Postilla

Postillur eru birtar hér undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.

Gleðileg jól

Prédikun flutt við aftansöng í sjónvarpi á aðfangadagskvöld 2018.

Er barnið heilagt?

Heims um ból, helg eru jól. Signuð mær son Guðs ól. Þessar ljóðlínur Sveinbjarnar Egilssonar verða að sjálfsögðu sungnar í lokin á þessari athöfn, eins og í svo ótal mörgum öðrum kirkjum. Og einmitt um þessi jól á upprunalegi sálmurinn 200 ára afmæli.

Skapandi Orð

Orð eru til alls fyrst; Með orðum sköpum við og mótum samfélag okkar og einmitt í því berum við Guðs mynd, og þiggjum af eðli hans.

Heilagt fólk í hversdeginum

Ég hef líka heyrt leyndarmál sem eru svo mögnuð þar sem fram koma sjálfsfórnir og þrekvirki sem ég hélt að væru ekki til nema í sögubókum, af því að manneskjur eru góðar. Ég hef líka heyrt sorgarsögur, hrakfallasögur og persónuleg vandræði…

Leyndardómur jólanna

Hún var að fæða sitt fyrsta barn og engin kona var hjá henni, ekki mamma eða frænka eða systir eða nágrannakona. Bara hann Jósef. En það var nú líka heilmikið. Jósef stendur fyrir styrk og kjark og hann var lánsamur að fá að taka á móti drengnum Maríu- og guðssyni.

Ljós, líf og kærleikur.

“Að brosa með hjartanu”. Það er djúp og tær merking í þessum orðum. Þegar hjarta tengist hjarta og brosið kemur óþvingað. Kærleikur tær og hreinn og allt lýsist upp.Það gerist til dæmis: þegar maður heyrir frásögnina hjá Lúkasi um fæðingu frelsara. Þurfti heimurinn og þarf heimurinn frelsara?

Gleðileg jól

Skyldu það vera margir sem ekki vita hvað barnið heitir? Skyldi vera til fólk, sem jafnvel heldur jól, skreytir og gefur gjafir, en gleymir hvers vegna allt þetta tilstand er?

Þakkarbankinn

Lifandi kertaljós var eina vopnið þeirra, friðarbæn og kirkjan eina skjólið þeirra

Hólpinn af ástinni

Í áföllum veikinda eða missis gildir ekki samkeppni, heldur samfélag ástvina hönd í hönd. Þá er ekki spurt um gróðann, heldur þrek til að elska, ekki um veraldargóssið, heldur traustið í vináttu. Þá er heldur ekki spurt um sigra hégómans, heldur vonina sem hefur þrek til að treysta.

Ég elska þig

Guð er elskhugi, elskar ákaft og tjáir þér alltaf - á öllum stundum lífsins, á álagstundum, á hátíðum, með börnum, í fangi ástvina - alls staðar: „Ég elska þig.“

Vonin á flóttamannsveginum

Það eru nefnilega dýrin sem bjóða mannaguðinn velkominn í húsið sitt, þegar honum hefur verið úthýst úr gistihúsum og mannabústöðum borgarinnar. Það eru mikilvæg skilaboð til okkar á tímum þegar við erum í sífellu minnt á neyð sköpunarinnar af mannavöldum, og hvernig hin mállausu, dýrin og náttúran sjálf, þjást og líða.

Það er jafn sárt að vera manneskja nú og fyrir 2.000 árum

Valdsgreiningin gæti ekki verið skýrari. Hér er fæddur Guð almáttugur, í algjöru valdleysi. Á tvöþúsund árum hefur lítið breyst og valdajafnvægi heimsins er það sama, þrátt fyrir að heimsveldin hafa risið og fallið í gegnum þær aldir sem kristin kirkja hefur haldið á lofti heilögum jólum.

Ljós í glugga

Á þessu kvöldi erum við hvað næst því að finna hið himneska í hinu jarðneska, finna hið helga snerta hjarta okkar og tilfinningar.

Einhversstaðar á milli Blönduóss og Vatnsdals

Ekkert okkar á einfalt líf og fæst okkar, ef nokkur, eru að lifa því lífi sem til stóð.

Kári í freyðibaði

Ég á örugglega eftir að segja söguna af Kára í freyðibaði aftur, svo skemmtileg er hún. Hún segir okkur líka svo margt um samfélag feðga á köldum vetrarmorgnum. Hún minnir á tíma sem eitt sinn voru og skapar kærar minningar og hugamyndir.

Barnahátíð

Þess vegna hef ég aldrei skilið þetta þegar verið er að rembast við að afsanna jólin, rembast við að afhjúpa Jesúbarnið...

Betlehem í Garðabæ

Ég trúi því að ljósbylgjan frá Betlehem nái inn í innstu kima og króka sálarinnar og hafi áhrif. Mér finnst ég sjá það í glöðum andlitum, hlýjum kveðjum, gjöfum og góðverkum, sem gerast allt í kringum okkur.

Jólaboðskapur Lúkasar og Matthíasar

Jólaræða flutt í Glerárkirkju við miðnæturmessu á jólanótt 2013 en upphaflega í Grundarkirkju 2010. Jólaboðskapur Lúkasar hugleiddur í tengslum við æskuminningu Matthíasar Jochumssonar í jólaljóði hans frá 1891. Það er mögnuð útlegging á jólaboðskapnum þar sem Matthías biður jólabarnið að snerta sig.

Skeitari með tilboð

Gleðilega jólahátíð! Já, jólin er gengin inn um hlaðvarpa hugans. Eitthvað sem ætti ekki að koma okkur á óvart. Dagar og vikur síðan jólaljósin voru sett upp enn lengra síðan að farið var að huga að jólahlaðborðunum, því vel skyldi gera við sig í aðdraganda jóla á jólaföstunni. Ekki sé talað um á jólunum sjálfum og er það vel.

Jólaguðspjallið fjallar um vald

Jólaguðspjallið fjallar um vald og er án nokkurs vafa áhrifamesta greining mannkynssögunnar á eðli valds. Kærleikur Guðs sker í jólaguðspjallinu í gegnum allt valdbeitingarkerfi mannkyns og sýnir okkur sannleikan um að við erum í raun öll jöfn frammi fyrir kærleika hans.

Við jötuna

Við megum sitja við jötuna, horfa á barnið Jesú, dást að því, hverfa inn í þann heim sem það mótar. Hann hefur áhrif á sögu mannkyns og sögu okkar. Við skulum leyfa ljósinu hans að lýsa okkur og móta okkur og samfélag okkar.

Allt gott?

Hvernig hefði það annars verið ef myrkrið hefði skyndilega ljómað upp, himneskar hersveitir komið að ofan – og englarnir hefðu sagt eitthvað á þessa leið – „Jæja, er ekki bara allt gott?“

Eru jólin trúarjátning þjóðarinnar?

Ef einhver hefur efast um að þjóðin játi kristna trú, þá þarf ekki frekari vitnisburð um það en að horfa í íslensk jól þar sem hefðin og siðurinn tjá svo innilega játningu kristinnar trúar.

Íslenska talningin

Um þetta eru jólin. Þau eru sú góða frétt að gjafari lífsins leggur sjálfan sig og allt sem hans er í okkar hendur.

Lífið er meira en leikrit

Valli breytti framvindunni svo gjörsamlega. Sumir sögðu að hann hefði eyðilagt kvöldið, en flestir höfðu bara gaman af og enn í dag man fólk í þessu þorpi alltaf eftir Valla sem gistihúseiganda sem breytti öllu.