Þór Hauksson

Höfundur -

Þór Hauksson

sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

Gleymskan er náðarmeðal hugans.

Sorgin og missirinn og þjáningin varð að eiga sitt rými sínar hugsanir, sem leita farvegs skilnings, sem þegar upp er staðið frá þjáningunni er óskiljanleg. Framandi eins og að heyra að maður hafi verið krossfestur í fjarlægu landi löngu áður en afi og amma fæddust og af því tilefni skyldi ekki vera með neinn galsa. Það væri ekki tilhlýðilegt.

Inní mér syngur vitleysingur

áðgátur lífsins eru margar. Flest könnumst við, við málsháttinn „Orð eru til alls vís eða fyrst.“ Ég hef löngum velt fyrir mér merkingu þessa málsháttar. Raunar ekki komist að haldbærri niðurstöðu. Nema að málshátturinn á uppruna sinn í Biblíunni. Einhverjum kann að þykja það liggja í „augum úti“ eins og meðlimir pönksveitarinnar Purrks Pilnikk öskruðu úr sér um árið á níunda áratug síðustu aldar og málvandafólk þess tíma fóru úr límingu af vandlæti og áhyggjum hvert unga kynslóðin væri eiginlega að fara með íslenska tungu og útúrsnúningi almennt sem væri aldrei viðeigandi nema fyrir vitleysinga.

Á óreimuðum skóm

Jesús elskar ykkur eins og þið eruð frá skaparans hendi, en ekki fyrir það sem þið fáið áorkað í lífinu. Hann þekkir allar mannlegar tilfinningar, þannig að það er ekkert sem getur skilið ykkur frá honum, hann mun aldrei afneita ykkur-því svarið þið játandi hér á eftir

Dagarnir á undan

Það er nefnilega svo að við leyfum okkur ekki alltaf að staldra við. Draga djúpt andann og leyfa tímanum að „þjóna okkur til borðs.“

Af illu augu

Okkur er gefið ungum að hugsa um orsök og afleiðingar gjörða okkar. Í djúpvitund mannsins býr vitneskjan um illskuna. Tungumálið tjáir það sem hjartað veit. En með því er aðeins hálf sagan sögð. Flest lesum við um og heyrum vonandi aðeins um líkamsmeiðingar og „tilefnislaust ofbeldi“ eins og það er orðað.

Í nafni fjölmenningar?

Okkur kemur það við þegar sagt er „Því miður ekkert pláss“ þegar við vitum að það er pláss. Það er uppbúið rúm. Öll erum við á einhvern hátt flóttamenn sem hæfir sögu. Flóttafólk eigin verka og hugsana og skoðana, hefða og venja.

Að afklæðast fermingarkyrtlinum

Fermingarmessan var afstaðin - hópmyndatakan - og við prestarnir gengum í fararbroddi á undan björtum og myndarlegum í fyllstu orðsins merkingu fermingarbörnunum. Svona eins og þið eruð núna.

„tómarÁ“

Tómará- segir þetta orð þér eitthvað? Líklega ekki. Það er svo margt í þessari veröld sem hefur enga merkingu, en við leitum eftir að ljá meiningu eða tilgangi í stundum meiningarlausa veröld. Kappkostum að staga í göt hugmynda okkar um lífið og tilveruna þannig að við missum ekki af neinu. Þannig er því farið með svo margt í okkar daglega lífi.

Skeitari með tilboð

Gleðilega jólahátíð! Já, jólin er gengin inn um hlaðvarpa hugans. Eitthvað sem ætti ekki að koma okkur á óvart. Dagar og vikur síðan jólaljósin voru sett upp enn lengra síðan að farið var að huga að jólahlaðborðunum, því vel skyldi gera við sig í aðdraganda jóla á jólaföstunni. Ekki sé talað um á jólunum sjálfum og er það vel.

Umbúðasamfélag tómleikans

Við lifum og hrærumst í samfélagi sem í daglegu tali kallast nær og fjær samfélag. Samfélög eru margvísleg hvað varðar menningu og viðhorf. Sameiginlegt í samfélagi manna og dýra er að undir sameiginlegum himni eru glitrandi stjörnur sem blikka okkur næturlangt eða hulið dansandi skýjum og mannfólkið dreymir í regnbogans litum í birtu sumars sem náttmyrkri vetrar um gott og innihaldsríkt líf.

