Sighvatur Karlsson

Höfundur -

Sighvatur Karlsson

prestur
Afleysing

Pistlar eftir höfund

Nálaraugað og náðin

Þegar heimskautafarinn norski Roald Amundsen var á leiðinni með mönnum sínum í tveimur flugvélum til norðurheimskautsins forðum daga þá fórst önnur vélin. Þá var allt undir því komið hvort hin vélin gæti borið alla mennina. Öllu, sem nauðsynlegt var, urðu þeir að fórna. Amundsen átti ljósmyndavél sem hann vildi helst ekki skilja við sig.

Bjargráðin

Þegar leiðir Jesú og sjúka drengsins lágu saman þá gat drengurinn ekki tjáð sig en hann átti sér góðan málsvara í föður sínum sem þótti vænt um hann og bar hann á bænarörmum og þráði það eitt að hann myndi læknast af meinum sínum.

Þegar neyðin er mest

Hversu oft hefur okkur ekki liðið eins og Pétri frammi fyrir vissum kringumstæðum í lífi okkar þar sem við höfum fundið fyrir kjarkleysi, vonbrigðum, örvæntingu og við réttum upp höndina og grípum jafnvel í hálmstrá í von um breytingu á okkar högum.

Á refilsstigum lífsins

Við kristið fólk höfum kosið að tileiinka okkur jákvæð og heilnæm kristileg gildi sem við höfum numið frá einni kynslóð til annarrar. Við gerum það vegna þess að við viljum vera merkisberar ljóssins í lífsins ólgjusjó. Við viljum t.a.m. beina börnum okkar á friðarbraut, benda þeim á það sem til heilla horfir en ekki til óhamingju.

Endurminning frá horfinni tíð

Að sönnu er þetta endurómur frá gamalli tíð en hver man ekki sín bernskujól og yljar sér við þær minningar. þegar fram líða stundir? Við lítum gjarnan til baka yfir gömlu göturnar og minnumst margra gleðistunda með ættingjum og vinum á jólum.

,,Komið til mín"

Þetta eru kannski sammannleg viðbrögð vegna ótta sem búið hefur um sig í hjörtum okkar. Þegar við erum hrædd þá víkjum við af leið í stað þess að staldra við og láta ástina og elskuna reka út óttann sem eru réttu viðbrögðin og feta þannig í fótspor Miskunnsama Samverjans í dæmisögunni góðu. Það er erfitt að ganga í þessi fótspor vegna þess að þá þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og finna virkilega fyrir því sem við gefum af okkur, hvort sem það er af dýrð þessa heims eða því sem eigum mest af, auði hjartans, ástinni, kærleikanum, samlíðaninni fyrir kjörum annarra, fólks af ólíku þjóðerni, öðrum kynþáttum, fólki sem býr ekki til höggmyndir af sinni guðsmynd líkt og Thorvaldsen gerði forðum og birtist mér í Frúarkirkjunni.

Þægindaramminn

Allt í kringum okkur er fólk að sækjast eftir völdum. Fólk er stöðugt að reyna að ná kosningu, fá aukin frama, ná á toppinn. Þessi viðleitni á sér stað sérhverja stund, frá degi til dags, frá einni viku til annarrar, frá einum mánuði til annars, frá ári til árs. Hver verður fyrstur, annar, þriðji? Í sjálfu sér er þetta ekkert slæmt, einhver ætti að vera á toppnum. Það gæti jafnvel verið gott fyrir einhvern að vera á toppnum. En í sjálfu sér er fólk með þessum hætti að hlýða eigin hégómagirnd.

Friður og frelsi

Sínum augum lítur hver á silfrið. Orð Guðs er dýrmætara en allur heimsins auður. Það er líka auður fyrir okkur íslendinga að hafa búið við frið frá lýðveldissstofnun og frelsi til orðs og æðis. Frelsi fylgir ábyrgð gagnvart sjálfum sér, náunganum og samfélaginu. Varðveitum frelsið og friðinn.

Lærdómur sandkassans - Fermingarræða

Ég man þegar mamma fór með mig á gæsluleikvöllinn í Sólheimunum í Reykjavík í gamla daga þar sem sandkassinn var og skildi mig þar eftir í höndum gæslukonunnar. Ég horfði á eftir mömmu gegnum rimlana hnugginn á svip með tárin í augunum en ég tók gleði mína aftur þegar hún kom að sækja mig. Hún huggaði mig oft á mínum æskuárum.Í huga minn koma orð úr spádómsbók Jesaja þar sem segir: ,,Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður, segir Drottinn.” (Jes. 66.13) Fermingarbörnin spurðu mig í vetur hvort Guð væri kona? Mér fannst það góð spurning. Það eiga nefnilega ekki allir góðan föður. Það eiga heldur ekki allir góða móður. Við búum stundum til mynd í huganum af Guði sem er í samræmi við þá mynd af fólki sem hefur reynst okkur vel í lífinu.

