Skúli Sigurður Ólafsson

Höfundur -

Skúli Sigurður Ólafsson

sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

En hann var mjög stór

Páskarnir fjalla að miklu leyti um slíka steina og hvernig við mætum þeim. Ætlum við sjálf að ráðast á þá eða eigum við okkur þann bandamann í Jesú, í Guði, sem veitir okkur styrk til að sigrast á slíkum fyrirstöðum? Þannig var það í páskasögunni fyrstu. Steininum hafði verið velt frá – en hann var mjög stór.

Helgidómar

Steinhvelfing gotneskrar dómkirkju skapar þau hughrif og það gera íslenskir fjallasalir líka. Maðurinn finnur fyrir helginni þegar hann fær að vera hluti af einhverju sem er dýpra og breiðara en tilvist hans sjálfs.

Tímar hrörnunar

Við lifum jú á tímum hrörnunar. Líftími þess sem við neytum og sjáum er sjaldnast langur. Tækin bila, gott ef það er ekki innbyggt í þau að þau missa þrótt og mátt innan ákveðins tíma.

Séð með augum annarra

Þegar við stöndum andspænis listaverki – þá fáum við einstakt tækifæri til að víkka út okkar eigin vitund og sjónsvið.

Mótmæli

Við fyllumst von, þegar börnin stíga fram eins og stór fylking af leiðtogum sem berjast fyrir bættum heimi og ákveðnum réttindum sem öllum á að standa til boða.

Logandi runnar

Við erum í sporum Móse sem leit hinn logandi runna og úr honum komu boðin um rjúfa vítahringinn, fara úr þrælahúsinu yfir til hins fyrirheitna lands. Logandi runnar og tré, reykjarstókar sem standa upp úr púströrum og strompum ættu með sama hætti að tala til okkar.

Pollapredikun

Það er ekki allt sem sýnist og víst eru hugmyndir okkar um trúna margvíslegar. Ég tefli þessari útgáfu fram, innblásinn af andtaktugri dótturdóttur minni þar sem hún stóð frammi fyrir pollinum góða á göngustígnum.

Niðursokkinn í eigin hugsanir

Ég hlýt að vera farinn að finna fyrir aldrinum. Þegar ég les yfir söguna af köllun Samúels þá set ég mig í fótspor hans Elí, öldungsins sem var að reyna að fá sinn nætursvefn en unglingurinn hélt áfram að ónáða hann.

Brosað með illvirkjum

Vorum við meðsek? Tókum við þátt í glæpaverkum? Sátum við brosandi, flissandi þegar illmennið trúði okkur fyrir svikaráðum sínum? Vorum við þegjandi sessunautar valdasjúks manns, sem átti engar hugsjónir, engar hugmyndir um réttlæti, frið, sanngirni, velferð, jafnrétti heldur aðeins óseðjandi hungur í að hafa stjórn, ráða yfir öllu og öllum og tróna efstur á valdastólnum?

Þú átt gott

Þrettán dagar jóla eru að baki og senn heilsar hann okkur með sínu gráa aðdráttarafli – sjálfur hversdagurinn.

Hátíð lífsins

Á jólum hugleiðum við gjarnan hvað það er sem skiptir okkur máli og hvað það er sem gerir okkur að því sem við erum. Það er líka tilvalið að leiða hugann að því sem sameinar okkur á sjálfri hátíðinni.

Fagnaðarlæti í miðju lagi

Nú á nýliðinni aðventu var að vanda mikið um dýrðir hér í Neskirkju. Meðal annars efndum við til hátíðar þar sem fermingarbörnin gegndu stóru hlutverki. Þau héldu á kertum, lásu texta og eitt þeirra, lék fyrir okkur metnaðarfullt verk á fiðlu.

Tímabil

Nýtt tímabil er hafið. Þau eru svo sem í sífellu að lifna og deyja, þessi skeið sem ævi okkar samanstendur af. Tíminn er ólíkindatól og til að geta skilið hann og staðsett okkur í þeim mikla flaumi, skiptum tímanum upp í bil.

Gluggaguðspjall

Hvað fer fram í huga fólks? Við veltum þessu oft fyrir okkur hér í kirkjunni þegar við rýnum í forna texta og heimfærum þá upp á samtímann.

Veröld sem var

Í bók sinni, Veröld sem var, segir rithöfundurinn Stefan Zweig frá því þegar hann varð vitni að því þar sem Karl síðasti keisari habsborgaraættarinnar settist upp í lest á leið sinni til Sviss.

Tilvist Guðs

Er Guð til? Við svörum þessari spurningu á margvíslegan hátt. Sá merki vísindamaður Stephen heitinn Hawking svaraði henni neitandi í bók sem kom út nýverið, að honum látnum. Alheimurinn gengur að hans sögn ekki eftir gangverki og hann hafnaði þeirri skýringu að fötlun hans væri einhver guðleg refsing. Sá sjúkdómur sem hann þurfti að glíma við mestalla ævina, ætti sér aðrar og jarðbundnari rætur.

Himnaríki og helvíti

Himnaríki og helvíti, þessar andstæður hafa löngum verið manninum hugleiknar. Þær eru ekki bundnar við trúarbrögðin, þetta eru tveir ásar í tilvist okkar. Hvert viljum við stefna, og hvað viljum við forðast?

Ilmgrænt haf

Gott er að leggjast í lyngið, sjá lauf glóa, finna kvik fjaðurmjúk atlot þess, fagna í fegurð jarðar meðan rauð og lág sólin lækkar og lyngbreiðan er ilmgrænt haf sem ber þig að hljóðri húmströnd og hylur þig gleymsku. Í þessu ljóði Snorra Hjartarsonar lætur skáldið sig berast eftir ilmgrænu hafi lyngbreiðunnar í átt að algleymi og kyrrð.

Réttur og hnefaréttur

Fermingarbörnin hafa gjarnan svörin á reiðum höndum. Mér finnst fróðlegt að spegla vangaveltur á þessum hópi og fá álit þeirra á ýmsum málum. Fræðslan er samtal þar sem við lærum ekki síður en þau og öll sjónarmið fá að njóta sín.

Dramb er falli næst

Eitt af því mörgu ánægjulega sem fylgir því að vera prestur í Neskirkju er að fá að heimsækja listamenn. Við söfnuðinn starfar öflugt sjónlistaráð og eru sýningar ákveðnar með góðum fyrirvara. Ráðsfólk hefur því tækifæri til að spjalla við þá jafnvel áður en þeir vinna verk sín sem svo verða til sýningar. Sú er og raunin núna með þann viðburð sem nú er í undirbúningi.

Vegprestur predikar

Fyrir hálfum öðrum áratug vorum við hjónin á ferð yfir Fimmvörðuháls. Svæðið er íðilfagurt og hrikalegt í senn og manneskjan verður harla smá í þeim samanburði. Vart var hægt að snúa sér við án þess að fyllast lotningu og myndavélin óspart notuð. Svo mörgum árum síðar var ég að fara í gegnum myndir sem teknar voru í ferðinni og sá að þar hafði, innan um öll náttúrufyrirbrigðin, vakið athygli mína skilti sem stendur uppi á hálsinum þar sem hann er hæstur.

Miklu þjappað í stutta sögu

Það hlýtur að vera svolítið sérstakt fyrir ykkur, kæru fermingarbörn að setjast á bekk hér í þessari kirkju og hlusta á sögurnar og nöfnin sem tengjast henni. Neskirkja er auðvitað hluti af landslaginu ykkar, hér gangið þið um planið á hverjum degi og mörg ykkar hafið kynni af starfinu hérna. En eins og við höfum sagt við ykkur í upphafi hvers dags þá eru miklar líkur á að þið eigið eftir að læra helling áður en þið haldið svo heim á leið að kennslu lokinni.

Garðar

Edengarðurinn var ímynd hins fullkomna ástands og hann var afgirtur eins og segir í sögunni. Þangað komst enginn aftur inn. Við leitum hans þó ítrekað í lífinu þegar við drögum upp mynd af hinu ákjósanlega. Mögulega var Garðurinn í Kænugarði þar sem stórleikurinn fór fram í gær ein birtingarmynd hans.

Í miðjum alheimi

Því miðja alheimsins er sannarlega til og við þurfum engar óbeliskur til að staðsetja hana. Við leitum miðjunnar í eigin hjarta. Umhverfis hana er sjóndeildarhringur okkar og þar vinnum við allt okkar starf. Frá þeim upphafspunkti vakna stórar spurningar okkar um tilgang, líf og tilvist.

Hjartað

Uppistaðan í þessum steinda glugga var útprentun af hjartalínuriti deyjandi manns. Taktföst hrynjandin birtist okkur í öldutoppum og dölum sem kunnugir geta sett í samband við það þegar lokur og gáttir þessa líffæris opnast og lokast og hleypa blóðinu þar í gegn þangað sem það streymir um allar æðar líkamans.

Siggi var úti

,,Ég er góði hirðirinn” segir Kristur og setur sig þar í spor þessarar undirokuðu starfsstéttar sem mátti þola hættur, kulda og einangrun í verkefnum sínum.

María við krossinn

Ég veit ekki hvaða hugmyndir gjörningakonur höfðu um þær viðtökur sem Neskirkja myndi sýna óði þeirra til Maríu. Sannleikurinn er sá að túlkunarsaga Biblíunnar einkennist af því að birta ný sjónarhorn á þekkta atburði.

Brauðbakstur er stúss

Brauð er nefnilega heilmikið stúss. Það býr svo margt og merkilegt í brauðinu. Til þess þarf einstaka eiginleika sem eru ekki aðeins hluti af einstaklingsframtaki heldur þarf heilt þorp til að baka brauð.

Þverstæður

Slíkar yfirlýsingar koma ekki í kjölfar útreikninga gervigreindar á því sem viðtakandanum kann að hugnast. Þá hefði engum dottið í hug að hætta frama og jafnvel lífi til að setja þær fram. Nei, þverstæður eru upphafið að því þegar hugsunin, tíðarandinn, sjálfsmyndin og heimsmyndin taka stakkaskiptum og færast frá einum stað til annars.

Sandar og samtal

Íslenska orðið gagnrýni er skemmtilega gagnsætt. Það merkir einmitt að rýna í gegnum eitthvað, greina kjarnann frá hisminu, leita sannleikans í gegnum orðskrúð og ósannindi sem geta leitt okkur afvega. Gagnrýni á ekkert skylt við það að salla niður röksemdir og þá sem beita þeim.

Talandi um himnaríki

Mögulega er himnaríki jarðbundnara en við kynnum að ætla, af nafninu að dæma. Það er í það minnsta samofið tilgangi mannsins, um að við erum hluti af samfélagi, nærumst saman, miðlum hvert öðru því sem við höfum að gefa og leggjum okkar litla framlag í hendur Guðs sem margfaldar það með krafti sínum og mætti.

Crux

Hið ofureinfalda snið verka Vissers, er allt annað en það sem skóp gömlu meisturunum orðspor sitt. Þar mætir okkur hið algera tóm þar sem áður var ýtarleg myndgerð. Verk hans verða eins og goðsagnirnar sem við lesum og við finnum það í framhaldi hversu vekjandi og skapandi þær eru. Krossinn hefur líka það eðli að hann spyr spurninga.