„Laskaður sannleikur“

Lærisveinar Jesú fundu sig í sannleikanum þegar það hentaði þeim. Sannleikurinn var þeim ljós, en þeir kusu að virða hann ekki viðlits. Sannleikurinn var þeim óþægilegur, sár.

Tölvan segir nei-syndromið

Við þurfum og við eigum án tillit til trúar eða trúleysis að hjálpa börnum okkar vera læs á þessar tilvitnanir og tilvísanir í umhverfi þeirra og samfélagi.

Einn og trúlítill.

Kannski erum við óttaslegin og okkur finnst við vera ein á báti þegar bætir í vind og veran á föstu landi fjarlæg svo að ekki verður komið auga á það sem kyrrir? Kyrrð hjartans aðeins augnablik frá vissunni um að vel verði fyrir séð því við erum ekki ein.

Litlar hendur með smærri fingur fálma eftir framtíðinni.

Vissulega má segja að tíminn sé brothættur; eða kannski eru það við manneskjurnar sem eru brothættar.

„Ég man þig“

Það er sem að tíminn sem fyrir fáeinum dögum ætlaði að fara fram úr sjálfum sér og skilja okkur eftir hafi skipt um skoðun og kyrrð alls sest að, hinkrað við, beðið eftir okkur, ekki ólíkt snöggum veðrabrigðum sem við könnumst mæta vel við. Loftið mettað eftirvæntingu ungra sem aldna, sætur ilmur fyllir skilningarvit.

Jólagleðin föst í "snjóskafli" óuppgerða tilfinninga.

Hinn margumræddi jólakvíði er ekki til komin vegna þess að við óttumst óraunhæfar kröfur um að allt eigi að vera fínt og flott á yfirborðinu. Heldur er það miklu frekar á aðventunni og jólum að okkur finnst erfitt að horfast í augu við okkur sjálf.

„Húsamaðurinn sem var leiðinlegur við Jesúbarnið mömmu þess og pabba“

Það er ekki hægt annað en að brosa og finna til feginleika að sjá eftirvæntingu barnanna yfir komu jólanna. Enn er það þannig fyrir þessi jól að börnin fá að koma í kirkjuna á aðventunni og hlýða á jólafrásöguna um fæðingu Jesú.

Af girðingshætti.

Það er kannski það sem guðspjall dagsins er að benda okkur á að horfa fram á vegin. Verkefnin sem okkur er treyst fyrir eru margvísleg á þeirri leið eru girðingar sem varna okkur leið. Í stað þess að klifra yfir, fara styðstu leið vaða áfram beint af augum ættum við að leita að hliðinum sem opna okkur leið vegin heiðarlega áfram.

Með nóttina í augum

Við sem þjóð undanfarin ár stóðum okkur að því að einblína á vöxt þess máttuga og stóra og neituðum okkur um að horfa á upphaf þess. Við gleymdum að hlúa að hinu smáa til að það gæti einhvern daginn orðið stórt. Við byrjuðum á öfugum enda.

Væntingar til hvers?

Mynd tilverunnar lætur sig ekki myndast vel því að hún er síkvikul eins og barn sem lætur fjörkipp hugans fara með sig þangað sem hugurinn hverju sinni tyllir sér á grein augnabliksins sem er ekki akkúrat þá stundina eins og við ætluðum eða væntingar stóðu til. Því hvað væri lífið ef við vissum morgundaginn þótt við leyfum okkur að gera væntingar til hans.

Flensa leiðans

Framundan eru dagar sem sumir hverjir bera einungis í sér leiða. Þrátt fyrir að allt bendi til að dagurinn verði heiðskýr himinn og fyrir neðan hann muni heyrast hlátrasköll ævintýra er eins og sumir þessa daga misstígi sig herfilega og eru aðeins skugginn af sjálfum sér og gangi um á hækjum leiðans.

