María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir

Höfundur -

María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir

prestur

Pistlar eftir höfund

Vaknaðu!

Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.

Tímamót

Til þess er kirkjan, sama hvað prestakallaskipan líður, sama hvaða nafni presturinn eða djákninn nefnist, sama hvað við nú öll heitum og gerum, til þess er kirkjan að við séum í Kristi, Guði falin og glöð í þjónustunni hvert við annað. Til þess erum við kölluð og til þess lifum við að kraftur Guðs fái unnið sitt verk í okkar lífi og samferðafólksins.

Aldrei úrkula vonar

Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.

Vald í varnarleysi

Í dag verðum við vitni að því hvernig vald mannanna leiðir af sér klofning, ofbeldi og dauða. Í dag sjáum við hvernig vald Jesú færir lækningu, endurreisn, frelsi og líf. Í dag skynjum við valdið í valdaleysinu, heilindin sem felast í því að vera brotin og berskjölduð, styrk Guðs sem tæmir sjálfan sig krafti til að fylla okkur kærleika.

Mest og best

Við mömmurnar getum alveg sett okkur í spor þessarar nafnlausu móður, mömmu Sebedeussonanna. Við höfum alveg metnað fyrir hönd barnanna okkar, er það ekki? Alla vega viljum við þeim allt hið besta.

Svikasaga

Jesús borðaði oft með fólki, alls konar fólki. Guðspjöllin eru full af máltíðum. Og þau eru full af fólki sem hefur brotið af sér á ýmsa vegu. Brotlegt fólk. Brotið brauð. Brotinn líkami.

Hvað er kirkja?

Koinonia, samfélag kristins fólks, er samfélag í kærleika og andlegri einingu og birtist á sýnilegan hátt til dæmis og einkum í máltíðinni sem við eigum saman. Máltíð er fjölskyldusamfélag, yfirlýsing um að við tilheyrum hvert öðru, og gestgjafinn er Jesús Kristur sem gefur okkur sjálfan sig.

Far þú í friði og ver heil meina þinna

Talíþa kúm, rís þú upp, þú sem þjáist vegna kúgunar, þú sem ert í fjötrum. Far þú í friði, þú sem finnur lífið renna þér úr greipum og ert við það að örmagnast vegna eigin framkomu eða annarra. Ver heil meina þinna, þú dóttir Guðs sem hefur mátt þola niðurlægingu, misnotkun og áreitni.

Klám

Við tökum heilshugar undir þessa bæn, bæn um endurnýjun, hreinsun, helgun. Og við biðjum þess að við mættum, hvert á okkar hátt sem einstaklingar, fjölskyldur og kristin trúfélög, standa vörð um rétt hverrar manneskju til að lifa með reisn og njóta virðingar.

Mamma veit best

Kannski var María vinkona eða systir móður brúðarinnar eða brúðgumans. Alla vega finnst henni miður þegar vínið klárast og tekur á sig ábyrgð á heiðri gestgjafanna. Og henni finnst að sonur hennar, Jesús, eigi að gera eitthvað í málinu.

Leyndardómur jólanna

Hún var að fæða sitt fyrsta barn og engin kona var hjá henni, ekki mamma eða frænka eða systir eða nágrannakona. Bara hann Jósef. En það var nú líka heilmikið. Jósef stendur fyrir styrk og kjark og hann var lánsamur að fá að taka á móti drengnum Maríu- og guðssyni.

Kraftaverk lífsins

Að frásaga af barnsfæðingu fyrir rúmum 2000 árum skuli enn vera sögð um veröld víða er í raun ótrúlegt. En samt satt.

Guð elskar þig eins og þú ert

Mín elskaða, Ég mun ekki áfellast þig vegna synda þinna; Ég fyrirgef þér núna; Ég mun ekki loka dyrunum á þig; sannarlega segi Ég þér að Ég get fyrirgefið milljón sinnum og stend fyrir framan þig með opinn faðminn og býð þér að koma til Mín og finna ástina sem Ég á til handa þér, leyfðu mér að vekja hjarta þitt; komdu og kynnstu Mér; komið, öll þið sem forðist Mig og óttist Mig; öll þið sem þekkið mig ekki; komið nær Mér og þið munið skilja að Ég er Guð Kærleikans, fullur af umhyggju og miskunn.

Konur á Filippseyjum

„Guð gaf Filippseyjum gnægð auðlinda, bæði mannauð og náttúru. Guð gefur ríkullega og annast um sköpun sína. Þannig er efnahagslegt réttlæti fyrir alla innbyggt í Guðs ríki ólíkt efnahagskerfum þar sem þeir sterkustu og valdamestu hrifsa til sín auðlindir Guðs, sjálfum sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Ríki Guðs, á hinn bóginn, er fyrir alla, jafnvel þá sem ekki viðurkenna það.“

Aldrei fleiri ofsóknir

Hér í Seltjarnarneskirkju í dag tökum við undir bænir kirkjufólks um allan heim og biðjum fyrir trúsystkinum okkar í Egyptalandi sem hafa mátt þola dauða og ofsóknir vegna trúar sinnar um árabil. Þau eru í sívaxandi hópi kristins fólks sem verður fyrir ofbeldi á okkar dögum. Aldrei í skráðri sögu kristninnar hafa jafnmargir látið lífið fyrir trú sína á Jesú Krist og á 21. öldinni.

Athvarf

Tíminn er vandskilið og vandmeðfarið fyrirbæri. Nú eru uppi raddir um að tíminn sé í raun ekki til, að tíminn sé afstæður á einhvern hátt. Mörg okkar finna til undan tímanum, tímaleysi, tímaskortur, sífellt kapp við klukkuna. Við höfum misst völdin í eigin lífi og tíminn hefur tekið stjórnina. Þá er nauðsynlegt að snúa til baka til uppsprettunnar, hverfa aftur til þess bara að vera.

Guð sem býr til jólin mín

En eitt er nauðsynlegt, sagði Meistarinn forðum við Maríu sem sat við fætur hans og drakk í sig friðinn, ástúðina og gleðina sem streymdi frá birtingu Guðs á jörðu á meðan Marta var að hamast við að útbúa steikina og sósuna og búðinginn og möndlugrautinn.

Lífið er gjöf

Góðu fréttir kristinnar trúar eru að við þurfum ekki láta sorg og sút vera ráðandi afl í lífi okkar, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Heimurinn á ekki síðasta orðið, „heift kúgarans“ (Jes 51.13) eru settar skorður því allt er í hendi Guðs, haf og jörð og himinn, Guðs sem skýlir þér í skugga handar sinnar (Jes 51.16). Ekkert meðal er máttugra gegn hræðslunni við dauðann, hvort sem er eigin dauða eða annarra, óttanum við það sem koma skal, ógninni sem okkur stendur af hinu óþekkta.

Enn ein fréttin

Gleymum því ekki að sumar og líklega margar af þeim konum sem látið hafa lífið á flótta sínum til Evrópu hafa lagt af stað í þá för í leit að betra lífi fyrir sig og börn sín, ekki síst dæturnar; ekki bara efnahagslega heldur lífi sem leyfir hæfileikum hvers og eins að blómstra án lögmáls og kúgunar. Hver getur láð þeim það?

Enn ein fréttin

Gleymum því ekki að sumar og líklega margar af þeim konum sem látið hafa lífið á flótta sínum til Evrópu hafa lagt af stað í þá för í leit að betra lífi fyrir sig og börn sín, ekki síst dæturnar; ekki bara efnahagslega heldur lífi sem leyfir hæfileikum hvers og eins að blómstra án lögmáls og kúgunar. Hver getur láð þeim það?

Þakklæti, ábyrgð, auðmýkt

Ég er þakklát Guði fyrir að fá að búa í frjálsu landi þar sem konur og karlar eru metin jafnt og hvert barn getur átt möguleika á að nýta hæfileika sína, óháð uppruna og kyni.

Móðirin jörð með sárin sín

Sennilega er fátt sem sameinar fólk almennt, þvert á trúar- og lífsskoðun, eins og umhyggja fyrir umhverfinu. Því við erum hvert öðru háð og sannarlega skiptir það okkur öll gríðarlegu máli að umhverfið sé lífvænlegt.

Að gefa af sér - með gleði

Og þegar við gefum ættum við að gefa af gleði. Til dæmis þegar við stöndum frammi fyrir fullum vaski af óhreinu leirtaui sem öllum stendur á sama um nema okkur. Ef við tökum þá ákvörðun að þvo upp ættum við að gera það með gleði, ekki ólund. Þannig blessum við hvern bolla og hverja skeið og uppskerum innri blessun og andlegan vöxt með endurnýjuðu hugarfari.