Dag í senn

Það hafa ýmis áföll dunið yfir okkur húsvíkinga á undanförnum árum. Ég bind vonir við að með samtakamætti okkar og samkennd getum við horft til bjartari tíma, ekki síst í atvinnulegu tilliti í góðri samvinnu við fyrirtækin sem fyrir eru í bænum og eigendur þeirra. Og með því að styrkja og styðja við nýsköpun í atvinnumálum okkar. Það er svo auðvelt fyrir okkur að benda á aðra, að aðrir eigi að skaffa okkur atvinnu. Lítum frekar í eigin barm þar sem grasrótina er að finna. Af samtali fæðist hugmynd og hugmyndin getur orðið að veruleika og skapað atvinnutækifæri.

Verum varkár

Að fenginni reynslu þá höfum við fengið fólk inn í líf okkar sem hefur dvalið hjá okkur um stund og skilið eftir fótspor í hjörtum okkar, okkur til gagns og gæfu.

Endurgjaldið

Þú leitar mín því að þú elskar mig og vilt færa mér þakkir. Hér er ég. Hér vil ég njóta þakklætis þíns.

Lýðheilsa sóknarbarna minna

Ég tel það mikilvægt fyrir lýðheilsu sóknarbarna minna að geta beðist afsökunar og þegið fyrirgefningu. Mér hefur blöskrað sú fréttamennska að undanförnu sem er tillitslaus í garð þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og eiga sér engan málsvara í kjölfar þess að hafa tekið út sinn dóm.

Hvað varð um Páskahláturinn?

,,Efnaður kaupsýslumaður í Reykjavík bauð nokkrum vinum í sveppaveislu og höfðu þau hjónin sjálf tint sveppina úti í náttúrunni. Svo illa vildi til að allir veiktust. Í flýti fletti kaupsýslumaðurinn upp sveppabókinni og sagði svo við gestina: ,,Já, nú er það bara prentvilla sem getur bjargað okkur!” Ég ætti nú að lagfæra brandarann í ljósi vonarríks boðskapar Páskanna og segja í orðastað kaupsýslumannsins: ,,Já, nú er það bara Guð sem getur bjargað okkur.”, en þá yrði hann ekki lengur fyndinn, eða hvað? Hvað varð um Páskahláturinn?

Fylg þú mér!

Jesús vissi líka hvað var fyrir ofan rönguna á himninum sem Jónína litla minntist á við mömmu sína í sögunni. Þar var himnaríki þar sem hann ríkti en nú var hann kominn til þín og mín til að fá að ríkja sem konungur í hjörtum okkar. Þess vegna getum við öll sagt að hér sé himneskt að vera þrátt fyrir allt þvi að Guð er hjá okkur.

„Ungum er það allra best“

Andvaraleysi er mjög hættulegt þegar umhyggja fyrir börnum er annars vegar

Hvíld í lófa Guðs

Við þurfum að efla samfélagið við hvert annað á því kosningaári sem í hönd fer. Okkur er gefinn lýðræðislegur réttur til að taka þátt í að móta samfélag okkar til framtíðar. Þannig getum við tekið þátt í að móta gróandi þjóðlíf sem frelsishetjur. Við höfum mótað leikreglur til að fara eftir. Og við kjósum okkur fulltrúa til þess að skapa þær og endurskoða eftir þörfum á Alþingi. Virðing fyrir Alþingi hefur farið þverrandi á síðustu árum m.a. vegna tengsla alþingismanna við gömlu bankana sem hrundu. Í hruninu vildi enginn axla ábyrgð. Fram að því hafði öllum fundist frelsið yndislegt og gerðu það sem þeir vildu eins og segir í dægurlaginu.

Að láta höndlast af Guði

Þó að Jóhannes guðspjallamaður noti orð þeirrar tíðar heimspeki þá er niðurstaða hans um það hver Jesús er ekki fengin með heilabrotum. Nei, Jóhannes hefur séð og heyrt.

Fjötrar og frelsi

,,Frelsarinn er fæddur. Hann hjálpar þér.” Var þessu hvíslað að honum? Svipuð orð þessum læddust í huga hans og vonarbjarmar lifnuðu í augum hans. Það voru jól. Hann varð að vera glaður. Mamma hans leit oft til hans þetta aðfangadagskvöld. Hún hugsaði með sér að jólaenglarnir höfðu ekki sneitt hjá híbýlunum hennar, þrátt fyrir allt."

