Postilla

Postillur eru birtar hér undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.

Bjartsýni eða lífsjátning

Sumt í kristindóminum er erfitt, eiginlega algjörlega óviðráðanlegt. Upprisan er eitt af því. Stundum kvarta ég við Guð minn í bæninni yfir því að trúin eins og hún kemur til mín er óskynsamleg... Svo renna upp páskar. Og öll mín skynsemi hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ég rétti úr mér, breiði faðminn á móti rísandi sól, nýt ilmsins af vorinu og vitnisburðar kvennanna og lærisveinanna af upprisu. Þá renna upp gleðilegir páskar eins og vorsólin. Er þetta óraunsæ bjartsýni eða lífsjátning?

Aldrei úrkula vonar

Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.

Jesús gefur okkur hlutdeild í upprisu sinni

Kristin trú getur hjálpað okkur við það verkefni vegna þess að kristin trú er trú vonar og kærleika. Hún er trú hugarfarsins sem eru grunnur verkanna. Hún er trú ábyrgðar gagnvart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóssins og lífsins.

En hann var mjög stór

Páskarnir fjalla að miklu leyti um slíka steina og hvernig við mætum þeim. Ætlum við sjálf að ráðast á þá eða eigum við okkur þann bandamann í Jesú, í Guði, sem veitir okkur styrk til að sigrast á slíkum fyrirstöðum? Þannig var það í páskasögunni fyrstu. Steininum hafði verið velt frá – en hann var mjög stór.

Í helli

Upprisan á sér nefnilega stað í helli, í myrkri og í fullkominni þögn. Þar sem moldin og jörðin eru allt umlykjandi og það er þar sem nýtt líf verður til, líkt og fræ sem er gróðursett í mold, barn sem hvílir í móðurkviði og í lokuðum helli. Nýtt líf sem verður til í Jesú sem fæddist í helli og rís upp í helli. Allt þetta á upphaf sitt í fullkomnu myrkri og þögn.

Reikniskekkja staðfest

Hugmynd okkar um heiminn var röng, hugmynd okkar um sjálf okkur var röng og það sem við héldum að væri hagvöxtur reyndist vera þjófnaður.

Þær voru sendar með tíðindin

Kvennahreyfingin hefur verið til frá því að Jesús stofnaði hana á fyrstu öldinni. Allar kvennahreyfingar síðan eru bylgjur þeirrar miklu undiröldu sem reis af boðskap hans og verkum.

Ótrúlegra en aprílgabb

Ef þessi páskagleði er raunverulegur og lifandi hluti af tilveru okkar, þá hefur það áhrif á allt okkar líf. Við mætum mótlæti og áföllum rétt eins og aðrir, en birtan frá upprisunni veitir ljósgeisla inn í dýpstu myrkur.

Dauðafæri

Hér þarf að hefja til vegs samfélagsábyrgð, að deila kjörum saman af sanngirni með þátttöku allra.

Traust, von og gleði

Páskaboðskapurinn gefur okkur kraft og kjark til að vinna gegn hinu illa í öllum þess myndum. Hann sýnir okkur að böl og pína hefur ekki síðasta orðið heldur lífið og gleðin sem því fylgir.

Treystir þú Guði?

Um miðja síðustu öld var t.d. aftur og aftur skrifað í fjölmiðla, að kirkjan væri í andaslitrunum og ekkert eftir annað en að kasta rekunum. Maðurinn væri orðinn svo vitiborinn og fullkominn, að hann þyrfti ekki á Guði að halda.

Upphaf - ekki endalok!

Kristur er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn! Eftir þunga föstudagsins langa tökum við gleði okkar á ný og fögnum sigri lífsins, sigri alls þess góða yfir þeim mætti sem eyðir og deyðir. Við skoðum atburði föstudagsins langa í ljósi upprisu Jesú frá dauðum. Við sjáum krossinn ekki sem raunaleg endalok heldur sem upphaf. Krossinn er tákn sigurs og markar upphaf þeirrar framtíðar sem Guð er í þann mund að láta verða að veruleika.

Fréttirnar um upprisuna

Hin ótvíræða staðreynd málsins er sú, sagði Morrison, að frá upphafi kristinnar trúar lék ekki vafi á því að gröf Jesú var raunverulega tóm. Eitthvað átti sér stað sem gerði það að verkum.

Stríð 0 - Friður 1

Það er skiljanlegt að mæta hinu óvænta með vantrú og ótta. Kannski eigum við líka erfitt með að þekkja Jesú þegar hann kemur til okkar, upprisinn. Hans eigin lærisveinar þekktu hann ekki, þegar hann slóst í för með þeim á leiðinni til Emmaus og ræddi við þá um það sem hafði gerst og átti að gerast.

Á bekknum með Kristi útigangsmanni

Íslenskir fjölmiðlar boða kærleika Krists í fréttum sínum á sama tíma og sömu fjölmiðlar flytja fréttir af því að setja verði boðskap kristinnar trúar skorður, sérstaklega varðandi opinbert uppeldi barnanna.

