Postilla

Postillur eru birtar hér undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.

Fullveldi vonar

Fyrsti sunnudagur í aðventu 2018. Predikun í Stöðvarfjarðarkirkju og Heydalakirkju í Breiðdal

Fullveldi í 100 ár

Í gær, þann 1. desember minntumst við þess að Ísland varð formlega frjálst og fullvalda ríki fyrir einni öld. Í Dómkirkjunni hér í dag minnumst við þess einnig, í tali og tónum.

Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna, styrkur Hjálparstarfs kirkjunnar

Hann kemur. Við tökum á móti. Okkar er valið. Hann kemur til þín sem hefur allt til alls og hefur ekki áhyggjur. Hann kemur til þín sem sem býrð í kuldanum í Laugardalnum, til þín sem býrð við fátækt. Hann kemur til þín sem gleðst yfir öllu því góða sem þú hefur og þakkar fyrir. Hann kemur til þín sem ert reið/reiður, kvíðin/n, örvæntingarfull/ur, til þín sem ert í prófatíð, til því sem vilt hjálpa öðrum og gefur þér ráð og styrk til þess. Hann kemur en þú ræður hvort þú býður honum inn í hús þitt og líf. Hann kemur ekki fram sem valdsins herra, heldur auðmjúkur og miskunnsamur. Jesús veitir von og gefur annað líf.

Vatn er von

Hjálparstarf kirkjunnar hefur í níu ár starfað með sjálfsþurftarbændum á svæðinu að því að tryggja aðgengi að hreinu vatni, auka fæðuval og efla völd og áhrif kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Starfið hefur borið góðan árangur en svæðið er stórt og íbúar margir.“ Markmiðið er að hjálpa fólkinu til sjálfshjálpar.

Það á að gefa börnum gjöf

Í upphafi aðventunnar megum við hefja gönguna í átt til jólahátíðarinnar með konunginum sem kemur í hógværð og auðmýkt. Hann færði okkur kærleikann, fyrirgefninguna, þakklætið, vonina, bænina. Göngum með gleði veginn til jóla með allt það í farteskinu sem hann gaf. Minnumst bræðra okkar og systra nær og fjær sem búa við erfið kjör, kvíða eða þjást. Biðjum Guð að hjálpa okkur að hjálpa þeim og gleðja.

Við bíðum bjartra tíma

Við höfum það gott hér á landi miðað við margar aðrar þjóðir. Það er því óásættanlegt að allt fólk hér á landi skuli ekki búa við öryggi, húsaskjól og nægar vistir. Við berum okkur gjarnan saman við aðra.

Er trúin tabu?

Viljum við afhelga íslenskt samfélag nútímans? Getum við hugsað okkur guðlausa veröld? Er það þjóðinni fyrir bestu núna? Leggja af allt sem minnir á kristna trú og þjóðararfinn, að trúin verði hornreka einkamál, aðventa, jól, páskar, hvítasunna,-allt án trúar, en tilefnislausar hátíðir þar sem mennskan getur dáðst að sjálfri sér?

Kærkomin aðventa

Aðventan er svo dýrmætur tími vegna þess að hún kallar fram það besta í okkur, minnir á hvað skiptir mestu máli í lífinu og einnig á að það sem við gerum og leggjum til hefur áhrif og auðgar umhverfi okkar og samfélag.

Andans fögru dyr

Ljósið lýsir einnig yfir bárur, brim og voðasker, atvik og atburði, sem við hörmum, jafnvel sem við vildum helst gleyma, en komumst ekki undan.

Ljós og aðventa

Á aðventunni stendur Hjálparstarf Kirkjunnar fyrir jólasöfnun og í ár er yfirskriftin „hreint vatn gerir kraftaverk“ og er safnað fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í þremur löndum Afríku, sem hefur gjörbreytt lífi þúsunda manna.

Hjálpið okkur að hjálpa öðrum

Fyrir ofan baukinn stóð: Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Er það ekki dásamlegur boðskapur aðventunnar að muna eftir öðrum? Muna eftir þeim sem okkur þykir vænt um.

Tími framkvæmdanna

Aðventan er tími framkvæmdanna. Tíminn til að hugleiða lífið og trúna. Tíminn til að láta gott af okkur leiða til að bæta líf þeirra sem þurfa stuðning og hjálp.

Ár skóga - græn kirkja

Með sínum djúpu rótum og viðamiklu krónum, miðla gömul tré á einhvern dulmagnaðan hátt tilfinningu fyrir tign, mikilleik, ást og visku þar sem háir stofnarnir tjá órjúfanlegt samband himins og jarðar.

Mæðravernd og Meistari Eckhart

Þungi Krists gerir okkur að betri og heilli manneskjum í hlýrri tengslum við annað fólk. Ef það er eitthvað sem jólin og aðventan geta kennt okkur, Þá eru þær kennslustundir í von. Ef jólin er fæðingarhátíð, þá er aðventan mæðravernd trúarinnar.