Gleðilega afmælishátíð!

Kirkjan er Guðs verk, ekki manna. Það er alveg sama hvað við setum upp fína og vandaða dagskrá í tali og tónum í fínu og vönduðu kirkjunum okkar. Ef Guð gefur ekki kraftinn er allt það allt til einskis.

Gleðilegan mæðradag!

Engu að síður er hér margt sem heimfæra má á móðurhlutverkið og er jafnvel lýsing á ,,bestu mömmu í heimi” eins og börnin okkar hafa sjálfsagt oft kallað okkur, eða við okkar eigin móður. Við gætum líka sett okkur þessi heilræði postulans sem markmið: Sem móðir vil ég vera gætin og heil og sönn í fyrirbæn fyrir börnunum mínum. Ég vil umfram allt hafa brennandi kærleika til þeirra hvernig svo sem líf þeirra veltist ,,því að kærleikur hylur fjölda synda.”

Gleðilegt sumar!

Það er því Guð sem vinnur vorverkin í lífi okkar. Eins víst og að sumar fylgir vetri liggur sú staðreynd trúarinnar fyrir að Guð er með okkur. Guð er með okkur til að þýða kalið hjarta og kveikja hjá okkur löngun og döngun til að bera öðrum birtu og yl.

Eins og fólk er flest?

Andi Jesú er hlýr og góður, umvefjandi og kærleiksríkur – hittir okkur beint í hjartastað og fyllir okkur af lífi, einstökum lífskrafti glaðra Guðsbarna. Og þess vegna erum við ekki eins og fólk er flest.

Ljós mitt og líf

„Hananú! Látum oss fagna.“ Það er inntak páskadagsmorguns. Jafnvel sjálf sólin er sögð dansa af gleði. Ég er ekki frá því að ég hafi sjálf séð slíkt undur eitt sinn fyrir mörgum árum er ég gekk til móts við birtu nýs dags á páskadagsmorgunn árla upp með Köldukvísl í Mosfellsdal.

Samstaða, samhugur, kærleikur

Slíkt ofbeldi kemur fram í kerfum af ýmsu tagi, ekki síst fasískum stjórnmálakerfum bæði á vinstri og hægri væng sem stundum smokra sér inn í trúmálakerfi ýmiskonar. Þau kerfi eru því miður heimslæg, virða engin landamæri, sprengja sér leið inn í hversdag saklausra borgara jafnt í hjarta Evrópu sem annars staðar í veröldinni.

Konur á Kúbu kalla til bæna

Árið 1998 heimsótti Jóhannes Páll II páfi Kúbu. Hann gerði sér ljósa grein fyrir þeirri kreppu sem kúbanska þjóðin var að ganga í gegn um og lagði áherslu á mikilvægi þess að „Kúba opni sig fyrir heiminum og heimurinn opni sig fyrir Kúbu.“ Þessi staðhæfing varð smám saman að veruleika og í dag nýtur Kúba virðingar og samstöðu flestallra þjóða í heimshlutanum.

Að njóta ástar Guðs

María guðsmóðir var manneskja eins og ég og þú. Engu að síður er hún okkur fyrirmynd. Hún er fyrirmynd í því hvernig hún tekur á móti Orði Guðs inn í líf sitt, opnar líf sitt bókstaflega fyrir veru Guðs. Við, eins og hún, njótum náðar Guðs, erum heil vegna þess að Drottinn er með okkur. Lærum með henni að njóta ástar Guðs, bera Hann næst hjartanu, fæða Hann fram, út til fólks með vitnisburði lífs okkar.

Hungur og handleiðsla

Skortur okkar er svo margvíslegur. Þó við finnum ekki beinlínis til sárrar svengdar nema mjög sjaldan getur okkur verkjað af hungri á ýmsum öðrum sviðum. Kannski erum við einmana. Einmanaleikinn getur verið nístandi sár, jafnvel þótt við búum undir sama þaki og annað fólk. Kannski skortir okkur innri ró, missum svefn, streitan í yfirsveiflu.

Bænir á Alþjóðlegum bænadegi kvenna 2016

Við lofum þig, Guð, og færum þér drauma eldri borgaranna, framtíðarsýn unga fólksins og visku barnanna. Hjálpaðu okkur að læra af börnunum að meðtaka hvert annað, án þess að mismuna. Gefðu okkur að vera fólk sem leitar sátta milli þjóðfélagshópa og kynslóða. Fyrirgefðu okkur að við höfum ekki gefið rými fyrir samtal ólíkra hópa, að við höfum hleypt að vantrausti og valdabaráttu. Fyrirgefðu okkur að við höfum horft framhjá ofbeldi gegn konum, börnum, fötluðum og eldri borgurum sem svo víða er að finna.

Bænir á Alþjóðlegum bænadegi kvenna 2016

Við lofum þig, Guð, og færum þér drauma eldri borgaranna, framtíðarsýn unga fólksins og visku barnanna. Hjálpaðu okkur að læra af börnunum að meðtaka hvert annað, án þess að mismuna. Gefðu okkur að vera fólk sem leitar sátta milli þjóðfélagshópa og kynslóða. Fyrirgefðu okkur að við höfum ekki gefið rými fyrir samtal ólíkra hópa, að við höfum hleypt að vantrausti og valdabaráttu. Fyrirgefðu okkur að við höfum horft framhjá ofbeldi gegn konum, börnum, fötluðum og eldri borgurum sem svo víða er að finna.

Andi samúðar og tilbeiðslu

Guðs andi er andi líknar, samúðar, miskunnar, óverðskuldaður velvilji í okkar garð. Til að við séum á réttum stað, andlega talað, til að taka á móti þeim velvilja gefur Guð okkur anda tilbeiðslu, bænaranda. Andi Guðs virkar inn í okkar anda, gerir okkur móttækileg fyrir ást sinni og umhyggju sem aftur hvetur okkur til að sýna öðrum slíkt hið sama. Versið sem hér um ræðir lýsir því andlegri endurlausn sem öllum stendur til boða

Rómans og rof

Í dag getum við tekið ákvörðun um að ganga með Jesú á föstunni, skoða líf okkar í ljósi hans, láta ekki tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur en halda fast í hönd Jesú sem styður okkur og styrkir til allra góðra verka. Munum að kærleikur Guðs bregst okkur ekki. Hann byggir ekki á tilfinningum. Og þó andstæðingur ástarinnar, óvinurinn sem vill klofning og rof í mannlegum tengslum, reyni að fella okkur, jafnvel með því að taka sér orð Guðs í munn, látum við ekki undan.

Hæðir og lægðir - og allt þar á milli

Gleði, sorg. Ljós, myrkur. Lán, ólán. Meiri háttar, minni máttar. Veglegur, vesæll. Hátt upp hafin, lítils metin. Andstæðurnar eru margar sem við mætum í lífinu. Ein og sama manneskjan getur orðið fyrir mjög mismunandi lífsreynslu á ólíkum tímabilum lífs síns og stundum er stutt á milli hláturs og gráturs, hæða og lægða mannlífsins. Þetta þekkjum við sjálfsagt flest af eigin raun.

Orðin eru það eina sem við höfum

Orð ritningarinnar verða lífslind sem opnar nýjan skilning, nýjan sjálfsskilning, nýjan skilning á tilverunni, mætum sjálfum okkur og Guði á ferskan hátt. Andi Guðs miðlar þeirri reynslu, nærvera Guðs í gegn um ævaforn orð. Ekki að orðin sem slík séu töfrum slungin heldur verða þau farvegur náðar, ástar Guðs.

Að telja dagana

Við upphaf nýs árs er gott að spyrja sig einmitt um tímann. Hvernig ver ég tíma mínum? Hvernig vil ég verja tíma mínum? Hvað er mér dýrmætt? Hvernig vil ég forgangsraða? Það er gott að spyrja slíkra spurninga frammi fyrir Guði, í þeim getur verið falin bæn, bænin sem við tökum undir með sálmaskáldinu: Kenn mér að telja daga mína að ég megi öðlast viturt hjarta.

Bros og tár - og slatti af hamingju

Já, hamingjan felst í því að kunna að njóta þess sem er, núna, á meðan það er og sleppa tökunum á því sem ekki er okkar að hafa áhrif á, láta það ekki binda sig.

