Guðrún Karls Helgudóttir

Höfundur -

Guðrún Karls Helgudóttir

sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

orð eða Orð

Sögur og ljóð geta nefnilega frelsað okkur frá því að þurfa að túlka allt bókstaflega. Sögur og ljóð hafa þann eiginleika að geta víkkað út hjartað okkar og opnað sálina, jafnvel upp á gátt.

Talenturnar á Kópavogshæli

Á árunum mínum á Kópavogshæli kynnist ég næstum því bara góðu starfsfólki sem gerði sitt besta og þar eignaðist ég góða vini. En við vorum öll hluti af ömurlegri menningu. Sú menning gekk út á að fólk með fötlun átti að vera á hæli og ekki vera of mikið innan um annað fólk. Þeim var komið fyrir í geymslu þar sem þau voru ekki fyrir.

Að umgangast óþolandi fólk

Þannig er það sjálfsagt röng skoðun í ákveðnum hópum að vera jákvæð gagnvart Þjóðkirkjunni á meðan í öðrum hópum á fólk að vera á móti Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Það verða alltaf til hópar og fólk sem er skoðanamyndandi og ef þú ætlar að vera með þá verður þú að hafa réttu skoðanirnar, á öllu. Þetta er skiljanleg hegðun að mörgu leyti því það fyllir okkur öryggistilfinningu að finna að við eigum skoðanasystkini, að við erum ekki ein.

Hin raddlausu

Og mig langar til að þið vitið að það er mikið af einstaklingum sem vilja gefa með sér og það eru ekki aðeins þau sem eiga mikið. Það eru einnig þau sem ekki eiga mikið og oft er það fólk sem sjálft hefur þegið aðstoð einhvern tíma og vill gefa til baka og hjálpa öðrum. Þessi hjálp hefur auðveldað fjölda fólks að halda gleðileg jól og gleðja börnin sín

Áður en ég dey

Að við veljum að skapa okkur samfélaög og heim þar sem hin hungruðu fá mat og hin þyrstu fái að drekka. Að gestir okkar, sem eru á flótta undan styrjöldum, mannréttindabrotum og hungursneyð, fái skjól. Að engum þurfi að vera kalt vegna þess að ekki er til peningur fyrir hlýjum fötum eða vegna þess að engin(n) er tilbúin(n) að bjóða faðm eða yl. Að hér fáum við öll aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu hvernig sem efnahagur okkar er og að hér eigi fólk möguleika á öðru tækifæri þrátt fyrir að hafa gert mistök.

Lúther pönk

Hugsaðu þér, Lúther hengdi upp mótmæli sín í 95 liðum á kyrkjudyrnar og kirkjan klofnaði. Það sem hann sagði skipti máli. Rödd hans heyrðist. Samt var hann ekkert sérstakur í sjálfu sér, hann var hvorki ríkur né frægur, heldur venjulegur munkur sem fylgdi sannfæringu sinni og með því breytti hann heiminum. Það skiptir nefnilega máli það sem við segjum. Þú getur látið í þér heyra. Þú mátt mótmæla þegar þú sérð óréttlæti.

Lúther pönk

Hugsaðu þér, Lúther hengdi upp mótmæli sín í 95 liðum á kyrkjudyrnar og kirkjan klofnaði. Það sem hann sagði skipti máli. Rödd hans heyrðist. Samt var hann ekkert sérstakur í sjálfu sér, hann var hvorki ríkur né frægur, heldur venjulegur munkur sem fylgdi sannfæringu sinni og með því breytti hann heiminum. Það skiptir nefnilega máli það sem við segjum. Þú getur látið í þér heyra. Þú mátt mótmæla þegar þú sérð óréttlæti.

The good place

Allt er fallegt, gott og fullkomið þar til Eleanor kemur inn í heiminn fyrir mistök. Hún er nefnilega ekkert sérstaklega góð. Hún hafði engan metnað á meðan hún lifði annan en að hafa það sem þægilegast, þurfa að gera sem minnst og var alveg sama þó það væri bæði á kostnað annars fólks og henni var nákvæmlega sama um umhverfið. Hún laug. Hún stal. Hún svindlaði og hún var almennt frekar siðferðislega veiklundð manneskja.

Að reisa fólk upp fólk

Ég held að, hvort sem það er raunhæft eða ekki, þá komi sú stund eða þær stundir í lífi okkar allra að við vonumst eftir kraftaverki. Ég hef vonast eftir kraftaverki. Ég hef óskað og beðið Guð um að láta fréttirnar sem fékk, ekki vera sannar. Snúa tímanum til baka og breyta öllu. Gera allt gott á ný. En það gerðist ekki.

Grímurnar

Þú hefur örugglega kynnst fólki sem gengur yfir þig og allt sem þér er kært. Fólk sem virkar kannski vel í byrjun en fer fljótlega að gera lítið úr þér og því sem skiptir þig máli. Fólk sem jafnvel gerir kröfur til þín sem eru óeðlilegar og óþægilegar. Við erum misnæm á að greina þessa hegðun og því kemst fólk misjafnlega langt með okkur.

Óttinn elskar leyndarmál

Þegar óttaleysið fær að ráða þá gerast fallegir hlutir. Druslugangan sem gengin var í gær er dæmi um viðburð sem snýst um óttaleysi. Gleðigangan, sem er orðin að stórri fjölskylduhátíð á Íslandi og er stór á mörgum stöðum í heiminum er líka dæmi um viðburð sem skorar óttann á hólm. Opinská umræða um heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og allt ofbeldi er hluti af óttaleysi á meðan öll leynd í kringum þessi mál stýrist af ótta.

Hrópandi hrædd í rússíbana

Mér finnst það góð tilhugsun að Guð sé með okkur hvort sem við séum með guðsorð á vörum allar stundir eða ekki og þrátt fyrir að við gleymum stundum að biðja bænirnar okkar.

Hann skammaðist og fór

Það krefst hugrekkis að yfirgefa aðstæður til þess að gefa öðrum rými. Það krefst hugrekkis að yfirgefa aðstæður vegna þess að hlutverk okkar þarf að breytast. Það þarf þroska til þess að sjá að fólkið í kringum okkur getur staðið á eigin fótum og að við séum ekki þau einu sem geta tekið ábyrgð og haldið hlutunum gangandi.

Í augnhæð

Til þess að mæta fólki í augnhæð þurfum við að vera ekta. Við þurfum að vera grímulaus. Við þurfum að vera við sjálf. Það er erfitt að mæta augnaráði þess sem við vitum að er að segja okkur ósatt, þess sem við finnum að er að gera sér eitthvað upp. Það er líka erfitt að horfa í augun á fólki þegar við segjum ósatt, þegar við erum að gera okkur eitthvað upp.

Betri en við höldum - Prédikun um hið illa

Hið illa er allt sem sundrar. Allt sem ýtir undir óttann við það sem er öðruvísi en við sjálf. Hið illa er græðgin og öfundin sem gerir okkur sjálfhverf og tekur frá okkur hæfileikann til að setja okkur í spor annarra og finna til samkenndar.

Að troða trú í kassa

Það er mikil einföldun fólgin í því að reyna að setja trú og lífsskoðanir einstaklinga í ákveðna kassa. En það er einmitt það sem við gerum þegar þessi innstu mál manneskjunnar verða að pólitík sem snýst um völd og peninga. Þá reynum við að troða hvert öðru ofan í kassa, sem eru búnir til eftir okkar höfði og oftar en ekki út frá okkar fordómum og með lítil tengsl við raunveruleikann. Og því miður rúma þessir kassar oft aðeins öfgarnar sem fæst okkar vilja kannast við.