Verum varkár, látum ljós okkar loga

Almenningur verður að taka þátt í margvíslegu forvarnarstarfi til að stemma stigu við fíkniefnabölinu. Íþróttafélög inna mikilvægt forvarnarstarf af hendi í þessu tilliti. Það er ekki hægt að ætlast til að ríki og sveitarfélög bjargi öllum hlutum.

Sólfáður sær, - Prédikun á Siglingahátíðinni á Húsavík

Ég bið góðan Guð að blessa þessa Siglingahátíð á Húsavík sem hafin er og býð sæfarendur og aðra góða gesti velkomna til hafnar á Húsavík. Ég sé fyrir mér fallegar skonnortur kljúfa ölduna eina af annarri þar sem siglutré af öllum stærðum og gerðum bera við himinn, hvert með sínu lagi, með sínu krosslagi sem benda óbeint á þann sem fer fyrir hverjum sérhverjum knerri, frelsarann Jesú Krist

Flýtum okkur hægt - Fermingarræða

Það er víkingaeðli í okkur íslendingum. Við höfum til þessa ekki viljað fara að lögum og reglum sem skyldi. Hvað kennum við sem eldri erum ungu kynslóðinni? Fermingarbörnunum okkar? Höfum við verið til fyrirmyndar gagnvart þeim til orðs og æðis? Það lærir barnið sem fyrir því er haft.

Stígum inn í óttann og sækjum fram

Guð er hjá okkur í anda sínum í blíðu og stríðu. Hann er með okkur þegar við búum við óvissu hvað varðar fiskveiðimálefni þjóðarinnar. Hann hvetur okkur til þess að stíga inn í óttann og sækja fram því að sókn er besta vörnin.

Að íklæðast Kristi

Mér er minnisstætt í fyrra í Staðarkirkju í Grunnavík þegar ég skrýddist skjálfandi af kulda snjáðum grænum hökli frá 1662. Hann er 349 ára gamall. Mér er það afar minnissstætt. Ég velti því fyrir mér í dag hvernig þessi nýi hökull og stóla muni koma til með að líta út árið 2360? Já, tíminn er afstæður.

Náðin og fyrirgefningin

Konungurinn fór vel með sitt vald að mínu mati, ekki síst vald fyrirgefningarinnar en skulduga þjóninum brást bogalistin með hörmulegum hætti. Hann var eitt stórt ÉG og því fór sem fór. Jesús vill undirstrika hversu mikilvægt það sé að samskipti fólks séu gegnsýrð valdi fyrirgefningarinnar, af því hljóta allir blessun, ekki síst sá sem braut af sér

Sjódraugurinn

Kærleikurinn er ekki aðeins fögur og hlý tilfinning. Kærleikurinn er athöfn. Hann beinist að einhverju ákveðnu. Og það er eðli hans að gefa, hjálpa og þjóna. Þannig erum við hendur Guðs í þessum heimi. Guð gefi okkur náð til þess.

Drambsemin og auðmýktin, eggið og hjartað

Þó skulum við varast að fella nokkra dóma yfir jakkafata höfðingjum þessa heimsfræga lands sem eru sneisafullir af sjálfum sér því að dómurinn getur hitt okkur sjálf fyrir fyrr en varir. Það þarf engan landsdóm til í þessu sambandi eða Hæstarétt.

Náð Guðs í ljósi skuldaklafans

Nú þurfum við að byrja frá grunni, hyggja sem aldrei fyrr að því sem gefur lífi okkar raunverulegt gildi, hyggja að því hverjar eru grunnstoðir efnahagskerfisins á Íslandi, ná nýrri þjóðarsátt um stefnu okkar og markmið héðan í frá, efla með okkur gagnkvæmt traust. Þar er liðsinni þjóðkirkjunnar mikilvægt sem laðar og leiðir börnin og unglinga til fylgis við meistarann frá Nazaret sem kyrrði vind og sjó.