Taktu á móti

Þessi andlega staða, að viðurkenna auðsæranleika sinn með opnar hendur, hug og hjarta, sleppa öllum varnarháttum, vera berskjölduð gagnvart hvert öðru til að geta þegið andlegar og hagnýtar gjafir annarra, á sannarlega einnig við um samband okkar við Guð.

Að endurnýja traustið

Við horfum fram til þess tíma þegar „öll jörðin nýtur hvíldar og friðar, fagnaðaróp kveða við“ svo að enn sé vitnað í Jesaja (14.7). Sá tími er augljóslega ekki runninn upp. Hryðjuverkin í Beirút á fimmtudag og í París á föstudagskvöld eru hræðileg áminning um það. Við finnum til og neyðumst til að horfast í augu við hvað jarðneskur veruleiki, lífið okkar hér og nú, er viðkvæmt.

Nægjusemi

Við þörfnumst þess mörg svo sárlega að einfalda líf okkar, minnka flækjustigið, og þar er nægjusemin höfuðdyggð. Þurfum við til dæmis virkilega á öllum þessum fötum að halda sem fataskáparnir okkar eru fullir af? Þurfum við allan þennan mat? Þurfum við að eiga meira en tvenn rúmföt á mann? Nú er bylgja nægjuseminnar og einfaldleikans; að kaupa minna og nýta betur. Það er vel. Getum við lært að láta okkur nægja það sem við höfum, jafnvel búa við lítinn kost?

Kjarninn

Hugum að líkamsstöðunni þar sem við stöndum þarna við opna gröf frelsara okkar. Erum við kreppt, inn í okkur, niðurbeygð? Eða erum við hnarreist, upplitsdjörf, endurreist? Við getum sem kristnar manneskjur borið höfuðið hátt í tvöfaldri verkan upprisukraftarins, sem er grundvöllur andlegrar tilvistar okkar, út yfir gröf og dauða, og hefur um leið áhrif á daglegt líf, er endurreisn til lifandi lífs, kraftmikils lífs í von og kærleika.

Bænir fyrir Mið-Austurlöndum

Guð sem ert okkur styrkur, eins og María grét við kross Jesú, þannig grátum einnig við með konunum í Sýrlandi, Írak, Líbýu og Egyptalandi sem sæta ólýsanlegri kvöl og þjáningu. Fjölskyldum er sundrað: Mæður hafa misst börn sín, eiginkonur menn sína, dætur feður sína. Margar konur þurfa að bera þungar byrðar einsamlar, þjakaðar af ranglæti, þolendur nauðgana, hafnað af samfélaginu í örvæntingu og skömm. Við biðjum þig að halla konum Sýrlands, Íraks, Líbýu og Egyptalands að brjósti þér.

Langlífi

Þessir dagar eru til heiðurs formæðrum okkar og forfeðrum, konum og körlum sem gengu og ganga fram fyrir skjöldu fyrr og síðar til að stuðla að aukningu grunngæða fyrir sem flesta, óháð kyni og öðru því sem kann að aðskilja. Þeir eru mikilvægir því hérna megin himinsins má ávallt gera betur.

Frá því sól að morgni rís: Bænadagur kvenna

Í bæn frá Íslandi er minnst kosningaréttar kvenna í 100 ár og 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags og þess að 80 ár eru liðin frá því að bænadagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur hérlendis. Konur á Bahamaeyjum fengu kosningarétt árið 1962 og er forvígiskvennanna sérstaklega getið í efninu sem sent var út í gegn um alþjóðaskrifstofu bænadags kvenna í New York.

Tæming eigin máttar

Þessi vers eru styrkur í þeim þrengingum sem mannlegt líf ber með sér. Þegar við finnum okkur veik og vanmáttug megum við vita að Jesús Kristur er staddur þar með okkur. Og ekki nóg með það: Þegar Jesús er með okkur í ölduróti lífsins er möguleikinn á viðsnúningi, á umbreytingu vanmáttar til máttar, ætíð opinn – ef hendur okkar og hjarta eru opin til að taka á móti.

Með lífið í lúkunum

Við erum sífellt með lífið í lúkunum. Lífið er brothætt og þegar við tökum það í eigin hendur getur brugið til beggja átta. Þess vegna er boðskapur Biblíunnar þessi: „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá“ (Sálm 37.5).

Ömmurnar, unga fólkið og öll hin

Það er trúarlegur þorsti, ekki ást til eigin tungu, sem knýr ungu Kúbverjana og ömmurnar til að biðja um að Biblían verði þeim aðgengileg. Ástæðan fyrir því að Biblían hefur verið útbreiddasta og eftirsóttasta bók í heimi fram að þessu – og við fylgjendur Jesú Krists viljum að svo verði áfram – er að í henni finnum við Guð ávarpa okkur. Guð á erindi við okkur, erindi vaxtar og grósku, erindi sem hefur varanleg áhrif á líf okkar, okkur til eflingar, umbreytingar og endurlausnar.

Ár ljóss og jarðvegs

Það eykst sem af er gefið. Og við getum jafnvel gefið inn í framtíðina með því að skrá okkur á vef landlæknisembættisins sem líffæragjafa. Þannig gæti jafnvel hold, sem ella yrði að mold, orðið öðrum til lífgjafar við ákveðnar aðstæður. Hvernig við síðan rísum upp af jörðu við enda daganna er ekki okkar að sjá fyrir. Guð einn veit – og Guði treystum við.

Hvert líf er dýrt

Félagslegir og steinsteyptir múrar eru enn víða í heiminum, þó aðrir hafi fallið. Í Evrópu rís óttinn upp eins og bylgja, óttinn við hið framandi og reynist stundum á rökum byggður, einkum þegar tjáningarfrelsið virðist notað í því skyni einu að ögra. En ef við látum óttann ráða för eru afleiðingarnar aðeins fleiri múrar, fleiri byssur, minna rými fyrir félagslegt og persónulegt frelsi. Kristin trú sækir sér kjark í Orð Guðs sem segir: ,,Ótti er ekki til í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann” (1Jóh 4.18). Við sækjum styrk okkar til kærleikans og sýnum heilindi í allri framgöngu.

Hreyfiafl trúarinnar

Kristið fólk – og líklega trúað fólk almennt – býr við þau forréttindi að geta túlkað lífshlaup sitt með tungumáli trúar sinnar. Við eigum auðugan menningar- og málheim sem við getum gengið inn í og tileinkað okkur, já samsamað okkur. Þar ber Biblíuna hæst samkvæmt skilningi siðbótakirknanna en líka hefðina sem systurkirkjur okkar sem kenndar eru við austur og vestur nýta sér ríkulega og birtist skýrast í helgihaldinu.

Samhengi og sátt

Við fáum að taka á móti sátt og fyrirgefningu inn í líf okkar, frelsi frá þeirri fortíð sem breytir í saltstólpa, frelsi til nýs lífs, til nýrrar sköpunar, nýs upphafs. Við þurfum engan að klaga, þurfum enga beiskjurót að bera eða kala í hjarta til nokkurs manns því Jesús veit sjálfur hvað í hverri manneskju býr og er fullkomlega fær um að koma á jafnvægi og sátt inn í það sem ójafnt hefur verið.

Þar gildir gæskan ein

Það sem snertir við mér í ritningarlestrum dagsins er áskorunin um að vanda sig í hvívetna. Köllun mín til andlegs lífs, til lífs í Guði, felur í sér áminningu um að hegða mér í samræmi við veruleika Guðs, mótast persónulega í lítillæti og hógværð Krists en líka - sem hluti af samfélagi trúaðra - að leggja mig fram við að birta einingu þessa andlega veruleika í allri friðsemd. Vandaðu þig! kalla þessir textar til mín en létta líka af mér byrðinni með því að minna mig á að það er Guð sem kallar, Guð sem kemur því til leiðar – ef ég hleypi andanum að í lífi mínu.

Friður í hjartastað

Náð og friður margfaldist með yður, segir Pétur postuli Jesú Krists í inngangsorðum að fyrra bréfi sínu en það var ritað fyrir nærri tvöþúsund árum. Náð og friður.

Hvað á ég að gera?

Finnum um leið hvernig Jesús horfir á okkur með ástúð. Hann lítur ekki niður á okkur, þó honum heyri himinninn og himnanna himinn og jörðin og allt sem á henni er. Ekkert okkar er of lítilmótlegt, of syndugt fyrir hið ástúðlega augnatillit Drottins Guðs, herra himins og jarðar.