Í þéttri drífunni

Er það ekki annars hlutverk listamannsins að teygja sig út fyrir landamæri þess sem við þekkjum og skiljum? Við erum jú með einhvers konar svæði umhverfis okkur þar sem flest er okkur sæmilega skýrt og auðskilið. Þar fyrir utan liggja huliðsheimar hins óþekkta - rökkvaðir stígar og hríðarél tilveru og tilvistar.

Hlekkir og slóðir

Sagan sem við hlýddum á hér í guðspjalli dagsins er að vissu leyti dæmigerð fyrir frásagnir Biblíunnar. Það er að segja, hún geymir tilvísanir í önnur rit þeirrar miklu bókar, nánast eins og við værum að vafra um á internetinu og gætum smellt á einstaka orð og setningar og flakkað þar með á milli síðna.

Himnesk jörð

Sögur Biblíunnar eru ekki ósvipaðar listaverkum sem hvetja okkur til að spyrja og leita sjálf svara. Sú leit er sístæð og það er mikilvægt að við bindum ekki enda á hana með yfirborðslegum svörum eða einhverjum sleggjudómum.

1918

Ætli enginn hafi velt þeirri spurningu fyrir sér hvort landið væri ekki bara fyrir norðan mörk hins byggilega heims? Var ekki tímabært að endurvekja þá spurningu sem vaknaði í lok 18. aldar eftir Móðuharðindin, hvort ekki ætti að flytja þjóðina eins og hún lagði sig á jósku heiðarnar?

Ég ber enga virðingu fyrir buskanum

Við fáum sífellt ný tækifæri til að bera ávöxt. Það er okkar að hlúa að því sem Guð hefur látið okkur í té að rækta, styrkja og bæta góðar gjafir hans í gegnum hina sístæðu göngu kynslóðanna. Tónlistin lifir og á meðan hverf ég ekki.

Keðjur

Við þurfum svo sem ekki að leita langt yfir skammt þegar við viljum gera okkur í hugarlund þá tímalausu keðju sem í okkar tilviki teygir sig í gegnum söguna. Nú í haust þá efndu nemendur í Hagaskóla til söfnunar fyrir vin sinn, hann Óla, sem lá veikur á sjúkrahúsi og beið þess að fara í gegnum erfiða og krefjandi endurhæfingu.

Að hrifsa eða deila

Mikill munur er á því að hrifsa og að deila. Sá sem hrifsar sækist eftir meiri völdum og völd eru takmörkuð auðlind. Sá sem gefur með sér leitast við að þjóna og þjónustunni eru engin takmörk sett.

Dómsdagur sem hefur hátt

Yfirskriftina að þessari herferð hefði Lykla-Pétur hæglega getað notað á lýsingu sinni á Degi Drottins: „Höfum hátt.”

Óðurinn til hvíldarinnar

Gömul bréf eru auðlind, viðfangsefni sagnfræðinga sem fá með þeim dýrmæta innsýn í horfinn hugarheim. Ofgnótt dagsins skilur ekkert slíkt eftir. Það er helst að ómennskur hugbúnaður fari í gegnum þessi býsn sem frá okkur streyma í tölvuheimi til að kortleggja hvernig megi stjórna því hvað við kaupum, hvert við förum og hvað við kjósum.

Fyrsti sunnudagur eftir kosningar

Hér forðum litu ráðamenn upp til himins, óttaslegnir yfir örlögum sínum ef þeir brytu boðorð Guðs. Í dag kemur valdið að neðan, frá fólkinu.

Lífsklukkan

Venjulega eru mörg svið vísindanna talsvert fyrir ofan skilning okkar meðalgreindra en þetta skiptið, þegar ég fékk fregnir af verðlaununum á sviði líffræði og lækninga, sperrti ég skilningarvitin. Viðfangsefnið var svo nærtækt, það var ekkert annað en sjálf lífsklukkan sem hinir verðlaunuðu vísindamanna höfðu rannsakað.

Um snúning himintunglanna

Þótt fjarlægar stjörnur komi okkur í sjálfu sér ekki mjög mikið við (nema ef við erum spennt fyrir stjörnuspeki) þá höfðu þeir Kópernikus, Bruno, Galilei og aðrir frömuðir vísinda og frjálsrar hugsunar ekki bara áhrif á það hvernig við litum á hringi, leiðir og hnetti uppi á himinhvolfinu. Verk þeirra breyttu mestu um það hvernig við litum á okkur sjálf.

Umber allt?

Eftir að ég hafði lokið lestrinum leit hún á mig, tortryggin á svip og spurði: „Bíddu hvað á nú þetta að þýða? ,,Umber allt”?”

Hvað er ófyrirgefanlegt?

Af hverju þurfa slíkar hreyfingar að kenna sig við Krist? Vitna meðlimir þeirra í orð Jesú sem sagði: „Gestur var ég og þér hýstuð mig”, rifja þau upp sögur af því þar sem samverjar og aðrir minnihlutahópar á tímum Jesú, töldust hafa valið góða hlutann, gert það sem rétt var og göfugt?

Fyrirgefning er stórmál

Lögmaður ritaði lesendabréf um þau mál í sumar og hafði það á orði að það væri í anda kristinnar siðfræði að veita slíka fyrirgefningu. Þar sást honum þó yfir mikilvægt atriði, nefnilega að í kristinni trú fer því fjarri að sú kvöð sé lögð á fólk sem beitt hefur verið órétti að það fyrirgefi.

Guð hvað mér líður illa

Enginn má predika, jafnvel ekki þegar hann predikar. Það hefur meiri áhrif að spyrja rétt en að svara rétt. Svörin sitja eftir í hugskoti þess sem tekur við, stundum jafnvel enn fleiri spurningar.

Nokkur orð um tímann

„Hann á að vaxa en ég að minnka”. Þessi orð eru í raun yfirlýsing hvers þess leiðtoga sem vinnur að köllun og æðri sannfæringu. Það er vitundin sem býr í brjósti okkar allra að vera hluti af einhverju því sem er æðra, dýpra og meira en við sjálf.

Með innri augum

Með þjáningu komum við í þennan heim og brottförin er ekki auðveld heldur. Þar á milli mæta okkur ýmsar þrautir og prófraunir. Stundum horfum við úti í tómið og hrópum inn í þögnina.

Mælum af

Nú þegar við mælum okkur af hér í Neskirkju spyrjum við okkur hvernig við getum orðið að liði í því hlutverki sem okkur er ætlað. Þar er auðvelt að villast af leið. Þegar við sinnum þjónustunni við Krist í auðmýkt og einlægni verður starf okkar, Guð til dýrðar og náunganum til heilla.

Mold á vegg

Munu komandi kynslóðir spyrja sig sömu spurninga og vakna í hugum okkar þegar við lesum af hinu ógnvekjandi verkefni Abrahams?

Eyland

Eins og á við um allar góðar framtíðarsögur felur frásögnin í sér viðvörun til samtímans og snarpa ádeilu.

Föstutíð

Upplýsingum er stýrt og nú blasir við okkur að fjöldinn hefur valið sér til forystu fólk sem maður hefði ætlað að myndi ekki komast til áhrifa lengur. Hávaðasöm tíð elur af sér hávaðafólk og heimurinn þarf svo sannarlega á öðru að halda en einmitt því.

Að grafa holu

Hræðslan ekki góður förunautur á vegferð okkar í gegnum lífið. Þá gröfum við holur og ef við setjum ekki talenturnar í þær þá skríðum við sjálf þar ofan í og bíðum átekta.

Kraftaverkagöngur

Þessar kraftaverkagöngur er okkur hugstæðar og ekki verður hjá því komist að bera þær saman við göngu Krists á vatninu.

Við þekkjum Sakkeus

Sakkeus er hluti af þessu eina prósenti í borginni Jeríkó. Hver láir borgarbúum þótt þeir víki ekki til hliðar þegar þeir hafa tækifæri til að mynda mennskan múr á milli hans og gestsins sem heldur inn í borgina?

Kvíðin þjóð á tímamótum

Mitt í velsældinni heyjum við baráttu við ýmsar þrautir. Landlæknir sendi nýverið frá sér þær upplýsingar að Íslendingar slægju flestum við þegar kemur að notkun kvíðastillandi lyfja og annarra geðlyfja.

Þau eru núna

Já, nú erum við mitt í ljósadýrð jólanna. Þau eru núna. Þessi tíð, sem stendur svo kyrfilega á milli fortíðar og framtíðar, minninga og undirbúnings, réttnefnd há-tíð. Þegar við hefjum okkur yfir sviðið, lítum í kringum okkur, gægjumst inn í eigin sálarlíf og hjarta og spyrjum okkur stórra spurninga um hvernig líf er okkur samboðið.

Jólabarn

Við erum enn með augun á jötunni þar sem lífið bærist, en þar sem himneskir herskarar áttu sviðið í gær, er hið jarðneska farið að minna meira á sig.

Og?

Konan á myndinni horfir á okkur og í svip hennar skynjum við bæði þjáningu og stolt. Spurningin sem hún ber fram er ekki löng: ,,Og?”

Takmörk tímans

Það sem lýtur takmörkunum verður eftirsóknarverðara og dýrmætara. Það kann að vera þverstæða lífs og dauða en staðreyndin er þó sú að vitundin um takmörk okkar í tíma, ætti að brýna það fyrir okkur sem endurómar í boðskap trúarinnar, að nýta vel þann tíma sem okkur eru úthlutaður.

Frá fyrstu línu til þeirrar síðustu

Endalok eru allt í kringum okkur. Sífellt kveðjum við eitthvað. Í lok dags á föstudaginn kvöddum við þá vinnuviku og mögulega fannst okkur sem hún væri nýbyrjuð – svo hratt líða dagarnir.

Talað um himnaríki

Sögurnar enda ekki allar vel. ,,Líkt er um himnaríki" – svona hefst frásögnin, en í lokin lesum við um böðla og skuld sem ekki varð goldin nema með óskaplegum þjáningum.

Þegar enginn mætir

Ég sat þarna og beið, og ekkert varð úr messuhaldi. Það var ekki annað að gera en að slökkva á kertum og ganga frá eftir sig, læsa svo kyrfilega dyrunum og keyra í burtu, daufur í dálkinn.

Leikreglur á völlunum

Þó eiga boðorðin tíu margt sameiginlegt með leikreglum á völlunum við Melaskólann. Þau byggja á þeirri sýn að frelsi er er ekki það sama og hömluleysi.

Lottóvinningur eða bílslys?

Hamingjusamt fólk kemur úr öllum stéttum og frá öllum heimshornum, en á það sameiginlegt að það kann þá list að segja takk.

Að gefa rödd

Að gefa hópum rödd, er eitt verðugasta verkefni hvers samfélags. Við erum öll hinsegin, sagði forsetinn, og fyrir okkur ljúkast um orð ritningarinnar um að við erum svo óendanlega dýrmæt í augum Guðs, ekki fyrir það að vera fullkomin – vera öll eins í útliti og háttum – heldur einmitt fyrir hitt, að vera margbreytileg, vera í litum regnbogans sem Biblían notar sem tákn um sáttmála manns og Guðs.

Spámönnum mótmælt

Já, það er vandi að spá, sérstaklega um framtíðina. Og eitt rigningarsumar fyrir þrjátíuogþremur árum fengu Reykvíkingar útrás fyrir regnvota og veðurbarða frústrasjón sína á tröppum veðurstofu Íslands!

