Trú.is

Af hverju trúir þú á Guð?

Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Predikun

Skjálftar

Skjálftar hafa áhrif. Dæmi eru um að fólk hafi hreinlega endurskoðað hugmyndir sínar um lífið og tilveruna, já Guð í kjölfar jarðhræringa. Áður en GPS mælar upplýstu fólk frá degi til dags um dýpt hraunhvikunnar undir jarðskorpunni áleit fólk að þar væru guðleg öfl að verki. Þarf ekki að undra. Drunurnar minna á ógnvekjandi karldýr sem urrar á bráð eða andstæðing. Og, eins og við höfum sjálfsagt mörg upplifað, þá erum við ósköp smá í samhengi jarðfræðinnar. Það má hrista okkur á alla kanta án þess að við fáum rönd við reist.
Predikun

Einum huga

Þessa minnumst við nú, þegar liðin eru 40 ár frá því að fyrsti einstaklingurinn var greindur með alnæmi hérlendis. Þeir atburðir birta okkur er napran vitnisburð um það andrúmsloft sem getur myndast í kirkjunni. Af þessu tilefni rifjum við upp ummæli kristinna leiðtoga sem töldu hið banvæna mein vera refsingu Guðs fyrir því sem þeir töldu vera ólifnað samkynhneigðra.
Predikun

Mikilvægi þess að heyra

Þennan dag minnumst við þess mikilvæga starfs sem Kristniboðssambandið stendur fyrir ásamt því að ræða mikilvægi þess að eiga saman samveru þar sem við heyrum Guðs heilaga orð. Kirkjusókn hefur rýrnað með árunum í ýmsum prestaköllum og þess vegna er aldrei mikilvægara en nú að nota eyrun sem góður Guð gaf okkur og heyra!
Predikun

Kristniboð og mannúð Krists

Ræða flutt á kristniboðsdegi 2017. Hafði ég með í för nokkra muni frá Afríku sem ég sýndi ásamt klæðnaði. Prédikunartexti var út frá Matt 9.35-38: Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann […]
Predikun