Ertu trúuð/trúaður?

Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu fyrir mörg okkar og þegar fermingarbörnin fengu þessa spurningu í síðustu viku svaraði um helmingur þeirra játandi. En þegar ég fór að spyrja þau nánar út í hvaða merkingu þau legðu í það að vera trúuð þá svöruðu mörg þeirra að það þýddi að vera öfgafull í trú sinni, vera alltaf að biðja, lesa Biblíuna og að vera alltaf í kirkju.

Farsæld og félagsleg heilsa

Ég held að það hafi vantað eina spurningu í heilsufarskönnunina sem ég sagði frá í upphafi. Það er spurningin: “Hversu margar manneskjur í þínu umhverfi elskar þú?”. Því jafn mikilvægt og það er að vera elskuð þá er ég nokkuð viss um að það gefi okkur enn meira að vera fær um að elska og fá að upplifa að elska aðra manneskju og okkur sjálf.

Mennskan er ekki í Excel

Þannig getur sagan um drenginn í bláu úlpunni, og öll hin sem þurfa á hjálp okkar að halda, orðið til þess að saga margra muni fara vel, þegar við tökum fram öll rýmin í gistihúsinu okkar og semjum fallegri reglur um móttöku flóttafólks. Þannig getur sagan þín, hver sem hún er og hvernig sem hún lítur út einmitt í dag, farið vel. Því Guð er svo miklu sterkari en við og vill þér aðeins hið allra besta.

Saga Von - #viðþegjumekkiyfirheimilisofbeldi

Hvernig stendur á því að saga sem endar jafn hörmulega, og saga Sögu Vonar, fær að vera með í Biblíunni? Kannski er hún með þar sem hún á yfirborðinu fjallar um pólitík þar sem ættkvíslir Ísraels berjast fyrir tilvist sinni. Kannski er hún með vegna þess að sagan er ekkert einsdæmi og á sér stað á hverjum degi um allan heim. Á síðustu 12 árum hafa t.d. í það minnsta 11 konur dáið vegna heimilisofbeldis á hinu friðsama Íslandi.

Samviskuraddir

Við erum hér með tvær konur sem hlýddu ekki yfirvöldum heldur samvisku sinni. Þær töldu vilja Guðs æðri vilja yfirvalda. Hver er munurinn á þeirra gjörðum og þeirra presta er ekki telja sig geta gefið saman samkynhneigð pör vegna samvisku sinnar? Þeir líta einnig svo á að þeir eigi fremur að hlýða Guði en yfirvöldum, eða vilja fá undanþágu frá lögum til þess að geta hlýtt vilja Guðs.

Fyrsti bitinn

Getur verið að paradís hafi alls ekki verið góður staður fyrir okkur? Að við þurfum að læra muninn á góðu og illu? Að við þurfum að þekkja hvaða fólk vill okkur vel og hvaða fólk vill okkur ekki vel? Að við þurfum að þroskast?

Góðmennska eða skylda

Þannig held ég að við eigum ekki að hjálpa flóttafólkinu sem nú þarf á okkur að halda, vegna þess að við kennum í brjóst um það og að okkur langi til að láta gott af okkur leiða vegna þess að það fær okkur til þess að líða vel. Við eigum að hjálpa þeim vegna þess að þau eru náungi okkar sem er í neyð, alveg sama hvað tilfinningar okkar segja okkur þessa stundina.

Ég er eins og ég er

Ef einhver hópur í samfélaginu þekkir hvernig það er að vera í þessari stöðu þá er það samkynhneigt fólk. Lengi vel var gerð sú krafa að þau væru ekki þau sjálf, heldur einhver önnur.

Skakkur turn, druslur og byltingar

Þegar ég var unglingur var enn verið að ræða það hvort konur væru hæfar til þess að taka fullan þátt í stjórnmálum, stjórna fyrirtækjum eða gegna mjög ábyrgðarmiklum stöðum yfirleitt vegna þess að þær færu á blæðingar einu sinni í mánuði. Og allir vita nú hvað konur verða erfiðar og óáræðanlegar þá.

Súrdeigs, heilhveiti eða normal?

Það er til nóg af brauði í heiminum. Það er til nóg af fæðu til þess að fæða allan heiminn. Samt á meirihluti fólks í heiminum ekki fyrir mat, hefur ekki efni á glútenóþoli heldur fastar án þess að það sé hluti af sjálfvöldum lífsstíl.

1141 vinur

Stjórnvöld og allt fólk í valdastöðum ætti ávallt að taka sér Jesú Krist til fyrirmyndar og líta á fólkið sem kýs þau, fólkið sem þau eru í valdastöðu gagnvart, sem vini. Þ.e.a.s að iðka samtal og gagnsæ vinnubrögð því vinir vita hvað vinir hafast að. Að öðrum kosti ríkir vantraust og á þeim stað erum við því miður í dag.

Veggur vonar, ofbeldi og upprisa

Ljósmyndasýningunni lauk með upprisumynd. Myndin var af þolanda eineltisins sem verið var að tollera eins og sigurvegara. Hún hafði nefnilega sigrað þegar hún uppgötvaði að hún var svo miklu meira en ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Hún var ekki ofbeldið. Hún var meira.

Hugrekki

Hún valdi sjálf og hún hafði hugrekki til þess. Hún valdi sjálf að taka áhættu og að taka völdin í lífi sínu. Svolítið eins og íslensku konurnar gerðu, sem beruðu geirvörturnar framan í alheim í vikunni sem leið, og ákváðu að taka völdin yfir kvenlíkamanum í sínar hendur. Kvenlíkamanum sem stöðugt er hlutgerður af körlum.

Guð er eins og kjóll

Ég held að Guð geti rúmast í öllum okkar myndum af Guði. Að Guð sé bæði svartur og blár og hvít og gyllt. Að öll getum við haft rétt fyrir okkur. Þess vegna held ég að þetta snúist kannski ekki alltaf um það hvort Guð er til eða ekki, heldur hvað Guð er fyrir þér.

Guð er eins og kjóll

Ég held að Guð geti rúmast í öllum okkar myndum af Guði. Að Guð sé bæði svartur og blár og hvít og gyllt. Að öll getum við haft rétt fyrir okkur. Þess vegna held ég að þetta snúist kannski ekki alltaf um það hvort Guð er til eða ekki, heldur hvað Guð er fyrir þér.

Íslamsfóbía, Gyðingaótti og Kristnihræðsla

Ég vil vara við þeirri tilhneigingu að útrýma trú og trúarbrögðum úr almannarýmum. Ég óttast að þessi útrýming og útilokun ali af sér tortryggni og ótta og að lokum þorum við ekki að sýna hver við raunverulega erum.

Fjölskylduleyndarmál

Sagan um Edith og dóttur hennar er saga um fjölskylduleyndarmál rétt eins og sagan af fæðingu Jesú. Mér þykir líklegt að einhver fjölskylduleyndarmál séu í þinni fjölskyldu rétt eins og í minni. Þau þurfa kannski ekki að snúast um leynilegar ættleiðingar eða rangfeðrun, en þau geta gert það.

Í kvöld er allt á hvolfi

Og enn ein mótsögnin í jólasögunni er sú að valdamikli keisarinn, hann Ágústus, er löngu gleymdur (nema mögulega sem byrjun á sögu sem síðan fjallar um eitthvað allt annað en hann). En litla valdalausa barnið er það sem við minnumst.

Sæluboðin og sjálfsmyndin

Sæluboðin fjalla um það sem er ekta, djúpt og hreint í lífinu. Þau eru nefnilega laus við alla yfirborðsmennsku og koma beint að kjarnanum. Þau fjalla um langanir okkar og þrár eftir einhverju dýpra og merkilega. Einhverju sem gefur okkur sanna fyllingu.

