Höfundur -

Pistlar eftir höfund

Jólin koma líka í fangelsin

Það verður mikið um að vera hjá strákunum á Litla-Hrauni á aðfangadag um þessi jól eins og þau fyrri. Dagskráin er nokkuð þétt. Tónlistaröðlingurinn Bubbi Morthens kemur um hádegisbil og spilar og syngur fyrir þá. Ræðir um lífið og tilveruna. Þeir hlusta með athygli á hann og eru þakklátir fyrir komu hans. Bubbi hefur frá mörgu að segja og nær vel til þeirra. Talar tæpitungulaust eins og honum er einum lagið. Hann hefur heimsótt þá nær óslitið um aldarfjórðungsskeið.

Þau eru mörg sporin

Ánægjulegt er að margir söfnuðir hafa stigið græn skref og velta fyrir sér hvernig hægt er að stíga enn fleiri. Minnka vistsporið. Efna mætti til dæmis til „plokkguðsþjónustu“ í sókninni þar sem söfnuðurinn færi út á vettvang til að tína rusl og að því verki loknu myndi fólkið setjast niður á góðum stað og þar yrði guðsþjónusta eða helgistund höfð um hönd.

Nokkrir punktar um kirkju í vanda

Í henni var m.a. fullyrt að trúarleg vanþekking væri farin að bitna á menningarlæsi almennings. Fækkun í þjóðkirkjunni myndi halda áfram ef ekki yrði brugðist með einhverjum hætti, færi niður í 60% eins og á hinum Norðurlöndunum.

Kona segir frá

Þessum orðum er ekki ætlað að vera ritdómur um æviminningabækur Guðrúnar Láru Ásgeirsdóttur. Þetta eru fyrst og fremst þakkarorð fyrir þriggja binda frásögn sem geymir merka sögu kirkju og samfélags þar sem prestskonan er annars vegar, sögu sem ekki má gleymast.

Útialtarið á Esjubergi – ný leið farin

Slóð Karolina Fund þar sem söfnun fyrir útialtarinu á Esjubergi stendur yfir er: https://www.karolinafund.com/project/view/1625 Lesendur eru hvattir til að leggja í púkkið og dreifa slóðinni. Hver einstaklingur er í þessu efni áhrifamaður í sínum vina- og kunningjahóp – og sömuleiðis í sinni fjölskyldu.

Að loknu kirkjuþingi: Innan rammans og utan

Núverandi lög hafa reynst vel eins og áður sagði og best er að halda sig við þau. Allar breytingar breytinganna vegna eru ekki fýsilegar.

Menning heima á Hólum

Um mánaðamótin mars-apríl var haldin á Hólum í Hjaltadal mjög svo umhugsunarverð og merkileg ráðstefna heima á Hólum sem bar hvort tveggja í senn ögrandi yfirskrift og skemmtilega: „Hvernig metum við hið ómetanlega? Guðbrandsstofnun á heiður skilinn fyrir skipulag ráðstefnunnar en hún var önnur í röð fjögurra. Þetta var allt gert vel, með prýði og sóma.

Átak í fullorðinsfræðslu

Til að sporna gegn vaxandi fákunnáttu í kristnum fræðum og biblíufræðum verður að gera stórátak í fræðslumálum safnaðanna og á það við alla þætti fræðslunnar. Nota allir leiðir, gamlar og góðar, nýjar og ferskar. Já, og ekki síst finna slóðir sem ekki hafa verið farnar áður.

Herra Tischendorf 200 ára

Konstantín Tischendorf var ástríðufullur Biblíufræðingur og handritasérfræðingur sem kristin kirkja á mikla þökk að gjalda. Án hans er með öllu óljóst hvað orðið hefði um menningarverðmæti Katrínarklaustursins við Sínaífjall en það var mjög mikilvægt að þau kæmust í hendur hinna bestu fræðimanna. Þess vegna er við hæfi að minnast þess að 200 hundruð ár eru liðin frá fæðingu herra Tischendorfs um leið og fagnað er afmæli Hins íslenska Biblíufélags, jafnaldra hans.

Hugleiðing í fangelsi: Hárskeri Lúthers

Allir þurfa að láta klippa sig. Eins og gengur og gerist koma tískubylgjur í hárklippingum og skyndilega er fjöldi manna kominn með sömu klippinguna. Þetta sést alls staðar. Líka í fangelsum. Þangað skila líka tískuklippingar sér.

