Pistlar

Á þessari síðu eru birtir fjölbreyttir pistlar undir nafni höfunda og eru alfarið á ábyrgð þeirra. Hægt er að nota leitarstiku til að nálgast einstaka pistla.

Sjóðheit reynslusaga um fermingarfræðslu

Í júníhefti Víðförla skrifaði ég þanka um fermingarfræðslu. Þar sagði ég frá því að til stæði að hafa fimm daga fermingarnámskeið í lok ágúst. Nú er því lokið og mun ég segja frá því sem þar fór fram.

Börnin

Á visitasíu minni um Þingeyjarprófastsdæmi hitti ég mörg börn að máli í sóknarkirkjunum. Alls komu um sexhundruð börn í boðaðar guðsþjónustur. Það var gleðilegt að hitta öll þessi börn og fá tækifæri til að ræða við þau og minna þau á trúna og bænina sem er ekki aðeins lykillinn að Drottins náð heldur gæfuleiðin í lífinu, samfylgdin með Jesú og samfélagið við Guð.

Trú í dag

Er ástæða til að ræða um trú í samfélagi okkar í dag? Er það ekki bara kirkjan sem hefur áhuga á trú og þau sem hafa atvinnu af að stunda trú? Fljótt á litið gæti þetta virst rétt en þegar dýpra er skoðað þá er ljóst að málið “trú” er miklu fjölþættara.

Sjálfboðaliðar

Mér er minnistæð umræða í flugvél vestur í Bandaríkjum fyrir nokkrum árum. Nokkur glæsileg ungmenni komu sér fyrir við ferðarupphaf. Þau voru sólbrennd og áberandi vel á sig komin. Þarna virtist kominn íþróttaflokkur á heimleið. Einn úr hópnum settist við hlið mér, var óragur og spurði snaggaralega hvaðan ég væri og hverra erinda.

Ellefti september og Islam

„Það eru múslimarnir sem eru ógnun framtíðarinnar, en ekki kommúnisminn,“ sagði félagi minn. „Rússland mun ekki skelfa neinn, Sovétríkin eru að baki og kalda stríðið er að þiðna.“ Bláeygur Íslendingur sat með ungum Eista á heldur nöturlegu kaffihúsi í Tallinn. Árið var 1990 og þá voru Sovétríkin enn til.

Trúin þá og trúin núna

Er kristnin bara fortíðarfyrirbæri, eitthvað sem lifir í lokuðum fornaldarheimi? Eða snýst trúin um lífið hér og nú? Fyrr í sumar átti ég spjall við forystumann í íslenskum fjölmiðlaheimi um möguleika varðandi kirkju og trú í fjölmiðlum. Hann var með þá hugmynd að gott fræðsluefni fyrir sjónvarp væri að fjalla um gamla altaristöflu í lítilli kirkju, gott ef hún var ekki í eyðibyggð.

Heil eða óheil trú

Þegar Siðfræðistofnun ákvað að ganga til samstarfs við Borgarleikhúsið um mánaðarleg málþing fannst okkur mikilvægt að leitast við að tengja þau þeim verkum sem sýnd væru í leikhúsinu. Í haust héldum við málþing um „Fjandmann fólksins“ eftir Henrik Ibsen. Það er alkunna að leikrit Ibsens er stútfullt af siðfræðilegum álitaefnum og því lá beint við að taka það til umfjöllunar á vegum Siðfræðistofnunar.

Hiroshima, Nagasaki ... og ábyrgð okkar

Fyrir 57 árum, 6. ágúst 1945, var kjarnasprengju varpað á Hiroshima. Þremur dögum síðar sprakk önnur kjarnasprengja í Nagasaki. Þetta var í fyrsta og eina skipti í sögu mannkyns að kjarnavopn voru notuð.

Alltaf í boltanum

Það þarf sterk bein og járnaga til þess að halda sér að verki þessa dagana. Listamennirnir á leikvöngunum austur í Asíu fjær eru tíðir gestir á skjánum og það á þeim tímum dags sem menn ættu að vera að vinna í sínum verkefnum. Illa gengur að semja predikun eða undirbúa safnaðarstarf á sama tíma og fylgst er með kappleikjunum og verður hver að gera upp við sig hvort hann velur.

Stóð ég við Öxará ....

Það var laugardaginn 1. júní síðastliðinn að ég lagði leið mína austur til Þingvalla að gifta, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Hjónaefnin voru úr bænum og organistinn sömuleiðis, þannig að með mér og brúðkaupsgestum var þetta orðinn nokkur söfnuður.

Tími vaxtar og þroska

Tími kirkjuársins frá hvítasunnu og til aðventu kallast oft hátíðalausa tímabilið. Það er þá sem reynir á í trúarlífi og iðkun kirkjunnar. Engin sérstök tilefni til guðsþjónustu og tilbreytni, aðeins sunnudagurinn einn.

Kirkjan og lýðræðið

Saga Vesturlanda undanfarnar tvær aldir hefur sýnt fram á gildi lýðræðislegra stjórnunarhátta. Kostir lýðræðis eru þeir að þar er tekist á um ólíka hagsmuni. Reynt er að greina á milli minni hagsmuna og meiri og komast að niðurstöðu sem er sem flestum til hagsbóta.