Jólaprédikun

Skær birta jólanna aðfangadagskvölds lækkað eilítið á lofti þannig að skuggi þess nær að falla á þennan dag. Víða er það svo að þessi dagur er ekkert hafður í hávegum en við berum gæfu til þess hér á landi að svo sé og það sem meira er að við fylgjum jóladögunum fram á þrettándann á nýju ári.

Jólin eru að gefa og þiggja.

Allt það sem á undan fór. Allur undirbúningur. Allt það sem við ætluðum okkur fyrir og um jólahátíðina sameinast á þessari stundu á þessu augnabliki og hefur orðið að því sem ekki er hægt að undirbúa sig fyrir. Hinni óræðu helgi hátíðarinnar. Vikurnar og dagana fyrir jólin horfðum við á hið ytra.

Kryddlegin tilvera

Kristin trú er trúin á framtíðina. Framtíð okkar sem þjóð eru börnin, ungmenninn sem taka við. Framtíðin er björt þegar horft er til þess að vel á fimmta hundrað ungmenna í starfi æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar dvöldu helgi í Vestmannaeyjum við leik og störf fyrir einum tveimur vikum síðan.

Íklæðast sínu eigin

Það er oft þannig að okkur liggur á ferð okkar. Gefum okkur ekki tíma til að staldra við og viðurkenna fyrir okkur sjálfum og öðrum að við vitum oft ekki hvert við erum að flýta okkur á hvaða leið við erum.

Á skjá-hvílu Drottins ert þú

Tilvera ykkar í dag er sú að þið ætlið að játast Jesú Kristi sem leiðtoga lífs ykkar. Staðreyndin er sú að í dag á þessu augnabliki eru veraldlegir leiðtogar hrópandi sig hása í bæ og borgum og á torgum lofa sjálfa sig bak og fyrir næstu daga í þeirri von að þeim verði veitt athygli.

Hláturmildi páskana

Konurnar ræddu sín á milli að þær hefðu áhyggjur af því hver myndi velta steininum frá grafarmunanum. Á örskotsstundu breytist áhyggjur þeirra í hræðslu viðbrögð. Þeim berst til eyrna orðin utan við gröfina: “Skelfist ekki. Þér leitið Jesús frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upprisinn, hann er ekki hér

Vantar Svejk í þig?

Við erum gjörn á að tala um lausnir. Kannski er lausnin að við þurfum á Svejk að halda í núverandi aðstæðum. Líkt og Svejk gerði þá er alltaf hægt að sjá húmorinn eða kímnina í hverjum þeim aðstæðum sem við finnum okkur í að vera. Leyfa ekki svartsýnis hjali stjórmmála, hagfræðinga viðskiptafræðinga draga úr okkur hverja tönn og kímina þar á eftir, þeir hafa ekki einusinni starfsleyfi til þess.

Auk oss auð

Það hefur mikið gengið á í samfélagi okkar undanfarnar vikur. Ef eitthvað er hefur atgangurinn aukist frá því sem var. Í raun þannig að ógjörningur er að segja til um hvernig endar. Einhverjir vilja meina að þetta sé upphafið að einhverju meiru og aðrir vilja meina að þetta sér endirinn á upphafinu, sem hlýtur að leiða af sér eitthvað annað.

Augnablik framtíðar

Á morgun er í dag. Augnablik þessarar stundar er á morgun. Ég hef tekið ákvörðun um fyrir mína hönd að svo skuli vera framvegis. Framtíðin er núna á þessu augnabliki. Ég lifi ekki fyrir þessa stund heldur á morgun.

“Hugarfar jólanna”

Á jólum er sérstök vitjunarstund. Guð vitjar mannsins og þá spyrjum við okkur gjarnan hvort sé rúm fyrir Guð og trúna á hann í lífi okkar. Þannig hefur jólasagan áhrif á okkur og kallar á viðbrögð okkar við þeirri gleðifregn sem barst um dimmar nætur um það að ljósið sé komið í heiminn og skín í myrkrinu.

„Eftirseta“ á jólum

Sanna rödd eða tónn jólanna er rödd eða tónn hógværðar og auðmýktar og þess að við gefum gaum því smáa og einfalda í kringum okkur sem við allrajafna leggjum ekki hug að eða ómökum okkur til að sækjast eftir.

Ljúgðu að mér!