Það er ást að sjá í gegnum þetta

Ein af ástæðum þess að þetta myndband var gert er sú að börn og unglingar fá mjög óraunhæfar hugmyndir í fjölmiðlum, tímaritum og á félagsmiðlum um það hvernig þau eiga að hegða sér og hvernig þau eiga að líta út. Þetta á reyndar einnig við um leikföng eins og barbie dúkkur og ofurhetjur sem líta ekki út eins og manneskjur en sífellt meiri kröfur eru um að við reynum að líkja eftir þeim í úliti.

Hættu að gráta

Segir Jesús við ekkjuna sem er nýbúinn að missa barnið sitt. Þetta hljómar heldur klaufalega hjá honum. Það kemur fram í frásögunni að hann kenndi í brjóst um hana og þá hafi hann gengið hann til hennar og sagt henni að hætta að gráta. Hann hafði augljóslega ekki tekið grunnnámskeið í sálgæslufræðum.

Þú þekkir þessa týpu

Hann er ekki góður í samskiptum og umgengni við náungann. Honum finnst að allt fólk eigi að fylgja reglum samfélagsins og þau sem ekki gera það séu óþolandi. Hann hefur enga þolinmæði fyrir þeim sem eru “öðruvísi” og engan skilning á því að þau geti ekki bara verið eins og annað “venjulegt” fólk.

Kraftaverk á Alþingi

Þið sem sitjið á hinu háa Alþingi Íslendinga hafið ekki verið kosin til þess vegna þess að þið eruð fullkomin og almáttug. Mér þykir líklegt að flestir kjósendur séu þakklátir ykkur og treysti ykkur enn betur þegar þið sýnið varnarleysi ykkar og óöryggi þegar það á við. Að þið sýnið að það er í lagi að skitpa um skoðun og viðurkenna mistök.

Fallega fólkið

Þetta getur snúist upp í anhverfu sína þegar líðan okkar í hlutverkum lífsins fer að snúast um samanburð við annað fólk. Að við upplifum okkur aðeins í lagi þegar við erum enn duglegri, fallegri og klárari en annað fólk. Þá erum við komin í baráttu sem við munum aldrei sigra og líklegt að við verðum aldrei sátt við okkur sjálf.

Þrek eða tár

Leiðin út úr sársaukanum er ekki að byrgja hann inni, brosa í gegnum tárin og láta sem ekkert sé. Sársaukinn mun þá bara finna sér annan farveg. Nei, leiðin út úr sorginni er að leyfa sér að finna fyrir henni þó það sé vont og að fá útrás fyrir hana á heilbrigðan hátt.

Strákar á strönd

Þegar blaðamaðurinn hittir föður Ismaels fyrir utan líkhúsið segir hann: “Ég fordæmi þig Ísrael, ég fordæmi ykkur Bandaríki, ég fordæmi þig arabaheimur og allan heiminn sem stendur hjá og horfir á þegar börnin okkar eru drepin, án þess að gera nokkuð”.

Ástæðan var ást

Hann rak út illa anda viðtekinna hefða og hleypti þannig fóki, sem valdaöflin vildu halda utan við samfélagið, inn og gerði þau að þátttakendum. Hann opinberaði valdaruglið þegar hann ráðlagði okkur að rétta frekar fram hina kinnina en að taka þátt í ofbeldinu og berja frá okkur. Að gefa frekar nærfötin okkar líka til þeirra sem vilja eignast yfirhafnirnar okkar heldur en að taka þátt í óheiðarlegum viðskiptum

Að fyrirgefa öllum allt, alltaf

Það er þó afar mikilvægt að ná ákveðinni sátt í hjarta sínu við það sem gerðist. Sáttin þarf ekki að felast í fyrirgefningu og ekki heldur í því að sætta sig við skelfilega atburði. Hún felst í því að komast á þann stað að sá eða sú sem braut á þér skiptir þig ekki máli lengur, hefur engin áhrif á líf þitt eða líðan. Stundum er erfitt að komast á þennan stað án hjálpar.

Elsku kennarar

Elsku kennarar! Þið eruð að vinna gríðarlega mikilvægt starf við að kenna börnunum okkar og hjálpa til við að ala þau upp. Þið eigið skilið laun í samræmi við ábyrgð ykkar og framlag til þess að byggja upp góða og réttláta einstaklinga sem kunna eitthvað. En því miður getum við bara ekki borgað ykkur meira. Við þurfum nefnilega að nota peningana í annað. En þið munuð fá þau laun sem þið eigið skilið, að lokum. Það verður bara ekki fyrr en í himnaríki. Jesús sagði nefnilega að hin síðustu munu verða fyrst og hin fyrstu síðust.

Að kafna úr stormi

Við höfum öll hér inni upplifað storma. Nýliðin jól voru t.a.m. undirlögð af stormum. Við vitum að stormar og ofsaveður geta verið hættuleg. Þau geta orsakað snjófljóð, vonda færð sem getur leitt til bílslysa. Fólk hefur lent í erfiðleikum á fjöllum þegar veðrabrigði eru snögg og óvænt og fólk jafnvel orðið úti við þær aðstæður. Já og svo hefur bæði fólk, bílar húsþök og trambolín tekist á loft og fólk jafnvel slasast í þess konar átökum.

Leyndarmálið

En þetta virkar víst ekki svona. Það eru nefnilega ekki til neinir sérfræðingar í trú. Það eru til sérfræðingar í guðfræði, fólk sem getur vitnað í Biblíuna í tíma og ótíma og er frábært í rökræðum um trúmál. En engin þeirra er sérfræðingur í trú.

Framhald af jólaguðspjallinu

Þetta er mikil hættuför. Margir einstaklingar deyja á leiðinni. Þau hitta líka fullt af góðu og hjálpsömu fólki og alltaf er eins og “engill” komi þeim til bjargar á ögurstundu. Þegar stutt er eftir niður á höfn fæðist lítil stúlka í skítugu rúmi á enn skítugra herbergi gistihúss sem er að hruni komið. Þessi lita stúlka getur orðið frelsari heimsins ef hún lifir.

Áhættan

Þegar þessi kunnuglegu atriði sameinast gerist eitthvað innra með okkur. Sagan minnir okkur á fyrri reynslu, önnur jól, fólk sem okkur þykir vænt um. Kannski kallar sagan fram draumana um jólin sem við aldrei upplifðum en þráðum svo heitt. Jól þar sem mamma og pabbi eru edrú. Jól án sorgar.

Túrbó

Þegar púðrið, maskarinn og glossið er komið á andlitið opnar hún facebook. Það er ekki nóg að líta vel úr fyrir sjálfa sig. Hún verður að gefa vinum, kunningjum og gömlum aðdáendum sína daglegu stöðuuppfærslu. Heimurinn verður að vita að hún sé hress og sátt við sjálfa sig. Að hún eigi gott líf. Ekki spillir fyrir að vera pínu fyndin og svolítið klár, í kommentunum.

Maður sem heitir Ove og glaðlega haustkonan

Þessi glaðlega haustkona (sem ég sé fyrir mér í huganum valhoppandi með marglit haustlaufin fjúkandi allt í kring um sig) fékk mig til að íhuga orkuna sem við berum með okkur. Hvað göngulag okkar, svipbrigði já, fasið allt ber með sér.

Undir áhrifum ástar

Það er ávanabindandi að vera ástfangin. Við ráðum ekki við okkur þegar við erum í vímunni. Við getum ekki hætt að hugsa um persónuna sem við erum ástfangin af. Við fáum ekki nóg af henni. Við þurfum alltaf meir og meir. Það má eiginlega segja að við séum ekki ábyrg gerða okkar þegar við erum í þessu ástandi, þegar dópamínið flæðir. Því eigum við alls ekki að taka stórar ákvarðanir á meðan.

