Postilla

Postillur eru birtar hér undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.

Vegprestur predikar

Fyrir hálfum öðrum áratug vorum við hjónin á ferð yfir Fimmvörðuháls. Svæðið er íðilfagurt og hrikalegt í senn og manneskjan verður harla smá í þeim samanburði. Vart var hægt að snúa sér við án þess að fyllast lotningu og myndavélin óspart notuð. Svo mörgum árum síðar var ég að fara í gegnum myndir sem teknar voru í ferðinni og sá að þar hafði, innan um öll náttúrufyrirbrigðin, vakið athygli mína skilti sem stendur uppi á hálsinum þar sem hann er hæstur.

“What do you want to do?”


Christ helps us, first of all, in the most fundamental way, which is supporting our souls and minds. Jesus helps us by letting us confirm what we want to do and what we wish, that might have been faded away in our souls and minds even without our conscious.

Takk fyrir mig !

Þakka þér fyrir, manni. Þessi orð festust einhvern veginn í huga mér, sagði mér margt um þennan óþekkta dreng. Hann kunni að þakka, jafnvel þó óvíst væri hvor væri í raun sökudólgurinn. Þakklæti. Það var einmitt það sem ég var að reyna að tengja lífinu okkar hér í dag, þakklætið.

Lottóvinningur eða bílslys?

Hamingjusamt fólk kemur úr öllum stéttum og frá öllum heimshornum, en á það sameiginlegt að það kann þá list að segja takk.

Gvendarlækur

Nema hvað að á þessum slóðum átti biskupinn að hafa vígt lítinn læk og fylgdi það sögunni að í kjölfarið megnaði sprænan að renna sína leið niður dalinn hvernig sem viðraði, hvort heldur gerðu frosthörkur að vetrarlagi eða langvinnir þurrkar. Gvendarlækur, lagði hvorki né þvarr.

Vestmannsvatn í fimmtíu ár

Þegar kirkjufólk á Norðurlandi réðst í að koma upp aðstöðunni hér til starfs á meðal barna og unglinga var það framtak birtingarmynd þess, að þetta sama kirkjufólk kynni að meta æsku landsins og gerði sér grein fyrir mikilvægi hennar.

Svo er Guði fyrir að þakka

Guðspjall dagsins í dag fjallar um þakklæti, gleði, trú og traust og lofgjörð. Kunnugleg hugtök sem tengjast tilefninu þegar 25 ára afmælis safnaðarins hér í Grafarvogi er fagnað. Til hamingju með árin 25 og allt það er gerst hefur og framkvæmt hefur verið á þessum aldarfjórðungi.

Við erum kristin og komum hingað til að þjóna

Við erum hendur Guðs hér í heimi. Við erum verkfæri Guðs hér í heimi. Við hlýðum kallinu og fetum í fótspor lærimeistarans og frelsara okkar Jesú Krists, sem þjónaði í orði og verki og birti okkur Guð.

Ávaxtakarfan og Elítgryfjan

Í ávaxtakörfunni er í lagi að vera pera. Það má líka vera gulrót þótt allir viti að gulrætur séu ekki ávextir. Og þar sameinast allir um að koma Imma anans í skilning um að hann einn þurfi ekki að ráða öllu og hræða þá sem ekki hlýða honum. Þar eru kynnt hugtök eins og jafnrétti og vinátta. Í Elítgryfjunni er ekki í lagi að vera eins og maður er, heldur er markmiðið að verða eitthvað allt annað og meira...

,,Minn eigin rass"

Árið 1980 var sú sem hér stendur aðeins 8 ára gamalt barn, nýflutt í nýtt bæjarfélag, hinu megin á landinu frá þeim stað þar sem hún áður bjó. Flutningurinn var ákaflega spennandi í huga okkar systra, en um leið ógnvekjandi og hristi talsvert upp í annars áhyggjulausri veröld okkar.

Busl, börn og Bethesda

Vatn nærir okkur, heldur okkur hreinum, læknar og líknar. Vatn er undirstaða lífsins á jörðinni og sjálf erum við vatn að sjö tíundu hlutum. Það er ekki laust við það að maður upplifi þessa fljótandi vídd í sjálfum sér og tengslin við náttúruna og almættið þegar maður hlustar á busl og gleði við Eyrarvatn.

Þjóð og kirkja í álögum

Dagskipunin er að standa með hinum útskúfuðu, með hinum líkþráu þessa heims, hver sem lemstrunin er, með þeim sem orðið hafa fyrir hamskiptum og breyst í bjöllu sem veldur eintómum misskilningi og ráðaleysi heimilismanna.

Tíu líkþráir

Það kostar hins vegar að leitast við að gefa Guði dýrðina í daglegu lífi, því mennirnir eru sjálfhverfir og láta stundarhagsmuni ganga fyrir gildunum. Menn leitast við að venja rjettlætið til þess að þjóna hagsmunum sínum. Þeir gera hagkvæmissamkomulag um sannleikann. Þeir misbjóða kærleikshugtakinu með því að fjarlægja úr því rjettlætiskröfuna og sannleikskröfuna.

Kerfið eða fólkið?