Upplýst samtal um trú

Brýnt er að gera könnun á stöðu trúarbragðafræðslu á Íslandi á öllum skólastigum. Við búum í nútímaþjóðfélagi þar sem aukin samskipti við fólk af öðrum uppruna en kristnum eru að verða daglegt brauð. Til þess að þau samskipti gangi greiðlega þurfum við að þekkja okkar eigin trúarhefð – og vita á hverju aðrir byggja.

Ég er tengd – þess vegna er ég til

,,Hnakkasamfélagið” er afsprengi einstaklingshyggjunnar þar sem hver kirkjugestur hefur aðeins möguleika á augnsambandi við prestinn og hugsanlega kórfólkið. Mörgum þykir kannski þægilegt að koma til kirkju og vera útaf fyrir sig, gott og vel, en við þurfum líka að bjóða upp á samfélagseflingu og vettvang fyrir samtal.

Viska sem virkar

Lífsleikni í grunnskóla og framhaldsskóla eykur færni í að ræða saman um ýmislegt það sem snýr að lífi manneskjunnar í veröldinni og íþróttir og hverskyns handmenntir leggja grunn að hagnýtri þjálfun og þekkingu. Stöðu kristinna fræða og trúarbragðafræða þyrfti þó að athuga betur; einkum á framhaldsskólastigi þegar allar tilvistarspurningarnar vakna.

Kyn, aldur, menntun og fyrri störf?

Hið stóra samhengi kristinnar trúar í gegnum aldir og ár minnir líka á að kristin kirkja sem lífræn og andleg eining lætur ekki bugast af mannlegum brestum og dapurlegum vandamálum líðandi stundar. Hinn mannlegi vandi sem einstaka kirkjur hafa mátt standa frammi fyrir á ekki síðasta orðið.

Umbreytingarafl

Ein af forsendum hinnar sönnu tilbeiðslu er einingin, samstaðan með hinni kristnu fjölskyldu sem er eins og einn líkami. Þess vegna látum við ekki duga að eiga okkar einkastundir í tilbeiðslu og bæn heldur sækjum kirkju til að vera í samfélagi trúaðra.

Farvegur Guðs

Án anda Guðs er kirkjan ekki til. Hún á sér ekkert líf án anda Guðs.

Móðir og barn - hirðir og hjörð

Já, gætum þeirra lamba sem okkur eru falin. Við mæður og feður höfum þetta hlutverk gagnvart börnunum okkar. Það er sjálfsagt – eða hvað? Stundum þurfum við að minna okkur á hvað er mikilvægast í lífinu. En við þurfum líka að minna okkur á að hlú að sauðunum „er engan hirði hafa“ (Matt 9.36).

Af Karli Marx og Kristi

Kristin trú boðar ekki að við skulum þrauka og sætta okkur við hvað sem er hérna megin grafar til að uppskera himnasælu hinum megin. Hún leggur okkur eilífa lífið í brjóst hér og nú, gefur fyrir Heilagan anda gleði og löngun til góðra verka og þá gjöf að geta horft lengra en til efnislegra gæða.

Að taka ábyrgð á líðan sinni og lífi

Kain hefði getað reynst hæfur ef hann hefði vísað öfundunni á bug, ákveðið að gleðast yfir sínu eigin framlagi og samgleðjast um leið bróður sínum sem einhverra saka vegna fékk hrósið sem Kain þráði svo mjög. En hann gerði það ekki.

Lífskraftur

Og hvort sem við lesum mest eins og lýst er lesningu Dostojevskís – þegar á reynir í lífinu – eða á reglubundinn hátt, t.d. daglega samkvæmt biblíulestrarskrá Hins íslenska biblíufélags, mun lesturinn móta okkur og styrkja í lífsins ólgusjó. Við getum tæpast ræktað okkar kristnu trú án þess að sækjast eftir því að þekkja þann skrifaða grunn sem hún hvílir á, Heilaga ritningu.

Innsýn inn í himininn

Við sem sækjum kirkju eigum áreiðanlega öll okkar eigin sögu af göngunni með Guði. Við höfum átt leið um haga og háfjöll trúarinnar. Kannski hefur okkar reynslu ekki borið að með jafn stórfenglegum hætti og hjá hirðum, lærisveinum og postulum nýjatestamentistímans. En hún er þarna og hún er sönn.

Heill og heilindi

Í hinum hebreska hugarheimi er einstaklingurinn ekkert án þjóðar sinnar. Þjóðin er ein heild og því ávörpuð sem ein manneskja: „Blessuð ert þú, þjóð, í borginni og blessuð ert þú á akrinum... Blessuð ert þú, þjóð, þegar þú kemur heim og blessuð ert þú, þjóð, þegar þú gengur út“.

Hvað á ég að gera?

Jesús átti sitt sífellda samtal við Guð. Hann sem sjálfur var sonur Guðs, ást Guðs holdi klædd, var ekki undanþeginn því að þurfa að fylla á tankinn, þiggja andlega endurnæringu. Vissulega gekk hann fram í anda Guðs í öllu sem hann gerði, var og sagði, en hitt var líka nauðsynlegt að taka frá sérstakan tíma fyrir Guð. Ef það var honum lífsnauðsyn, hvað þá með okkur?

Agi og fræðsla

Sá boðskapur sem Biblían flytur okkur er almennt mjög styrkjandi fyrir sjálfsmynd barna sem fullorðinna, að Guð elskar þig eins og þú ert og kallar þig til ábyrgðar á lífi þínu. Það er einmitt þetta sem heilbrigður agi ætti að gefa okkur á hvaða aldri sem er, að við séum mikils virði sem einstaklingar og höfum miklu að miðla til heimilisfólksins, vinanna og samfélagsins alls.

20+C+M+B+11

Börnin sem klæðast litríkum klæðum og búa sig ólíkum sérkennum hinna víðförulu tilbiðjenda í því skyni að gleðja fólk með söng sínum og samskotum til fátækra sameina á fallegan hátt táknin sem í stöfunum felast: Hina andlegu blessun og hjálp í líkamlegum efnum.

Landið sé blessað af Drottni

Hin heildræna hebreska hugsun sem fléttar mannlegt allt í einn traustan þráð brýnir fyrir okkur heilindi og trúverðugleika á öllum sviðum. Allt líf kristinnar manneskju á að mótast af trú hennar og þar eru fjármálin á engan hátt undirskilin.

Grundvallartraust

Undrið að Guð gerðist maður í Jesú Kristi fyrir Heilagan anda miðlar okkur því dýpsta öryggi sem til er. Það segir okkur að grundvöllur tilverunnar er traustur – að við erum ekki látin eftir ein, að Guði er annt um okkur.

Mömmur og bænir

Á mæðradeginum blessum við mæður okkar, bæði þær sem við höfum hjá okkur og líka þær sem farnar eru heim til Guðs. Við þökkum Guði fyrir þær og allt það sem þær hafa lagt á sig okkar vegna. Og við biðjum fyrir mæðrum sem eiga bráðum von á barni, kannski fyrsta barninu sínu eða því fimmta, og biðjum Guð að vaka yfir þeim hvar sem þær eiga heima í veröldinni.

Láttu ekkert ræna þig gleðinni

Hryggð er hluti lífsins. Við finnum til þegar við missum þau sem okkur eru kær eða þegar aðstæður verða okkur andstæðar á einhvern hátt. En loforð Jesú er óhagganlegt: Hryggð yðar mun snúast í fögnuð.

Að fylgjast með sínu fé

Svo virðist sem fjárhirðar bankakerfisins hafi brugðist í hlutverki sínu. En það er óhugsandi að bóndinn undir Eyjafjöllum pakki bara saman og skilji skepnurnar sínar eftir úti á víðavangi í öskufallinu eða lokaðar inni fóður- og vatnslausar. Þeir fjárhirðar bregaðst ekki. Og þannig hirðir er Drottinn Guð. Setjum traust okkar á hann.

Að miðla virðingu og reisn – baráttan gegn mansali

Mér finnst ég sjá tvennt sem er allra mikilvægast og á færi okkar allra að hafa áhrif á. Það er að berjast gegn annars vegar fátækt og hins vegar fáfræði. Misbeiting og vanvirðing manneskjunnar sprettur oftar en ekki af þessu tvennu.

Að þurfa ekki að rekja upp

Missið ekki af sýningu Guðrúnar Guðmundsdóttur, Ævispor, í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Henni lýkur 25. apríl.

Afturhvarf með ávexti!

Láttu trú þína bera ávöxt er yfirskrift æskulýðsdagins sem er er í dag – og reyndar æskulýðsstarfs Þjóðkirkjunnar allan þennan vetur. Haldnar hafa verið fjölskyldu- og æskulýðsguðsþjónustur víðast um landið og í kvöld er sameiginleg samvera ÆSKR í Neskirkju.