Ó, mæ got

Það er þess vegna sem Jesús Kristur varar okkur við því að rífa okkur sjálf niður, að syndga gegn því fallega og góða í okkur sjálfum. Gegn andanum. Hann veit að afleiðingarnar eru vondar. Ef við afneitum andanum erum við að afneita andardrætti lífsins í okkur sjálfum.

Hús leyndarmálanna

Það eru margar ástæður fyrir skömm okkar. Stundum er hún réttmæt en oftar en ekki tökum við á okkur skömm sem ekki er okkar. En einmitt þess vegna er svo mikilvægt að geta deilt leyndarmálunum okkar með annarri manneskju, líka þessum skammarlegu. Sjónarhorn annarra getur breytt sýn okkar sjálfra og jafnvel fært skömmina til, minnkað hana eða látið hana hverfa.

Veldu mig

Beth er nokkuð viss, strax í upphafi, um að vitranirnar komi frá Guði. Guð vill að hún boði trú og hún fer að líta á sig sem spámann Guðs, útvalda af Guði. Hún fer yfirleitt að fyrirmælum Guðs þó oft sé það óþægilegt og jafnvel frekar neyðarlegt enda hefur hún ekki verið dugleg að rækta trúna fram að þessu og hegðun hennar ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Það kemur þó fyrir að hún neitar að hlusta á Guð og þá hefur það afdrifaríkar afleiðingar.

Grjót í aftursætinu

Sumir aftursætis farþegarnir mínir eru mjög kurteisir og segja ekkert þegar þeir neyðast til að hvíla fæturna á grjótinu. Aðrir geta ekki á sér setið og spyrja hvað þetta sé að gera þarna í bílnum.

Allskonar af öllu

Ég held að hann sé loftið sem þú andar að þér og ég held að hann sé loftið sem þú blæst frá þér. Ég held að andinn sé hugrekkið í brjósti þér og gleðin sem fyllir þig þegar þú upplifir fegurð heimsins. Ég held að andinn sé möguleiki hjarta þíns til þess að upplifa óeigingjarna ást og sannan kærleika. Ég held að andinn sé krafturinn sem heltekur þig eins og eldtungur þegar þú hélst að þú værir búin/n að gefast upp, sem gefur þér styrk til þess að reysa þig upp, halda áfram og finna lífsneistann á ný.

Að tilheyra

Guð elskar ekki framsóknarfólk meira eða minna en Samfylkingarfólk. Guð er ekki hrifnari af Bjartri framtíð, Lýðræðisvaktinni eða Pirötum en Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum. Hvaða flokk eða fólk sem við veljum í næstu kosningum þá held ég að við þráum öll það sama; Réttlátt og gott líf fyrir fjölskyldur okkar og alla íbúa þessa lands. En það er einmitt vegna þess að við erum ólík sem við veljum mismunandi leiðir að sama markmiði.

Umhyggja fyrir látnum

Þegar við höfum orðið fyrir svo skelfilegri reynslu, svo miklu áfalli, þá gerist eitthvað innra með okkur. Það vitum við sem höfum misst einhvern sem við elskum. Við vitum að það getur verið erfitt að vera með í skilja heiminn fyrst á eftir. Tilfinningin fyrir raunveruleikanum getur breyst og það verður erfitt að skilja að heimurinn haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Ekki rjómaterta eða súkkulaðisnúður

Við heyrðum ekki um hana í fréttunum. En hún er 19 ára, dugleg í skólanum og mætir í ræktina á hverjum degi. Hún er samviskusöm og virðist vera með allt sitt á hreinu. Það sem færri vita er að hún hefur ekki látið brauðbita inn fyrir sínar varir í þrjú ár. Hún er sannfærð um að ef hún geri það muni mjaðmirnar breikka og lærin stækka. Strax. Við fyrsta bitann.

Pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn

Um það bil sem umræðan var að falla í skugga ICSAVE sigurvímunnar kom stuttmyndin ”Fáðu já” sem fjallar einmitt um mörk milli ofbeldis og kynlífs. Að myndinni stendur hugsjónafólk sem fyrir löngu hafði fengið sig fullsatt af klámkúltúrnum og vill að unglingar fái heilbrigða kynfræðslu sem byggir ekki á birtingarmyndum klámmenningarinnar.

Marsípankakan

Er Guð almáttug ofurhetja sem bjargar öllu, eða sumu? Eða er Guð persónulegt afl sem gengur með okkur í gegnum lífið, sem elskar okkur og vill okkur aðeins gott? Eða er Guð einhvern veginn allt öðruvísi? Við sem lifum hér í vesturheimi höfum kannski haft tilhneigingu til að sjá Guð fyrir okkur eins og hvítan miðaldra karl. Stundum jafnvel með pípukraga og allt.

Minning um ár og annað tækifæri

Ég á minningar úr Kópavoginum. Frá snakki og 7Up í spariglasi með röri. Öll í góðu skapi. Útivistarleyfið opið í báða enda. Ég á minningar frá Stuðmannaballi í Sigtúni. Heimferðum á háum hælum með ókunnugum bílstjórum á óveðursnóttum. Partýum, böllum og samkomum hér og þar um borgina. Allir í stuði.

Móðir, kona, meyja

Mörgum konum hefur reynst það þrautin þyngri að gera Maríu að alvöru fyrirmynd. Hún hefur gjarnan verið notuð sem ímynd hinnar fullkomnu konu sem á að vera allt í senn; hrein mey, táknmynd frjóseminnar, margra barna móðir. Hún á að vera til í allt en um leið fullkomlega fjarlæg, niðurlút og ómögulegt að ná til hennar.

Heilagur Landspítali eða Betlehem

Þeir flýttu sér af stað og voru fljótir að finna fæðingadeildina og réttu stofuna í rjóðrinu því það var jafnframt mest skreytta herbergið. Þegar sjúkraliðarnir komu þangað fund þeir Maríu, frekar hressa þrátt fyrir uppskurð og deyfingar, Jósef glaðan og stoltan og litla barnið sofandi og vel merkt í bláa karlmannlega gallanum sínum.

Helvíti og himnaríki okkar allra

Mér leið reyndar stundum illa þegar ég var barn. Fékk óvænt hræðsluköst út af engu. Jafnvel þegar ég var úti að leika með krökkunum og allt var í himna lagi. En pabbi og mamma voru góð. Þau hugguðu mig og töldu í mig kjark en þeim datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað óvenjulegt. Að eitthvað væri að mér.

Aftur í lit

Þegar við missum ástvin hafa mörg okkar ríka þörf fyrir að ræða um sorgina og manneskjuna sem við söknum, í langan tíma á eftir. Það getur virkað þreytandi á vini og fjölskyldu sem ekki hefur sömu þörf og sama þol og við. Og það getur verið vont að finna fyrir þessu óþoli og við þögnum. Þvi ekki viljum við þreyta fólk.

Að skrópa í veislur

Nú er ég að reyna að skilja hvers vegna konungurinn fer út og drepur þau sem ekki skeyta um boðið. Ég er að reyna að skilja allt ofbeldið sem þessi eina góða veisla olli. Ég er að reyna að skilja þessa dæmisögu út frá aðstæðum okkar sem erum upp árið 2012 og það er ekki auðvelt. Fyrir flest okkar gengur þessi saga ekki upp.

