Postilla

Postillur eru birtar hér undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.

Hauströkkrið yfir mér

Ég man þegar ég var lítil, þá var ég handviss um að ég væri eilíf og allt fólkið í kringum mig væri það líka. Ég man þann tíma þegar ég hvíldi í barnslegri vissu um að lífið yrði einhvern veginn alltaf svona, fólkið mitt í kringum mig sem elskaði mig og ól önn fyrir mér, eins og í óhagganlegri stillimynd sem ekkert gat grandað.

Hversdagsleiki illskunnar og einelti

Krafa Jesú um starf í þágu þeirra sem standa á jarðinum brennur á okkur sem viljum fylgja honum og samfélag okkar þarf sárlega að heyra af þeim fagnaðarboðskap. Í dag munu kirkjur landsins sameinast í bæn í samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi og mæta einelti og baráttu gegn þeirri ofbeldismenningu sem fylgt hefur samfélagi okkar frá því fyrir daga Jesú.

Eineltissagan af Jesú

Það er von okkar og bæn að það myndist samstaða um það meðal þjóðarinnar að útrýma einelti úr samfélagi okkar, en til að það geti orðið þurfum við öll að sýna það hugrekki að mótmæli samskiptum valdbeitingar og ofbeldis í hvaða mynd sem þau birtast.

Hagfræði 107

Þó orð Jesú beinist að smápeningunum tveimur er þessi hagfræði hans ekki öll þar sem hún er séð. Hið agnarsmáa verður ekki meira hinu risastóra, bara fyrir eina hendingu, því önnur verðmæti eru varanlegri.

Gæðastjórinn

Dauðinn er gæðastjóri lífsins. Lítill fugl hvíslaði þessu að mér. Litlir fuglar geta víst verið kjarnyrtir og sannorðir. Getur það ekki allt eins verið að við vöndum okkur heldur meira við lífið vegna þess að við þekkjum ekki dauðann?

Að fyrirgefa!

Drottinn er Guð miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar. Hann fyrirgefur misgjörðir. En hvers er að fyrirgefa syndir, spyr faríseinn í textanum. Er það ekki bara Guð sem getur fyrirgefið syndir? Það er bara Guðs að fyrirgefa syndir. Hver er þá þessi Jesús að hann setji sig í þessi spor?

Peningarnir og Guð

Hvenær sem við leitumst við að gefa gaum að þörfum annarra í stað þess að einblína á okkur sjálf þá erum við að endurgreiða brot af því sem Guðs er. Það er ekkert sem er óviðkomandi stjórnmálum og skattgreiðslum og fjármálum heldur hefur allt mögulegt með afstöðu okkar og umgengni við náungann að gera.

Erfiðleikar, hjálpræðið og samkenndin

Hann gat séð yfir húsin í Jerúsalem. Fólk var að vakna og á leið út á akrana. Borgin var að rísa úr rekkju. Í fjarska fannst honum líkt og hann gæti greint fegurð hafsins. Blátt strik í fjarlægð. Strikið var eins og minning hans um liðna bernsku fjarlægt og ógreinilegt í mistri morgunsins. Honum fannst hann greina stöku segl út á hafinu. Spor mannanna í mistrinu.

Reiðin og Íslandshrun

Trúnaður rofnar, reiði magnast og traust minnkar. Ólánið er ótrúlegt, en mesti skaðinn er menningarlegur, varðar innrætið í samfélagi okkar. Hvað er til ráða?

Reiði

Hér er á ferð máttug og frelsandi reiði. Reiði sem gleður. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt, reiði Jesú Krists er borin uppi af umhyggju.

Þörfin fyrir Jesú

Því að í Pokothéraði hefur kristniboðið reist heilsugæslustöðvar, kirkjur og fjöldann allan af skólum, bæði grunnskóla og menntaskóla. Ný tækifæri hafa skapast samt verður það ómerkilegt í samanburði við lífið sem þau hafa eignast í Guði.

Auratal

Hún gengur inn á sjónarsviðið í kjölfar þessara orðaskipta þar sem skikkjum hefur verið svipt, yfirlæti, mælska og tilgerð hafa greinilega borið alla einlægni ofurliði eins og lesa má út úr orðum Krists.

“Hjálpi mér allir heilagir!”

Við biðjum ekki fyrir sálum látinna samkvæmt okkar lútherska kristindómi. Það er vegna þess að við treystum því að þau séu Guði falin, eins og við öll sem viljum kannast við Hann, jafnt í lífi sem dauða. Eilífa lífið á sér upphaf hér í hinu jarðneska þegar við tökum við útréttri hönd Guðs í skírninni og leyfum ljósi hans að skína í orði og verki hversdagsins.

Eyrir ekkjunnar

Í guðspjalli hverrar messu kemur Jesús sjálfur fram og talar. Og í guðspjallinu núna og í ljósinu frá honum þar birtist ekki neitt viðurkennt stórmenni, heldur nafnlaus kona, sem stígur eitt skref á sögulausum ævivegi sínum. En á því andartaki hvíla á henni augu, sem sjá og meta það, sem enginn annar sér né kann að meta.

Hvernig breyti ég heiminum?

Ég man ekki hver það var sem sagði þessa frægu setningu: ef þú vilt breyta heiminum byrjaðu þá á sjálfum þér. Þessi pæling er ansi mögnuð því hún stillir upp í raun og veru upp tveimur andstæðum. Heimurinn og ég. Hinn stóri, mannmargi, flókni, óyfirstíganlegi heimur og litla, takmarkaða ég.

„Lána fætur til góðra verka“

Skyldi það vera að traust sé á undanhaldi í menningu okkar? Ef svo er hvar í menningu okkar og hvenær skyldi það vera? Við fyrstu sýn virðist það ekki vera reyndin ef horft er til þess að þjóðfélagið er opnara en fyrir nokkrum áratugum síðan. Hægt er að spyrja – er það ekki gott dæmi um traust – í dag er ekki óalgengt að einstaklingur segi frá sér og sínum einkahögum í opinskáu tímarritsviðtali og eða í á einhverjum ljósvakamiðlinum.

Líf í hendi - kristniboð

Er kristniboð til einhvers? Tölur eru ekki allt, en geta orðið okkur skilningsauki. Í sem stystu máli eru þessar kirkjur einhverjar mestu spútnikkirkjur í heimi. Í Konsó í Eþíópíu hafa íslenskir trúboðar starfað í fimmtíu ár. Á “íslenska” svæðinu eru nú nærri hundrað söfnuðir með um 40.000 meðlimi. Konsóþjóðflokkurinn er samtals um 180.000 manns. Kirkjan er því orðinn nærri fjórðungur þjóðarinnar og hefur því mikil áhrif á samfélag Konsómanna, er að breyta því til góðs um flest. Ýmsir lífsfjandsamlegir siðir hafa verið aflagðir eða eru á undanhaldi. Kristnin hefur valdið byltingu á öllum stigum og sviðum.