Allt sem er til í ísskápnum

Þetta eru sjálfsagt afar mannlegar og skiljanlegar kröfur: Sjáðu hvað ég er dugleg – hvað fæ ég í staðinn? En orð Jesú um hin fyrstu og síðustu og dæmisagan um verkamennina sem fá laun fyrir það eitt að þiggja vinnuna, ekki samkvæmt vinnuframlagi, benda á allt annað viðmið.

Tjöldum því sem til er!

Það er í félagsskapnum, félagsskapnum við Guð og hvert annað sem við finnum tilgang lífsins. Í samfélaginu við trúsystkin okkar birtist Jesús Kristur okkur og lyftir okkur upp í hinu hversdagslega – ekki yfir hversdaginn heldur í honum miðjum.

Á eftir myrkri kemur ljós

Lúsía bar ljósið inn í myrkrið á höfði sér til að hafa frjálsar hendur í þjónustunni. Verum fagnaðarboðar, hvert á okkar vettvangi, flytjum huggun Guðs til fólksins í kringum okkur, uppörvum og hvetjum því að lífið er ekki allt sem sýnist...

Guð elskar þig og kallar

Og undir okkur er komið að tekið sér mark á boðskapnum. Ef við lifum ekki samkvæmt því sem við boðum er ekki von að við náum eyrum þeirra sem ekki hafa meðtekið ást Guðs. Við þurfum að vera það sem við erum kölluð til að vera og elska hvert annað, eins og Jesús segir.

Börn spekinnar

Börn spekinnar. Gat það verið að þessi kona tilheyrði þeim hópi, hún sem var kölluð bersyndug? Var ekki miklu fremur faríseinn barn spekinnar, lærður maður, virtur af samborgurunum? Aftur og aftur segja guðspjöllin okkur frá því að mat Jesú á fólki var allt annað en hefðbundið. Þá og nú gerir fólk mannamun.

Hvert fótmál lífsins

Verum vonglöð, góða fólk. Allt mun fara vel þó ýmislegt fjúki í ofviðri tímanna. Stefnum ótrauð að uppbyggingu lands og þjóðar. Treystum Drottni og gerum gott, þá munum við búa óhult í landinu.

Lögmál dauðans - eða lögmál lífsins?

Þrátt fyrir þau orð múslimans að grýting sé einvörðungu refsing fyrir framhjáhald er eitt hörmulegasta dæmið sem ég veit um frá okkar tíma þegar 13 ára sómölsk stúlka, sem hafði verið nauðgað af 3 mönnum, var grýtt til bana á stórum íþróttaleikvangi í viðurvist 1000 manns. Þetta gerðist í október í fyrra, árið 2008.

Við erum kölluð

Við erum öll kölluð. Annars værum við ekki hér. Köllun okkar er heilög köllun, köllun til himinsins og á að birtast í lífi okkar öllu. Hún er grunntónn lífs okkar, fremri allri köllun til starfa, sem þó er raunveruleg og mikilvæg.

Vinur Guðs

Þetta eru máttug hugtök og byggð á þeim veruleika sem um ræddi hér að framan – að vera í Guði, dvelja í anda hans og ást allar stundir. Þeim veruleika fylgir m.a. Friður, Bænheyrsla, Fögnuður, Elska - og samnefnarinn er Trú.

Ástundum það sem kristnu nafni er samboðið

Með Tómasi spyr sig margur: Hvaða stefnu á ég að taka í lífinu? Hvaða leið er mér til heilla? Og með Filippusi andvarpa hjörtun: Mig langar að sjá Guð, finna Guð, vita að hann er til.

Pelíkanabörn

Við erum pelíkanabörn, bitin til ólífs af höggormi dauðans. Ólífisbitið læknar kraftur Guðs í Jesú Kristi, blóð hans sem rann á Golgata.

Ferns konar merking Biblíunnar

Varðandi hinn siðferðislega boðskap gætum við bent á fyrirmynd Jesú, að hann leitar ekki síns eigin heiðurs: hann upphefur ekki sjálfan sig, heldur Föðurinn sem sendi hann með sannleikann inn í heim sem er fullur af rangfærslum og undanskotum, heim sem er uppfullur af sjálfum sér og eigin upphafningu.

Með Jesú upp til Jerúsalem

Samt skildu þau ekki til fulls hver hann var, ekki fyrr en eftir upprisuna. Það er einmitt það sem við höfum fram yfir þau, á þessum stað þar sem horft er fram til atburðanna í Jerúsalem. Við vitum að með þjáningum Jesú sem enduðu í krossfestingu hans var ekki öll sagan sögð.

Siðferði umhyggju og réttlætis

Hvernig sem því er varið hlýtur krafan um endurnýjun siðferðislegra gilda í stjórnmálum og viðskiptalífi að vera hávær þegar byggja á upp nýja framtíð á Íslandi. Þar eru þau tvö gildi sem nefnd voru hér að framan bestur grunnur, réttlæti og umhyggja hönd í hönd

Andlegur auður

Kærleikur og réttlæti þurfa ávallt að fara saman. Um það eru margir fremstu siðfræðingar heims sammála. Réttlætinu hættir til að snúast í andhverfu sína án kærleikans, og kærleikurinn verður fljótt marklaus án réttlætis.

Símeon og sveinninn

Jesús Kristur færir okkur nýtt upphaf og nýja von. Hann endurnýjar trú okkar og kærleika og gefur okkur kraftinn til að þjóna, jafnvel þegar okkur finnst við komin á endastöð aðstæðna, aldurs eða lasleika.

Réttlæti Guðs í hjarta og heimi

Kynslóðirnar sem lögðu grunn að því þjóðfélagi sem við búum við í dag létu lotningu fyrir Drottni stjórna gerðum sínum. Með kærleiksboðskap kristninnar og boðorðin tíu að leiðarljósi kaus íslenska þjóðin að byggja sér samfélag samheldni og hjálpfýsi.

Til heilla

Allt er í heiminum hverfult og heimurinn tekur enda. Þeirri hugsun sér víða stað, enda byggð á reynslu mannkyns sem horft hefur upp á heim sinn hrynja á svo marga vegu. En hugsunin um vonarríka framtíð er það sem gerir hina biblíulegu sýn sérstaka, að Guð eigi sér fyrirætlanir til heilla fyrir okkur, ekki til óhamingju.

Þegar heimurinn hrynur

Mannssonurinn kemur. Mannssonurinn kemur. Það er eftirvænting í þessum orðum, von hins góða, gleðileg sýn til framtíðar. Hann kemur – með mætti og mikilli dýrð.

Sorgin, Guð og lífið

Það kann að vera vandasamt að stíga inn í nýjan dag þegar fótunum hefur verið kippt undan okkur við ástvinamissi. Allt virðist breytt og óraunveruleikatilfinning grípur syrgjandann. Getur verið að lífið haldi áfram með fuglasöng og umferðarnið? Eru fjöllin þarna ennþá og fréttatímarnir fullir af nýjum viðburðum? Smám saman lærist manni þó að feta leiðina inn í raunveruleikann að nýju og lífið nálgast sinn vanagang, þó forsendurnar séu breyttar.

Hinn sanni íþróttaandi

Allir hlaupa en einn fær sigurlaunin. Þannig er það á Ólympíuleikunum. Einn vinnur, eitt lið fær gullið. Og vinningshafarnir hafa svo sannarlega unnið fyrir því, lagt hart að sér með miklum æfingum og viljastyrk. Hver og einn keppandi hefur sett sér skýr markmið, unnið að þeim og uppskorið í samræmi við erfiði sitt. Þarna þurfa andi, sál og líkami að vinna saman.

Yfirfullir fataskápar

Orðin Þú skalt ekki taka fatnað ekkju að veði má auðveldlega skoða í ljósi þess að flest eigum við yfirfulla fataskápa heima og margt er þar sem sjaldan eða aldrei er notað. Það er okkar siðferðilega skylda að halda ekki fyrir okkur því sem við getum miðlað öðrum. Hugsaðu um fallegu og heilu fötin þín sem gætu orðið mörgum til gleði og hlýju. Hættu svo að hugsa og farðu að framkvæma!

Of hrædd til að hjálpa?

Byggir þjóðfélag okkar raunverulega á því að öllum beri að hjálpa? Og jafnvel enn mikilvægara er að við spyrjum okkur hvert og eitt: Er það mitt lífsviðhorf að aðstoða alla, sýna öllum kærleika í verki, óháð stöðu þeirra í mannfélaginu, óháð því hvort lífsmáti þeirra eða fas fellur mér? Gerum við mannamun þegar kemur að því að veita hagnýta hjálp?