Betra er seint en aldrei

En ég velti fyrir mér, hvers vegna hin níu þökkuðu ekki fyrir sig. Getur veri að þau hafi öll verið vanþakklát og dónaleg? Ég þekki svo sem fólk sem sjaldan eða aldrei þakkar fyrir sig og ég verð að viðurkenna að það er aðeins minna gaman að gefa þeim gjafir.

Gleðigangan og Jesúvagninn

Hvað er svona merkilegt við þennan vagn? Upp á honum er alls konar fólk. Karlar, konur, samkynhneigt fólk, gagnkynhneigt, tvíkynhneigt, transgender fólk, ungt og gamalt fólk í öllum regnbogans litum. Nú sé ég hann! Hann stendur þarna í miðjum hópnum með dillandi mjaðmir, diskóband um höfuðið og röndótt axlabönd. Hann sést þó varla fyrir öllu dansandi og syngjandi fólkinu á vagninum.

Ómöguleg saga

Kannski er spurningin sem við stöndum frammi fyrir nú, hvort við ætlum að leysa úr vandamálunum sem sköpuðust vegna efnahagshrunsins, ástæðum þess og afleiðingum eins og maðurinn í sögunni? Þ.e. beita kænsku og svindla bara aðeins meira? Eða ætlum við að bregðast við með því að vera trú í smáu jafnt sem stóru, með því að vera heiðarleg og traustsins verð? Báðar leiðirnar eru mögulegar. Báðar leiðirnar eru þekktar.

Ekkert grín að vera spámaður

Nýlega gengum við að kjörborðum og kusum okkur forseta. Sex gáfu kost á sér og öll vissu þau að aðeins eitt yrði fyrir valinu. Fjögur þeirra vissu væntanlega nánast allan tímann að þau ættu ekki möguleika á að verða valin. Þrátt fyrir það drógu þau framboð sín ekki til baka. Þau áttu sér draum og fylgdu honum.

Mundu eftir mér

Getur verið að áhersla okkar á að fólk frá öðrum löndum, sem velur að setjast hér að, læri tungumálið og ljúki íslenskuáföngum til þess að öðlast ríkisborgararétt sé á kostnað þess að við sjáum manneskjurnar sem hingað koma eins og þær eru?

Umburðarlyndi í fjórum útgáfum

Og í kristinni kirkju hljótum við að leggja stund á guðfræði og boðun sem leggur áherslu á að manneskjan sé elskuð, að manneskjan sé í lagi. Því jafnvel þó manneskjan lifi í ástandi syndugs heims þá er hún góð sköpun Guðs, hugrökk eins og konurnar á páskadagsmorgunn, elskuleg eins og konan sem þvoði höfuð Krists með ilmolíum og skörp eins og Marta og Pétur þegar þau játuðu að Jesús væri sonur Guðs.

Tvær konur

Augu kvennana mætast yfir fjölskyldupakka af Cheeriosi og ferskum kjúklingi. Önnur setur Always Ultra í pokann sinn á meðan hin spáir í hvort camenbertosturinn sé nógu góður með víninu sem hún ætlar að fá sér í kvöld.

Að reyna okkar besta

Henni líður best þegar það fullt af fólki í kringum hana og nóg að gera. Þegar hún þarf ekki að vera ein með hugsunum sínum. Þegar allt er orðið hljótt í húsinu líður henni ekki vel. Þá fer hún að hugsa. Þá fer hún að finna til .Stundum skoðar hún heimasíðuna hjá Stígamótum en hana brestur alltaf kjarkinn til að hafa samband. Afleiðingarnar geta orðið svo skelfilegar

600 lítrar av lífsgleði

Þessi saga gengur að mörgu leyti ekki upp í okkar kristna samfélagi þar sem boðskapur Krists verður oft að einhverjum almennum og góðum siðaboðskap. Þegar Jesús reddar veislunni sprengir hann hugmyndir margra um siðferði og reglur. Þetta gerir hann til þess að gefa gleðinni rými. Sjálfri lífsgleiðinni.

Öðruvísi Guð

Það er svo miklu erfiðara með Guð sem er allt öðruvísi. Guð sem kemur óvænt inn í hjörtu okkar eins og lítið barn, svo klókt, svo róttækt og öðruvísi. Gagnvart þeim Guði verðum við að læra að halda hjörtum okkar og hugum opnum fyrir hinu óvænta, læra að vænta þess að hvað sem er geti gerst. Fæðingasagan fallega sem við heyrðum í kvöld gefur ekkert í skyn um valdamikinn og sterkan Guð sem bjargar öllu í einum hvelli. Hún snýst um eitthvað allt annað.

Sannleikssögur

Í síðustu viku heyrðum við tvær sannleikssögur af þessum toga. Sögur þar sem sögukonurnar komu til dyranna eins og þær eru klæddar, án ráðlegginga lögfræðinga, nefnda eða ráða. Þessar konur sögðu sögur sem snertu okkur vegna þess að þær eru sannar og vegna þess að þær voru sagðar af virðingu og ótrúlegum kjarki.

Vörn Jesú

Jesús varði stelpuna sem sættir sig ekki við að vera kölluð ”hóra” í gríni því það er ekkert fyndið við það. Hann varði stelpuna sem tekur ekki í mál að fá lægri laun en strákarnir og ætlar að ná eins langt og hún sjálf vill án þess að vera stoppuð af strákunum sem voru betri en hún í að semja um laun.

Ást sem meikar yfir allt

Það hvarflar ekki að mér að Páll hafi ritað þessi kraftmiklu og fallegu orð um kærleikann með kúgun og niðurlægingu í huga. En það sem við skrifum eða segjum er ekki alltaf meðtekið á þann hátt er við hugsuðum okkur.

Hver er kreppta konan I

Konan hefur ekki hugsað sér að bera skömmina lengur. Hún vill skila henni aftur til ofbeldismannsins jafnvel þó að það þýði að hún verði að berjast gegn valdamiklum mönnum í áratugi. Hún er hætt að líta í eigin barm í leit sinni að ástæðu ofbeldisins.

Tímalausa eilífðaraugnablikið

Er það kannski á þessu augnabliki sem núið og eilífðin verða eitt? Er það kannski á þessu augnabliki að við mætum sjálfum okkur í núinu-, og eilífðinni á sama tíma og við verðum hluti af einhverju æðra? Af Guði? Er þetta kannski augnablikið, tíminn sem setur allt í samhengi, hið gamla og hið nýja, endinn og upphafið?

Ég vissi ekki...

Lítið vissi ég. Ég vissi ekki að þú, svo lítill og ósjálfbjarga, þakinn fósturfitu og blóði, varst máttugri en ég. Ég vissi ekki að þú varst minn frelsari en ekki ég þinn.

Hver þekkir hana?

Hún fer snemma á fætur, hitar kaffi, tekur til morgunmat handa öllum og kannar hvort allir fjölskyldumeðlimir þekki verkefni dagsins. Ef hana langar í nýja skó kaupir hún þá og ef hún vill skipta um lit á veggjunum í stofunni, málar hún þá. Hún fer í ræktina þrisvar í viku, lyftir lóðum, hleypur á brettinu og æfir jóga. Hún finnur að það sem hún gerir skiptir máli, veit að hún er í ábyrgðarmiklu starfi

Mitt í allri neyðinni

Hvað ætli þeim sem ekki eiga fyrir mjólk á morgun og þurfa að standa í röð eftir mat hjá Hjálparstarfi kirkjunnar finnist um þessi orð? Svona mitt í allri neyðinni. Veit Jesús eitthvað hvað hann er að tala um? Ætli hann hafi staðið frammi fyrir því að eiga ekki fyrir bleyjum?