Ég er ekki viss um að við getum sett okkur í spor þessara einstaklinga. En okkur hættir til þess að dæma þau, rétt eins og veikindi þeirra sé þeim að kenna, líferni þeirra hafi leitt til þess að þau smituðust. Í öllu falli þurfum við að spyrja okkur hvort verið geti að þau séu ímynd þeirra sem við viljum ekki hafa samneyti við. Og við getum lært af þeim. Þau biðja aðeins um eitt: Um miskunn Drottins.

Biblíusögur eru lífgefandi

Biblíusögur eru besta námsefnið sem við höfum í höndum til að kenna lífsleikni og efla mannvirðingu. Og þetta segi ég blákalt vegna þess að hvort sem fólk á trú eður ei stendur Biblían og þá sér í lagi guðspjöllin, óvéfengjanlega fyrir sínu sem grunnur að samfélagssáttmála þar sem mannleg velferð í andlegum og veraldlegum efnum er sett ofar öllu.

Pí, börn og trú

Galdra- eða töfratrú? Trú á að Guð sé einhvers konar hinsta björgunarlið, þegar annað hefur brugðist. Guð, skapari, lausnari og andi heimsins sem hálmstrá! Hvaða trú er það?

Ágengar spurningar

Þessi spurning Jesú nær miklu lengra en svo að hún nemi staðar á laugarbakkanum. Hún varðar mun fleiri, en þennan sjúka mann. Hún snertir allt umhverfi hans, fólkið í kring um hann, þá aðra sem voru við laugina og horfðu í hana löngunaraugum, viðhorfið í samfélaginu gagnvart slíkum veikindum

Viltu verða hamingjusamari? Viltu verða mjórri?

Í ríki Guðs skipta einkunnir, hitaeiningar eða launaumslög engu máli. Lífið er ekki eitthvað sem við þurfum að „redda“ heldur gjöf sem við eigum að taka við.

Hinn sanni íþróttaandi

Allir hlaupa en einn fær sigurlaunin. Þannig er það á Ólympíuleikunum. Einn vinnur, eitt lið fær gullið. Og vinningshafarnir hafa svo sannarlega unnið fyrir því, lagt hart að sér með miklum æfingum og viljastyrk. Hver og einn keppandi hefur sett sér skýr markmið, unnið að þeim og uppskorið í samræmi við erfiði sitt. Þarna þurfa andi, sál og líkami að vinna saman.

Menningardagur

„Það auðkennir þau sem elska að þau syngja” sagði Ágústínus kirkjufaðir endur fyrir löngu. Og hann vissi hvað hann söng. Ágústínus sagði líka við kirkjukórinn sinn: „Elsku börnin mín… Syngið Drottni nýjan söng! Heyrðu! - segið þið -, við erum að syngja! Já, þið syngið, ég heyri það, þið syngið hátt.“

Kraftaverk lífsins

Gott dæmi um hversdagslegt kraftaverk er fæðing barns en hver fæðing er kraftaverk. Nýr einstaklingur kemur í heiminn, einstaklingur sem enginn þekkir eða hefur séð, en margir hafa beðið eftir. Ekkert er eðlilegra en fæðing barns, öll fæðumst við jú einhverntíma, en samt er fæðingin kraftaverk.

Frelsi og markalínur

Frelsi manns, sem sér ekkert nema spegilmynd sjálfs sín, en horfist aldrei í augu við náunga sinn, endar í helsi. Ég er frjáls en frelsi mitt takmarkast við dyr náunga míns. Þar mætumst við og. . . .

Kunnum við að þakka?

Kyrie eleison, Kriste eleison, Kyrie eleison var sungið fyrrum á grísku. Drottinn miskunna þú oss. Kristur miskunna þú oss. Þannig er miskunnarbæn kirkjunnar í upphafi guðsþjónustunnar og í dag tókum við með þessum hætti undir með kristinni kirkju allra tíma. Stef sem kristnir menn frá fyrstu tíð hafa sungið til að biðja Guð um að leggja við hlustir, til að biðja hann um líkn og náð.

Viltu verða heill?

Ég vil í upphafi máls míns óska aðstandendum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju til hamingju með þessa yndislegu hátíð, og þakka allt sem hefur verið framreitt okkur öllum til svo mikillar gleði og uppbyggingar umliðna viku. Kirkjulistahátíð er vísbending um grósku lífs og lista sem á enga hliðstæðu fyrr né síðar hér á landi. Það er sannarlega flest í blóma á Íslandi. Hvert sem litið er má sjá taumlausan sköpunarkraft jafnt í náttúrunni sem í mannlífinu.

Heilsulindir

Með því að koma til kirkju í dag ert þú að vitja vatnsins helga, skírnar þinnar.

Að gefa Guði dýrðina

Kæri söfnuður, til hamingju með daginn! Hér er fagnað góðum áfanga og glaðst yfir vel unnu verki. Guð blessi það allt. Fyrir nærfellt hálfri öld, þegar Neskirkja var reist, þá var hún tákn nýja tímans á Íslandi. Hún var nútímalegust og best búin allra kirkna í landinu. Með safnaðarheimili því sem nú verður blessað og tekið í notkun eykst til muna og batnar aðstaða safnaðarins til þess fjölþætta safnaðarstarfs og þjónustu sem samtíminn krefst í biðjandi, boðandi, þjónandi kirkju, sem vill vera „samfélag í trú og gleði.“ Safnaðarheimilið nýja, sem klæðir þessa kirkju svo vel, veitir ákjósanlega aðstöðu og vettvang fyrir „trú og líf í opnu húsi Guðs.“