Postilla

Postillur eru birtar hér undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.

Logandi runnar

Við erum í sporum Móse sem leit hinn logandi runna og úr honum komu boðin um rjúfa vítahringinn, fara úr þrælahúsinu yfir til hins fyrirheitna lands. Logandi runnar og tré, reykjarstókar sem standa upp úr púströrum og strompum ættu með sama hætti að tala til okkar.

Hlekkir og slóðir

Sagan sem við hlýddum á hér í guðspjalli dagsins er að vissu leyti dæmigerð fyrir frásagnir Biblíunnar. Það er að segja, hún geymir tilvísanir í önnur rit þeirrar miklu bókar, nánast eins og við værum að vafra um á internetinu og gætum smellt á einstaka orð og setningar og flakkað þar með á milli síðna.

Far þú í friði og ver heil meina þinna

Talíþa kúm, rís þú upp, þú sem þjáist vegna kúgunar, þú sem ert í fjötrum. Far þú í friði, þú sem finnur lífið renna þér úr greipum og ert við það að örmagnast vegna eigin framkomu eða annarra. Ver heil meina þinna, þú dóttir Guðs sem hefur mátt þola niðurlægingu, misnotkun og áreitni.

I see the shine around your face

Thus we receive the glory of Jesus and act as his servants. And this happens to any of us. And at that time, we are shining, even though we don’t notice it by ourselves. This is a part of the manifestation of the kingdom of God.

Tinder leiðtogar

Og hugsið ykkur ef við gætum gert þetta líka við alla þessa leiðtoga í heiminum sem segja við okkur: Hlustið á mig! Ég er með sannleikann! Og þeir segja jafnvel: Ég er með umboð frá Guði! Guð vill að ég ráði og stjórni! Hugsið ykkur ef við gætum bara farið með þeim upp á fjall, og fengið það á hreint hjá Guði, þessi er í lagi, ekki þessi, ekki þessi, þessi, bara svolítið eins og á Tinder... Þá þyrftum við ekkert að velkjast í vafa, þá myndum við bara láta þann leiðtoga stjórna sem Guð væri búinn að ákveða fyrir okkkur...

Biðjum í anda, sannleika og kærleika

Guðsþjónusta í upphafi samkirkjulegrar bænaviku 2016 sem var síðasti sd. eftir þrettándann það árið. Lagt var út frá Ummynduninni á fjallinu, Mt. 17. 1-9.

Hver er okkar ytri ógn og hver er okkar innri ótti?

Ég var orðin þvöl í höndunum svo ég herti takið um skammbyssuna. Ég miðaði eins og mér hafði verið kennt og skaut. Ég miðaði aftur og skaut í annað sinn.

Aulinn, björninn, Jesús og þú

Þetta er falleg lýsing á samfélagi. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur þótt þú sért á ókunnum stað. Þarna er gott fólk. Einhver mun sjá um þig.

Karlmennska, Kristur og kynbundið ofbeldi

Andstætt frjósemi Abrahams er Jesús barnlaus, andstætt rétttrúnaði lögmálshefðar Móse gagnrýnir Jesús prestana sem kúga fólk á grundvelli lögmálshyggju, andstætt hervaldi Davíðs hafnar Jesús ofbeldi og valdsöfnun í öllum myndum og andstætt spámanninum Elía, sem upphefur Jahve á kostnað guða Fönikíumanna, upphefur Jesú trú útlendinga.

Skröksögur

Hvað eru skröksögur og hvað eru ummyndunarsögur og hvernig eigum við eiginlega að skilja suma kaflana í Biblíunni? Hér segir af zombíum og Pútín og Ólympíuleikum og Pollapönki og svo vinunum Jesú, Jakob, Jóhannesi og Pétri sem fóru upp á fjall.

Er sannleikurinn lygilegri en hið logna?

Rætt var um ótrúlegar sögur í Biblíunni og víðar og vitnað í kvikmyndina Life of Pi þar sem sögð er saga sem er svo ótrúleg að lygin kemur í staðinn.

Ummyndun til heilla

Ummyndun – það er eiginlega lykilsaga um þig og mig, kirkju, þjóðfélag og heim. Það er sagan um að Guð elskar og umbreytir - til heilla.

Trúarupplifun, trúarvissa og umhyggja Guðs

Ýmislegt í lífinu fær okkur til að standa á öndinni af undrun og lotningu. Fegurð landsins okkar er slík að ítrekað hef ég upplifað gleði og fögnuð, en einnig undrun yfir þeim furðum sem mæta mér í náttúrunni.

Konur og kirkjan

Þar sem ójafnrétti kynjanna er viðhaft snýst nákvæmlega allt um kynin, það er þversögnin í þessu öllu, nema einhver vilji halda því fram að konur séu yfirleitt ekki eins hæfar og karlar. Verkaskipting íslensku þjóðkirkjunnar er í hæsta máta ójöfn og vil ég ekki meina að þar ráði tilviljun ein, hvað þá offramboð á óhæfum konum sem ganga með sinn kollar og ráða í mesta lagi við að lesa stuttan ritningartexta.