Heimsókn

Ein aðalfréttin á visir.is á föstudaginn var fjallaði um komu þekkts leikara hingað til Reykjavíkur. Mel Gibson hafði fengið sér kaffi, þrefaldan latte, meira að segja, á kaffihúsi hér í miðborginni og svo hafði líka sést til hans við Hallgrímskirkju.

Svo breytni mín þess beri vott...

Þegar ekið er hérna niður Njarðargötuna blasir við sementsstöpull sem á hafa verið rituð orðin FATHER WE MISS U. Faðir við söknum þín. Ég er búin að horfa á þessi orð á ferðum mínum niður holtið undanfarnar vikur og þau tala til mín á sérkennilegan hátt. Mér finnst ég lesa í þeim tómleikann og söknuðinn sem heltekur hjartað sem lifir án Guðs

Það sem í gær var á morgun er í dag

Í eilífðinni er tími og rúm ekki til, hjá honum sem var og er og verður. Það sem blasir við er að annað hvort erum við með Guði, í öruggu skjóli vináttu hans, hér og nú og um eilífð - eða ekki. Ég veit hvað ég vil – veist þú það?

Gleðilegan sunnudag!

Og svo eru enn aðrir sem eru svo uppteknir af konunni sinni að þeir mega ekki af henni sjá nokkra stund. Þetta síðasta er kannski skiljanlegt, en má þá ekki bara taka elskuna sína með í kirkju?

Kristið siðgæði

Köllun okkar er köllun til kærleika. Hún er ekki köllun til kristilegrar arfleifðar, þó allt gott megi um hana segja. Hún er köllun til lifandi kærleika hvern dag, að við séum samkvæm okkur sjálfum ...

Kraftaverk hvítasunnunnar

Þetta lærum við að fyrirgefning syndanna er kraftaverk, verk heilags anda Guðs, æðri mannlegum mætti. En einmitt fyrir anda Guðs getum einnig við lifað í fyrirgefandi hugarfari...

Hjarta að handan

Þiggjum anda Guðs inn í líf okkar. Leyfum honum að brjótast í gegn um þykkildi lífsins, tappana og torfærurnar innra með okkur, eins og læk á vori sem ryður sér braut niður fjallshlíðina, mórauður af mold og jarðvegi, en iðandi kátur á leið sinni til hafs.

Mig þyrstir

Minn tími er í nánd, segir Meistarinn við okkur, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum. Hjá þér og hjá mér, hjá okkur sem þyrstir eftir fyrirgefningu og sátt, hjá okkur sem finnum í þjáningu heimsins skortinn á kærleika og umhyggju. Mig þyrstir, sagði Jesús, og í hjarta mannlegrar þjáningar býr þorstinn, þorstinn eftir Guði.

Frelsa oss frá illu

Það sem ég geri verð ég að gera í nafni Jesú Krists. Allt sem ekki er unnt að gera í hans nafni ætti ég að láta ógert. En stundum gleymist hinn góði ásetningur. Við gleymsku og vanrækslu hefur kristið fólk alla tíma mátt glíma. Hinn mannlegi þverbrestur er erfiður viðfangs og seintekinn í burtu.

Orð til lífs

Aginn er nauðsynlegur þáttur kærleikans. Þetta vitum við foreldrar mæta vel. Ástin er ósönn án aga. Elskan til náungans og til sjálfs þín byggir á aga, að mannlegum kenndum séu sett mörk. Það er margt í Biblíunni sem lesist frá því sjónarhorni.

Bæn um einingu í 100 ár

Ef við stöndum frammi fyrir vanda er verklagið þetta samkvæmt postulanum: Gera sér grein fyrir hvert úrlausnarefnið er og bera fram ósk um lausn. Það er bæn. Taka síðan á móti lausninni úr hendi Guðs með því að þakka fyrir, jafnvel áður en nokkur breyting er sýnileg. Þakkargjörðin er einnig bæn.

Mitt eitt og allt

Við getum hins vegar brugðist með því að sækja ekki í uppsprettuna, heilagan anda Guðs, sem fúslega gefur hverjum sem biður. Mín bæn er sú að við mættum vera vakin og sofin í þeim kærleika sem okkur stendur til boða fyrir trúna á Krist og hina himnesku von.

Ásjóna Krists í angist manns

Sá veruleiki sem blasti við fjórða vitringunum í leit hans að Kristi er því miður veruleiki dagsins í dag. Mönnum er misþyrmt í skúmaskotum íslenskra veitingastaða, börn myrt í pólitískum tilgangi í Keníu, ungar stúlkur frá austurhluta Evrópu seldar mansali í nafni einstaklingsfrelsis og gróðafíknar. Gegn öllu þessu ber okkur að berjast, gegn illskunni, hvaða nafni sem hún nefnist.

Réttið úr ykkur og berið höfuðið hátt

Við, kristið fólk, eigum sannarlega ekki að biðjast afsökunar á sjálfum okkur eða samtökum okkar, sem í þessu tilviki heitir Þjóðkirkja Íslands. Við eigum að sýna það í orði og verki að við erum stolt af því að vera kristin og styðja kirkjuna okkar. Tölum vel hvert um annað og sýnum samstöðu – án þess þó að falla í þá gryfju að rægja þá sem eru á móti okkur.

Krísan, dómur daglega lífsins

Minn daglegi dómur er ekki síst athafnaleysið, að hafast ekki að, vitandi um neyð kvenna og barna út um allan heim og líka hér á litla friðsæla Íslandi. Ég fæ ekki afstýrt ofbeldinu ein. Ég fæ ekki gefið þeim líf sem hafa verið rænd því. En mér ber að nýta reynslu mína og menntun til að vinna með öðrum að upprætingu hins illa.

“Hjálpi mér allir heilagir!”

Við biðjum ekki fyrir sálum látinna samkvæmt okkar lútherska kristindómi. Það er vegna þess að við treystum því að þau séu Guði falin, eins og við öll sem viljum kannast við Hann, jafnt í lífi sem dauða. Eilífa lífið á sér upphaf hér í hinu jarðneska þegar við tökum við útréttri hönd Guðs í skírninni og leyfum ljósi hans að skína í orði og verki hversdagsins.

Um bót og betrun siðar og texta

Og við berum ábyrgð, líkt og Lúther, á samfélagi okkar kristinna manna, útbreiðslu trúarinnar, berum þá ábyrgð að vera samverkamenn Guðs við sáningu og uppskeru guðsríkisins.

Krafa Guðs

Krafa Guðs er að við elskum hann. Að óttast Guð og þjóna honum er það sama og að elska hann og það eigum við að gera heilshugar, með öllu sem í okkur býr, “af öllu hjarta og allri sálu”.

Lifðu – og leyfðu öðrum að lifa

Oft verða ytri atvik til þess að líf okkar verður með öðrum hætti en við hefðum kosið. Þá er að velja lífið innan þess ramma sem okkur er gefinn, setjast við fætur Drottins og leyfa orðum hans að umbreyta afstöðu okkar til aðstæðnanna. Og viti menn! Oft breytast þá aðstæðurnar líka.

Hver er móðir mín?

Og þar eigum við ekki aðeins fjársjóð lífsins í Kristi, böðuð elsku Guðs, heldur líka fjársjóðinn hvert í öðru. Það er heillandi að vita að þó tengslanet okkar líffræðilegu fjölskyldu bresti fyrir einhverjar sakir þá erum við hluti af svo margfalt stærri og öflugri fjölskyldueiningu, sem er kirkja Krists um víða veröld.

Hver er móðir mín?

Og þar eigum við ekki aðeins fjársjóð lífsins í Kristi, böðuð elsku Guðs, heldur líka fjársjóðinn hvert í öðru. Það er heillandi að vita að þó tengslanet okkar líffræðilegu fjölskyldu bresti fyrir einhverjar sakir þá erum við hluti af svo margfalt stærri og öflugri fjölskyldueiningu, sem er kirkja Krists um víða veröld.

Höfnum ekki umbreytingarkraftinum

Aðeins ein synd er ófyrirgefanleg og hún er að varpa frá sér krafti Guðs sem umbreytir innri manni. Syndin gegn heilögum anda er meðvitað að neita sjálfum sér um þá endurnýjun hugarfarsins sem hér var lýst að framan; að afneita anda Guðs, vilja ekki þiggja hönd hans á vegi umbreytingar lífsins.