Stjórnalagaþing sálarinnar

Hvernig myndu slíkar reglur annars líta út? Þetta gætu verið almennt orðuð markmið um það hvert stefna eigi, hvað eigi að gera og fyrir hverju þurfi að berjast. Svo má auðvitað horfa á það úr hinni áttinni einnig: hvað eigum við að hætta að gera? Hverju þurfum við að venja okkur af? Þessi spurning á líka fullt erindi inn á stjórnlagaþing sálarinnar: Fyrir hvað megum við þakka?

Aðventuför

Maðurinn, hundurinn og hrúturinn fóru saman í för á öræfi og eftirvæntingin var bundin við að finna viltar kindur og mikill var fögnuðurinn þegar þær fundust og tekist hafði að koma til síns heima í öruggt skjól. Er aðventuför nútímans eitthvað í líkingu við það?

Nýtt ár – nýr boðskapur

Það hlýtur að vera helsta verkefni kirkjunnar á öllum tímum að túlka boðskap kristinnar trúar inn í samtímann. Spurningin hlýtur alltaf að vera bæði fersk og ný: Hvernig getum við talað um Guð inn í nýja og breytta tíma? Í rauninni má líta svo á að kristin trúarhefð sé samsafn af svörum við þessari spurningu.

Gengið um hlið

…Fréttin var hugljómun, sem fréttafólkið af innsæi og snilld náði að festa á mynd, hún var mikill vitnisburður um þá möguleika, sem felast í fólkinu í þessu landi og trúartrausti á skapandi hugsun og góð verk, sem vinna má, þegar lagst er á eitt og kraftur gleði, sköpunar, verklags og þekkingar fær að njóta sín. Sá sem fer um þetta hlið finnst hann ýmist boðinn velkominn, eða sællega kvaddur, eftir því hvort hann kemur eða fer….

Draumasmiðjan

Ofurvarlega tók ég hana í fangið. Augun dökk horfðu í spurn á þennan ókunna mann svo hvörfluðu þau til og frá og síðan aftur á andlit mitt og augu. Hver ert þú? Hvaðan ertu?

Kom þú drottinn Kristur

Í predikuninni Við dyrnar spyr Haraldur: "Vilt þú undirbúa slíka tilkomu Krists?" Og hann bætir við og segir: "Hann er jafnvel fúsastur að koma til þess, sem finnur sárast til sektar sinnar og vanmáttar."

Nýja Ísland og aðventan

Jesús segir: Í dag hefur ræst þessi ritningargrein. Allt mun snúast til hins betra. Vegna trúar og kærleika. Aðeins með þjónustu lifirðu. Það virðist vera lögmál, a.m.k. regla: Þegar þú hættir að hugsa um eigin ávinning, lætur af persónulegum metnaði, en lætur önnur gildi ráð, þá ferðu að lifa almennilegu lífi.

Þegar hið fráleita rætist

Geðlæknirinn spurði: Hvort vilt þú frekar vinna 100 milljónir í lottói eða slasast alvarlega í umferðaslysi. Hún hljómar svo fáranlega þessi spurning.

Von í viðjum skuldanna

Látum aðventuljósin verða vonar ljós um betri framtíð á Íslandi! Betra samfélag, með styrkari stoðum undir efnahag og atvinnu, betra viðskiptasiðferði, og enn traustara öryggisnet velferðarinnar. Það munum við áorka með þeim mannkostum sem íslensk þjóð hefur jafnan metið mest: heiðarleika, iðjusemi, réttsýni og umhyggju um náungann.

Tvær meinlegar skynvillur

Eitt höfuðeinkenni hómó sapíens er það að við erum alltaf að rembast.

Listin, trúfrelsið og fjölmenningin

Hafir þú ekki kynnst kristinni trú eða islam, - hér mætti raunar nefna hvaða sið sem væri, það sem þú þekkir ekki, það veistu næsta fátt um og þá er giska auðvelt að læða inn alls kyns fyrirframhugmyndum. Vantrú og vanþekking er algengasta rót allra fordóma.

Kirkjan, húmanisminn og Siðmennt

Kristin kirkja vinnur með lífinu og þjónar því með mannúð og virðingu að leiðarljósi og hefur fyrir augum sér Jesú Krist sem leiðtoga og fyrirmynd. En hún getur ekki samið um það að láta ýta sér upp á fjall og verða rykug og raddlaus.

Undan eða eftir tímanum

Þjóðkirkjan vill standa vörð um lýðræði og mannréttindi. Hún er skuldbundin því! Og kirkjan vill virða þau faglegu sjónarmið, sem skólarnir eru bundnir í fjölhyggju- og fjölmenningarumhverfi samtímans. Þar er afar mikilvægt að fyllsta tillit sé tekið til ólíkra lífs- og trúarskoðana og sýna virðingu og umburðarlyndi í hvívetna.