Bjargráð pílagrímsins

Ljóskerin fá sinn sess og sæti í káetunum. Ljósið sem stafar frá þeim er þó dauft í samanburði við það ljós sem skærast sín í hjörtum pílagrímanna sem tóku á móti því í björgunarskýlinu og leggja sig nú fram um að skila dagsverki sínu um borð í stóru skútunni

Jesús kemur sem dómari

Hvar er rödd kirkjunnar á Austurvelli, á borgarafundunum? Kirkjan hefur alltaf staðið með þeim sem hafa verið beittir órétti á ýmsa lund. Hún hefur sínar aðferðir til að koma því á framfæri, m.a. prédikunarstólinn í kirkjum landsins. Það má þó aldrei misnota þennan stól í pólitískum tilgangi. Fagnaðarerindið um Jesú Krist er ætíð boðað í þessum stól með því að benda á hið góða, fagra og fullkomna í trú, von og kærleika. Hér er líka bent á það sem betur mætti fara í mannlegu dagfari og íslensku samfélagi. Og presturinn lítur þá jafnan í eigin barm með heimamönnum Guðs í kirkjunni.

Hamingjuleitin

Trúin gefur okkur kost á því að skyggnast inn í leyndardóma guðsríkisins. Þegar þeir ljúkast upp fyrir okkur einn af öðrum þá vöxum við og þroskumst í trúnni.

,,Ég er með yður alla daga".

Við fæðumst til að deyja er stundum sagt. Það kaupir sig enginn inn í ríki upprisunnar og lífsins. Orð Guðs segir að við verðum að standa Guði reikningsskil gjörða okkar og orða. Hann verður okkur hinn endanlegi prófdómari og yfirdómari þegar tímaglasið okkar rennur út á þessu jarðneska tilveruskeiði.

Hvítalogn

Í lífinu er ekki alltaf heiðríkja til sjávar og sveita. Þó að það geti verið hvítalogn hér á Húsavík einn daginn þá getur verið strekkingur í Aðaldalnum á sama tíma. Það gefur stundum á bátinn í lífinu. Þá er eðlilegt að finna til ótta. Við óttumst um líf okkar. Það er ekki sjálfgefið að það sé rennileiði í lífinu

Englar í mannsmynd

Kærleikur Guðs í okkar garð hlýtur að vekja okkur til ábyrgðarkenndar gagnvart sköpuninni, umhverfinu og lífríki jarðar. Kærleikur Guðs í okkar garð knýr okkur jafnframt til að auðsýna öðru fólki kærleika.

Vörðuð gata pílagrímsins á aðventu

Við göngum af stað. Ég leiði gönguna sem leiðsögumaður, vel skóaður, fús til að bera út fagnaðarboðskap friðarins, með göngustafi í höndum. Ég treysti því að ég njóti leiðsagnar heilags anda á þessari hættulegu vegferð. Í veröld eru margir stígir hálir.

Ertu að drepast úr stressi?

Hlutir geta orðið byrði á margvíslega vegu. Máttur auglýsinganna er mjög mikill. Þær geta fengið okkur til þess að borða sérstaka korntegund á morgnana jafnvel þótt það bragðist eins og ofeldað gamalt dagblað!

Óskirnar

Alls staðar þar sem hetjuhugur, fórnarlund og mannkærleikur eru að verki, þá er verið að framkvæma óskir þessa barns sem fæddist í jötunni og átt hefur fylgjendur og aðdáendur á jörðunni í 2000 ár.

Afskiptaleysið

Við höfum heyrt fregnir af slösuðu fólki í umferðinni sem hefur mátt þola afskiptaleysi annarra vegfarenda. Fregnir hafa borist úr Reykjavík af einstæðingum sem látist hafa í íbúðum sínum án þess að nokkur yrði þess var fyrr en nokkrum dögum síðar. Það er sannarlega áhyggjuefni hversu tómlætið fer vaxandi gagnvart náunganum í þjóðfélaginu.

Á veiðilendu með frelsaranum

Hver ert þú? Hvaðan kemur þú? Hvert ert þú að fara? Ert þú leitandi manneskja, stríðandi, áveðra fyrir ágjöfum mannlífsins? Hér hefur þú fundið griðastað þar sem bænin vakir og trúartraustið. Blaktandi kertaljósin á altarinu vitna um nærveru Jesú Krist sem sagði um sjálfan sig: “Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins”.

Barnsins glaði jólahugur

Ég brunaði samt af stað í jólahug því að mig langaði að sjá húsið skreytt með jólasveinunum í stiganum og upp á þakinu. Þegar við komum að því þá gat þar að líta nokkur hundruð jólaperur í öllum litum regnbogans og jólasveinarnir voru á sínum stað að ógleymdum hreindýrunum.