Efnistök eins og misgjörðir, skuldir, afskriftir, skuldaviðurkenning, ofbeldi, hefnd, ofstofpi, fangelsi, siðleysi, brostnar vonir, glæstar vonir og fyrirgefning. Allt þetta og meira til ef vilji er fyrir hendi er að finna í guðspjallstexta dagsins í dag.

Ég trúi ekki ...

Okkur er svo tamt að segja eins og kunningja mínum að við lifum á upplýstum tímum en hugsum ekkert endilega hvað það þýðir í raun. Við erum hugmyndalega mötuð og látum okkur það vel líka vegna þess að það er þægilegt í tímaleysinu.

“Vilt´vera túnfífill?”

Trú og efinn birtist í sinni tærustu mynd í vanmætti hugans. Í því sem við getum ekki af mannlegum skilningi fengið til að ganga upp af eigin mætti.

Á hraðbraut tímans með blaktandi fána

Aflvakinn er að vera aldrei sátt við það sem við höfum. Við leitum lengra og teygjum okkur eftir því sem ekki þykir vera áhugavert á meðan eldri þjóðir eru værukærari. Kann það vera það sem gerir okkur kleift að lifa hér og aðrir öfunda okkur af?

Þungur steinn hversdagsleikans

Hversu oft skildum við standa frammi fyrir þungum steini hversdagsleika veruleikans og velta fyrir okkur á hvern hátt við getum velt honum frá og eða hvar er hægt að fá hjálp við það. Hugsun okkar og hugmyndir leyfa okkur að velta honum frá vitund okkar en það nær ekki lengra. Þegar á þarf að taka í raunveru okkar haggast hann ekki.

Það besta

Jólin eru gengin í garð og fylla vitund okkar ómótstæðilegum kenndum. Um stund fáum við að njóta þess besta. Um stund fáum við að líta eigin augum þá veröld, þá tilveru sem við óskum okkur helst.

Skrefinu á eftir

Sorgin felst í því meðal annars að einhver sem var okkur kær er horfin af mannlífssviðinu og við getum ekki lengur auðsýnt henni/honum væntumþykju – kærleika. Hann eða hún er ekki lengur hjá okkur. Við getum ekki talað við viðkomandi eða faðmað, glaðst með honum eða henni, grátið og gantast.

Down „tjóns“ vísitalan

Í huga mínum hljómar lag og texti sem mig minnir að tónlistamaður að nafni Bobby Mcfarell söng um árið. “Don’t worrie be happy” það er hægt að útleggja textann þannig -“hafðu engar áhyggjur þetta reddast” ég man að mér fannst textinn smell passa í þjóðarhuga þá eins og nú sem púsl sem vantaði til uppfyllingar heildstæðrar myndar sem við erum stöðugt að leitast við að finna og setja saman.

Arkitekt óreiðunnar

Það er ekki til sú umgjörð, ferkantaður kassi, skúffa, vasi, poki sem hægt er að setja lífið í og það haldi eins og við vildum hafa það. Lífið finnur sér alltaf leið til að fara og öðlast frelsi frá þeirri hugsun sem við höfum á lífinu, að það eigi að vera. Það er ekki til bein lína á milli lífsins og veruleikans eins og við könnumst við hann.

Sjálfhverf veröld

Mikið er það óþægilegt þegar manns eigin orð og athafnir hitta mann fyrir svo harkalega að undan verkjar. Það er ekki nóg að verða “marin-er aður” og síðan “grillaður” með eigin orðum og verkum heldur þarf maður sjálfur að kokgleypa það sem sagt var og gert og melta það eftir eigin getu og vilja.

„Meðlagsgreiðsla“ orða

Um daginn var það mér “ný” sannindi að Guð er allstaðar. Eða kannski er réttara að segja að þau sannindi hafi gengið í gegnum endurnýjaða uppgvötun í mínum huga. Það er nefnilega stundum gott að vera gleyminn. Því sannindinn ganga reglulega í endurnýjaða lífdaga. Þeir dagar þegar það gerist eru gleðidagar fylltir af sól svo gæta verður að brenna ekki á eigin skinni.