Kristilegur kapítalismi?

Sú sýn á fjármunum sem hér birtist er í fyrsta lagi að allt sem við eigum sé frá Guði komið og í raun óverðskuldað. Það er grundvallarviðhorf Biblíunnar og ætti að vera leiðarþráðurinn í fjármálahugsun kristins fólks, vekja með okkur auðmýkt gagnvart eignum okkar og aflafé.

Gleði í ást og aga

Hvernig getur það verið gleðiefni að rata í ýmiss konar raunir? Hverjum dettur í hug að agi geti verið gleðiefni? Jú, Biblían og mannleg reynsla eru sammála um það. Demantar verða til undir miklu álagi. Skapgerð mannsins mótast við þrengingar. Agi gefur barni kleift að ná tökum á sjálfu sér og umhverfi sínu, ver það gegn hinu mannskemmandi markaleysi.

Að lofa Guð í lífsins raunum

Og við fögnum með þeim, mæðrunum, sem hvor á sinn hátt fengu guðlegt fyrirheit um fæðingu sonar. Hanna hafði beðið lengi eftir því að verða barnshafandi og varð loks að ósk sinni eftir að hafa úthellt hjarta sínu fyrir Drottni í musterinu í Síló. María átti hins vegar á ýmsu öðru von en barni, nýtrúlofuð manneskjan, kornung að aldri og hafði ekki karlmanns kennt.

Syndin liggur við dyrnar

Hvaða merkingu hefur fastan í huga okkar? Finnum við einhverja breytingu í okkar daglega lífi? Með hvaða hætti getum við markað þetta tímabil kirkjuársins, tímabil íhygli og sjálfsskoðunar, svo að við mættum verða betur búin undir fagnaðartímann, upprisuhátíð frelsarans?

Með Kristi gegn ofbeldi

Í ritningartextum dagsins eigum við fund við hann, sem öðrum fremur varðaði veg lausnar undan ofbeldi – með því að ganga hann sjálfur. Jesaja-textinn lýsir einelti, illsku og ofbeldi, sem Jesús Kristur gekk í gegn um, okkar vegna. Ég bauð bak mitt þeim, sem börðu mig, og kinnar mínar þeim, sem reyttu mig.

Jesús er nafn hans

Við áramót finnum við blendnar tilfinningar bærast í brjóstum okkar. Við höfum kvatt gamla árið, árið 2006, með öllu því sem það bar með sér af gleði og tárum. Og nýhafið er árið 2007 með óþekkta gleði og ókunn tár. Við finnum til smæðar okkar gagnvart hinu gengna jafnt hinu ókomna.

Að vera – eða vera ekki - með Guði

Það er eins og við séum stödd í miðri bíómynd. Undur og stórmerki eiga sér stað, Jesús Kristur kominn aftur með mætti og mikilli dýrð (Mt 24.30), sem konungur í hásæti og englarnir allt um kring. Allar þjóðir heims samankomnar, sem mikill árstraumur, fólkið flæðir að, ys og þys – tónmálið voldugt, trommur og lúðrar. Eftirvænting í loftinu. Hvað verður?

Hér er vantrú um efa - frá trú til trúar

Trúin er eitt af því sem eykst þegar af henni er tekið – hún dafnar best þegar hún er notuð sem mest, líkt og ástin. Þannig eru góðu verkin boðun þeim sem þau vinnur. Og þeim sem njóta verka annarra eru þau vitnisburður um ríkt innra líf, andlegan veruleika guðsríkisins í hjörtum þeirra sem iðrast hafa og tekið á móti fyrirgefningu Guðs.

Sælan og sorgin

Það er í hinum einföldu mannkostum, sem Jesús Kristur lagði okkur á hjarta að rækta og heilagur andi hans eflir í okkur, sem eilífa lífið verður ljóst: Sæl eru hin hógværu, sæl eru hin miskunnsömu, sæl eru hin hjartahreinu, sæl eru þau sem flytja frið og réttlæti. Í þessum gjöfum andans verður himnaríki á jörðu, þarna verður Guð sýnilegur.

Ást í trú og verki

Tvöfalda kærleiksboðorðið hefur líka verið kallað þrefalda kærleiksboðorðið – þrefalda vegna þess að þar ræðir um elskuna til Guðs, til náungans og til okkar sjálfra. Sagt hefur verið að til þess að geta elskað náunga okkar eins og okkur sjálf verðum við að bera eðlilega umhyggju fyrir eigin lífi. Því hefur líka verið haldið fram að til þess að geta borið virðingu fyrir öðrum verðum við virða okkur sjálf að verðleikum.

Hroki og auðmýkt

Það er virðingin fyrir öðru fólki sem gerir gæfumuninn á milli hroka og auðmýktar. Hrokafullt fólk virðir aðra minna en sjálft sig á meðan auðmjúkar manneskjur virða bæði sjálfar sig og aðrar. “Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.”

Elskan og bænin

Verum gætin og algáð til bæna. Þetta er áskorun Péturs postula til okkar. Gætin og algáð til bæna. En umfram allt segir hann okkur að hafa brennandi kærleika hvert til annars. Og svo lýsir hann kærleikanum nánar; hann felst m.a. í gestrisni, þjónustu og góðri ráðsmennsku náðargjafanna.

Franskar konur og fjölskyldan til borðs

Innan fjölskyldunnar höfum við stórkostlegt tækifæri til þess að þekkja hvert annað og rækta hlý og góð tengsl. Því miður nýtum við ekki alltaf þetta tækifæri sem skyldi. Við getum búið undir sama þaki án þess að þekkjast að ráði. Alþekkt er að foreldrar vilji ekki kannast við ákveðna þætti í fari barna sinna og reyni að sníða þau alfarið eftir sínu höfði.

Er þér slétt sama?

Hvernig bregst fólk við orði Guðs? Á þrenna vegu: Með því að taka við boðskapnum opnum huga, hafna honum alfarið eða sýna tómlæti; “að láta sér fátt um finnast”. Í fljótu bragði kann hin afdráttarlausa höfnun að virðast erfiðust viðureignar, en svo er þó ekki endilega.

Nítjándi júní

Á kvenréttindadaginn, baráttudag íslenskra kvenna, minnumst við þess að 90 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Fáninn okkar er líka níræður í dag, krosstákn frelsis, réttlætis og sjálfstæðis.

Bak jólum

Gleðilegt ár, kæri kristni söfnuður hér á Seltjarnarnesi og um lönd og höf. Enn á ný höfum við kvatt hátíðarnar og heilsað hvunndeginum, enn á ný tekur mannlífið á sig mynd vanans með skólagöngu, vinnusókn og öðrum ytra takti fyrir flesta. En hvað skilja hátíðarnar eftir í huga okkar? Hefur helgi jólanna fengið að móta hjartalagið og marka spor til göngunnar áfram - skilið eftir einhver þau ummerki í huga okkar sem við getum haft með inn í hversdaginn - eða pökkum við trúartilfinningunni og kirkjurækninni niður með skrautinu á þrettándanum?

Hver vill vera vitur - og hvað er nú það?

”Hvað er kjörorð, mamma?” spurði dóttir mín á sjöunda ári um daginn. ”Mottó, einkunnarorð”, varð mér á að hugsa upphátt, en barnið skildi það auðvitað enn síður. Nærtækast var þá að taka dæmi úr Orðskviðunum; orð sem birtir þann veruleika er mann langar að tileinka sér. Eða, sagt á einfaldari hátt: Hvernig langar þig að vera?

Undir áföllum

Það er mikill hraði í kring um Jesú um þessar mundir. Dagar dæmisagnanna liðnir í bili; hvert hraðaupphlaupið rekur annað. Fyrst hafði hann farið til Nasaret, þar sem fólk hneykslaðist á honum – hvað vildi hann upp á dekk, sonur hennar Maríu og bróðir réttra og sléttra íbúa þorpsins? Jesús fór þaðan með orðunum: “Hvergi er spámaður minna meðtinn en í landi sínu og með heimamönnum”, greinilega þungt um hjartað.

Há-tíð tilfinninganna

Jólin hafa verið kölluð ýmsum nöfnum: Hátíð barnanna, fjölskylduhátíð, hátíð ljóss og friðar, hátíð kærleikans. Ef til vill mætti einnig nefna þau hátíð tilfinninganna. Orðið há-tíð merkir veisla, mikill viðburður og ber með sér jákvæðar og kröftugar fylgjur. Sé orðið hins vegar skoðað hlutlaust gæti það þýtt einfaldlega þann tíma sem eitthvað stendur hæst eða ber mikið á. Í þeirri merkingu mætti tala um jólin sem há-tíð tilfinninganna, bæði þeirra sem verkjar undan og eins hinna, sem létta lund. Hvorar tveggja, hin erfiða sem hin ánægjulega, geta orðið til göfgunar sálinni og er þá takmarki há-tíðarinnar náð.