Kirkjugrið

Hér á Íslandi hefur kirkjan öðlast dýrmæta reynslu eftir atburðina í Laugarneskirkju og af þeim getum við öll dregið lærdóm. Áfram þarf að sinna þeim sem standa höllum fæti og mæta fordómum. Um leið þurfum við að gæta þess að valda ekki skaða og hugleiða að kirkjugrið snúa ekki eingöngu að þeim sem standa utan kirkjudyranna og leita inngöngu. Þau eiga ekki síður við um okkur sem stöndum inni í hinu helga rými. Kirkjugrið gera ríkar kröfur um varkárni, alúð og vandvirkni sem á að einkenna allt kristið hjálparstarf.

Var þetta þá kanski lífið?

Og svo birtist það manni löngu síðar eins og andartak liðins sumars og við spyrjum okkur eins og skáldið – var þetta þá kanski lífið?

Mark

Leiðin liggur aftur á völlinn, þar sem tilfinningarnar eru svo augljósar. Leikmenn ýmist tapa sér í hamingju eða beygja höfuðið í þjáningarfullri sorg og áhorfendur deila þessum tilfinningum með þeim.

Gestaþrautir

Hátíðina ber upp á þeim tíma árs þegar litunum fer fjölgandi í kringum okkur, tónunum á himnum, skrúðinu í görðum og náttúru. Svona á kirkjan að vera - eru skilaboðin og við vinnum að því marki að auðga sköpunina og margbreytileikann svo að þar fái allt dafnað í gnægð lífsins.

Öldungar

Uppstigningardagur er eins og stór áminning til okkar allra um að lífið er sífellt ferli þar sem hvert tekur við af öðru. Þótt allt það sem lifi hjóti að endingu að deyja er boðskapur dagsins til okkar sá að við berum ríkar skyldur til að viðhalda því góða sem hver kynslóð býr að og miðla því áfram til þeirra sem eiga eftir að erfa það sem við skiljum við.

Við erum bastarðar

Við hér á Íslandi erum upp til hópa bastarðar - svona er talað úr kirkju vestanhafs, vafalítið ekki ósvipaðri þeirri sem við erum stödd í hér og nú. Og mögulega erum við það öll.

Taktur lífsins

Við getum jafnvel velt því fyrir okkur hvort lög og tónar í allri sinni ótrúlegu fjölbreytni séu ekki hreinlega óður til hjartans, takturinn sem allt lífið byggir á fær þar sína lofgjörð. Og rétt eins og lögin birtast okkur í svo margvíslegri mynd eru taktskipti hjartans eitt af því sem varðar mennskuna svo miklu.

Hvað gerum við?

Fólkið á Austurvelli sem lemur í skaftpotta og sendir stjórnvöldum tóninn kann að nefna ýmsar ástæður fyrir reiði sinni. Mögulega má flétta öll þau svör saman svo að þau leiði til þessarar spurningar.

Er allt í lagi með þig?

,Er allt í lagi með þig?” svona spyr einhver hetjuna og hún dustar rykið af jakkanum, þurrkar í burtu örmjóan blóðtauminn af hökunni og viti menn, beinin eru óbrotin. Sagan heldur áfram.

Valdahlutföll á skírdegi

Síðasta kvöldmáltíðin birtir okkur í fyrstu hefðbundinn valdahlutföll þar sem Jesús var í hlutverki fjölskylduföðurins sem úthlutaði matnum til lærisveinannna. En svo breyttist allt.

Spakmælar, drónaþjálfarar, bóseindatæknar

Og þessi dagur ykkar, kæru fermingarbörn, verðandi spakmælar, drónaþjálfarar, bóseindatæknar eða hvað þið komið nú til með að fást við í framtíðinni - er í raun óður til þess hvað það er sem að endingu skiptir mestu máli.

Moldarhyggja og mannhyggja

Auðmýktin, moldarhyggjan eða mannhyggjan, er leiðin okkar að hinu æðsta marki. Þar stendur manneskjan með báða fætur á jörðinni en hugur hennar og andi beinist upp á við. Óður Hrafnkels til varningsins, litríkra slagorða og vörumerkja verður á hinn bóginn að áminningu um fallvaltleikann sem því fylgir að hreykja sér upp en að endingu síga niður í djúpið það sem það mun hvíla um aldur og ævi.

Elsku stelpur!

Krafan að fá að láta rödd sína heyrast hefur ekki fengið ríkan hljómgrunn í gegnum tíðina, það er öðru nær. Og enn í dag heyrum við sams konar ákall þar sem við erum minnt á það hversu langt er í land með að konur sitji við sama borð og karlar. Nærtækt er að rifja upp framlag sigurvegaranna á Skrekk nú í haust, hópnum ,,Elsku stelpur” úr Hagaskóla.

Fólk á flótta

Aldingarðurinn er réttlátt samfélag, þar sem við miðlum öðrum af þeim gæðum sem við höfum svo mikið af. Hann er hluttekningin með hröktum systkinum okkar sem þurfa á okkur að halda. Hann er umhyggjan sem býr í brjósti okkar og meinar okkur að snúa bakinu við þeim sem þurfa á okkur að halda.

Heilbrigt, frjálst, hæft og sjálfstætt

Hvar finnum við röddina í samfélagi okkar sem talar af persónulegri auðmýkt en er drifin áfram í leit að æðri verðmætum og gildum? Hvar er fólkið sem er tilbúið að taka slaginn, mæta mótlæti og sitja undir gagnrýni, jafnvel svívirðingum í nafni þess sem það trúir á og treystir að leiði af sér réttlátara samfélag?

Litrík uppskera

Útlegging hins unga skálds, Óttars Norðfjörð á guðspjalli Jóhannesar reyndist standa traustum fótum í einni af mörgum túlkunarhefðum ritningarinnar.

Martröðin hans Palla

Martröðin sem Palli vaknaði upp af, er vondur draumur þar sem tengslin hafa rofnað, þar sem menning hverfur og einsemd tekur við.

Tómhyggja og tilgangur

Slíkar spurningar voru hluti af ævistarfi Páls Skúlasonar heimspekings, en hann er einn þeirra sem kvaddi okkur á þessu ári. Í nýútkominni bók sem geymir ritgerðir hans og hugleiðingar við ævilok tekst hann á við þessar andstæður tómhyggju og tilgangs.

Frá kynslóð til kynslóðar

Jólagjöfin stóra sem við getum fært til komandi kynslóða er sú að miðla þessum gildum. Það er ljósið sem við flytjum áfram frá kynslóð til kynslóðar.

Sannleikur og ímyndun

Sannleikur og ímyndun renna saman í eitt á helgum jólum.

Jónsmessa og Kristsmessa

Við skulum hugleiða boðskap Jóhannesar skírara á aðventunni þótt Jónsmessan sé ekki á næsta leyti. Það er hins vegar Kristsmessan, þegar við hlúum að því besta sem við eigum og getum gefið öðrum. Þá ættum við að leiða hugann að spámanninum sem í hverju okkar býr, réttlætiskenndinni, umhyggjunni fyrir náunganum, hæfileikanum að geta dregið úr því sem skaðar og eflt hitt sem byggir upp.

Gömul og stór

Hún er vissulega gömul og stór, þessi stofnun, og sú staðreynd kann að valda ímyndarfræðingum vanda því að á okkar dögum viljum við einmitt að allt sé nýtt í dag og svo eftir fáeinar vikur þurfum við að endurnýja það og kaupa okkur eitthvað annað í staðinn.

Að reiðast rétt

Við skulum með sama hætti ganga fram í bæn og góðu fordæmi fyrir bættum heimi. Við skulum leita réttlætis og verja samfélag okkar fyrir ódæðisfólki. Og munum það í þeirri sístæðu viðleitni okkar, að allar góðar dáðir hefjast á sama stað: Í hjarta hvers og eins okkar. Þar sem við þeytumst um í endaleysum tíma og rúms býr engu að síður í okkur það afl sem kærleikurinn er. Vel má vera að hann eigi sér enga hliðstæðu í öllum alheiminum.

Játningar

Játningin greiðir úr tilfinningaflækjum og gerir okkur kleift að hefja nýtt upphaf.

Kærleikurinn er ekki gjaldmiðill

,,Hvað á ég að gera til að öðlast eilíft líf?” Við þessari spurningu er ekkert svar því hún er ekki gild. Guð einn getur ráðið því sem lýtur lögmálum eilífðarinnar. Í þeim viðskiptum erum við aðeins þiggjendur. Við þiggjum fyrirgefningu og náð og kærleika.

Heimur lifenda og látinna

Í mennsku umhverfi gilda reglur og lögmál. Þegar kemur að hinum hinstu tímum, hvílum við okkur í faðmi Guðs og leggjum áhyggjur okkar og sorg þar einnig. Þar getum við örugg dvalið því hann mun vel fyrir okkur sjá.

Gvendarlækur

Nema hvað að á þessum slóðum átti biskupinn að hafa vígt lítinn læk og fylgdi það sögunni að í kjölfarið megnaði sprænan að renna sína leið niður dalinn hvernig sem viðraði, hvort heldur gerðu frosthörkur að vetrarlagi eða langvinnir þurrkar. Gvendarlækur, lagði hvorki né þvarr.

Myrkur tónn, björt sýn

Dómur byggir alltaf á einhverri forsendu. Hún kann að vera skráð í lögbækur, réttarkerfi, siðareglur. Þar eru orðaðar þær hugsjónir sem mannlegt samfélag á að lifa eftir. Sá er einmitt útgangspunkturinn í því áfelli sem hér er flutt.

Heimurinn skiptist í tvennt

Heimurinn skiptist í tvennt en markalínan liggur ekki um landsvæði, efnahag, tungumál eða trúarbrögð. Hún liggur í gegnum hjarta okkar sjálfra. Þar drögum við línuna á milli þess hvort við hrifsum eða deilum. Hvort við græðum á heiminum eða auðgum hann. Þessu verður hver og einn að svara fyrir sig.

Hann talaði um syndina

Já, og svo þegar þið komið heim, er aldrei að vita nema að heimilisfólkið spyrji, um hvað presturinn hafi nú talað í ræðunni. ,,Jú, hann talaði um syndina", getið þið þá sagt. ,,Og hvað sagði hann um syndina?" verður þá kannske spurt. ,,Tjah - hann var nú ekkert svo mikið á móti henni!"

Paradísarmissir og paradísarheimt

Það er eins og atburðarrás dæmisögnnar hafi verið stöðvuð. Andartökin sem eldri sonurinn vill ekki yrða á bróður sinn, verða að fjörutíu ára þögn. Við erum stödd einmitt á þeim stað í frásögninni af hinum íslensku bræðrum. Það er jú paradísarmissirinn sem myndar bakgrunn myndarinnar.

Kinnroði

Kinnroðinn er í orðum Páls postula settur í samband við þann hroka sem menn hafa sýnt á öllum tímum þegar sem þeir hafa talið sig höndla þekkinguna og vita allan sannleika.

Grænt

Reykjavíkurskáldið Tómas orti, að gömlu símastaurarnir grænkuðu á ný, við yndisleik vorsins og öll skiljum við hvað hann er að fara. Grænn er litur lífs og góðra væntinga.

Meira maður

Páll Skúlason nefndi að það væri ekki hlutverk menntunar að gera okkur að meiri mönnum, heldur meira að mönnum.

Kemur þetta á prófi?