Hugleiðing í fangelsi: Veisla hversdagsins

Hver dagur er veisla fyrir augað og skiptir ekki máli hvar við erum stödd til að njóta veitinganna sem lagðar eru fram. Fyrir nokkrum árum var bandaríski fiðlusnillingurinn Joshua Bell fenginn til að spila við neðanjarðarlestarstöðvarnar í Washington.

Hugleiðing í fangelsi: Alexander koparsmiður

Nú sat hann þarna í rökkrinu. Rigningin lamdi húsið að utan og salt regnvatnið rann í stríðum straumum eftir rúðunni. Hann heyrði í fjarska óm af bauki samfanga sinna í næstu klefum.

Trú og fræðsla: Con Dios

Fræðslan kemur sem ljúfur þytur nú síðsumars. Skólar hefjast senn og fólk streymir inn í menntastofnanir og sækir fjölda námskeiða. Mennta- og þekkingarþorsta má lesa úr svip þess.

Skafl í sálinni?

Skaflar lífsins geta verið æði margir. Og þeir setjast skyndilega að okkur á einni nóttu og við getum fátt gert. Sumir þeirra eru svo háir og þykkir að ekki verður við þá ráðið í einu vetfangi. Aðrir eru eins og lausamjöllin sem við sökkvum í og sjáum svo ekki handa okkar skil.

Aðventumorgunn í fangelsi

Aðventumorgunn í fangelsi. Eins og hver annar morgunn – og þó. Kannski fyrsti aðventumorgunninn í fangelsi hjá einum fanga og sá síðasti hjá öðrum.

Að eyða lífi sínu í þvælu

Ungur maður þráði að læra forn fræði. Hann taldi sig vera nokkuð vel undirbúinn og hafði leitað sér víða þekkingar. Hróðugur á svip sýndi hann hverjum sem vildi prófskírteini frá frægum skólum. Dag nokkurn gekk hann á fund meistara nokkurs í fornum fræðum. Meistarinn virtist ekki hafa mikinn áhuga á hinum skrautrituðu skírteinum en lagði þess í stað fyrir hann spurningu.

Orð eru áskorun um að túlka

Trúin á sér sitt málfar – öll trúarbrögð tala með sínum sérstaka hætti. Þau eiga einnig arf, hefðir og siði, sem boðskapur trúarinnar er borinn fram í. Það eru í flestum tilvikum aldir og aldaraðir sem skilja okkur frá máli, arfi og hefðum trúarinnar.

Jesús frá Nasaret og utangarðsmenn

Ætli utangarðsmaðurinn sé ekki jafngamall menningunni? Maður sem reikar um og á ekki til hnífs og skeiðar. Betlar stundum sér til matar eða slær lán á kurteislegan hátt sem ljóst er að aldrei verður greitt þó lán sé kallað. Utangarðsmaðurinn hefur ekki alltaf öruggt húsaskjól og marga nóttina hefur hann hvergi haft höfði sínu að að halla.

Opin augu og lokuð

Á umbrotatímum stendur manneskjan óstyrkum fótum og veit ekki hvert skal halda. Ekkert virðist vera betra en annað. Ráð manna streyma úr öllum áttum. Sum eru góð og gild, gömul og margreynd, önnur eru óráð og illa ígrunduð.

Hugsun mannsins og Guð

Maðurinn getur ekki lifað án efnis. Allt er úr efni. Efnisheimurinn er víður heimur og margslunginn. Stundum spyrja menn um upphaf þessa efnisheims og sumir svara því svo að hann sé tilviljun ein en aðrir að einhver hafi búið hann til. En hvað með hugsunina? Er hún úr efni?

Sumardagur í fangelsi

„Sumarið er alltaf kuldalegt í fangelsinu,“ sagði fanginn. Hann sagðist losna út i vetrarbyrjun og þá myndi hann ganga út í sumarið. Sumarið sitt. Það sumar yrði engu öðru líkt.