Ljótu sögurnar

Það sem hefur þó ekki breyst nægilega mikið er að enn eru konur sem verða fyrir ofbeldi að kenna sjálfum sér um verknaðinn. Að telja sér trú um að þær hafi átt þetta skilið. Að telja sér og öðrum trú um að þær hafi beðið um þetta með því að ögra.

Ekki er allt sem sýnist

Borgarstjórinn í Reykjavík sagði á faceboksíðu sinni í vikunni að „mistök væru forsendur breytinga og framfara“. Og í framhaldi af því talaði hann um að stjórnmálafólk væri hrætt við að vera mistök og að því yrði að breyta. Ég er sammála þessu. En það er ekki skrýtið að þau sem kosin hafa verið til þess að stjórna landinu séu hrædd við að gera mistök. Svo mörg afgerandi mistök hafa verið gerð síðustu ár.

Ástin sigrar

Jesús bar jafn mikla virðingu fyrir konum og körlum sem var nýtt viðhorf í gyðingdómi þar sem karlar þökkuðu Guði einu sinni á dag fyrir að hafa ekki skapað sig sem konu. Því ekki ólíklegt að Jesús hafi hafnað skilnuðum að hluta til vegna þess óréttar sem konur voru beittar.

Þetta reddast

Þessar konur létu ekki vonleysið ná tökum á sér, þó ærin ástæða væri til, heldur drifu sig af stað. Þær breiddu ekki upp fyrir haus og sneru sér upp í horn heldur fóru á fætur og gengu út í svala morgunsins. Kannski höfðu þær ekkert val. Kannski var sængin þeirra ekki hlý. Kannski var ekki vel séð að þær lægju fyrir. Kannski var það kærleikurinn sem ýtti þeim af stað.

Gefstu ekki upp

„Láttu hana fara, hún eltir okkur með hrópum“ segja þeir. Þeir nenna þessu ekki. Þá gerist þetta undarlega; Það er eins og Jesús heyri allt í einu í konunni. Hann lítur upp og hreytir ónotum í konuna, er dónalegur. Hann líkir henni við hund. Hvað er eiginlega að gerast?

Örlæti og Facebook

Fólk er alltaf að lenda í einelti og jafnvel ofbeldi í blogg heiminum. Sá heimur er stundum eins og heimur út af fyrir sig. Hver sem er getur stofnað bloggsíðu og skrifað nánast hvað sem er. Við erum þó alltaf að læra af reynslunni og átta okkur á að stundum þarf að setja mörkin fyrir fólk því það er ekki fært um það sjálft. Til er fullt af fólki sem virðist ekki hafa neitt annað að gera en að níða náungann á netinu.

Hversdagsleg trú

Ein vandræðin með Jesú og veru hans hér á jörð voru þau að umbúðirnar voru ekki nógu fínar. Hann gekk ekki um jörðina í skínandi klæðum, umkringdur fornum spámönnum og með rödd Guðs þrumandi yfir sér af himnum ofan. Nei, hann birtist okkur bara sem venjulegur maður. Sjálfsagt var hann meðalmaður í útliti og líkamlegu atgervi.

Ástarsaga Jósefs

Allt var tilbúið. En svo kom þetta boð frá keisaranum, um skrásetninguna. María var að því komin að eiga. Hún var með bjúg og grindargliðnun og átti erfitt með að ganga langar vegalengdir. Hann hafði gert sitt til þess að létta undir með henni, þó hann gæti ekki gert allt. Hann þurfti líka að sinna sínu starfi.

Réttu úr þér og berðu höfuðið hátt

Fólk verður að vita hvað hér erum að vera. Fyrir hvað kirkjan stendur. Hvað verið er að boða í kirkjum landsins. Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings meðal margra hvað boðskap kirkjunnar varðar.

Skoðanir

Ég sé ekki Jesú fyrir mér, leyna skoðun sinni á málefni sem skiptir máli. Þegar einhver þurfti hans við eða vildi heyra álit hans þá leit hann ekki í hina áttina og sagðist ekki geta tjáð sig fyrr en hann og lærisveinarnir hefðu komist að sameiginlegri niðurstöðu.

Einhver þarf alltaf að vaska upp

Mörtur er nauðsynlegar að hafa með í öllum félagasamtökum, stjórnmálaflokkum, í kirkjunni. Mörturnar koma nefnilega hlutunum í framkvæmd. Þær eru ekkert að slóra og þær fara eftir öllum leikreglum, svo lengi sem þeim finnst þær skynsamar. Þú getur treyst því að verkefnum, þeim sem Mörtum er trúað fyrir, verður lokið.

Viltu verða hamingjusamari? Viltu verða mjórri?

Í ríki Guðs skipta einkunnir, hitaeiningar eða launaumslög engu máli. Lífið er ekki eitthvað sem við þurfum að „redda“ heldur gjöf sem við eigum að taka við.

Veislan

Við Símon bjóðum Jesú gjarnan í mat. Við komum honum fyrir á góðum stað við borðið en ekki allt of nálægt okkur. Hann getur orðið svo erfiður. Boðið getur farið hvernig sem er. Hann ögrar tilveru okkar.

Lykilorð pílagrímagöngunnar

Við erum alltaf að merkja okkur. Við merkjum okkur með bílum, fötum, húsum og ýmsu því sem getur sagt til um stöðu okkar og áhrif í samfélaginu. Og þetta er ósköp eðlilegt. Við viljum jú flest sýna að við séum eitthvað, að við skiptum máli...kannski að við séum ómissandi.

Hverjum get ég treyst?

Ef traust hefur verið brotið í hjónabandi eða sambandi og vilji er fyrir því að byggja það upp að nýju þá er grundvallaratriði að sá eða sú sem braut af sér eða misnotaði traustið sýni iðrun. Iðrunin þarf að vera einlæg svo að aðilinn sem brotið var á, finni sannarlega að iðrun hafi átt sér stað. Fyrr er ekki hægt að byggja upp traust að nýju.

Góð karlasaga

Það ber skugga á gleðina og hnúturinn í maganum fer aftur að stækka. Mér finnst ég vera að týna stóra stráknum mínum. Við sem höfum alltaf verið svo náin og ég hef aldrei þurft að hafa fyrir honum á neinn hátt. Nú stendur hann einn úti í myrkrinu og neitar að koma inn og taka þátt í gleðinni. Hann er afbrýðisamur og honum finnst ég hafa verið óréttlát.

Laugardagar og sunnudagar

Við erum enn að verja gröf sem ekkert er í nema spilling, úrelt gildi sem við verðum að losa okkur við. Við verðum að flýja frá þessari gröf, eins og hermennirnir forðum, því framtíðin er ekki þar.

Lærisveinar í afneitun

Ég veit ekki hvort þú kannast við óraunveruleika tilfinninguna og doðann sem getur heltekið okkur þegar við fáum vondar fréttir. Og þú þekkir kannski afneitunina sem getur fylgt því. Ég held að þetta hafi kannski komið fyrir okkur, íslensku þjóðina, þegar bankarnir hrundu og kreppan skall á. Fæst okkar vildu líklega trúa því að ástandið yrði eins hræðilegt og það hefur orðið og mun verða.

Vantrú, trú, von og kærleikur

Þessi vika hefur verið öll hin undarlegasta! Við höfum verið að upplifa sögulega tíma. Þessarar viku verður minnst í sögubókum, bæði innlendum og erlendum. Þær erlendu eiga eftir að minnast innsetningu Obama en bækur um sögu Íslands eiga eftir að minnast mestu mótmæla í sögu lýðveldisins.