Langur tími hefur liðið frá því þessi orð voru flutt og mikil þekking hefur safnast upp. En svo merkilegt sem það nú er, bendir allt til þess að ekkert sé manneskjunni dýrmætara til vaxtar og þroska en einmitt þetta - að njóta kærleika sem setur engin skilyrði.

Ótti

Vísindin draga upp merkilega mynd af því ferli sem á sér stað í líkama okkar þegar við verðum hrædd. Þá fara efnaversksmiðjur í gang, hormón sprautast út í blóðið sem raunverulega taka af okkur völdin.

Ólíkir hirðar

Hugmyndin um hinn góða hirði er sígild. Hún birtist okkur í elsta sálmi Norðurlanda - þar sem skáldið ávarpar Guð sinn sem konung og talar frá hjartanu þaðan sem hann leitar hjálpar himnasmiðsins.

Vorleysingar

Páskarnir eru engin smá hátíð. Þeir vorið í kirkjunni og í lífinu. Þeir taka við að loknum köldum dögum föstunnar þegar við hugleiðum líf okkar og háttu og spyrjum hvernig við getum bætt okkur og lagað þá bresti sem við rogumst með í gegnum lífið.

Hold fyrir hold

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hold fyrir hold - svo hljómar hið forna lögmál og birtist í þeirri mynd að til þess að koma á jafnvægi og sátt, já friði, þurfi að færa fórn.

María og Joiti

Lofsöngur Maríu er magnaður texti og þar fæst innsýn í mikilvæga þætti hins biblíulega boðskapar sem lýtur að því að trúaðir einstaklingar eiga ekki að láta það viðgangast að fólk sé kúgað og niðurbeygt.

Orð

Orðin eru allt um kring. Þau gleðja og særa, upplýsa og blekkja, orðin sýkna og dæma, skýra og flækja.

Að drottna og þjóna

Í svari Krists birtist okkur jú valkostur við hina ánetjandi löngun til að stjórna. Og það er þjónustan.

Kirkjan er kross

Já, kirkjan er kross og við erum stödd inni í krossi á þessari stundu.

Kirkja fólksins

Listamaðurinn málar verkið inn í kirkju sem með réttu er kirkja fólksins og dregur það fram með þessum afdráttarlausa hætti. Hversu viðeigandi er það í ljósi þess að frumkvæðið kom fram þessum öflugu konum sem vildu auka veg og vanda samfélagsins og þeirra sálna sem það samanstendur af

Lærisveinar á villigötum

Það er eitthvað einstaklega nöturlegt þegar kuldinn, hatrið og hin mannfjandsamlega hugsun birtist okkur í nafni háleitra hugmynda trúarbragðanna. Ef slíkt er mögulegt hjá fylgismönnum Múhameðs, af hverju þá ekki hjá lærisveinum Krists?

Kári í freyðibaði

Ég á örugglega eftir að segja söguna af Kára í freyðibaði aftur, svo skemmtileg er hún. Hún segir okkur líka svo margt um samfélag feðga á köldum vetrarmorgnum. Hún minnir á tíma sem eitt sinn voru og skapar kærar minningar og hugamyndir.

Já, ég skipti máli

Hvað er þá þetta með eldsvítið og eilífar þjáningar hinna fordæmdu?

Undrun og efi

Hversu gaman er það að leyfa sér að fyllast undrun yfir þeirri staðreynd að hér er ljós, land og haf, stjörnur á himni og jörð undir fótum, fólk til að tala við og hugur sem brýtur hlekki tíma og rúms í endalausum hugsunum? Já, hversu gaman að gera furðað sig á því að eitthvað er til frekar en ekki neitt?

Með guðfræðingum og heimspekingum

Þetta eru skilboð Biblíunnar til okkar í dag þegar við, sem guðfræðingar og heimspekingar hvert í sínum heilabrotum hugleiðum þær ráðgátur tilverunnar sem okkur eru huldar.

Sanngirnilegt?

Fórn Abels þótti Guði vera girnilegri en sú sem Kain færði honum. Var það sanngirnilegt?

Fótbolti og flís í auga

Augað er ekki aðeins líffæri. Augað er líka tákn um ógnun, yfirráð, ögrun. Fiðrildið í frumskóginum er með tvö risastór „augu“ á bakinu. Frábært gervi sem ekki felur lífveruna heldur þvert á móti vekur á henni athygli. Og svo þegar fuglinn sveimar yfir laufinu og leitar að skordýri í gogginn blasa skyndilega við honum þessi tvö ógnarstóru – augu sem horfa gráðug á hann. Rándýrið verður í einni svipan að bráð og það forðar sér eins og vængir toga.

Þjóðbúningar og annað erfðagóss

Gullna reglan geymir meiri og margslungnari boðskap en okkur kynni e.t.v. að gruna í fyrstu. Í henni býr áminning um að við eigum að sinna hlutverki okkar gagnvart öllum þeim sem eru í samfélagi með okkur hvar sem þeir kunna að vera og á hverjum þeim tíma sem þeir kunna að vera uppi á.

Slökkt og kveikt

Hið framandlega ógnar okkur og okkur hættir til þess að dæma fólk og meta það léttvægt. Þá kemur að því að minnast þess að kristnir menn eru endurfæddir. Við endurræsum okkur, við stígum út úr aðstæðunum og hugleiðum það hver köllun okkar er og tilgangur. Þá sjáum við fordæmi Krists og þá leiðsögn sem hann veitir okkur.

Uggur og ótti

Ungmenni situr eitt í stóru húsi og það er eins og brestirnir í ofnunum séu fótatak og vindurinn bankar á gluggana þótt enginn sé þar fyrir utan. Síðar meir í lífinu tekur myrkfælnin á sig nýjar myndir.

Tímamótakvöld

Hér í Keflavík undirbúum við okkur fyrir að minnast þeirra tímamóta þegar hér reis helgidómur uppi á völlunum fyrir ofan bæinn. Þetta var ótrúlegt afrek og ber vott um það hversu einbeittir bæjarbúar voru til þess að byggja hér upp öflugt samfélag. Við rifjum upp þessa sögu á tímamótakvöldunum okkar og kynnumst þar ólíkum hliðum á þessari sögu á ólíkum tímum.

Vín verður til

Já, vínið endist og það sem meira er – það er ekkert smáræðis mál að búa til vín.

Að ná sér

Vart opnum við dagblað, hlýðum á ljósvakamiðla eða rennum okkur eftir yfirborði samskiptamiðlanna án þess að við lesum um þennan eða hinn sem er að ná sér.

Tímaspan

Ekki bara finnum við stundirnar fæðast og deyja, þær flýta sér æ meir við þá iðju eftir því sem á ævi okkar sjálfra líður.

Keflavík er ekki til

„Keflavík er ekki til“, ekki þessi sem hann segir frá í sögunni, enda er þetta ekki raunsönn lýsing á staðháttum hér. Þetta er saga hins hverfula, þess sem aldrei varð og hvarf í djúp tómlætis og brostinna vona.

Hvorki úr grjóti né tré

Loks er jatan táknið um þann stað þar sem fjársjóðir okkar liggja. Hún lýsir hjarta hins kristna manns

Þú ljúfa liljurósin

Nú er runnin upp hátíð og hátíðin er engin venjuleg tíð. Við heyrum það svo vel í sálminum fallega sem kórfélagar hafa sungið inn í predikunina hvað hátíðin felur í sér.

Hagfræði 107

Þó orð Jesú beinist að smápeningunum tveimur er þessi hagfræði hans ekki öll þar sem hún er séð. Hið agnarsmáa verður ekki meira hinu risastóra, bara fyrir eina hendingu, því önnur verðmæti eru varanlegri.

Sumt endist, annað ekki

Sumt heldur gildi sínu en annað ekki. Og erindi Biblíunnar til okkar er alltaf það sama. Við erum of dýrmæt í augum Guðs til þess að við setjum okkur fánýta mælikvarða á líf okkar og tilgang.

Lögmál haustsins

Lögmálin blasa við okkur hvert sem litið er. Í litunum laufblaðanna, í oddaflugi gæsanna, í erli smáfuglanna í görðunum okkar. Lögmálið teygir sig inn í hjörtu okkar og við erum minnt á það að nýta vel þær stundir sem okkur eru gefnar.

Á öfugu nótunum

Þessir valkostir senda okkur beint inn í kviku kristinnar trúar. Það er þetta sem Kristur vill sýna okkur þegar hann mætir þessu ólíka fólki. Og allt verður einhvern veginn öfugt í höndum hans. Hinni bersyndugu er tekið opnum örmum en hinn réttláti fær áminningu.

Jesus fær ríkisborgararétt

Á þeim tíma þegar sjúkir, holdsveikir, fátækir, já og útlendingar voru hafðir utangarðs í samfélögum, hlúðu kristnir menn að slíku fólki og veittu því fæði og klæði. Já og húsaskjól. Þetta vakti athygli í því umhverfi þar sem þeir störfuðu

Vargatal

Boðorðin tíu eru sannarlega skarpur spegill á manninn. Þau minna okkur á þá staðreynd, að það að vera manneskja er flókin jafnvægislist. Bilið er stutt á milli góðs og ills. Skammt er á milli vina og varga.

Skýrðu mér frá vegum þínum

Kristur átti ekki bara svör á reiðum höndum. Nei, Kristur spurði.

Vorlaukar

Kristur hvarf ofan í djúpið, rétt eins og laukarnir sem við potuðum niður í freðna moldina.

Slíkra er Guðs ríki

Við erum í sporum málleysingjans, hins veikburða og þess sem getur í raun ekkert gert nema að taka við og þiggja.

Vanmáttur og vald

Ræturnar liggja djúpt í sálu þeirra sem grimmdarverkin vinna. Hvað lýsir betur djúpstæðri vanmáttarkennd og ræfilshætt en það að beita liðsmun, aflsmun og yfirráðum til þess að knýja aðra manneskju svo undir vilja sinn?

Heimsenda frestað

Gróðursetjum okkar vonartré, byggjum upp það sem við trúum að muni bera ávöxt og njótum þess að rækta, styrkja og bæta þær góðu gjafir sem skaparinn hefur látið okkur í té.

Núll

Núllið, sem ekkert er, er þó andartakið þegar við bara erum.

Besti dagur ársins

Það er auðvitað engin ástæða til þess að taka þennan dag svona hátíðlega. Sumardagurinn fyrsti getur líka verið eitt dæmið af mörgum um sérvisku þessarar skrýtnu þjóðar.

Höndin sem hlífir og hirtir

Hvaða hugsanir sækja að þeim sem skynja það að senn verður tilveran ekki lengur fortíð, nútíð og framtíð – eins og er hjá okkur – heldur bara fortíð. Engin nútíð og engin framtíð? Þá sækir fortíðin á hugann.

Vöxtur

Já, hvað þarf til þess að eitthvað vaxi? Það byrjar allt með þeirri orku sem í brjóstum okkar býr.

Útlegð

Aldingarðurinn okkar getur verið réttlátt samfélag, sem hverfur af réttri braut. Hann getur verið ástarsamband sem spillist. Hann getur verið vinátta sem bregst. Traust, sem rofnar. Sönn og einlæg trú sem verður sjálfhverf, fordómafull og dæmandi og víkur af hinni réttu braut

Sálarþorri

Siðblindan er vetrarlandslagið í mannsálinni. Þar þekkist ekki samlíðan, sannleikurinn er einskis virði og öll þau tengsl sem mynduðu eru við annað fólk hafa það eina hlutverk að hjálpa hinum siðblinda að klífa upp metorðastigann.