Krossar í kyrruviku

Það er regnvotur dagur og blokkin rís upp eins og sæbrattur hamraveggur. Sjávarbarin og grænleit. Vindurinn leikur sér að ruslinu í kringum blokkina og þegar að útidyrum er komið blasa við kámugir dyrabjölluhnappar, sumir brotnir og aðrir á kafi inni í dósinni.

Trú og skynsemi

Trú er ekki úreltari í sjálfu sér en maðurinn. Hún mun ætíð fylgja honum eins og dagur nótt. Nútíminn er hallur undir skynsemistrú og maðurinn löngum verið veikur fyrir því að trúa á sjálfan sig.

Sveigjanleiki mannlífsins

Sveigjanleiki er ekki rótleysi eða vingulsháttur; rýmingarsala á andlegum verðmætum því von er á nýrri sendingu eða ódýrt sölutorg þar sem öllu ægir saman. Eins og stráið eða tréð sem sveigist á árbakkanum fyrir vindi þá stendur hann kyrr á sinni rót.

Musteri Guðs talar

Hugur veit af líkama og líkaminn af huganum. Andleg vanlíðan getur kveikt vanlíðan í líkamanum og angri eitthvað líkamann er næsta víst að það angur bankar upp á hugann. Líkamleg velsæld fer sem hlýr straumur um hugann.

Saga Guðs í þér?

Heimspekingur nokkur sagði að eina svarið við spurningunni: „Hvað á ég að gera við líf mitt?“ væri að spyrja á móti: „Hvaða sögur eru hluti af sjálfum þér? “

Sumargjöf Guðs

Engin tímamót jafnast á við þá sumar tekur við af vetri. Engin yfirlýsing dagatalsins er jafn kærkomin og þar sem stendur skýrum stöfum: Sumardagurinn fyrsti. Ekki aðeins vegna þess að sumarið er gengið í garð samkvæmt dagatalinu heldur líka vegna þess að fleiri sumardagar fylgja á eftir.

Skelfing á föstu

Gólf verslunarhallarinnar er lagt gljáðum marmara og hvert sem litið er má sjá verslanir með glampandi tískumerkjum nútímans. Upp úr marmaraflísunum rísa hógvær þil með myndum sem veita okkur innsýn í líf þrælabarna á Indlandi. Réttlausra barna sem strita myrkranna á milli og eiga ekki í sig eða á þrátt fyrir langan vinnudag.

Krossgátur hversdagsins

Líf okkar minnir stundum á krossgátu. Við erum í leit að orðum sem eiga ýmist að standa lóðrétt eða lárétt. Þessi leit stendur yfir alla daga og allar nætur. Orðin skjótast stundum á augabragði upp í kolli okkar sigursæl á svip en stundum vilja þau láta á sér standa.

Hrjáð í fátækt og auðlegð á aðventu

Aðventan færir okkur von - já, svo gerir reyndar hver aðventa er við fáum að lifa. En þessi von er stundum dregin í efa með súrum svip því margur telur sig vita betur en sá er lífið gaf. Þegar maðurinn gleymir því að lífið er gjöf þá fetar hann skuggaslóð sem aðventan vill beina honum frá.

Ofurfyrirsætur hversdagsins

Ekki líður sá dagur að okkur berist ekki einhver tilboð. Sum þeirra reyna að fullvissa okkur um að ef við tökum þeim þá bíði okkur betra líf. Líf þar sem hamingjan er í fyrirrúmi og þar sem ekkert skortir. Eða í fáum orðum sagt: hið fullkomna líf.

Hrós felur í sér kærleika

Ein leið til þess að fleyta áfram því sem er jákvætt er að hrósa fólki. Það sem við sýslum við á hverjum degi er unnið allajafna af samviskusemi og dugnaði. Okkur finnst það reyndar vera sjálfsagt að leysa allt sem best af hendi. Það er einnig margsannað að hrós byggir upp t.d. betri starfsanda og eykur vellíðan á vinnustað.

Höggormurinn í sálu þinni

Synd er skrifuð með ypsíloni vegna þess að það er komið af sögninni að sundra. Sambandi milli Guðs og manns hefur verið sundrað. Þegar grískumælandi menn til forna skutu örvum af boga sínum og misstu marks þá var gríska orðið yfir það að syndga. Orðið merkir því að eitthvað er utan þess þar sem það á hins vegar að vera innan.

Hefurðu gleymt lykilorðinu?

