Arnfríður Guðmundsdóttir

Höfundur -

Arnfríður Guðmundsdóttir

Pistlar eftir höfund

Prédikun á konudaginn í Lágafellskirkju

Á degi sem tileinkaður er Biblíunni höfum við heyrt texta lesna hér frá altarinu sem allir fjalla um orð Guðs sem „er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði“, er „smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar“ og „dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.“ Það er ljóst að hér er ekki um að ræða lýsingu á dauðum bókstaf sem varðveittur er í aldagömlum og rykföllnum bókum, heldur mátt eða kraft sem lætur ekkert stoppa sig, en vinnur verk sitt, nótt og dag, leynt og ljóst, þar til markinu er náð – þar til það hefur borið tilætlaðan árangur.

Siðbót 21. aldar

Andspænis aðsteðjandi umhverfisógn getur boðskapurinn um synd, afturhvarf og hjálpræði gefið okkur kjark til að takast á við ógnina - í stað þess að gefast upp fyrir henni. Valið - og ábyrgðin - er okkar.

Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!

Á síðustu vikum og mánuðum höfum við fengið að sjá hverju raddir sannleikans, raddir sem rísa upp gegn leyndarhyggju og misbeitingu valds, geta fengið áorkað. Þolendur kynferðisofbeldis, sem hafa stigið fram og haft hátt, hafa gefið okkur öllum mikilvægt fordæmi í baráttunni gegn óréttlætinu í okkar persónulega lífi, sem og í samfélaginu sem við tilheyrum. Skilaboðin eru ótvíræð: Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!

Ást og ábyrgð

Hversu oft hefðir þú viljað geta sagt við hann eða hana sem stendur hjarta þér næst: Hafðu ekki áhyggjur, ég passa þig og sé til þess að ekkert illt hendi þig?

Kvenréttindi eru mannréttindi

Ný stjórnarskrá á að færa okkur nær betra og réttlátara samfélagi, alveg eins og reglum um meðferð kynferðisbrota er ætlað að gera kirkjuna okkar betri og öruggari, fyrir okkur öll.

Nýtt ár – nýr boðskapur

Það hlýtur að vera helsta verkefni kirkjunnar á öllum tímum að túlka boðskap kristinnar trúar inn í samtímann. Spurningin hlýtur alltaf að vera bæði fersk og ný: Hvernig getum við talað um Guð inn í nýja og breytta tíma? Í rauninni má líta svo á að kristin trúarhefð sé samsafn af svörum við þessari spurningu.

Konurnar og Kristur

Slíkt jafnrétti er forsenda þess að við fáum öll að njóta fullrar mennsku okkar. Það er forsenda þess að við getum rétt úr okkur, eins og konan í sögunni, og séð allt það góða sem Guð hefur gefið okkur. Það er forsenda þess að við getum elskað Guð af öllu hjarta, sálu og mætti og þjónað náunga okkar í kærleika, eins og við erum sköpuð til.

Predikanir eftir höfund

Tími sannleikans

Foreldrar litla barnsins í jötunni veittu því þá vernd og það öryggi sem það þurfti til að fá að dafna og þroskast. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að slá skjaldborg um þær konur sem hafa ákveðið að segja sannleikann.

Mýtan um karlana

Þær eru margar mýturnar sem lifa góðu lífi í samfélagi okkar. Ein af þessum mýtum varðar takmarkaða möguleika karla til að fá prestsstarf innan íslensku þjóðkirkjunnar. Til þess að færa rök fyrir sannleiksgildi þessarar mýtu er gjarnan vitnað í gildandi jafnréttislög eða jafnréttisstefnu kirkjunnar.

Konur til aukinnar ábyrgðar!

Nýtt Kirkjuþing kom saman í lok október s.l. og eins og venja er var kosið nýtt Kirkjuráð fyrir yfirstandandi kjörtímabil í lok þings. Í annað skipti frá upphafi voru kosin í Kirkjuráð tvær konur og tveir karlar.

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna minnir okkur á þá staðreynd að konur um víða veröld búa við kjör sem hvorki eru mannsæmandi né í samræmi við kjarnaatriði kristinnar trúar.

Frú biskup

Það er sannfæring mín að konur hafi ekki einar notið góðs af því að fá aðgang að vígðri þjónustu, heldur kirkjan í heild sinni. Fyrir vikið hefur starf hennar orðið auðugra og meira í takt við þarfir fólksins sem hún þjónar.

Andrúmsloft á aðventu

Á aðventunni er eins og skelin verði þynnri og það sé erfiðara að brynja sig fyrir áreitinu úr umhverfinu. Þessvegna á gleðin, en einnig sorgin, greiðari aðgang að okkur um þetta leyti en ella.

Skúffujafnrétti

Ýmislegt bendir til þess að jafnrétti kvenna og karla eigi undir högg að sækja innan íslensku þjóðkirkjunnar þegar kemur að efri stigum stjórnsýslunnar.

Réttlátt samfélag

Frumvarp að nýrri stjórnarskrá er uppskrift að réttlátara samfélagi. Eins og öll mannanna verk er hún ekki fullkomin. Hún er aftur á móti mikilvægt skref í áttina að settu marki. Markmiðið hlýtur að vera réttlátt samfélag og þangað hljótum við að stefna.