Í leit að lútherskri sjálfsmynd

Fyrirvaralaust og án undirbúnings hljóp ég í skarðið fyrir tvo fulltrúa Íslands á fundi Lútherska heimssambandsins um viðfangsefnið Lutheran Identity in Ecumenical Relationships (sjálfsmynd lútherskra kirkna í samkikjulegu starfi) sem haldinn var í Ósló 26.-27. febrúar síðastliðinn.

Mamma, af hverju halda allir að þetta sé það sem ég hugsa?

Þennan fimmtudagsmorgun var baksíða eins dagblaðanna ægiflott auglýsing þar sem taldar voru upp fjórar ástæður fyrir því að fermast. Þetta vakti áðurnefnda spurningu í huga ungmennisins sem sat yfir kornfleksinu og horfði á baksíðuna nývaknað og reyndar nýfermt. Unglingar í hlutabrjálæði nútímans og fáir spyrja hvað þeim finnst og af hverju? Allir vita allt en enginn spyr mig.

Bæn um frið

Við komum hér saman í skugga skelfilegra atburða í landinu sem kallast hið helga. Um þessar mundir verðum við þar vitni að skefjalausu ofbeldi og ægilegu blóðbaði og sjáum fyrir okkur andlit hinna hrjáðu og hrelldu. Við hörmum það og sameinumst í tjáningu samstöðu með því fólki sem þar þjáist. Og við tökum undir bænir þess og áköll um frið!

Í draugaborg

Í dag fór ég með bílalest til Nablus, en tilgangurinn var að koma mat, lyfjum og öðrum hjálpargögnum til borgarinnar sem hefur verið í höndum Ísraelshers í sex daga. Tuttugu bílar, þar af þrír vörubílar, lögðu af stað frá Al-Ram varðstöðinni rétt fyrir utan Jerúsalem kl. 5 að morgni. Nokkrir bílar fjölmiðlafólks voru með í för, þar á meðal sjónvarpsfólk frá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC.

Tollhliðið

Þegar ég var krakki fórum við oft í kjánalegan leik. Þessi leikur hét ekki neitt en hefði mátt kalla tollhliðið. Í þessum leik voru sumir krakkanna tollarar og hinir þeir sem ganga í gegnum tollinn. Aðalmarkmið leiksins virtist vera að komast eins oft í gegnum tollinn og maður gat. Til þess þurfti að borga og var gjaldmiðillinn yfirleitt það sem maður fann á götunni; spýta, steinn eða laufblað.

Nýbúi úreltur?

Stundum gerist það að starfsfólk við kvikmyndagerð eða frá sjónvarpsstöðum hringir í mig eða í vini mína og segir; „okkur langar til að fá „nýbúa“ fyrir þáttinn okkar. Geturðu bent á einhvern?“. Þá spyr ég hvort hægt sé að takmarka hvers konar „nýbúa“ það langar í, frá Kína, Nígeríu eða Póllandi?

Kertaljósið og tölvuskjárinn

Í einu stiftanna í Svíþjóð hefur markvisst verið unnið að því að koma til móts við þá sem vinna um helgar með því að hafa messur í miðri viku, gjarnan síðdegis. Þessar messur eru með nokkuð öðru sniði en hefðbundnar helgidagamessur. Meira er lagt upp úr kyrrð og ró en jafnframt að þeir sem koma hreyfi sig um kirkjuna. Fólk stendur upp og tendrar ljós í kirkjunni ef aðstæður leyfa, margir eru virkjaðir í lestri og bænagjörð og söng.

Guðfræðiáhugi „Sænska dagblaðsins“

Dag eftir dag birtast í „Sænska dagblaðinu“ áhugaverðar greinar um kirkju og kristni og ber ekki á öðru en að frjór jarðvegur sé fyrir slíkt hjá lesendum blaðsins. Einn dálkahöfundur blaðsins gerði þetta að umtalsefni um daginn og bar þennan „tíðaranda“ saman við umræðuna á liðnum áratugum þegar fáir virtust kæra sig um guðfræðilegar vangaveltur í almennum fjölmiðlum.

Ævintýrin eru börnum bjóðandi

Eftir endurtekinn lestur bókanna um Harry Potter finnst mér þær vera um allt annað en kukl og Satansdýrkun. Mér finnst þær aftur á móti fjalla um það til dæmis að ekki séu allir menn eins, þeir séu ekki annað hvort algóðir eða alvondir.

Jólasveinar meðal okkar

Jólasveinarnir eru á leiðinni og svo koma jólin. Sveinarnir eru af ýmsum sauðahúsum. Kannski spegla þeir menningargerðir? Til eru skandinavískir nissar, sem eru gjarnan stríðnispúkar. Ameríska kláusa sjáum við í draumamyndum Disney. Síðan eru til íslensku leppalúðarnir, sem kannski eru áhugaverðastir þegar grannt er skoðað. Jólasveinaímyndir fyrri tíðar skemmta, en þær eru líka gluggi að veruleikatúlkun og trúarlífi, sem ástæða er til staldra við.