Hælbítur fortíðar

Sú vitneskja að ákveðin fjöldi jarðarbúa skuli ganga til náða svöng, vannærð er stjórntæki í höndum þeirra sem stjórna sem hafa áhrif og ráðskast með lýð allan. Það er ekki hagstætt valdalega og stjórnunarlega að allir jarðarbúar gangi vel mettir til náða. Sú manneskja sem er vel mett líkamlega hefur meiri tíma til að gera eitthvað annað en sinna grunnþörfum sínum að afla matar.

Gerilsneydd orð í fernu

Aðeins ég og fjallið, ég svo smár undir tæru himinhvolfinu að mér fannst ég vera boðflenna-því engin talaði við mig. Það tók mig nokkra tugi metra þegar halla fór undir fæti og huga varð að hverju skrefi upp í mót og andardráttur minn var það eina sem rauf kyrrðina að nema staðar.

Mynd kyrrðar í óreiðu alls

Það er mynd kyrrðar mitt í óreiðu sem dregin er upp af því þegar konurnar gengu árla morguns hægum skrefum að klettagröfinni er Jesús hafði verið lagður í til hinstu hvíldar. Sól nýs dagas kastaði geislum sínum á þurran jarðveginn, gulleitt rykið þyrlaðist upp undan sandölum þeirra og lagðist hljóðlega niður aftur á jörðina.

Viltu vera memm

Um daginn heyrði ég ágæta gamla sögu af presti sem spurði fermingardreng hvort maðurinn lifði á brauði einu saman. Stráksi svaraði að bragði: “Það er betra að hafa mjólk með.” Ekki fara neinar sögur af viðbrögðum klerksins við þessu svari stráksa en víst er að það hvíla heilmikil sannindi á bak við þetta svar-þótt það væri sett fram af einlægni og hreinum hug og án umhugsunar.

Einstefnugata númer 56

Vissir þú til að gera kraftaverk þarf maður ekki vera sterkur. Í æsku hélt ég að maður þyrfti að vera rosalega sterkur. Þetta kom upp í hugan þegar ég rýndi í orðið – krafta-verk- það verður að segjast að orðið sem slíkt löðrar af krafti og styrk – einhverju sem alls ekki öllum er gefið að hafa þ.e.a.s. krafta. Sumum er það meðfætt að vera líkamlega sterkir og öðrum ekki. Það er eitt að vera likamlega sterk/ur og hitt að vera sterk/ur á andlega sviðinu.

Sársauki á vegi vonar

Sársaukinn í mannlegu lífi er eitthvert hið mesta alvörumál, eitthvert átakanlegasta umhugsunarefni sem mannsandanum getur mætt hér í þessari jarðnesku tilveru. Það er oft svo að fáumst ekki til að hugsa um það. Við göngum fram hjá þeim þegjandi. Sársauki lífsins er ekki eitt af þeim málum, sem við getum farið með á þann hátt.

BloggGuð

Jesús var bloggari sins tíma. Blogg nútímans er það að koma boðskap á framfæri. Koma því til skila sem hverfist um í huga. Það sem skilur á milli þá og í dag er það að orðið eða orðin standa stutt við í dag í huga. Ef ekki er staðið á “tánum” og þau meðtekin eru þau frá.

Strákarnir okkar

Að tilheyra einhverjum eða einhverju er manneskjunni mikilvægt. Það er manneskjunni mikilvægt félagslega og andlega. Að tilheyra engu eða engum er nær ómögulegt ef horft er út frá því að við verðum ekki til og lifum ekki í tómarúmi. Við fæðumst inn í þennan heim og þar af leiðandi tilheyrum við þeim sem fæðir okkur og klæðir og elur önn fyrir okkur.

Í stormi

Kunningi minn einn sagði mér frá því þegar hann fór til landsins helga fyrir mörgum árum síðan og sá alla helstu staðina þar sem Jesú lifði og dó og meira til. Þetta var ferðalag lífsins sagði hann. Ekki það að hann hafi staðið á hauskúpuhæð eða barið augu tvöþúsund ára tré í garðinum Getsemane eða snert staðin þar sem Jesú átti að hafa fæst. Nei, það var Genesaretvatni. Það kom honum á óvart hversu það var lítið.

