Trú.is

Ugla sat á kvisti...

Hvað gerum við ? Ugla sat á kvisti... Lífið er ekki réttlátt, gæðum og þrautum er ekki úthlutað eftir kerfi... Hvernig ætlum við að bregðast við? Tökum við reiði okkar út á meðbræðrum okkar og systrum, ásökum við Guð, eða höldum við andlitinu og gerum okkar besta til að gera heiminn örlítið betri?
Predikun

Magnaðar mömmur

Sköpunarkraftur og umönnunarhlutverk móðurinnar gerir hana að fremsta samverkamanni Guðs í sköpun og lífgjöf. Mömmusögurnar í lífinu eru sögur um kærleika Guðs.
Predikun

Til þjónustu

Það sem okkur er falið er að elska hvert annað og hvíla í elsku Guðs í Jesú Kristi. Þá verða ávextirnir til og Guð les sjálfur þrúgurnar af greinunum, því hann er sá eini sem örugglega þekkir þær og kann að nýta þær.
Predikun

Gátlisti fyrir Ísland

Lykillinn að björgunarpakka Íslands er fólkið sem þar býr. Fólkið sem er ekki sama, fólki sem leggur sitt af mörkum til að mæta þörfum annarra, gleðja og auðga lífið. Fólki sem finnur til með öðrum og nefnir hlutina sína réttu nöfnum. Fólki sem tekur þátt og þjónar í kærleika.
Predikun

Eru ekki öll börn draumabörn?

Þú skalt elska Guð, elska þau sem verða á vegi þínum, fjölskyldu, vini líka þau sem þú þekkir ekki, og við eigum að elska okkur sjálf. Það er enginn afsláttur, guðspjall dagsins undirstrikar það. Við eigum meira að segja að elska óvini okkar.
Predikun

Kærleiksþjónustan er samfélagsform

Kirkja dagsins í dag, samfélag kristinna, þarf að nema staðar þar sem hennar er þörf. Með boðskap sínum og breytni er henni ætlað að hafa varanleg áhrif á manneskjuna sem til hennar leitar og samfélagið allt.
Predikun

Heil kirkja

Kirkjan stendur fyrir sínu og enginn skal og má komast upp með það að skemma hana. Kirkjan er heilagt samfélag, sem er myndað af anda Guðs, það snertir hjörtu og býr í þeim. Ekkert mannlegt vald getur tekið slík gæði frá þér og það að eiga slík gæði þegar mótvindar lífsins blása er magnaðra en orð fá lýst.
Predikun

Kærleikurinn fórnar

Það sem ég gerði var ekki nóg. Fyrir það bið ég hana fyrirgefningar. Henni brást ég greinilega. Ég hélt áfram mína leið, gekk áfram til þess að sinna skyldum mínum og margvíslegum verkefnum.
Predikun

Krísa í kirkjunni

Kirkjustofnunin er í krísu en ekki kristindómurinn. Eigum að afbyggja stofnunina? Hver er tilgangur kristninnar? Jú, að elska Guð og elska fólk. Allt sem hindrar, siðvenjur og kirkjukerfi, eiga að lúta þeim kvörðum. Við viljum að kirkjan sé alltaf öruggur staður fyrir uppvaxandi líf og kynslóð, staður sem veitir vaxtarmöguleika, frið, stuðning og ást.
Predikun

Í ræningjahöndum

Kona nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningja. Hann fletti hana klæðum og barði hana, hvarf síðan á brott og lét hana eftir örvona og niðurlægða.
Predikun

Eitthvað meira en sunndagsskraf?

Við skulum vera minnug þess að kvíðinn sá hvort menn hafi í sig og á hefur verið fylginautur flestra heimsins barna alltaf og ævinlega. Hinn almnenni maður hefur alltaf og ævinlega mátt strita fyrir brauði sínu þó alltaf hafi verið margir sem klifra upp eftir bakinu á öðrum.
Predikun

Fallinn með 4,9 - en næ samt!

Grunnskólar eru líka byrjaðir að starfa og þar eru börnin við nám. Öll munum við skóladagana, munum fyrsta skóladaginn. Sum okkar og vonandi flest eigum góðar minningar frá skólagöngu okkar, önnur eiga þaðan slæmar minningar, minningar um einelti og mótlæti.
Predikun