Reynsla djákna

Reynsla djákna

Stundum held ég að djáknar séu goðsögn ein. Flest þeirra sem eru starfandi djáknar leggja mikla alúð í þau verkefni sem þeim eru falin og sinna þeim í kærleik og af trúmennsku.

Stundum held ég að djáknar séu goðsögn ein.

Flest þeirra sem eru starfandi djáknar leggja mikla alúð í þau verkefni sem þeim eru falin og sinna þeim í kærleik og af trúmennsku. En það er hljótt um þetta góða starf. Það á við á Íslandi sem og í Þýskalandi. Þannig gagngrýndi Thomas Zippert djákna í Þýskalandi í grein fyrir nokkrum árum. Að hans mati er ein af ástæðum þess að djáknastarfið fær ekki þann framgang sem það á skilið sú að djáknum hafi ekki tekist að birta fræðilegar greinar um inntak þeirrar kærleiks- eða líknarþjónustu (díakoníu) sem þeir sinna.

Það sem mér þykir merkilegt við þennan samanburð eða öllu heldur gagnrýni Zippert er að hún er sett fram af skólastjóra menntastofnunar sem sérhæfir sig í menntun djákna í landi þar sem störf þeirra innan kirkju og utan eiga sér 150 ára sögu. Því þykir mér skiljanlegt að ég upplifi það sama hér heima á Fróni þar sem saga starfandi djákna innan þjóðkirkjunnar er mjög ung.

Þegar starfsumhverfi djákna er skoðað nánar kemur í ljós að aðeins í undantekningartilfellum geta þeir sótt um launuð námsleyfi eða tekið sér tíma frá starfi sínu til þess að sinna símenntun og fræðistörfum. Með öðrum orðum: Djáknar þurfa að stela tíma frá eigin fjölskyldu eða nýta eigin hvíldartíma til þess að geta sinnt því sem ég myndi kjósa að kalla „rannsóknarskyldu djákna“.

Faglegt starf verður ekki til í tómarúmi. Með aukinni sérhæfingu vex þörfin fyrir faglegri ígrundun á hverju því skrefi sem djákninn tekur. Þróa þarf gæðastaðla, aðlaga starfið að aðstæðum og þörfum skjólstæðinga í samræmi við markmið díakoníunnar og þeirrar stofnunar eða safnaðar sem starfið fer fram í. Æskilegt væri að hver sókn setti sér díakonísk markmið og kæmi þannig orðum að því hvernig söfnuðurinn vill taka á kærleiks- og líknarþjónustumálum á eigin starfsvettvangi.

Á síðasta ári birtist áhugaverð grein í Tímariti Hjúkrunarfræðinga sem ber titilinn „Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð“. Höfundar greinarinnar eru tveir, þau Jón Jóhannsson djákni og Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir hjúkrunarstjóri á Sóltúni. Greinin er gott dæmi um það hvernig djáknar geta komið faglegum sjónarmiðum um starf díakoníunnar á framfæri. Greinin er aðgengileg á netinu undir vefslóðinni: http://hdl.handle.net/2336/620390.

Ég leyfi mér að gera hluta af lokaorðum þessarar greinar að eigin lokaorðum: „Verkefni allra starfsmanna er að skapa umhyggjusamt, gefandi og uppbyggilegt andrúmsloft og við notum mátt tjáningarinnar til þess. Ef við hugsum okkur tjáningu sem tónlist má segja að við séum hvert og eitt strengur í hljóðfæri eða rödd í kór.“

Ísrael 70. ára – þriðji hluti

Fjöldaflótti Palerstínumanna 1948. Vorið 1948 pökkuðu Bretar saman, uppgefnir eftir hildarleik heimsstríðins, og héldu heim. Þeir skildu eftir sig algera ringilreið í Palestínu. Bæði gyðingar og arabar frömdu þá hræðileg hryðjuverk hvor á öðrum í baráttu um yfirráð.

Ísrael 70. ára – annar hluti.

Síonisminn, eða þjóðernishyggja gyðinga, varð til í lok 19. aldar og það var Austurríkismaðurinn Theodor Herzl sem mótaði stefnuna á fyrsta þingi Síonista í Basel árið 1898 með bók sinni “Gyðingaríkið”.

Talar þú við látinn ástvin?

Sorgin fer ekki en þú getur lifað með henni. Það er góð vísa sem er síst of oft kveðin. Við höfum meiri aðlögunarhæfni en okkur grunar. Það hefur mörg sorgarsagan sannað. Jafnvel þótt okkur líði þannig núna að geta með engu móti lifað án ástvinar þá gerist það engu að síður.