Blaktandi tilfinningar á snúru

Við endirinn skal upphafið skoða enda er ástæða til og leyfilegt að snúa öllu við hvort heldur það eru málshættir eða annað það sem snýr að okkur á tímum sem þessum. Andvarp tímans sem við vorum farin að kynnast og kannski að sættast við er að enda komið þreytt og tilbúið að byrja upp á nýtt.

Jólin group

Engill guðar á glugga kominn langan veg. Hvílir þreytta vængi. Inni í stofu birtan mjúk – flauelsmjúk. Prúðbúið jólatréð í horninu mátar sig við spariklætt heimilisfólkið. Ljósin kveikt og augnablik eftirvæntingar speglast í augum barnanna sem horfa á opinmynnt. Í augum barnanna á ævintýrið sinn stað og verður ekki burt tekið þaðan.

Fortíðin eins og jólaskraut

Umhverfið allt þessa stundina er mettað af eftirvæntingu. Eftirvæntingu sem hefur verið boðið til samsætis við okkur. Ilmur alls er sætur og spenntur og sækir okkur öll heim. Ungir sem aldnir hrífast með. Meira að segja fortíðin er sveipuð ljúfum minningum liðinna jóla – hún fær sitt sæti í huga okkar við jólaborðið.

Ilmur aðventunar

Þessi tími – hann er eins og konfektmoli fylltur sætu bragði þannig að freistingin verður skynseminni ofurliði borin og seilst er í annan samskonar mola og annan og annan þar til að flökurleiki tilverunnar sest að. Þessi tími - hann er svo óttalegur og kvíðvænlegur að margur er sá sem varla þorir að opna augun og líta ásjónu hans að morgni hvers dags.

Fortíðin vatnsgreidd og í matrósufötum

Hversu oft skyldum við standa frammi fyrir framtíðinni? Á hverju andartaki lífs okkar hlýtur að vera svarið við þessari spurningu. Margur ber kvíðboga fyrir morgundeginum og til þess að gera næstu andartökum. Ekki vegna þess að hún – framtíðin stendur nakin frammi fyrir okkur og fortíðin í matróstufötum og eða blúndukjól – saklaus og hrein, sem hún alls ekki er.

Læra að hlusta

Staðreyndin er sú að stöðugt eins og norðan bylur með ofankomu og fannfergi dynja margvísleg orð og orðasambönd á okkur. Stór orð og lítil orð, reið og ljúf og allt þar á milli. Orð í fljótu bragði virðast vera merkingarlaus og orð sem hlaðin erum merkingu og leiðsöng. Orð sem kunna að hafa merkingu fyrir þeim sem flytur þau, en ekki endilega fyrir þeim sem verður fyrir þeim.

„Lána fætur til góðra verka“

Skyldi það vera að traust sé á undanhaldi í menningu okkar? Ef svo er hvar í menningu okkar og hvenær skyldi það vera? Við fyrstu sýn virðist það ekki vera reyndin ef horft er til þess að þjóðfélagið er opnara en fyrir nokkrum áratugum síðan. Hægt er að spyrja – er það ekki gott dæmi um traust – í dag er ekki óalgengt að einstaklingur segi frá sér og sínum einkahögum í opinskáu tímarritsviðtali og eða í á einhverjum ljósvakamiðlinum.

Umburðalyndi – öryggi - ábyrgð

Í upphafi þetta blað autt - óskrifað blað. Það var alfarið í minum huga hvað að endingu rataði á þessa síðu/síður. Ég hafði frjálsar hendur með það, í samfylgd þeirra orða og boðskapar sem lesin voru úr Matteusarguðspjallinu. Þetta er farið að hljóma kunnuglega. Eins og upphafsorð Biblíunnar. “Í upphafi skapaði Guð...” og við vitum framhaldið.

Sjáandi blindur

Í indverski sögn greinir frá kóngsdóttur, sem mátti fara yfir akur að tína öx. Henni var heitið að öll öxin , sem hún týndi, yrðu að demöntum. En hún mátti aðeins fara einu sinni yfir akurinn. Kóngsdótturinni þótti fyrstu öxin ósköp lítil. Ætlaði hún að bíða þangað til hún kæmi í miðjan akurinn.

Þarf langt tilhlaup?