Gaman í Kana

Lúther var hugfanginn af þessu guðspjalli. Í hans túlkun er vatnið á kerjunum tákn fyrir hina gömlu tíma – þá sem hann kenndi við lögmálið.

Það sem endist

Sálmurinn fjallar um þessar tilfinningar okkar og hann er ortur af sannri tilfinningu. Þar er ekkert of eða van heldur er einlægnin sönn. Og einlægnin fetar alltaf meðalhófið.

Allt gott?

Hvernig hefði það annars verið ef myrkrið hefði skyndilega ljómað upp, himneskar hersveitir komið að ofan – og englarnir hefðu sagt eitthvað á þessa leið – „Jæja, er ekki bara allt gott?“

Haustvindar

Ástsæll listamaður nefndi á dögunum þá sem ganga um, með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni, en sjaldan er þó falsið svo augljóst.

Bannorð og boðorð

Þú skalt ekki hafa aðra Guði, þú skalt ekki leggja nafn Guðs við hégóma, þú skalt ekki myrða, stela, drýja hór, þú skalt ekki ljúga, ekki girnast. Setningarnar sem byrja á orðunum, „Þú skalt ekki“ hljóma eins og svipuhögg þegar þær eru lesnar hver af annarri.

Þegar völdin taka völdin

Að mínu mati er þessi sýn svo dýrmæt að kirkjan ætti að hafa hana að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Þessi orð ættu að standa yfir hverjum kirkjudyrum, vera á bréfsefni safnaðanna og á öllum þeim stöðum þar sem menn koma að stjórn og skipulagi kirkjunnar

Lögmál

Þegar Jesús talar um himnaríki – fer ekki á milli mála að þar ríkja ákveðin lögmál. Þar er ekkert af tilviljun. En hvar liggja mörkin? Hverjir eru þeir fiskar sem valdir eru úr og hverjum er hent í eldinn?

Af meintri skaðsemi trúarinnar

Um leið og við hljótum að fagna framrás fræðanna, ættum við að fara varlega í sakirnar þegar við drögum ályktanir af því sem fyrir okkur er upp lokið hverju sinni.

Fjötrar

Sjálfboðaliðar koma hér saman á miðvikudagskvöldum á kvöldum sem við köllum Gott kvöld í kirkjunni. Þetta er ótrúlegur hópur. Þarna er fólk sem lætur mann sannarlega fara á tærnar og gæta þess að dragast ekki aftur úr þeim með allan þann fídonskraft sem hann einkennir. Já, kraft Guðs sem frelsar hvern man sem trúir.

Ævimorgunn

Þessi tímamót hafa sterka samsvörun við lífið og í textum Biblíunnar sem lesnir eru í kirkjum um þetta leyti er barnæskan ofarlega á baugi.

Á fljúgandi ferð

Það er eitthvað magnað við það að velta því fyrir sér að við skulum vera stödd á þessum hnetti sem hringsnýst úti í svörtu tóminu utan um brennheita stjörnuna.

Hættan og hetjan

Hitt er svo þverstæðan í þeim vangaveltum, að einmitt mótlætið kallar fram hugrekkið og fórnfýsina sem getur verið af slíkum toga að menn minnast þess áratugum síðar.

Von okkar allra

Jólaguðspjallið birtist okkur stundum sem glansandi mynd. Í innsta kjarna sínum leynist þar ólga og öflugur boðskapur um útilokun og flótta.

Systkinin stóru

Víst erum við alvön því að fólki sé skipt niður eftir verðleika. Sú iðja er ekki alltaf fögur, eins og við vitum. Hér er hins vegar augljóst hvað það er sem Kristur horfir til. Það er ekki kyn, ekki kynþáttur, ekki kynhneigð. Það er ekki tungumálið, ekki ættin, ekki stéttin...

Það sem ég ætla ekki að gera

Verkefnalistar eru bráðnauðsynlegir til þess að henda reiður á öllu því sem þarf að gera en ég hef samt oft velt því fyrir mér hvort við ættum ekki að búa okkur til lista sem sýna hið gagnstæða. Hversu margir eru með lista yfir það sem þeir ætla ekki að gera, eða hætta að gera?

Stjórnalagaþing sálarinnar

Hvernig myndu slíkar reglur annars líta út? Þetta gætu verið almennt orðuð markmið um það hvert stefna eigi, hvað eigi að gera og fyrir hverju þurfi að berjast. Svo má auðvitað horfa á það úr hinni áttinni einnig: hvað eigum við að hætta að gera? Hverju þurfum við að venja okkur af? Þessi spurning á líka fullt erindi inn á stjórnlagaþing sálarinnar: Fyrir hvað megum við þakka?

Hvað blasir við?

Situr ekki þjóðin löskuð eftir? Hún hefur vissulega fengið að kenna á ýmsum lögmálum með ónotalegum hætti. Ekki neitum við því, en sannarlega voru þar aðrir guðir að verki sem teymdu menn áfram á bindinu niður í öldudal kreppu og himinhárra skulda. Ekkert í ritningunni mælti með því háttarlagi sem komið hefur okkur þangað sem við erum.

Áin rennur

Verið eins og Galíleuvatn, ekki vera Dauðahafið

Skapandi forysta

Það er einmitt okkar hlutverk, kristinna manna, að rísa upp og verja þau verðmæti sem við vitum að erum dýrmæt á öllum tímum.

Upprétt og auðmjúk

Kristur sýndi okkur í hverju sú sanna upphefð felst. Hann lýsir hinum auðmjúku en uppréttu leiðtogum hvað eftir annað í frásögnum sínum.

Hellingur af peningum

Að eignast „helling af pening“ eða tapa „helling af pening“ – er það ekki mælikvarðinn?

Af kartöflum og mönnum

Haustverkin ráða því ekki hversu mikil uppskeran er. Nei, þá fyrst kemur í ljós hvernig staðið var að verki um vorið og fram eftir sumri. Já, nú er uppskerutími í náttúrunni. Í lífi okkar er uppskeran allt árið um kring alla ævina.

Gestalistinn

Þar er ekki bara Ívar Guðmunds, Arnar Grant og Unnur Birna heldur líka Jón á Nesvöllum, hann Villi okkar, Árnína blessunin og allir þeir aðrir sem tilheyra söfnuði Guðs.

Fjölbreytni

Við erum ekki kölluð til þess að gera alla eins, nei við erum kölluð til þess að hlúa að margbreytileikanum, auðga lífið og fjölga litum í öllum þess tilbrigðum.

Lífið er alls ekkert leiðindarspil

Því hamingjan er þar sem við erum stödd hverju sinni. Hún leynist á ótrúlegum stöðum eins og konurnar upplifðu þar sem þér héldu að gröfinni hinn fyrsta páskadagsmorgunn.

Verndaðu mig frá því sem ég vil

Til þess að finna hamingjuna þurfum við að leita á réttum stöðum og við þurfum að beita okkur sjálf aga til þess að missa ekki sjónar á markinu. Tvær mikilvægar leiðarstikur vísa okkur meðal annars veginn þangað

Eins og stór fjölskylda

Kristur er líka nýbúinn að þvo fæturna á lærisveinunum sínum, sem er annað tilefni undrunar! Allt er þetta yfirlýsing um það í hvaða anda kirkjan á að starfa.

Hvar eru leiðtogarnir?

Hvar eru leiðtogarnir, kæru vinir, nú þegar við þurfum mest á þeim að halda? Eru þeir nær en okkur grunar?

Glímt við Guð

Stundum tekst maðurinn á við Guð. Hann gerir það þegar hann horfir upp á óréttlætið og þjáninguna sem slær niður þá minnst varir.

Vöxtur og viðgangur

Biblíudagurinn er runninn upp. Vissuð þið það kæru kirkjugestir? Þegar þið risuð úr rekkju í morgun og undirbjugguð ykkur fyrir daginn – voruð þið þá meðvituð um sérstöðu þessa sunnudags?

Veisla í myrkri

Hvað á þessi máltíð sameiginlegt með textum þessa sunnudags. Jú fyrir því eru tvær ástæður og þær tengjast báðar textum dagsins. Annar textinn fjallar um myrkur en hinn fjallar um veislu. Hvernig gat ég annað en deilt þessu með ykkur?

Ævintýri

Hvað skyldi hann hafa rætt við fræðimennina? Hvað var það í spurningum hans sem kom þeim í bobba? Opinberaði hann einhverjar glufur í þekkingu þeirra? Á hvað benti barnið?

Skaupið, árið eitt

Hvernig fannst ykkur skaupið? Svona spyrja menn gjarnan á þessum fyrstu dögum ársins. Viðmælendur mínir eru flestir sáttir við skaupið í ár. Sérstaklega finnst fólki lokaatriðið gott þar sem ,,skrúðkrimmarnir“ voru leiddir í fangabúningum út úr hrunadansinum.

Sísyfus

Stundum sækir að manni sú hugsun að hlutskipti Sísyfusar sé í raun hlutskipti okkar.

Hjartsláttur

Í þessum hjartslætti er ekki bara fortíð okkar – svo langt sem hún nær. Nei í honum býr líf okkar og framtíð.

Heiðarleiki

Þjóðkirkjan er í raun ótrúlega öflug en hún minnir stundum á sofandi risa. Fyrir áratug fékk hún skýr skilaboð um að heiðarleikinn væri sú dygð sem hún ætti að tileinka sér.

Velferð, hamingja og lífsgildi

Okkur er hætt við því að leika hlutverk fórnarlambsins sem lætur orku sína liggja ónýtta. Við höfum hins vegar alltaf svigrúm til þess að virkja orkuna – já vera virk hvar sem við stöndum og á hverju því sviði sem þjónusta okkar lýtur.

Ránglæti og réttlæti

Rík er þessi hugsun og eins réttlát og hún virðist vera í eðli sínu blasir við hið hróplega óréttlæti sem hún endurspeglar og birtir.

Heilsufræði sálarinnar

Hvað er heilsa? Hvað er heilbrigt? Víst verður það ekki eingöngu mælt og metið út frá því sem maðurinn setur í sig og hversu fljótur hann er svo að brenna því á brettinu.

Múrar og brýr

Þegar við hugleiðum málið nánar sjáum við að ótal margt í lífi okkar og sögu má skoða í ljósi þessara tveggja andstæðna, hindrana og þess sem greiðir förina.

Keflavíkurkirkja 1915

Ég einsetti mér það að flytja þessa frásögn um glataða soninn án þess að minnast á útrásarvíkingana og sé ekki betur en að það hafi tekist, eða hvað?

Unaðsdalur

Unaðsdalurinn sem bíður okkar verður örugglega líkari þeim sem er þar fyrir vestan, hógvær og lágur, mjúkur undir fót. Hann verður í sjálfu sér eins og ljúf áminning til okkar um að farsældin býr ekki í taumleysinu og óhófinu. Hin sanna velferð, já hinn raunverulegi unaður byggir á því réttlæti sem Guð kallar okkur til.

Í voða, vanda og þraut

Boðskapur trúarinnar er ekki ósvipaður vita sem lýsir í myrkrinu. Hann er óháður því hversu þugnvopnaður nútíminn er og hversu hratt hann siglir. Nei, þessi skilaboð eru skýr. Þau kalla okkur til ábyrgðar gagnvart gjöfum Guðs og minna okkur á hlutverk okkar.

