Nokkrar svipmyndir!
Drengurinn var búinn að æfa knattspyrnu í nokkurn tíma. Hann var leikinn með knöttinn og sparkviss, skemmtilegur og góður félagi. Hann hafði flest það sem prýðir góða manneskju, hann var tillitsamur, bar virðingu fyrir þjálfaranum. Hann fór eftir reglum leiksins í stórum dráttum þó svo kom fyrir að hann braut auðvitað af sér, en sjaldan var það gróft.
Þorvaldur Víðisson
22.1.2006
22.1.2006
Predikun
Yfirþyrmandi
Textarnir í dag fjalla um atriði sem okkur eru ekki ókunnug eins og þreytu, kraftleysi, kærleika og stórviðri. Það er ekki allt alltaf slétt og fellt í lífinu og ýmislegt sem við þurfum að takast á við, sumt líkar okkur og annað ekki.
Sigurður Arnarson
20.1.2006
20.1.2006
Predikun
Hvað eru trúarbrögð?
Skoðanir meðal trúarhreyfinga, trúarbragðafræðinga og almennings hvað kalla megi trúarlegt eru svo skiptar að vandkvæðum er háð að setja fram skilgreiningu sem allir geti verið sammála um. Dæmi eru um fjölmargar hreyfingar sem sverja af sér öll trúartengsl og kjósa frekar að kenna sig við heimspeki, vísindi, trúleysi eða heilsurækt þótt trúarbragðafræðingar skilgreini þær yfirleitt sem trúarlegar.
Bjarni Randver Sigurvinsson
20.1.2006
20.1.2006
Pistill
Hið besta í vændum
Lífið mitt. Hve oft hef ég ekki séð lífið, tímann, sem eitthvað sem framhjá fer, rennur úr greipum, eyðist, tæmist? Hvernig væri að líta það sem svona ker, sem bíður þess að fyllast ... gæðum? Sex vatnsker úr steini. Tilboð trúarinnar á Krist er að þiggja lífið, þetta líf, þessa daga, sem gjöf.
Karl Sigurbjörnsson
19.1.2006
19.1.2006
Predikun
Er hjónaband einkaeign gagnkynhneigðra?
Frumvarp sem felur í sér miklar réttarbætur fyrir samkynhneigða er nú í meðförum Alþingis. Af því tilefni hafa orðið nokkrar umræður um afstöðu þjóðkirkjunnar til hjónavígslu samkynhneigðra. Íslenska þjóðkirkjan er hluti af miklu stærra samhengi kirkjunnar um víða veröld. Engin kirkjudeild hefur enn stigið það skref að samþykkja hjónavígslu samkynhneigðra para.
Sigrún Margrétar Óskarsdóttir
19.1.2006
19.1.2006
Pistill
Er hjónaband einkaeign gagnkynhneigðra?
Frumvarp sem felur í sér miklar réttarbætur fyrir samkynhneigða er nú í meðförum Alþingis. Af því tilefni hafa orðið nokkrar umræður um afstöðu þjóðkirkjunnar til hjónavígslu samkynhneigðra. Íslenska þjóðkirkjan er hluti af miklu stærra samhengi kirkjunnar um víða veröld. Engin kirkjudeild hefur enn stigið það skref að samþykkja hjónavígslu samkynhneigðra para.
Sigrún Margrétar Óskarsdóttir
19.1.2006
19.1.2006
Pistill
Guð, tíminn og þú
Þegar nýtt ár skeiðar af stað finnur manneskjan fyrir því hvað hún er undarlega brothætt. Skynjar aldrei sem fyrr þennan dularfulla hjúp sem kallast tími og umvefur hana. Hún er háð tímanum og finnst á stundum sem hann sé herra hennar og húsbóndi. Oft vill hún helst rífa sig lausa frá tímanum eða krefst þess að hann nemi staðar.
Hreinn Hákonarson
18.1.2006
18.1.2006
Pistill
Vígsla samkynhneigðra
Ég hallast þá að því að við yrðum þá að nota þau orð sem samkynhneigt fólk notar um sig. Þeir tala um homma og lesbíur. Eru þeir með því að mismuna fólki eða telja það 2. flokks? Nei! Við hefðum þá til dæmis þrjú hugtök jafngild að öðru leyti en því er varðaði kynhneigð fólks: Lesbíuband, hommaband og hjónaband.
Úlfar Guðmundsson
18.1.2006
18.1.2006
Pistill
Til varnar fíflunum
Ýmislegt getur verið aðfinnsluvert við trúarleg viðhorf í nútímanum, ekki síst ef við setjum upp gleraugu veraldarhyggjunnar. Það er gömul saga og ný að fólk vinni illvirki af trúarlegri sannfæringu eða taki upp á einhverju sem okkur finnst heimska trúar sinnar vegna. Ekki er langt síðan ég sá orðið „trúfífl” í fyrsta skipti á prenti.
Svavar Alfreð Jónsson
16.1.2006
16.1.2006
Pistill
Alþingi sniðgangi ekki kirkjuna
Það er vissulega hlutverk Alþingis að setja lög og ekki ætla ég að efast um að Alþingi geti gert breytingar á hjúskaparlöggjöfinni eins og öllum öðrum lögum. Það sem mér þykir varhugavert við breytingartillöguna er sú sögulega staðreynd, að ef hún hlýtur brautargengi, eða ef gerð verður nokkur breyting á hjúskaparlöggjöfinni vegna einhvers konar málamiðlunar núna, mun það stríða gegn allri venju við setningu laga er varða starfsemi Þjóðkirkjunnar.
Kristján Björnsson
16.1.2006
16.1.2006
Pistill
Ekki er allt sem sýnist
Sem gestgjafi skipti það mig máli að gestirnir og brúðhjónin yrðu ánægð með veitingarnar sem á boðstólum voru og veisluna í heild. Það hefði orðið saga til næsta bæjar ef aðeins helmingur brúðkaupsgesta hafði fengið að borða. Ég hefði skammast mín alla ævi!
Kjartan Jónsson
15.1.2006
15.1.2006
Predikun
Að hafa áhrif á aðstæðurnar
Foreldrar og fjölskylda eru mikilvægustu uppalendurnir. Þess vegna þarf heimilið að vera vettvangur jákvæðra og heilbrigðra viðhorfa þar sem öllum líður vel. Trú og traust á Jesú Krist, sem opnar okkur sýn á kærleikann þarf að koma fram í lífi þeirrar kirkju sem kallast vill kristin.
Friðrik Hjartar
15.1.2006
15.1.2006
Predikun
Færslur samtals: 5884