Nú opnast saklaus augu lambsins

Nú er það vorið sem bíður okkar handan við hornið. Veturinn er að verða afstaðinn, í það minnsta samkvæmt almannakinu, og við tekur lífið sem kviknar með hækkandi sól og hlýnandi veðri. Nú bíðum við þess að taka á móti lífinu. Sumir bíða þess að sleppa af skólabekk, ljúka námi vetrarins og hlaupa út í vorið á meðan aðrir bíða þess að hefja vaktina á jötubandinu.

Hugrekki upprisunnar

Hvernig upplifir þú það í þínu lífi að Jesús er upprisinn? Hverju hefur upprisan breytt fyrir þig? Það getur verið svo margt, svo ólíkt, allt eftir aðstæðum okkar og lífsverkefnum. Einhver upplifir kannski að upprisan gefur nýjan kraft til þess að takast á við verkefni sem áður virtust óyfirstíganleg. Annar upplifir kannski hvernig upprisan hefur leitt hann eða hana út úr gröf einmanaleika og niðurbrots, út í dagsbirtuna sem er þá tákn fyrir upprisubirtuna sjálfa. Ég upplifi það sterkt að ég er aldrei ein, og ég þarf ekki að óttast. Fyrir mér er upprisan eitthvað sem gerist á hverjum degi og gefur mér kraft og hugrekki til þess að takast á við verkefni lífsins, bæði þau gleðilegu sem og þau erfiðu og jafnvel ógnvekjandi, fullviss um það að ég er örugg í hendi Guðs. Kannski eru einhver ykkar á meðal sem eruð enn að leita að merkingu upprisunnar, hvernig hún snertir við ykkur. Við ykkur segi ég; verið ekki hrædd. Hafið kjark til þess að fylgja Maríu og Maríu inn í gröfina, til að sjá sjálf að Kristur er upprisinn.

Fáum okkur morgunmat

Það tók allt þetta fyrir vini og vinkonur Jesú að verða páskafólk sem lætur ekki í minni pokann fyrir dauðanum heldur ber lífið í hjarta sínu. Þess vegna skiptir það miklu máli að við horfum á páskana sem ekki bara einn morgunn heldur ferli 50 gleðidaga - fram að hvítasunnu.

Páskar við sólarupprás

Enn komum við saman við sólarupprás á Þingvöllum til að fagna upprisunni, til að fagna hinum upprisna Drottni Jesú Kristi sem sigrað hefur dauðann og þjáninguna, brotið niður múrinn milli þessa jarðneska, stundlega heims og hins himneska heims eilífðarinnar. Enginn atburður sem minnst er á ári hverju er með nokkrum hætti sambærilegur við þennan.

Páskar í Kardimommubæ

Kardimommubærinn er líka útópía: það er draumsýn; hugmynd um samfélag sem mannleg reynsla sýnir okkur að geti ekki verið til í raunveruleikanum.

Upprisan sem viska ástarinnar

Páskadagurinn flytur okkur boðskap um undur og stórmerki: Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn, og allt í einu stöndum við frammi fyrir veruleika sem setur allt í nýtt samhengi og segir okkur að möguleikarnir í lífinu séu miklu fleiri og dýpri en okkur hafi nokkru sinni órað fyrir.

Upprisuhátíð í íbúðahverfi

Kirkjan er í miðju íbúðahverfi. Hún er staðsett eins og hjartað í sókninni, þaðan sem streymir boðskapur kærleika og miskunnar, bæði í Orði og verki.

Týndur Drottinn, tapað fé?

Við sem játum kristinn sið hljótum að túlka kröfuna um þróunaraðstoðina á okkar eigin hátt og í ljósi okkar eigin kristnu tákna. Hinn kristni boðskapur leggur okkur skyldur á herðar. Upprisan, eilíft líf , sigur lífs yfir dauða, gleði yfir sorg, fjallar líka um dauða fátæktar og vonleysis. Baráttan við slíkan dauða getur aldrei verið tapað fé.

Trú og efi

Góður efi er alltaf betri er syfjulegt afskiptaleysi. Sá sem efast í trúnni er í djúpum sálar sinnar að leita að sannleikanum, að leita Guðs. Efinn táknar í raun ekkert annað en að mér er ekki sama um Guð og um trúna. Mér er ekki sama um það hvernig ég hugsa um Guð og hvort ég hugsa um hann.

Sögur sem enda vel

Páskasögur eru ekki happíendingsögur. Þær enda vel. En í þeim mætum við líka ranglæti og reiði og sársauka. Lífinu og heiminum eins og hann er.

Sigur lífs og vonar

Við megum ekki við því öllu lengur að sitja föst í vantrausti og tortryggni! Við verðum að geta kallað það besta fram í hvert öðru. Til þess þurfum við að leggja okkur öll fram í agaðri samræðu af sanngirni og virðingu fyrir náunganum.

Ei myrkrið vann ljósið

Páskatrúin hefur ekki verið ríkjandi á Íslandi. Við höfum haft meiri trú á dauðanum en lífinu. Sú trú hefur rekið okkur á harðasprett um lífið. Okkur hefur verið talin trú um að nauðsynlegt sé að eignast sem mest meðan kostur er, upplifa sem mest, sanka að okkur sem mestu.