Upp og niður

Í manninum mætast því hugtökin tvö – upp og niður. Lýsir það ekki vel hugsunarhætti okkar þar sem við erum stöðugt með vísanir í þessar tvær höfuðáttir.

Sumarið er ekki bara tíminn

Sá sem er með sumar í hjartanu heldur sínu striki þótt vindar kunni að blása og éljadrífur næði.

Krossgötur

Mætum við mótlætinu með þeim hætti að við látum það svipta okkur allri von? Leyfum við hríðinni að afmá sérkenni okkar og sérstöðu? Verður mótlætið til þess að við töpum áttum og glötum tilfinningu fyrir tíma og rúmi?

Augun okkar

Hið virta tímarit Time gerir þessum málum skil í forsíðugrein í síðasta tölublaði. Vísað er til fjölmargra vísindamanna, sem komist hafa að samhljóða niðurstöðum í þessum efnum, eða eigum við að segja, viðurkenna græðandi mátt trúarinnar.

Leiðarljós og þjónusta

Nú hefur margt breyst. Leiðtogarnir sem samfélagið hampaði hér til skamms tíma njóta lítilla vinsælda nú svo vægt sé til orða tekið. Í Krossgötuþætti sínum í gær í Ríkisútvarpinu fullyrti stjórnandinn, Hjálmar Sveinsson, að leiðtogum væri vart treystandi.

Stýrivextir í hámarki

Samfélög sem byggð eru upp með það að markmiði að efla og bæta þá sem þau skipa hafa ómetanlegu hlutverki að gegna og ekkert getur komið í staðinn fyrir þau. Í kirkjunni koma saman frjálsir einstaklingar sem hafa greiðan aðgang að Guði sínum í gegnum lestur ritningarinnar og bæna. En þar sem slíkt fólk kemur saman er von á miklu meiri árangri. Þá deilir það reynslu sinni hvert með öðru, það sameinast í tilbeiðslu sinni og það styður hvert annað í blíðu og stríðu.

Veldu svo þann sem að þér þykir verstur

Sakkeus er manneskjan sem missti sjónar á því hvað er að vera manneskja. Hann er fíkillinn sem er hefur ekki stjórn á aðstæðunum, hvað þá sjálfum sér og fíknin getur verið sterkari öllum öðrum hvötum.

Börn!

Börn geta kallað fram ugg. Þau kallað fram sára angist. Sjáum við fyrir okkur forsíðu blaðanna af brostnum augum barnanna á Gazaströndinni sem þola hörmungar daga og nætur?

Blessun

Og ef við höldum að brot úr sekúndu sé stuttur tími ættum við að setja okkur í spor silfurverðlaunahafans í 100 m. hlaupi á ólympíuleikunum nú í sumar!

Þrátt fyrir allt

Já, þrátt fyrir allt eru jólin komin og þau minna okkur stöðugt á það að „þrátt fyrir allt“ er kærleikur Guðs yfir okkur og hann lýsir okkur leiðina. Jólin eru einn fasti tilverunnar sem kemur hvernig sem aðstæðurnar eru og tala til okkar á sinn sérstaka hátt.

Fortíð, framtíð, nútíð og hátíð

Nú er nóttin runnin upp. Fyrir skömmu var kvöld þetta í framtíð. Senn verður það í fortíð. Nú er það nútíð. Þetta er auðvitað engin venjuleg nútíð: þetta er hátíð. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist.

Hugleiðing um kórsöng og lífið á aðventu

Fátt veit ég skemmtilegra en að hlýða á kóra syngja. Það færir tilfinningarnar á æðra plan og getur lifað í minningunni um langa hríð. Það er líka gaman að horfa á kóra, sjá öll þessi andlit sem hafa æft sama stykkið en bjóða samt upp á svo margar ólíkar útfærslur af því.

Pappakassinn og rekkjan

Maðurinn sem eitt sinn var lamaður en hafði nú mátt, gekk heimleiðis með rekkjuna sína. Fjársýslumennirnir sem eitt sinn höfðu völd og auð ganga nú heim til sín með pappakassann í höndunum. Leiðin er sú sama og aðstæðurnar jafnvel einnig.

Að horfa til góðs

,,Ég mun líta hann til góðs“ segir í texta Jobsbókar. Kristin trú snýst um það að líta til góðs, að sjá lífið í réttu ljósi. Að horfa á sköpunina með jákvæðum augum og skynja þar vettvang starfa okkar

Gospel

Þetta er Guð paþosins, Guð gospelsins – sem minnir okkur á það að taka stöðu með þeim sem hrjáður er og smáður í heimi sem einkennist oftar en ekki af eigingirni og græðgi.

Fyrstu kennimennirnir

Konurnar sem fóru með allan sinn farangur upp að gröfinni sneru þaðan aftur sem hinir fyrstu kennimenn.

Vatn og vín

Hver veit nema að einhverjir lærisveinanna hafi flissað í fyrstu þegar Kristur skipti svo rækilega um takt í atburðarrásinni, yfirgaf hina gildishlöðnu og dularfullu athöfn við borðið og bjó sig undir það að fara að þvo á þeim fæturna?

Staður hamingju

Kæru fermingarbörn: þetta er staður gleði og upplifunar – og þetta er kirkjan ykkar.

Plast í paradís

Þarna mætast andstæðurnar: hafsvæðið sem í huga okkar er táknmynd hins óspillta – og vettvangur ótal frásagna af sakleysi og náttúrulegri paradís. Og svo plastið, sem getur verið samnefnari fyrir lestina í fari okkar.

Sáðkornið geymir upplýsingar

Það virtist vera kraftaverk í augum forfeðra okkar en fyrir tilstilli vísindanna hefur okkur opnast heimur sem ber með sér ekki minna kraftaverk. – Innri bygging frækornsins, þessi þétti harði massi – hefur í sér að geyma svo ótrúlega flókna byggingu þannig að allt erfðamengi lífverunnar er þar að finna og bíður þess eins að verða að veruleika.

Er ég trúarleiðtogi?

Tilefni þessara vangaveltna minna er skoðanakönnun sem gerð var nú í vikunni um það hvaða starfstéttum fólk segist treysta.

París - Sandgerði

Reynsla þessi sýndi mér það sem aldrei fyrr að einu gildir hvers eðlis skilaboðin eru, veruleikinn sem við okkur blasir eða það sem í hendur okkar er rétt – ef móttakan er ekki sem skyldi. Ef við skellum skollaeyrum við því og látum okkur það í léttu rúmi liggja verður ljósið sem skín í myrkrinu – ljós heimsins sem á að vísa okkur leiðina okkur ekki notadrjúgt.

Í Jesú nafni

Hún er um margt frábrugðin þeirri kennd sem grípur okkur þegar við lítum í spegilinn að morgni nýársdags. Sjáum kannske úfið ár, bauga undir augum, erum ekkert alltof sátt við neysluna og óhófið á hátíðinni og dagana þar á undan, bítum á jaxlinn og lofum því að frá og með þessum degi verði líf okkar gjörbreytt!

Lögmál jólanna

Allt er það í anda þessarar hátíðar. Hversdagarnir eru hverjum öðrum líkir. En hátíðin sækir líkindin annað. Hún sækir lengra aftur og kallar fram hugarástand liðinna ára og áratuga. Og gefur okkur um leið þessa notalegu tilfinningu – að við tilheyrum einhverju sérstöku; tilheyrum fjölskyldu og tilheyrum merkilegum hópi sem nær aftur aldir og árþúsund í tímann – kristinni kirkju.

Á því leikur enginn vafi

Hversu flókið væri líf okkar ef traustsins nyti ekki við? Það sjáum við best þegar við göngum inn í umhverfi þar sem traustið er ekki lengur til staðar, þar sem trúnaðurinn hefur verið rofinn.

Auratal

Hún gengur inn á sjónarsviðið í kjölfar þessara orðaskipta þar sem skikkjum hefur verið svipt, yfirlæti, mælska og tilgerð hafa greinilega borið alla einlægni ofurliði eins og lesa má út úr orðum Krists.

Kirkjuhreyfingin

Þegar menn finna kirkjunni samlíkingu verður skipið oft fyrir valinu. Hvers vegna? Jú, vegna þess að eðli þess er að vera á hreyfingu. Það má ekki stranda á einhverju skeri bókstafstrúar og afturhalds þegar það þarf að geta haldið áfram í gegnum söguna, miðlað góðum boðskap og haft áhrif til batnaðar á samfélag sitt og umhverfi.

Leðjan gefur líf!

Kristur opnar augu okkar eins og hann opnaði augu mannsins í frásögninni. Hann gerir þurran jarðveginn að gróðurmold eins og þegar hann breytir duftinu í leðju sem hann ber á hinn blindfædda. Lífgefandi leirinn tekur við af dauðu efninu.

Erindi á okursíðuna

Ég ætla að deila þeirri tilfinningu með ykkur kæru kirkjugestir að stundum líður mér eins og ég hafi álpast inn í tímavél einhvern tímann á kyrrstöðuskeiði síðasta áratugar og rankað við mér í fjarlægri framtíð.

Kom María meiru í verk?

Þeir sem velja góða hlutann hugsa vandlega um stefnuna sem þeir taka í lífinu. Þeir leggja eyrun við samviskunni sem talar við þá en kæfa ekki rödd hennar með ærandi hávaða.

Full af kvíða

Já, óttinn birtir umhyggjuna. Við óttumst um það sem okkur er annt um og okkur er kært. Stundum erum við með óttakennd í brjósti eða jafnvel í maganum dögum saman. Eitthvað hvílir á okkur. Eitthvað liggur þungt á okkur. Hvað er það?

Grillað að loknum páskum

Það er jú eitt megineðli kirkjunnar. Hún er samfélag sem mætir fólki á þess eigin forsendum. Rétt eins og Kristur gerði á starfstíma sínum hér á meðal manna.

Að setja sig í spor

Jú, því hér er að verkum, held ég, ein af dýpstu kenndum mannsins: samlíðanin og samkenndin. Hún birtist sannarlega í ótrúlega fábreyttri mynd þarna – rækilega mjólkuð af þeim sem lagt hafa fjármagn í þennan leik.

Frá hundrað og niður í núll

Með sama hætti getum við spurt okkur hvernig við viljum lifa lífinu og hvort við höfum tækifæri á því að hægja á okkur frá hundrað og niður í núll þegar aðstæður krefjast þess. Hvernig er hemlakerfi okkar útbúið? Hvernig röðum við verðmætum í lífi okkar í forgang þegar við metum það hvað er þess virði að nema staðar?

Orðsending til afa og ömmu

Þessi hópur sem hér kemur saman gegnir þar grundvallarhlutverki. Heyrt hef ég fræðimenn á sviði þróunar tala um það sem eina af forsendum þeirrar framþróunar sem maðurinn hefur náð í árþúsundanna rás hvernig samfélagsgerðin bauð upp á það að börnin fengu stórbætta kennslu umfram það sem tíðkaðist annars staðar í ríki náttúrunnar. Hvaðan kom það nám?

Ljósmetið okkar

„Hver óskar sér þess á banabeðinu að hafa unnið meira?“ Svona hljóðaði spurning blaðamanns í upphafi greinar í Morgunblaðinu nú á dögunum. Umræðuefnið var kunnuglegt: Á það var bent hve miklu máli samverustundir okkar með börnunum okkar skipta og hverju við fáum til leiðar komið í uppeldinu.