Tjaldbúðir trúarreynslunnar

Sá frækni og margþjálfaði björgunarleiðangur, sem fór frá Íslandi til hjálpar í Port au Prince, kom heim reynslunni ríkari, reynslu sem varla er þó hægt að segja að nokkur sækist eftir. “Ég verð aldrei samur eftir þetta”, heyrðist sagt úr þeim hópi, “en væri ég á morgun beðinn um að fara aftur, færi ég strax”.....

Ummyndun - stjórnarmyndun

Trúin er líka samfélag og sífelld þjónusta í heiminum. Hún er ekki einkaeign. Þó svo búið sé að einkavæða trúna þarf hún ekki að vera einkamál. Kriststrúin er afl. Hún er þjóðfélagsafl í öðrum skilningi en veraldarvaldið og annars eðlis. Hún er sá veruleiki, það inntak í lífinu, sem veldur grundvallarbreytingu.

Gamla Ísland og nýja Ísland

Margir tala um nýtt Ísland í þessu samhengi. Sjálfur vil ég frekar tala um það að endurheimta gamla góða Ísland og gömlu góðu gildin sem fylgt hafa þjóðinni okkar í gegnum tíðina. Við eigum að líta til baka og hugsa um það sem hefur gefið þjóðinni styrk á hverjum tíma til þess að sigrast á mótlæti og kreppum.

„Hættum að segja kreppa og verum bara fjölskylda!“

Þá er gaman að segja frá því að Idol sigurvegarinn fyrrverandi Kelly Clarkson hefur sett nýtt met með því að stökkva hæst allra á bandaríska Billboard vinsældalistanum, eða upp um 96 sæti. Lag hennar “My life would suck with out you!” fór úr 97. sæti beint á toppinn eftir að það var keypt 280 þúsund sinnum í stafrænni útgáfu sína fyrstu viku á lista"

Kirkjan á strætum borgarinnar

Vettvangur kirkjunnar er ekki aðeins á fjallinu og hér í helgidóminum heldur í samfélagi manna. Jesús vildi ekki að lærisveinarnir væru í fjarlægð frá mannfjöldanum heldur einmitt mitt í miðju mannlífsins, í miðborginni.

Áfengismeðferð og æðri máttur

Af þessu má sjá að kirkjur og trúfélög taka mjög ríkan þátt í að leiðbeina og hjálpa fólki til bata, bæði í glímunni við áfengis og eiturlyfjavandann og eins í almennri sjálfsstyrkingu. Að gefa í skin að kirkjan og trúfélög séu ekki réttir aðilar til að vinna með fólki í þessum vanda er því ómaklegt og dregur undan trausti sem fólk hefur til kirkju sinnar.

Og þú ert ... ?

Ég á vin. Ég er með númerið hans í minninu í gemsanum mínum og get hringt í hann hvenær sem er. Hann er ætíð til taks og stendur með mér í hverri raun. Ég get leitað til hans alltaf þegar ég þarf á honum að halda. Þetta er æðislega góður vinur minn. En ég hef reyndar aldrei talað við hann.

Ummyndun

Hver er munurinn á jarðneskum og himneskum veruleika? Kæri söfnuður. Ýmsir myndu segja að þessari spurningu væri ekki hægt að svara. Aðrir myndu segja að hún væri leiðandi. Sumir myndu svara því til ekki væri hægt að spyrja að þessu vegna þess að eingöngu væri til jarðneskur veruleiki.

Stærsta virkjun sögunnar

Hann var ekki stór hópurinn sem var kallaður til að byggja mestu virkjun sögunnar. Kárahnjúkar eru eins og smáhýsi úr Legókubbum í samanburði við þá orkuveitu kærleika og ljóss sem virkjuð var á ummyndunarfjallinu forðum.

Átökin um hið heilaga

En ef við teljum að þeir eigi að virða það frelsi sem okkur eru heilagt, gerir það þá ekki sjálfkrafa kröfu til okkar um að virða það sem þeim er heiilagt? Enginn misskilji mig svo að við eigum að fórna tjáningarfrelsinu að kröfu múslima, hverju sem þeir hóta. Fjarri því. En fylgir tjáningarfrelsinu engin ábyrgð?

Kirkjan og íslenskt samfélag á vegi Krists!

Kirkja Krists verður að glíma við Orðið, leyfa því að leiða alla umræðu og framgang samfélags okkar. Það er kærleikans vegurinn sem Kristur býður okkur til. Hvernig eigum við að feta okkur þann veg? Að mætast hér á helgum stað er mikilvægt. Játningin er grundvallaratriði, að játast kærleika Krists.

Strákarnir okkar

Að tilheyra einhverjum eða einhverju er manneskjunni mikilvægt. Það er manneskjunni mikilvægt félagslega og andlega. Að tilheyra engu eða engum er nær ómögulegt ef horft er út frá því að við verðum ekki til og lifum ekki í tómarúmi. Við fæðumst inn í þennan heim og þar af leiðandi tilheyrum við þeim sem fæðir okkur og klæðir og elur önn fyrir okkur.