Á uppstigningadegi er tilefni til þess að staldra við og horfa á svið sögunnar. Hvort heldur okkur fjær í tíma og eða nær. Af nógu er að taka sem gefur tilefni til þeirra hugsunar og þeirra sýnar að manneskjan í sinni visku hefur oftar en ekki ratað í þær aðstæður til góðs og ílls þar sem hún spyr sig hvar er Guð í öllu þessu?

Mikilvægi augnabliksins

Ég verð seint þreyttur á því að hvetja fólk til að lifa í núinu. Þ.e.a.s. ekki í gærdeginum sem búin er að gera sitt og eða morgundeginum sem kann að gera þetta eða hitt. Ég er nefnilega sannfærður um að óhamingja og depurð er raunveruleiki svo margra vegna þess að lifað og hrærst er í því sem er og væntingu þess sem gæti verið framundan. Ég ætla að útskýra þetta betur.

Á morgun er í dag

Á morgun er í dag. Augnablik þessarar stundar er á morgun. Ég hef tekið ákvörðun um fyrir mína hönd að svo skuli vera framvegis. Framtíðin er núna á þessu augnabliki. Ég lifi ekki fyrir þessa stund heldur á morgun. Augnablikið og þau hughrif sem það færir með sér er ekki til vegna þess að ég er komin fram úr sjálfum mér frá og með þessari stundu. Ekki endilega um einn dag heldur hef ég gefið mér sjálfsvald til þess að vera komin viku eða mánuðum fram úr sjálfum mér eftir því sem mér hentar.

Predikanir eftir höfund

Kirkjulykt

Á öðrum sunnudegi í aðventu hringir kirkjan inn messuhald dagsins í Árbænum einu af úthverfum Reykjavíkur. Allur vindur var úr veðrinu frá deginum áður. Fallegur og kyrrlátur morgunn, hitastigið mínus - 2°-3° gráður. Hvellur hljómur kirkjuklukknanna; sem eiga sinn uppruna suður á Spáni, en samt þykkur, ýtir við myrkrinu sem lúrir fyrir utan upplýsta kirkjuna og dökklæddar manneskjur stíga inn úr kuldanum og glaðvær börn með rauðar eplakinnar í ögn lítríkari göllum fylla kirkjuna af eftirvæntingu fólks á öllum aldri.

Kirkjan sem rispuð hljómplata?

Það er ekkert mál að höndla gleðina, hláturinn, gleðjast með glöðum og hlægja með viðhlægjendum. Þá er gott að vita í hvorn fótinn eigi að stíga þegar gleðin á sér ekki víst sæti í salarkynnum hugans.

Safnaðarstarf í 30 ár og enn í örum vexti

Hugur okkar í kirkjunni er sá sami og hjá því ágæta fólki sem hóf kirkjuvegferðina í byrjun áttunda áratugarins, að efla það starf sem fyrir er og helst bæta við. Það verður aðeins gert með því að skrifa nýjan kafla í byggingarsöguna og reisa Árbæjarheimilið við Árbæjartorg.

Hann á að skína

Prúðbúnir og glaðlegir gestir mættu hver eftir öðrum þar til að á fimmta tug manneskja var komin að gleðjast með glöðum á skírndardegi barnsins sem lét sér fátt um finnast. Öðru máli gengdi með stóra bróður.

Fyrsti menningarvegur Evrópu

Jakobsvegurinn hefur verið farbraut manna í meira en þúsund ár og var ein megin pílagrímaleið kristinna manna á miðöldum. Ferð um Jakobsveginn var ein af þremur slíkum sem veittu syndaaflausn samkvæmt kaþólsku kirkjunni. Hinar tvær voru pílagrímaganga til Rómar eftir svo nefndri Via Francigena leið og svo pílagrímaferð til Jerúsalem.

Úr reimuðum skóm hversdagsins

Hún kom  dúðuð með roða í kinnum úr myrkrinu sem hafði staðsett sig fyrir utan kirkjuna - æskan með birtu og fjörleika í hverju spori.    Í jólaguðspjallinu segir að María og Jósep höfðu komið langan veg.   Þau höfðu líka gert það skólahóps börnin úr leikskólanum Heiðaborg sem heimsóttu kirkju sína í aðventunni í fyrra með jólaguðspjallið í huga og leikmuni í poka.