Alvöru trúfrelsi

Forsendan fyrir því að ólíkir trúar- og lífsskoðunarhópar njóti virðingar og skilnings í samfélagi okkar og sýni að sama skapi virðingu og skilning þeim sem eru annarrar skoðunar eða trúar, er að það ríki fullt trúfrelsi í samfélaginu.

Af hverju konu í Skálholt?

Á meðan kona gegnir ekki einu af þremur biskupsembættum kirkju okkar er jafnréttisáætlunin beinlínis árétting á því að ekki seinna en núna sé tími til kominn að kona verði kjörin til að gegna starfi vígslubiskups í Skálholti.

Vantraust á vígðar konur?

Að engin prestsvígð kona sitji í Kirkjuráði veldur mér áhyggjum. Það gengur vissulega hægt að jafna kynjahlutfallið í hópi prestsvígðra á Kirkjuþingi. En að Kirkjuþing, annað kjörtímabilið í röð, treysti sér ekki til að framfylgja jafnréttisáætlun vekur spurningar um vinnubrögð Kirkjuþings en jafnframt trúverðugleika þess.

Öruggt samfélag

Samfélag er öruggt og gott þegar það uppfyllir grundvallarkröfur um réttlæti, jafnrétti og félagslega velferð, það er gerir öllum kleift að njóta sín á eigin forsendum.

Virðing eða umburðarlyndi?

Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Margt sem áður þótti sjálfsagt er það ekki nú. Fjölbreytileikinn er smátt og smátt að taka við af einsleitninni og spurningin er áleitin: Hvernig ætlar íslenskt samfélag að bregðast við?

Sókn, vörn eða samræða — á 21. öldinni

„Samræðukirkjur“ líta ekki svo á að þær séu á keppnisvelli heldur á torginu í þorpinu miðju — heimsþorpinu. Í þessu felst ekki undansláttur eða aðlögun að tíðaranda. Á torgi tekur enginn eftir rödd þess sem ekki finnst neitt, hefur enga skoðun eða trúir engu. Á torgi verður hver og einn að hafa skýran málstað og standa með honum.

Siðferði stjórnlagaþings

Á þessum stóra og fjölskrúðuga hópi frambjóðenda — þar á meðal okkar sem þetta ritum — liggur sú skylda að gefa tóninn fyrir þann anda og það siðferði sem móta mun stjórnlagaþingið og tillögur þess. Sá andi mun sem sé ekki mótast einvörðungu á þinginu sjálfu heldur þegar í aðdragandanum, kosningunum og þó einkum og sér í lagi kosningaundirbúningnum.

Kirkjan segir nei!

Enn sameinast konur og minna á að baráttumál sín. Í þetta skipti er kastljósinu beint að ofbeldi gegn konum. Þó að mikið hafi áunnist í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á síðustu áratugum þá er ennþá mikið starf óunnið.

G5 -Kjörkuð kirkja

Það eru margar ástæður til þess að mæla með því að kirkjan stilli sér upp við hlið réttlætisins og mæli með því að sömu lög gildi í landinu fyrir pör sem kjósa að ganga í hjónaband. Með því verður aðgreiningu eftir kynhneigð aflétt.

Sjálfhverfir Íslendingar?

Á aðventunni erum við minnt á nauðsyn þess að líta í eigin barm og íhuga stöðu okkar. Flest okkar höfum fundið fyrir áhrifum efnahagskreppunnar, vissulega mismikið en margir á mjög afgerandi hátt og saman erum við neydd til að staldra við. Erfiðleikar koma í veg fyrir að við getum haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. En það krefst áræðni og kjarks að ganga í sig og við þurfum að þora, því það er mikið í húfi.

Kirkjan sem öruggur staður

Ef við væntum þess að kirkjan sé öruggt samfélag, þá hljótum við að gera þær kröfur til hennar að það séu til einhver úrræði sem beita má þegar siðferðisbrot hafa átt sér stað.

Hvar eru vígðu konurnar?

Á síðastliðnu hausti kom nýkjörið kirkjuþing saman í fyrsta skipti. Á nýju kirkjuþingi hefur konum í hópi kirkjuþingsfulltrúa fjölgað úr tæpum 29% í 34,5%. Þetta verður að telja veruleg aukning, sérstaklega í ljósi þess að aðeins ein kona sat á kirkjuþingi á árunum 1998 - 2001.

Postuli postulanna

María Magdalena hefur verið mikið í umræðunni síðustu árin, ekki síst vegna þess lykilhlutverks sem hún gegnir í bók Dans Brown um Da Vinci lykilinn. Í hinni fræðilegu umræðu hefur María Magdalena líka verið áberandi á síðustu áratugum og það löngu áður en Brown skrifaði bók sína.

Hvern segið þér mig vera?

Fáar bækur sem snerta á efni sem tengt er frásögum guðspjallanna hafa vakið önnur eins viðbrögð og aðra eins athygli og Jesú-myndir hafa gert á síðustu áratugum. Viðbrögðin sem uppfærslan á söngleiknum Jesus Christ Superstar vakti á sínum tíma eru þó um margt áþekk.

Jesús í fókus á föstu

Kvikmyndir eru um margt ágengari en önnur túlkunarform og sitt sýnist hverjum þegar kemur að túlkun á frásögum guðspjallanna. Kannski er ekki tilviljun að oft þykir fólki „að bókin hafi verið betri“ þegar metið er hve vel hafi tekist til við að færa frásögur guðspjallanna upp á hvíta tjaldið.