Trú.is

Sameiginlegt embætti systurkirkna - skiptir það máli?

Vert er að benda á að ekki nota allar lútherskar kirkjur titilinn biskup, þó það sé á flestum stöðum svo. Segja má að lútherskar kirkjur séu í þessum efnum sem ýmsum öðrum miðsvæðis, rúmi bæði hefðbundna sýn á kirkjuskipan og annað fyrirkomulag. Það sannar vera norrænu lúthersku kirknanna innan bæði Porvoo og Leuenberg þar sem hið fyrra leggur áherslu á biskupsþjónustuna en hið síðara ekki.
Pistill

Kvikusvæði kristninnar

Það hefur nefnilega sýnt sig hversu vandasamt það er að byggja upp valdakerfi á grundvelli þess boðskapar sem Jesús flutti. Þar má taka kunnuglega líkingu af því þegar byggð er reist á flekamótum jarðskorpunnar – sprungusvæði. Jú, hrammur valdsins er samur við sig og sú hugsun hefur meðal annars mengað einstaka rit í Biblíunni. En undir yfirborðinu leynist sú kvika sem getur svo stigið upp með miklum látum og breytt gangi sögunnar.
Predikun

Hinir djúpu og himnesku glitþræðir

Glitþræðirnir ljóma þegar kærleikurinn er ræktaður og tengslin sem gera lífið fagurt, þegar við hlúum hvert að öðru, gefum öðrum gaum, gefum af okkur, ekki bara eitthvað sem rúmast í kassa, heldur einnig það sem ekki er hægt að pakka inn.
Predikun

Er hægt að rækta mildina?

Já, í gegnum andlega iðkun, getur mildin og trúin verið sem sól í brjósti okkar. Lífinu má lýsa sem sönnum loga, sem nærist af ósýnilegri sól í brjósti okkar. Megi sú sól lýsa skært í þínu lífi. Megi sú sól veita þér hreinsun, góðan anda og gæfu, mildi og von, nú og ætíð.
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Þurfum við Íslendingar frelsara?

Við veltum fyrir okkur hér ýmsu því sem einkennir íslenska þjóð og spyrjum: Þurfum við á frelsara að halda?
Predikun

Lítil eins og sinnepsfræ

Á þeim krossgötum talar Biblían til okkar. Hún miðlar okkur þeirri hugsun að trúin er í lykilhlutverki til að leiðbeina okkur eftir þeirri braut. Og gengur enn lengra. Hún greinir á milli þeirrar trúar sem er eigingjörn og skeytingarlaus um hag náungans og svo hinnar sem ber ríkulegan ávöxt í þjónustu okkar og köllun. Þótt sú síðarnefnda kunni að vera lítil eins og sinnepsfræ – þá er hún lifandi og þar skilur á milli.
Predikun

Trúin og mustarðskornið

Trúin er svolítið eins og ferðalag. Hún er eins og lítið frækorn, sem við berum í hjarta okkar í gegnum lífið. Og á leið okkar gegnum lífið þá tökumst við á við ýmsar trúarlegar spurningar. Hvað er mér ætlað í þessu lífi? Get ég treyst því að Guð sé til?
Predikun

Niður úr trénu

Hvað er kristin trú og til hvers leiðir hún? Trúin vekur með okkur vonir og hún styrkir siðferði okkar og eykur kærleika okkar til systra okkar og bræða, til samferðafólksins. Eitt megineinkenni kristinnar trúar er að hún sameinar fólk. Sá eða sú, sem frelsast og tekur kristna trú, hverfur ekki inn í sjálfa sig heldur frelsast á vit annarra. Kristin trú er samfélag, hún er samfélag okkar við Guð og við hvert annað.
Predikun

Að vera öðrum blessun

Sá ættbálkur fékk það hlutverk að vera öðrum blessun. Vera öðrum, þ.e.a.s. þeim sem fyrir utan ættbálkinn stóðu, til gæfu. Þetta var gríðarlega róttæk hugmynd, svo róttæk að hún breytti heiminum.
Predikun

Ræktum mildina í okkar eigin fari

Bæði hér á vettvangi kirkjunnar og einnig þegar við göngum héðan skulum við finna leiðir til að iðka mildina í samskiptum okkar hvert við annað.
Predikun

Kvöldin og morgnarnir

Ný dagrenning bíður þín
Pistill