Vondu kallarnir og vinátta Guðs

Þannig er Guði farið. Þegar einum hinna minnstu bræðra og systra er hjálpað, er Guð sjálfur þiggjandi umhyggjunnar. Og þegar við látum vera að hjálpa í aðstæðum hvar við erum einhvers megnug, þá er vanræksla okkar brot gegn himnaföðurnum sjálfum, sem lætur sér annt um hvert mannslíf.

Einn bikar, eitt brauð

Skyggnumst um stund inn í þennan veruleika með okkar innri augum. Sjáum fyrir okkur bikar, stóran, voldugan bikar, sem fylltur er að börmum, fullur lífgefandi vökva, svo út úr flóir. Með þessu lífi eigum við samleið, hvaða kirkjudeild sem við tilheyrum, við sem játumst undir nafn Jesú Krists, við sem þiggum hreinsun og kraft fyrir blóðið hans.

Hvernig get ég þekkt Guð?

Heyrst hefur að kristið fólk í fjölbragðasamfélögum sé hætt að tala um Jesúm, krossinn og upprisuna af ótta við að styggja hina. Hversu langt eigum við að ganga í umburðarlyndinu? Gleymum við Jesú er kristnin glötuð.

Predikanir eftir höfund

Samkirkjulega sjónarhornið

Sumt þjóðkirkjufólk virðist líta svo á að ekki beri að eiga samstarf við önnur en þau sem eru sömu skoðunar að öllu leyti þegar kemur að viðkvæmum deiluefnum. Sem formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi fyrir hönd þjóðkirkjunnar er ég ósammála þessu viðhorfi.

Þvertrúarlegt samráð á Íslandi

Japanskir hrísgrjónaréttir, súrt slátur, rúllupylsa og rófustappa, ostakökur, franskar bökur og fleira fínerí var á borðum í húsnæði Bahá´ía á Öldugötunni á mánudagskvöldið.

Fyrir stéttleysingjana

Dalítar á Indlandi eru stéttleysingjar. Þeir lifa utan við hið hefðbundna stéttakerfi og verða þeir enn fyrir mismunun og ofbeldi, þrátt fyrir lagaumbætur.

Jólin allstaðar?

„Jólin, jólin allstaðar“ segir í vinsælu jólalagi sem hljómar um þessar mundir í útvarpinu og á tónleikum um allt land. Þetta er fallegt og grípandi lag eftir Jón Sigurðsson og texti Jóhönnu G. Erlingsson nær einhvern vegin svo vel andrúmslofti hinna íslensku jóla.

Sköpunargleði

Þar sem kristin hugsun sér Jesú Krist sem upphaf hinnar nýju sköpunar hlaut hans jarðneska koma að hefjast á sama tíma og sköpunarverkið í árdaga. Hann sem „var og er og kemur“ dafnaði í lífi móður í 9 mánuði til að fæðast mannkyni til lífs og gleði.

Til unnenda kirkju og kristni

Gagnrýni er vissulega þörf á hverri tíð en hún þarf að vera málefnaleg og laus við persónulegt hnjóð. Umræðan eins og hún hefur verið gerir fátt annað en að fita púkann á fjósbitanum, svo vitnað sé í gamla íslenska þjóðsögu.

Eining alla daga!

Margt bendir til þess að einingarandinn sé að aukast í kirkjunum. Sem dæmi má nefna samkirkjulegar bænastundir fyrir ráðamönnum þjóðarinnar og heimilunum í landinu sem hafa verið haldnar í á annað ár í hádeginu á miðvikudögum í Friðrikskapellu við Valsheimilið.

Eining og sáttargjörð

Við sem búum hér á Íslandi eigum ef til vill erfitt með að skilja þær aðstæður sem íbúar Kóreuskagans hafa mátt glíma við síðasta mannsaldur. Hér býr ein þjóð í einu landi, sameinuð bæði vegna landfræðilegra aðstæðna eylandsins, en einnig sameiginlegrar tungu, trúararfleifðar og menningar.

Að lofa bót og betrun

Við búum við annars konar öryggisleysi. Okkur hefur verið talin trú um að ef við eigum ekki væna innistæðu í banka og allt til alls og ríflega það, sé grundvöllur lífs okkar skekinn.

Að dvelja í Drottni

Stundum er líkt og eitt orð úr einhverri frásögn Biblíunnar tali sérstaklega inn í líf þess sem les. Þá er gott að leyfa því orði að dvelja með sér, sökkva inn í vitund sína og fylla lífið merkingu og nánd.

Sjálfsmynd - í Guðs mynd

Auðvitað viljum við nýta hæfileika okkar sem best. Þeir eru gjöf frá Guði, talentur sem ekki ber að grafa í jörð. Hver manneskja hefur sína hæfileika, hver á sinn hátt. Það er mikilvægt að þú byggir sjálfsmynd þína á þeim gjöfum sem Guð hefur gefið einmitt þér. Við eigum ekki gjafir hinna. Þau bera ábyrgð á þeim.

Jesúland í Evróvisíón

Þá eru liðin þrjú evróvisíónkvöld í sömu vikunni – er þetta ekki orðið ágætt? Fimmtudagskvöldið var auðvitað toppurinn: Ísland komst áfram! Auðvitað höldum við með landinu okkar, nema hvað? En nú eigum við Íslendingar svo mörg heimalönd.

Þrenningarhátíð

Þrenningarhátíð, trinitatis – hátíð hins mikla leyndardóms. „Hver er Guð?“ er spurning kynslóðanna: Hver er Guð og hvernig birtist hann mönnunum?

...og vængir hennar færa lækningu

Þessi sýning miðar öll að hinu gagnstæða, að orða hlutina blátt áfram, segja sannleikann umbúðalaust, en þó þannig að enginn meiðist. Vissulega féllu nokkur tár af hvarmi þegar áhorfandi þekkti sinn eigin veruleika, en það voru góð tár, græðandi tár, og miðluðu samkennd. Ég mæli með leikhúsupplifuninni mammamamma fyrir allt fullorðið fólk...

Gosi er ekki dáinn

Saga Gosa er sagan mín og sagan þín. Og hún er saga upprisunnar, hinnar yfirnáttúrulegu snertingar Guðs, sem birtist á sviðinu í líki bláklæddu Óskadísarinnar. Snerting hennar gefur Gosa lífið, raunverulegt líf, sem laun þess að hann fórnaði spýtulífinu sínu fyrir ástina til pabba.

Hugleiðing á síðustu dögum kirkjuársins 2007

Við eigum að taka fullan þátt í endurnýjun jarðar, taka fulla ábyrgð á hegðun mannsins með því að berjast gegn stríðsvæðingu, umhverfisspjöllum og vanhelgun manneskjunnar.

Hvað koma eiginlega margir í kirkju?

Þessi tæpu fjórtán þúsund koma til kirkju í ýmsum tilgangi: Börn og ungmenni í sitt starf; foreldrar með smábörn á foreldramorgna; aldraðir í öldrunarstarf og opin hús; fullorðið fólk á öllum aldri að sækja fræðslu, kyrrðarstundir og tónleika; nefndir, kórar og klúbbar með sitt málefnið hver og við öll saman í sunnudagsmessunni.

Hinn viðkvæmi veruleiki

Á námsárum mínum í guðfræði – fyrir rúmum áratug - var til þess ætlast að guðfræðinemar störfuðu sumarlangt á stofnun úti í þjóðfélaginu. Við Hildur vinkona mín völdumst inn á A2, geðdeild Borgarspítalans, sem svo hét þá. Frá unga aldri hef ég haft með höndum ein og önnur þjónustustörf, en ég þori að fullyrða að enginn starfsvettvangur hefur haft jafn rík áhrif á mig og störfin þarna á geðdeildinni.

Fjölbýli

Í fyrsta skipti á ævinni bý ég nú í fjölbýlishúsi. Fjölbýlið er stúdía út af fyrir sig. Tökum ruslamálin sem dæmi. Þar fer hver íbúi með sinn poka fram á gang og kemur fyrir í þartilgerðri þró. Einstaklega þægilegt. En það fylgir böggulli skammrifi; sá, að hver íbúð ber ábyrgð á ruslamálunum mánuð í senn, tvívegis ár hvert.