsa gæsku Guðs á fallegri hátt. Guð hefur unun af því að vera miskunnsamur.
Predikun

Tapað-fundið

Kirkjan okkar þarf stöðugt að taka þessa sögu til sín um týnda sauðinn. Kirkjan okkar gerir margt gott og þarft, en hún er langt frá því að vera yfir gagnrýni hafin. Kirkjan er jú við, sem henni tilheyrum, hún er þorri íslensku þjóðarinnar, hér er starfandi þjóðkirkja. Til kirkjunnar eru allir velkomnir eins og við vitum, stórir sem smáir.
Predikun