Þú hefur líf eða dauða á þínu valdi

Það var einu sinni lítill strákur. Honum barst sú furðufregn að til væri maður sem gæti svarað öllum spurningum. Sá stutti var kominn það langt á þroskabrautinni að vita að sumu yrði ekki svarað. Hann ætlaði nú aldeilis að sýna að maðurinn væri ekki alvitur. Eftir nokkur heilabrot ákvað strákur að fara með kolíbrífuglinn sinn falinn í hnefa. Hann ætlaði að spyrja spekinginn hvort fuglinn væri á lífi eða ekki.

Mun Kristur kannast við þig þegar hann kemur?

Við höfum hlýtt á guðspjall þessa síðasta sunnudags kirkjuársins. Fram til þessarar stundar hefur Matteusarguðspjall fjallað um það hvernig Jesús hefur þjónað fólki. En nú kveður við nýjan tón því að guðspjallamaðurinn gefur til kynna að Jesús sé konungur sem situr í dýrðarhásæti sínu. Þessi staða hans nú virðist ganga í berhögg við það sem Jesús hafði auðsýnt með dagfari sínu þar sem kærleiksþjónustan sat í fyrirrúmi.

Hvar höfum við brugðist?

Á þessu pálmasunnudagskvöldi íhugum við frásögu Jóhannesar guðspjallamanns af því þegar Jesús kemur ásamt lærisveinum sínum til Betaníu sex dögum fyrir páska. Jesús vissi að endirinn var nærri og vildi hann í síðasta skipti njóta góðs kvöldverðar með vinum sínum, systkinunum Mörtu, Maríu og Lasarusi sem hann hafði áður vakið upp frá dauðum. Sem fyrr gekk Marta um beina undir borðhaldi en María hins vegar tók sig til þegar vel stóð á og smurði fætur Jesú með dýru smyrsli og þerraði fætur hans með hári sinu.

Elska þrátt fyrir allt

Við dáumst að Samverjanum sem lét ekki sitt eftir liggja til þess að hjálpa manninum sem hafði verið barinn til óbóta og skilinn eftir í blóði sínu í vegkantinum. Jafnframt fyllumst við hneykslun í garð prestsins og levítans sem gengu framhjá án þess að virða hann viðlits. Þeir tóku meira að segja á sig stóran sveig er þeir gengu framhjá honum. Dæmisagan um miskunnsama Samverjann kallar þannig fram ýmsar kenndir í brjóstum okkar, hún kallar fram mannlegan veruleik sem er sígildur, sem talar til mannanna barna á öllum tímum, fyrr og nú, í dag.

Leiðtogi lífsins

Kæru fermingarbörn. Í dag staðfestið þið þann vilja ykkar að hafa Jesú að leiðtoga lífsins og fylgja honum. Og við biðjum góðan Guð að vernda ykkur og varðveita á vegum ykkar um lífsins grýttu braut. Þið hafið eflaust frétt að ég hef gaman af því að horfa á knattspyrnu einkum þegar Leeds United leikur í ensku knattspyrnunni. Þá er ég ekki til viðtals heima hjá mér og geng um í hvítum fötum að sið leikmanna og blæs í herlúðra.

Predikanir eftir höfund

Hugrekkið

Þegar þú horfir á rammann á leikvangi lífsins þá skaltu muna að besti þjálfarinn stendur þér við hlið og leiðbeinir þér. Hann bregður yfir þig skikkju hugrekkisins og segir við þig: ,,Þú átt leik".

Orðið í laufbeðinu

Hnjúkaþeyrinn kom í maí niður í þingeyska dali til útnesja og veitti yl í svörðinn. Þá fór ég á stjá út í beðin við prestsetrið með vettlinga, hrífu, kröku og fötu. Sólríkast er beðið fyrir neðan svefnherbergisgluggann.

,,Má bjóða þér afrit?"

Ég má, ég vil, ég skal, er viðhorf okkar á vegferð okkar í gegnum lífið í allt of ríkum mæli.. Það er engu líkara en við höfum sagt hófseminni stríð á hendur. Við þurfum að snúa við frá þessari óheillaþróun. Til þess þarf hugrekki, já og kærleika. Okkar er valið.

Umburðarlyndið

Á unglingsárum mínum stundaði ég nám í enskuskóla í Englandi. Ég bjó hjá fjölskyldu sem hýsti nokkra nemendur skólans. Þar var múslimi sem tók fram bænateppið sitt fimm sinnum á dag og baðst fyrir með því að snúa sér í átt til Mekka.

Umbúðasamfélagið

Gjörningar eru ekki nýir af nálinni. Í Biblíunni má lesa um mörg tilvík þar sem höfðað er til allra skilningarvita mannsins í einni svipan. Spámenn Gamla testamentisins viðhöfðu slíka gjörninga með athæfi sínu.