Að spá í framtíðina

Er einhver sem tekur þessar spár alvarlega eða eru þær bara dægrastytting? Ég held að ástæðan fyrir þessum völvuspám sé þörf okkar fyrir því að einhver geti gefið okkur fyrirheit um að árið verði allt í lagi. Við þurfum á því að halda að einhver segi okkur að við þurfum ekki að vera áhyggjufull, að við þurfum ekki að vera hrædd. Þetta verður allt í lagi.

Að strika út skuldir

Þessi dæmisaga fjallar um fyrirgefninguna. Þetta er mikilvægur boðskapur sem á vel við í dag. Ég átta mig á því að fyrirgefning er kannski ekki það sem er mörgum Íslendingum efst í huga þessa dagana. Kannski sér í lagi þar sem enginn eða engir hafa beðist fyrirgefningar, hvorki einstaklingar né stofnanir.

Í storminum miðjum

En að lokum lendum við í upplifunarþröng! Við finnum að við náum ekki að fylgja öllum þessum upplifunum eftir og við hættum að vera nálæg þótt líkami okkar sé á staðnum.

Lúther pönk

Hugmyndir Lúthers skiptu máli og höfðu áhrif. Þínar hugmyndir skipta líka máli og þú getur haft áhrif. En það eru til fleiri leiðir til þess að hafa áhrif en að negla mótmælin á kirkjudyr. Við þurfum ekki öll að nota sömu aðferðirnar.

Predikanir eftir höfund

Aðventuheimsóknir? Áskorun til trú- og lífsskoðunarfélaga

Við viljum að samfélag okkar sé opið og gefi öllu fólki rými til að tjá lífs- og trúarskoðun sína óáreitt. Við höfum ekki áhuga á að lifa í samfélagi þar sem foreldrar þurfa að láta börnin sín sitja á bókasafninu á meðan flestir bekkjarfélagarnir fara að kynna sér blót ásatrúarfólks eða jól kristinna enda sé um fræðslu að ræða sem fellur undir aðalnámsskrá. Trú og trúariðkun er órjúfanlegur hluti af lífsflórunni og þegar upp er staðið eru það foreldrarnir sem hafa ríkustu áhrifin á barnið.

Engar afsakanir

Ætli ég hafi ekki verið tuttugu og sex ára gömul þegar ég byrjaði að skilja að það væru engar afsakanir fyrir ofbeldi. Fram að því höfðu afsakanir eins og, „ég æsti hann upp, hann var bara svo drukkinn, við hefðum ekki átt að gista heima hjá honum, ég hefði ekki átt að fara í þetta partý og ég er nú á bar”, allar verið góðar og gildar.

Að verða ókunnug

Þau sem hafa gengið í gegnum skilnað kannast flest við það þegar fyrrverandi makinn breytist snögglega í ókunnuga manneskju. Þegar manneskjan sem þú hélst að þú þekktir út og inn verður einhver önnur. Hún breytist.

Fyrirgefning fyrir hvern?

Er auðveldara að fyrirgefa stóru hlutina en þá litlu? Er nauðsynlegt að fyrirgefa allt? 
Fyrir hvern er fyrirgefningin? Er erfiðara að fyrirgefa okkur sjálfum en öðrum? Er auðveldara að fyrirgefa en að biðjast fyrirgefningar? Erum við stundum að reyna að fyrirgefa sjálfum okkur eitthvað sem við berum enga ábyrgð á?

Skólakvíði og flottir tússlitir

Það er spenna á heimilinu. Fyrsti skóladagurinn er á morgun. Skólataskan er tilbúin og búið að merkja blýanta og tréliti. Kannski er spennan þó fyrst og fremst hjá foreldrunum sem minnast síns fyrsta skóladags. Mamman man eftir að hafa setið á græna borðinu með Fjólu sem átti flottustu tússlitina. Það mátti ekki lita fast með þeim.

Kirkjur sem safna

Ekki er sama hefð fyrir því að tekin sé upp „kollekta“ í Þjóðkirkjunni en nokkrir söfnuðir tóku þó upp þann sið fyrir nokkrum árum. En er ekki bara kominn tími til að taka það upp? Að gefa þeim er sækja kirkju möguleika á því að gefa til líknarmála ef þau kjósa það og eru aflögufær? Kannski er söfnunin til Landspítalans upphafið að því.

Jólin saman eða í sundur?

Á aðventunni standa mörg ný fráskilin hjón og pör frammi fyrir þeirri ákvörðun um hvort þau eigi að eyða jólunum saman eða ekki. Það virðist vera algeng trú fólks að það sé alltaf börnunum fyrir bestu að foreldrarnir haldi fyrstu jólin eftir skilnaðinn saman.

Sex hundruð unglingar sem breyta heiminum

Um helgina verða 600 unglingar staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni.

„En skiptir ekki mestu að hæfasti einstaklingurinn sé valinn?“

Ég tel það vera mikilvægt fyrir kirkjuna að næsti biskup verði kona. Auk þess tel ég mikilvægt að sú kona sé femínisti; þ.e. veit að misrétti kynjanna er staðreynd og vill gera eitthvað til þess að bæta það.

Brotin fjölskylda eða betra líf

Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur.

Þrettándaakademía um ofbeldi

Þórdís Elva var á sama máli og Bragi Guðbrandsson varðandi aukna klámvæðingu á Íslandi. Hún talar jafnvel um ”klámkynslóðina” sem er kynslóðin sem elst upp við nánast óheftan aðgang að klámi á netinu, við auglýsingar þar sem konur eru hlutgerðar og þar sem niðrandi tal til og um konur er samþykkt sem hluti af einhverskonar gríni.

Nú árið er liðið

Kirkjan er fólkið, við sem henni tilheyrum. Hún er því hvorki sterkari né veikari en við. Tímarnir eru erfiðir og sársaukinn í samfélaginu mikill. Það væri því undarleg kirkja sem stæði keik á meðan samfélagið allt og meðlimir hennar ganga í gegnum sársaukafullar breytingar. Það væri varla lifandi kirkja.

Að velja biskup

Munum við standa upprétt eftir þessar kosningar sem kirkja sem gengur með þjóðinni, meðlimum sínum, inn í framtíðina? Eða verðum við skilin eftir og yfirgefin af þjóð sem hrópar á breytingar?

Prestvígðar konur gegn ofbeldi

Í Þjóðkirkjunni eru nær engar konur (og engin prestvígð) í æðstu nefndum og embættum kirkjunnar. Þrjár prestvígðar konur af tólf fulltrúum presta sitja á kirkjuþingi. Engin prestvígð kona situr í kirkjuráði, engin prestvígð kona er biskup, engin prestvígð kona er prófastur á höfuðborgarsvæðinu og örfáar konur eru sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu.

Fermingarfacebook

Þegar fermingarstörfin hófust í lok sumars langaði mig að prófa að færa samskiptin við fermingarbörn og foreldra, sem eiga sér stað á milli þess er við hittumst í kirkjunni, frá tölvupóstum yfir á facebook.

Vankaðar konur með kúlu á höfði

VR á heiður skilinn fyrir að taka þetta ljóta vandamál alvarlega. Eða réttara sagt; Það er sjálfsagt að VR taki þetta ljóta vandamál alvarlega. Sjónvarpsauglýsingin þeirra er ágæt að mörgu leyti. Hún er ljót en misrétti er ljótt. Hún er reyndar ótrúlega gamaldags þar sem nýfæddur drengur klæðist bláu og nýfædd stúlkan bleiku. Ég er nokkuð viss um að fæðingardeildir séu hættar að merkja börn eftir kyni við fæðingu.

Haust í sokkum

Haustið er ekki i uppahaldi hjá mér þó vissulega sé það rómantískt. Bjartir dagar en nógu dimm kvöld fyrir kertaljós. Leifar af sumarseyðingnum lita hversdagsleikann sem hægt og rólega tekur yfir.

