Eva Björk Valdimarsdóttir

Höfundur -

Eva Björk Valdimarsdóttir

prestur

Pistlar eftir höfund

Við höfum bara 17 ár! #fastafyrirumhverfið

Í dag er fyrsti sunnudagur í föstu. Hvað þýðir það? Hvað gerist þá? Við höldum uppá bolludag og sprengidag, en erum búin að gleyma hvað kemur svo. Ég held að mín kynslóð hafi enga tengingu við föstun nema kannski 5-2 eða 16/8. Rannsóknir hafa sýnt að það er hollt að fasta, bæði fyrir líkama og anda. En kannski eru vísindin aðeins að staðfesta eitthvað sem við vissum nú þegar. Fastan á sér mun lengri sögu og í trúarhefðum heims hefur hún öðlast mikilvægan sess. Núna þurfum við að dusta rykið af þessum góða sið. Snúa frá villu vegar, eins og Símon Pétur, af því að neysla okkar er að stofna lífinu á jörðinni eins og við þekkjum það í hættu.

Ódauðleikinn

Hafið þið séð klukkuna sem Þórunn Árnadóttir ungur vöruhönnuður hannaði nýlega? Hún mælir tímann með perlufesti. Perlurnar á festinni eru litaðar eftir því hvort þær segi til um klukkustundir eða mínútur, rauðar eða bláar.

Dramatísk unglingapredikun

Ég ætla að vera dálítið dramatísk hér í kvöld. Ég fékk nefnilega í síðustu viku kassa af gömlu dóti úr geymslu sem var frá því að ég var unglingur. Gömul bréf, snyrtidót, hálsmen, skóladagbækur sem voru útkrassaðar af hljómsveita nöfnum, písmerkjum, jing og jang merkjum og krossum.

Trúboð og umhverfisvernd

En við höfum ekki verið þeir þjónar Krists sem hann kallaði okkur til að vera. Við særum hvert annað með klofningi og stríðum. Stríðum sem eru sum í nafni réttlætis en eru aldrei réttlát gagnvart þeim sem lenda í þeim miðjum. Við höfum líka misnotað sköpunina, landið og hafið, jörðina okkar með yfirgangi og rányrkju.

Predikanir eftir höfund

Engar færslur fundust