Krossinn í vegarkantinum

Tókuð þið eftir krossinum sem stóð við veginn á leiðinni hingað austur? Hann var þarna í vegarkantinum á þeim slóðum þar sem við erum vön að greina skilaboð í gegnum einfaldar myndir og viðurkenndar ímyndir úr menningunni. Skuggamyndir af fólki og skepnum, tölustafir, mismunandi form og litir – allt miðlar þetta til okkar upplýsingum rétt eins og þarna stæði samfelldur texti.

Gott gildismat

Já, skelfilegt væri það nú ef vinaleiðin í grunnskólunum miðlaði nú nýjum viðhorfum til barnanna. Hvað ef einhver segði að annað skipti máli en útlitið, að aðrar fyrirmyndir væru inni í myndinni en þær sem birtast í slúðurfréttunum? Hvað ef einhver segði í fullum trúnaði að unglingurinn sé dýrmætur í sjálfum sér og mikilvægur fyrir það sem hann er.

Skynjuðu þau helgina?

Nú í síðustu viku sótti ég málþing í Skálholti á vegum Siðfræðistofnunar er hafði yfirskriftina: „Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans“ Málþingið var hið fróðlegasta og kom margt skemmtilegt þar fram enda voru þarna samankomnir einstaklingar frá þeim stofnunum hérlendis sem hafa hvað mest áhrif á það hvernig staðið er að kennslu og aðbúnaði barna hérlendis á okkar dögum.

Sátt

Kristin trú byggir á því að við þurfum að öðlast sátt við okkur sjálf og skapara okkar. Öðru vísi getum við ekki unnið góð verk af heilum hug, óskipt í þágu skapara okkar og náunga. Hvert sem verkefnið er, hvort heldur menn leggja sig í hættu á ófriðarslóðum, hvort menn vekja athygli á mannslífum þeim sem við fórnum fyrir hraða og ofsa í umferðinni.

Hvernig lestu?

Kristin trú höfðar ekki síður til tilfinninga okkar en vitsmuna. Hún höfðar ekki síður til verka okkar en íhugunar. Hér í gamla daga í kirkjunni söfnuðust menn saman til helgrar þjónustu og gengu til altaris til staðfestingar á því að þeir væru hluti af sömu fjölskyldunni – söfnuði Krists. Þeir þáðu brauðið og vínið þann helga leyndardóm sem kristnir menn kalla líkama og blóð Krists.

Ímyndið ykkur

„Ímyndið ykkur engin trúarbrögð“ sagði breski líffræðingurinn sem var hér í heimsókn fyrr í sumar og vitnaði í þekktan dægurlagatexta. Um leið var varpað upp nokkurra ára gamalli mynd af útlínum New York borgar þar sem turnarnir tveir voru enn á sínum stað. Þannig var túlkun hans á vandamálum heimsins ef marka má þessa uppsetningu.

Fótboltinn og lífið

Í boltanum eru línurnar skýrðar – búningarnir greina að samherja og andstæðinga, leikreglurnar eru einfaldar og allar blekkingar, allt ofbeldi og látalætin öll sem við sjáum kempurnar sýna á vellinum eru vegin og metin eftir því hver árangurinn er. Að endingu er það sigurinn sem skilur á milli feigs og ófeigs.

Stoðirnar

Kirkjunni er stundum lýst með orðinu samfélag – en við erum kannske alveg búin að heyra nóg af því orði. Líklega er það ofnotað. Nei, við eigum miklu betri orð til þess að lýsa því hvað það er sem gerist þegar fólk kemur saman og eflir hvert annað til dáða, huggar hvert annað í sorg og horfir í sameiningu upp til æðri veruleika og háleitari markmiða.

Skjól

Við erum ekki þjónar hins tímanlega við eigum að vera herrar sköpunarinnar. Ráðsmenn Guðs yfir viðkvæmri jörð sem þarf á allri okkar staðfestu að halda.

Verði mér eftir orðum þínum

Þessum frásögnum hafa margir trúað og margir trúa þeim enn. Þær eru þó ekki studdar línuritum eða myndum frá hárfínum linsum gervihnattanna sem sveima yfir höfðum okkar. Nei, við þurfum ekki á slíku að halda enda sýna dæmin það að jafnvel slíkar upplýsingar virðast hrekjanlegar hvort sem dagurinn heitir fyrsti apríl eða eitthvað annað.

Talið niður

Á hverjum degi þessa mánaðar höfum við séð myndir af glaðlegum jólasveinum á síðum dagblaða með skilti í hendi þar sem á stendur skrifaður fjöldi þeirra daga sem eftir lifa til jóla. Þessi hefð hefur verið við lýði um áratugaskeið og minnist ég þess sem strákur hversu ég um þetta leyti fagnaði hverjum degi sem leið og talan á skiltum sveinanna lækkaði.

Þó að úti hríðin herji

Hvað er þá orðið eftir af jólaföstunni? Jú, hún hefst í janúar, er það ekki? Þá hellist yfir landann einhver óbeit á ástandinu á skrokknum, menn leggjast í vanlíðan yfir keppunum og vömbinni, yfir óhófinu og bruðlinu. Reikningarnir reynast hærri en menn áttu von á og leikföngin farin að bila, nýjasta dótið er fljótt að missa glansinn.

Samræða og fyrirgefning

Þessa dagana ver ég frístundum mínum við lestur gamalla skjala frá embættistíð Brynjólfs biskups Sveinssonar en í ár fögnum við því að 400 ár eru liðin frá fæðingu hans.

Þorp elur barn

„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn.” Svona hljóðar máltæki sem sagt er vera frá Afríku – þeirri stóru heimsálfu – og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna Hillary Clinton gerði að sínu þegar hún reyndi að innleiða nýja hugsun í tengslum við málefni barna í heimalandi sínu. VáVest hefur að sama skapi kynnt þessa speki er fulltrúar samtakanna hafa rætt við foreldra unglinga í grunnskólum bæjarins við upphaf skólastarfs á haustin.

„Þeir hafa rænt trú minni!“

„Þeir hafa rænt trú minni!”. Í sjónvarpsþætti í síðustu viku lýsti pakistanski fræðimaðurinn Ziauddin Sardar því hvernig öfgamenn hafa komið óorði á trúarsannfæringu hans og hundruða milljóna annarra íbúa jarðarinnar. Þá tók hann einhvern veginn svona til orða.

Erfðagalli og synd

Ein ágæt kona búsett í því prestakalli sem ég eitt sinn þjónaði í hafði árum saman fengist við það að rannsaka tiltekinn erfðagalla sem leiddi til verulegrar fötlunar, andlegrar og líkamlegrar. Upphaflega einskorðaði hún sig við fáa afmarkaða þætti en smám saman vatt rannsóknin upp á sig – fleiri skyld tilvik komu í ljós.

Að leita hins góða

Á dögunum fengum við í heimsókn góða gesti suður frá Skáni. Þeir rötuðu lítið hér í Gautaborg og þurfti ég því að vísa þeim veginn heim til mín. Leiðsögnin var einhvern veginn svona: „Þið keyrið framhjá Ikea, akið áfram þar til þið sjáið stóra byggingu - það er Astra Zeneca. Þið beygið þar til vinstri og fylgið hraðbrautinni. Ef þið sjáið MacDonalds á hægri hönd eruð þið á réttri leið. Litlu síðar sjáið þið á vinstri hönd stóra byggingu með merki ABB. Ekkert mál, akið áfram. Svo beygið þið upp þar sem er stórt Volvoskilti, það getur ekki farið framhjá ykkur.

Predikanir eftir höfund

Til varnar Grýlu

Listamenn hafa í gegnum aldirnar dregið upp ýmsar myndir af djöflinum, fólki til varnaðar. Þessi gamli fjandi, „mannkynsmorðinginn“ eins og hann er kallaður í sálmi Lúthers, getur verið fyrirferðarmikill í textum og myndmáli og fjölbreytnin er nokkur þegar slík verk eru skoðuð.

Tómhyggja og dómhyggja

Trúin er blessunarlega nógu djúp og breið til að skapa svigrúm fyrir samtal fólks sem lætur sig varða lífið og tilveruna. Trú og vísindi eru engar andstæður, en vísindatrú kann að vera í andstöðu við hvort tveggja, vísindi og trú.

Hvenær eru maðurinn hann sjálfur?

Mögulega, já það er hreint ekki ólíklegt, eiga flest þau heilræða sem þið rifjið þá upp, eitt sameiginlegt. Við hér í kirkjunni og fólkið ykkar höfum brýnt eitt fyrir ykkur öðru fremur. Nefnilega þetta - að vera þið sjálf. Vá, þvílík speki, gæti einhver sagt. Eins og það sé einhver valkostur annar í boði. Hver getur verið einhver annar en hann eða hún er?

Þetta snýst ekki um okkur: Aðventuhugleiðing

Það er eins og við séum búin að finna þar ákveðna miðju. Hún er þó ekki borin fram af þunga auðs og valda heldur þvert á móti í öllu látleysi fátækrar fjölskyldu sem varð vitni að viðburði sem er í senn ofur hversdagslegur og risastórt kraftaverk. Allir hafa jú einhvern tímann fæðst en um leið er fæðing barns á einhvern hátt stórbrotin og engu öðru lík.

95 kirkjuhurðir

Á okkar dögum snýr siðbót að samviskuspurningum er varða hurðir sem loka dyrum. Það eru ekki bara kirkjudyr, heldur dyr að samfélagi og hjörtum fólks. Þær loka úti fólk á flótta, þær fela sannindi, þær einangra og halda úti straumum breytinga og umskipta.

Að fyrirbyggja nýjan harmleik

Missir getur verið sár. En úrvinnsla hans er eitthvað sem við þurfum að gefa okkur að. Við þurfum að taka frá tíma og hlúa að þeim viðkvæmu kenndum sem í brjóstinu búa. Ef ekkert er gert til að mæta sorginni …

Tímamótakirkja fagnar afmæli: Neskirkja 1957-2017

Í hópi þeirra sem fundu þessum teikningum allt til foráttu var Jónas frá Hriflu. Hann sagði þær helst lýsa þyrpingu af kofaræksnum og tóku margir undir þau orð.

Tímamótakirkja fagnar afmæli: Neskirkja 1957-2017

Í hópi þeirra sem fundu þessum teikningum allt til foráttu var Jónas frá Hriflu. Hann sagði þær helst lýsa þyrpingu af kofaræksnum og tóku margir undir þau orð.

Fimm sjónarmið um sóknarkirkju

Þetta á einnig við um önnur kirkjuhús, sem eru oftar en ekki meðal þess fegursta sem upphugsað hefur verið, teiknað og byggt í sínu nærumhverfi.

Fyllt í tómið

Ég sé ekki betur en að Frosti Logason brjóti heilann um þessi mál í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu (28. júlí). Hann kemst að þeirri niðurstöðu að guðleysi sé svarið. Hér verða færð rök fyrir gagnstæðri ályktun.

Burt með prestana?

Í kirkjunni mætum við fólki á þess eigin forsendum og miðlum því skilyrðislausri umhyggju. Spyrja má hvort ekki sé frekar þörf á því að efla slíka þjónustu fremur en að kasta henni fyrir róða. 