Fjölmiðlar, lögregla og kirkja í netheimum

Undanfarið hafa margir norskir og sænskir fréttamiðlar ákveðið að loka fyrir athugasemdadálka sína á netinu. Ástæðan er sú að margir hafa ritað niðrandi og jafnvel meiðandi athugasemdir í þessa dálka, oft undir fölsku nafni eða nafnlaust.

Símaskráin

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem símaskrá íslendinga verður ein umdeildasta bók ársins og stór hópur fólks valdi að skrá sig úr Símaskránni vegna samvinnunnar við Gillz.

Vonarberar í Eurovision

Í dag er dagur vonar. Vinum Sjonna og ekkju hefur tekist að vera vonarberar og boðberar lífs, mitt í öllu því erfiða. Mitt í sorginni standa þau á sviði í Dusseldorf og minna okkur á mikilvægi þess að njóta dagsins.

Biskupsvígðar konur?

Nú höfum við tækifæri til að styrkja þjóðkirkjuna í því að vera samfélag fólks sem breytir eins og það boðar. Vonandi munum við brátt tala um biskupa í kvenkyni jafnt sem karlkyni.

Um sorg

Öll verðum við einhvern tíma fyrir sorg. Það kemur að því í lífi okkar allra að við missum einhvern sem við elskum, einhvern sem skiptir okkur máli.

Veljum við jafnan rétt?

Í Reykjavíkurprófastdæmum og Kjalanesprófastdæmi eru 32 sóknarprestsstöður. Þeim gegna 26 karlar og 6 konur. Í öðru Reykjavíkurprófastdæminu gegnir engin kona stöðu sóknarprests. Í kirkjuráði sitja þrír vígðir þjónar kirkjunnar, einn þeirra er biskup Íslands. Enginn þeirra er kona. Tveir prestar eru varamenn, annar þeirra er kona.

Vakin af værum svefni vanans

Það sem mér finnst skorta er samtal um þessi mál við trú- og lífsskoðunarfélög, skólastjórnendur og foreldra með það að markmiði að komast sameiginlega að ásættanlegri lausn.

Góðgerða – spinning

Þegar neyðin er stærst kemur eðli manneskjunnar í ljós og það er harla gott. Eftir því sem líður á kreppuna og blankheitin verða viðvarandi hjá fleirum kemur betur í ljós hvað Íslendingar eru hjálpsamir og þola illa að horfa upp á neyð náungans.

Fyrirgefðu

Það sem þessi maður gerði, og er framandi fyrir alþingisfólk á Íslandi, er að hann baðst fyrirgefningar. Hann kom fram í fréttatíma, lagði sig fram fyrir alþjóð með kostum sínum og göllum, grét og sagði fyrirgefið mér. Viðbrögðin létu ekki á sér standa því símalínur á fréttastofu Stöðvar 2 voru rauðglóandi eftir vitalið. Fólk vildi rétta hjálparhönd. Honum var fyrirgefið.

Tíska hinna meðvituðu

Ég verð að segja að það er svolítið sérstök tilfinning að ganga á sokkaleystunum og beltislaus í gegnum hliðið. Mér finnst ég berskjölduð þegar skórnir eru farnir. Þeir eru hluti af mér þegar ég er utandyra eða á opinberum stað eins og flugvöllur er.

Þegar það versta af öllu gerist

Þegar það versta af öllu gerist. Þegar það skelfilegasta sem þú getur hugsað þér kemur fyrir náunga þinn þá gerist eitthvað innra með þér. Þegar maðurinn sem verslar um leið og þú í matinn eða konan sem þú sérð stundum í ræktinni verður fyrir þungbærasta missinum þá gerist eitthvað innra með þér.

Nú er lag

Skýrslan alræmda virðist góð. Í henni koma fram hlutir sem skipta máli. Samtöl eru rakin, atburðir skráðir og viðtöl birt. Hrun efnahagslífs og siðferðis er tekið alvarlega og talað er tæpitungulaust.

Upprisa þjóðar

Við Íslendingar þurfum kraftaverk eins og þetta. Við þurfum hjálp við að lyfta þessum þunga steini sem hefur verið lagður yfir landið okkar. Þessi þungi steinn hefur gert okkur hokin. Við eigum erfitt með að rétta úr okkur, líta upp og horfast í augu við framtíðina.

Einhver vill vera vinur minn

Ég hef skemmt mér konunglega á samskiptasíðunni Facebook undanfarna mánuði. Ég reyni að skrifa eitthvað sniðugt og gáfulegt í stöðuna hjá mér sem gengur misjafnlega vel. Svo bíð ég spennt eftir því hvað fólki finnst um það sem ég skrifaði, hvort einhverjum líki það.

Að ná áttum og sáttum

Hún var 42 ára þegar hún loksins fór frá honum. Þau höfðu verið saman frá því bæði voru 25 ára. Hún varð ólétt nánast um leið og þau kynntust og þá giftu þau sig, keyptu hús og byrjuðu í baslinu. Fljótlega kom annað barn en síðan liðu fimm ár þar til litli kúturinn fæddist.

Brotin veröld barna

Móðir deyr af slysförum fyrir framan augun á manni sínum og syni. Faðirinn, upptekinn af eigin missi og sektarkennd, getur ekki séð um soninn. Hann getur ekki sýnt honum blíðu. Hann getur ekki snert hann. Sonurinn reynir ítrekað að nálgast föður sinn og fá hann inn í raunveruleikann en allt kemur fyrir ekki.

Konur?

Í Gautaborgarstifti kom ekki biskup sem vildi vígja konur fyrr en 1991 en þangað til þurftu konur, sem vildu starfa innan stiftisins, að vígjast af biskupum í nágrannastiftunum. Þetta þýðir að stór hluti þeirra prestvígðu kvenna sem ég hef starfað með eða kynnst á Gautaborgarsvæðinu hafa starfað undir stjórn biskups sem neitaði að vígja þær, tók ekki í hönd þeirra þegar hann hitti þær og leit aldrei á þær sem presta.

Ofurlaun = ofurábyrgð

Í átta ár var ég búsett í Svíþjóð þar sem ég þjónaði sem prestur. Á þessum árum fylgdist ég með stjórnmálum þar í landi og oft á tíðum þótti mér þau einkennast af of mikilli hörku og of lítilli fyrirgefningu. Fyrir nokkrum árum þurfti ráðherra þar í landi að segja af sér vegna þess að hún greiddi „óvart“ með vitlausu kredit korti þegar hún verslaði fyrir sjálfa sig.

Náttúrulega Ísland

Ég rakst á auglýsingu í Dagskrá vikunnar um daginn sem vakti athygli mína. Yfirskrift auglýsingarinnar var Náttúrulega Ísland og þarna var heilsíðu mynd af ungri nakinni stúlku sem skýldi nekt sinni að nokkru leyti með rauðri, forlátri tösku.

Að boða líf

Þegar dóttir mín var lítil sagði ég oft við hana „Þú ert best af öllum“ eða „Ég elska þig meira en allt“. Oftar en ekki svaraði hún mér: „Ég veit það“. Henni fannst alveg sjálfsagt að mamma hennar elskaði hana meira en allt annað og að sjálfsögðu var hún best. Enginn hafði sagt henni annað eða látið hana finna annað.

Ég mun fylgja þér í gegnum allt

Sársauki, niðurlæging og dauði einkenndi þessa viku í lífi Jesú. Kirkjuklukkur hljóðna. Sálmar eru sungnir í moll og guðsþjónustur kirkjunnar einkennast af íhugun og bæn.