„Ertu búin að öllu?“

Aðventan er og ætti að vera einmitt sá tími þegar við gefum okkur tíma frá „öllu.“ Horfum ekki á „allt“ heldur hið smáa sem við erum ekki að horfa á eða velta fyrir okkur á degi hverjum. Leyfum „öllu“ hinu sem við erum ekki búin að klára að koma til okkar setjast hjá okkur og eiga samtal við okkur.

Hvar er presturinn geymdur?

Í fjölmennum sem fámennum sóknum landsins er boðið upp á fjölbreytt starf fyrir alla aldurshópa. Kappkostað er að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur í lífi sínu hvort heldur í sorg eða gleði. Í Árbæjarsöfnuði þar sem undirritaður er prestur er boðið upp á starf hvern einasta dag vikunnar frá átta á morgnana og langt gengið á kvöld.

U-beygja hversdagsins

Leið okkar lá saman fyrir utan húsið okkar einn miðdaginn og hún sagði við mig í óspurðum fréttum og stoltið leyndi sér ekki að þetta væri í annað skiptið sem hún færi ein heim úr skólanum.

Syfjuð eyru

Við höfum fengið að kynnast því, að “allt” þegar grannt er skoðað er ekkert þegar skortir á að horfa á hið smáa, fíngerða, þögnina, kyrrðina í umhverfi okkar og ganga til móts við það. Snerta það finna ilms þess og umvefja líkama og sálu. Allt þetta höfum við fengið í fangið um leið og við höfum misst “allt” hitt sem fyrir var og var ekki endilega gera okkur lífið bærilegra.

Atvinnumissir – sorg

Atvinnumissir er harmleikur þeim sem fyrir verður og hans nánustu. Tilveran verður ekki söm aftur. Á meðan að sumum gengur vel að takast á við breytta tilveru eru aðrir sem einangra sig, verða þunglyndir og hræddir. Verstu tilfellin leiða til langvarandi veikinda sem aftur leiðir til annarskonar missis svo sem félagsþátttöku.

„Það sem vantar hjá þér fær einhver annar“

Það er gott að dreifa áhyggjum dagsins - flokka þær niður eftir mikilvægi. Þannig kemst ég hjá því að verja of löngum tíma í það að hafa áhyggjur að einhverju sem ekkert er hægt að hlutast til um. Veðrið er eins og skapið kemur einhverstaðar frá og það fer einhvert.

Hraðar en hraðast!

Stundum hef ég á tilfinningunni að nútíminn haldi ekki í við sjálfan sig því hann fari svo hratt - taki svo langt tilhlaup að hann hafi skilið framtíðina eftir á ráslínunni og hún reyni að halda í við nútímann, öfugt við það sem var.

Vinaheimsókn

Í samfélagi þar sem allir eru að eltast við sjálfan sig og sínar langanir verður kirkjan ef hún vill láta taka sig alvarlega að sinna vinaheimsóknum. Heimsóknum til þeirra sem eru aldraðir og oft á tíðum félagslega einangraðir. Því ber að fagna ályktun kirkjuþings um Vinaheimsóknir en það má ekki vera orðin tóm heldur þarf hver söfnuður að taka til í sínum eigin ranni og annaðhvort byrja á eða efla þessa þjónustu.

Ótti

Ótti er óttalegur. Ótti skapar óreiðu og veldur því að einstaklingur sem finnur fyrir ótta hugsar ekki rökrétt. Þegar rökhugsun er úr lagi gengin getur einstaklingurinn ekki lengur haft tök á lífi sínu og gerir eitthvað órökrænt, sem aftur leiðir af sér á stundum óafturkræfa aðgerð.

Foreldri – lífstíðardómur ábyrgðar

„Hvers vegna neytir manneskja fíkniefna?“ Ég var spurður þessarar spurningar um daginn og það var fátt um svör hjá mér. Það er heldur ekki til einhlítt svar. Eitt svarið er að það ætlar sér engin að vera fíkniefnaneytandi. Neyslan byrjar á saklausu fikti sem síðan oftar en ekki leiðir af sér meira.