Sumarið er makalaus tími og skiptir engu þó gangi á með þykkum regnskúrum né heldur þótt grár og þéttur suddinn faðmi allt um stund. Það er sumar og allt mannlíf tekur mið af gróandanum sem lætur ekkert stöðva sig. Túnfífill lyftir gulum kolli mót himni og gleður augað. Grámjúk og viðkvæm biðukollan er ekki aðeins merkisberi liðinnar kynslóðar heldur ósigrandi boðberi framtíðarinnar.

Hvað þýðir það að vera kristin manneskja?

Aldrei sem nú hafa jafn margar hugmyndir og skoðanir verið uppi um lífið og tilveruna. Samtími okkar er nánast sem hlaðið borð í samkvæmi lífsins er svignar undan girnilegum hugmyndum og erfitt getur verið að neita sér um að smakka á þeim. Nýir réttir eru alltaf spennandi í augum margra....

Hvíldarstaður

Það er ekki bara á vettvangi veraldar þar sem átök eiga sér stað og ólíkar skoðanir takast á. Ekki bara þar sem tími friðar og hamingju gengur annað slagið í garð eða staldrar þó nokkuð lengi við. Það er nefnilega til annar vettvangur sem er ekki svo ýkja fjarri okkur sjálfum (og þar eru oft miklar sviptingar) og það er hugur okkar.

Að hugsa um Guð

Allir menn leiða einhvern tímann hugann að Guði og spyrja sig ýmissa spurninga um veru hans. Þessar spurningar eru nátengdar lífi mannanna í heiminum og leit þeirra að tilgangi. Sumir eru fljótir að afskrifa Guð með ýmsum rökum og beygja sig bara hljóðalaust undir tilgangsleysi lífsins en aðrir nema staðar um stund og glíma við spurninguna um eðli hans og tilvist.

Myndin af Jesú

Margir geyma ákveðna mynd í huga sínum af Jesú Kristi. Sú mynd er bæði dregin upp af sjálfum okkur og öðrum. Allt það sem við heyrðum af honum í bernsku okkar hvort heldur það var heima, í kirkju og skóla, eða það sem við lásum og þær myndir sem við sáum.

Guð, tíminn og þú

Þegar nýtt ár skeiðar af stað finnur manneskjan fyrir því hvað hún er undarlega brothætt. Skynjar aldrei sem fyrr þennan dularfulla hjúp sem kallast tími og umvefur hana. Hún er háð tímanum og finnst á stundum sem hann sé herra hennar og húsbóndi. Oft vill hún helst rífa sig lausa frá tímanum eða krefst þess að hann nemi staðar.

Myndin af Guði

Sennilega hafa allir þeir sem leiða hugann að trú einhverja mynd af Guði í huga sér. Þessi mynd á örugglega ýmsa sameiginlega drætti hjá mörgum. Aðrir drættir eru kannski aðeins til í huga hvers og eins og geta verið mjög persónulegir.

Myndin af þér

Manneskjan hugsar eftir ýmsum leiðum. Sennilega er algengasta leiðin sú sem birtist í myndum. Hugsanir okkar um nánast allt eru í myndrænu formi. Við sjáum ýmislegt fyrir okkur og getum lýst því sem fyrir augu okkar ber.

Öll þessi smáatriði lífsins ...

Nýlagað kaffi í könnu og ein brauðsneið – kannski ostur. Næring að morgni dags. Er eitthvað slæmt við það? Nei, þvert á móti, það er frábært. Finna eigin hjartslátt, vera til! Heyra óm af tali eða tónlist? Sjá sól rísa eða virða fyrir sér stálgrá og harðleit ský og spyrja: Hvað er eiginlega í aðsigi?

Predikanir eftir höfund

Kærleikur og fangelsi

Reynslan hefur sýnt okkur að kærleikurinn getur átt sér margan mótstöðumanninn – og kannski býr sá mótstöðumaður stundum í sjálfum okkur þegar öllu er á botninn hvolft. Okkur þykir það vissulega óþægilegt – og reynum að reka hann af höndum okkar. Og það tekst iðulega og jafnvel með glæsibrag.

Augu kristins manns

Augu kristins manns og augu meistarans frá Nasaret horfa í eina átt: til þess sem er hjálpar þurfi.