Miklihvellur eða sköpun?

Mikið vatn hefur síðan runnið til sjávar og í nýlegri skoðanakönnun á vegum Siðmenntar var fólk beðið um að taka afstöðu til þess hvort það liti svo á að alheimurinn ætti sér upptök í Miklahvelli eða hvort Guð hafi skapað heiminn.

Sögulegur tími

Aðventan er sögulegur tími og fagnaðarerindi kristinna manna hefst á stuttu sögubroti. Það er ekki ýtarlegra en svo að það gefur ímyndunaraflinu nægt svigrúm til að fylla í eyður með myndum, leikþáttum, söngvum og auðvitað fleiri sögum.

Fangelsisbréf Bonhoeffers

Hlutverk guðfræðingsins í samfélaginu verður aldrei skilið frá hinni spámannlegu köllun, að tala máli mannúðar, umhyggju, hógværðar og þjónustu inn í tíma sem oft einkennast af sérhyggju og græðgi. Með sama hætti á guðfræðingurinn að veita huggun þeim sem horfir inn í svartnætti tilgangsleysis og benda á þann tilgang sem býr í hjarta hvers manns.

Kafteinn Glerharður kveður

Nú er Kafteinn Glerharður að hætta og liðið hans hefur ekki að neinu að stefna. Engu breytir hvort þeir vinna í dag, gera jafntefli eða tapa, fimmta sætið er þeirra. Hollusta hans við liðið sitt er merkileg í ljósi þess hversu lítið hann hefur uppskorið, þrátt fyrir allt.

Barn elur þorp

Jólafrásögnin verður eins og stækkuð mynd af því umhverfi þar sem lítið barn hefur fæðst inn í fjölskyldu.

Bjartsýni í kjölfar landsmóts

Við þökkum fyrir innblásturinn, lærdóminn og hvatninguna sem dagskráin skilur eftir og óskum Ísfirðingum til hamingju með að eiga þetta allt eftir.

Bjartsýni í kjölfar landsmóts

Við þökkum fyrir innblásturinn, lærdóminn og hvatninguna sem dagskráin skilur eftir og óskum Ísfirðingum til hamingju með að eiga þetta allt eftir.

Í fyrsta sinn

Komandi jól verða þau 45. sem ég hef lifað. Ef ég verð langlífur þá næ ég kannski öðrum 45 en miklu fleiri verða þau nú vart. Þau er hins vegar númer tvö í lífi yngri sonar míns en hann fæddist vorið 2011.

Biskupinn og óháðu söfnuðirnir

Söfnuðir kirkjunnar eru því með sönnu „óháðir“, þeir njóta reglulegra tekna en væntingum um virkni þeirra og framlag er ekki fylgt eftir með skilvirkum hætti. Erfitt, eða jafnvel vonlaust er að hafa bein áhrif á stefnumótun og daglegan rekstur innan sóknanna.

Sögur

Um leið og við þeytumst inn í nýja tíma sem á margan hátt eru spennandi og fullir tækifæra verður okkur enn mikilvægara að huga að okkar sameiginlegu sögum.

Samviskutal á aðventu

Þetta er tilgangurinn – segir Kristur. Og þetta er sjálft inntak okkar siðferðis – framkoma okkar við þá sem ekki geta varið sig sjálfir. Ekkert endurspeglar betur okkar innri mann. Ekkert sýnir það betur hvernig samvisku okkar er háttað.

Róleg jólafasta?

Jólafastan okkar í dag er orðin svolítið eins og orðið „rólegt“ hefur þróast í sænskunni

Gerendur og þolendur: Velferðarsjóður á Suðurnesjum

Næstu skref í starfsemi sjóðsins verða fólgin í auknum félagslegum stuðningi við atvinnuleitendur á svæðinu með það að marki að efla þeim styrk og dáð til þess að takast á við ný verkefni á komandi tímum. Með því móti aukum við líkurnar á því að okkur takist að finna nýjar leiðir til farsældar á þessu svæði.

Erfiðar skoðanir

Það er ekki sérlega auðvelt að hafa skoðanir - en það er mikilvægt, ekki síst þegar samfélag stendur á krossgötum eins og nú er. Skoðanalaus maður er eins og villtur ferðalangur með bilaðan áttavita. Hann ráfar um í hringi þar til orkan er á þrotum.

Stuðningur frá grasrótinni. Velferðarsjóður á Suðurnesjum

Yfirskrift þessa erindis tengist einmitt þessu framtaki sem helst má líkja við vakningu. Stuðningurinn kemur úr grasrótinni þar sem fólk skynjar það að með gjöfum sínum er það í hlutverki hins virka geranda fremur en þess sem horfir upp á ástandið versna í aðgerðarleysi.

Stuðningur frá grasrótinni. Velferðarsjóður á Suðurnesjum

Yfirskrift þessa erindis tengist einmitt þessu framtaki sem helst má líkja við vakningu. Stuðningurinn kemur úr grasrótinni þar sem fólk skynjar það að með gjöfum sínum er það í hlutverki hins virka geranda fremur en þess sem horfir upp á ástandið versna í aðgerðarleysi.

Óttaleysi á aðventu

En þetta óttaleysi sem boðað er – á sér ekki rætur í því að allt muni reddast eins og við segjum stundum. Nei, sá sem byggir á þeirri hugsun getur fallið í þá freistni að leggja hendur í skaut. Þá kemur að því að bjartsýnin snýst upp í andhverfu sína – örvæntinguna

Hugleiðingar á þriðja ári

Í dag hefst árið þrjú eftir hrun og við erum reynslunni ríkari.

Kirkjubekkir í kórnum

Full þörf er á því að losa um nokkra kirkjubekki í hinu almenna rými, draga þá austur að altarinu og snúa þeim til móts við hina bekkina! Þar ættu þeir sem bera ábyrgð á starfi kirkjunnar að setjast niður og horfa í augu safnaðarins. Kirkjudyrnar þurfa svo að vera opnar upp á gátt því þar fyrir utan bíða miklar áskoranir.

Pýramídi, burstabær eða tjaldbúð?

Miðstýringin er því lítil í þessum skilningi og með vísan í það sem sagt er um gamlar hefðir og skipulag væri nær að tala um íslenskan burstabæ en hefðbundinn pýramída! Burstirnar eru margar, þær standa hlið við hlið – jafnvel svo að erfitt er að ferðast á milli þeirra.

Hvernig falla risarnir?

Hversu oft hafa prestar ekki predikað hófsemi, auðmýkt og þjónustu í gegnum tíðina? Er ekki veruleikinn sá að hátterni sem fellur að boðun Krists er í fullu samræmi við það sem er eðlilegt og um leið árangursríkt innan sköpunarverksins?

Þjónandi forysta í félagasamtökum

Starfsemi frjálsra félagasamtaka byggir mjög á þeim liðsanda sem þar ríkir. Oft er ánægjan og gleðin sem því fylgir að starfa á slíkum vettvangi hið eina sem heldur fólkinu við verkið.

Fegursta leyndarmál heimsins

Nú leggjast allir á eitt. Mitt í kjaraskerðingum og þrengingum er eins og menn hafi uppgötvað einhver djúp sannindi.

Lífið breytir öllu

Jafnvel þegar lífið er umkomulaust í smæð sinni og hverfulleik er það ríkulegri vottur um sköpun Guðs en stærstu furður alheimsins.

Fábrotið og stórbrotið

Aðventan er óvenjulegur tími á árinu og þessi aðventa sem við erum nýstigin inn í er sjálf óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Umhverfi okkar ber þess merki að þjóðin stendur á krossgötum – já og heimsbyggðin öll ef því er að skipta. Umfjöllunarefn

Hógværðin

Það hefur jú komið í ljós þegar menn rýna í allan þann mikla sjóð orða, heilræða og hugtaka sem af fundinum hefur komið að eitt sígilt umfjöllunarefni mannshugans er þar vart að finna. Þetta orð er hófsemin. Þjóðfundurinn virðist hafa gleymt því, þarna mitt í þessari glæsilegu umgjörð, að hófsemin hefur mikið að segja bæði fyrir einstaklinga og samfélög.

Hvað gerðir þú?

Við höfum flest mátt þola missi vegna rangrar hegðunar margra einstaklinga sem höfðu mikil völd. Slíkt er vitaskuld þungbært. Við erum hins vegar ekki eingöngu þolendur. Við getum líka verið gerendur. Við getum breytt og bætt.

Frá pari til fjölskyldu

16. september skipar ákveðin sess í lífi okkar hjóna. Þetta var síðasti dagurinn áður en við höfðum formlega myndað fjölskyldu. Þennan dag fyrir sautján árum vorum við par. Degi síðar vorum við orðin fjölskylda.

Opin rými: Lýðræðisleg vinnubrögð við kirkjulegar framkvæmdir

Vinnubrögð í þessum anda má kenna við opin rými þar sem forðast er í lengstu lög að takmarka hugmyndavinnuna við lokaða hópa eða ákveðna fagmenn heldur láta samræðuna stjórna förinni eftir því sem efni og aðstæður leyfa.

Aðventukvöld í Súðavíkurkirkju 1997

Það var ekki laust við að það færi um nýbakaðan klerkinn sem þóttist fær í flestan sjó en vissi þó innst inni að svo var ekki. Margt var eftir ólært og framundan var þessi mikla dagskrá þar sem helgihald fór fram á ýmsum stöðum og í mörg horn að líta.

Kúnstpásur

Fátt eykur meir á áhrifamáttinn en það þegar tónskáldið nemur staðar eitt andartak – gerir svolitla kúnstpásu þar sem eyru okkar opnast og við fyllumst eftiræntingu fyrir því sem að höndum fer.

Þjóðkirkjan við þjóðveginn

Kirkja þessi er stödd á óvenjulegum slóðum þar sem fáum gæti í fyrstu dottið í hug að væri heppilegt að reisa Guðshús. Hún stendur við hraðbrautina sem liggur norðvestur af Frankfurt í átt til Dusseldorf og mun vera ein sú fjölfarnasta í Evrópu og þótt víðar væri leitað.

Vitræn hönnun: Mörk trúar og vísinda sniðgengin

Hugmyndafræði sú sem hér er fjallað um gengur út á það að túlka sköpunarsögu Biblíunnar með svo bókstaflegum hætti að þar sé að finna lýsingu á tilurð heimsins með öllu því sem í honum er.

Biblíumyndirnar hennar Sossu

Biblíumyndirnar fylgdu börnunum út úr kirkjunni og inn í þetta umhverfi. Svo þegar æskan birtist í afturskininu fá þessi tengsl nýja merkingu og nýja vídd.

Hvar liggja rætur ofsatrúar?

Þá er vantrúarþingið að baki og hefur það fengið allnokkra umfjöllun í sjónvarpi og víðar. Vissulega eru það stórtíðindi að fá hingað þetta einvalalið guðleysingja með sjálfan Richard Dawkins í broddi fylkingar en þættirnir sem hann gerði um trúarbrögðin hafa vakið mikla athygli.

Að rekja sig saman

Íslendingar stunda þá íþrótt og þá einkum á útivelli - þegar þeir eru staddir á erlendri grundu - að leita að sameiginlegum kunningja eða samferðamanni. Sjálfur hef ég margsinnis orðið vitni slíku þegar landar koma saman af einhverju tilefni og samræður eru á frumstigi. Þá taka menn leita ýmissa upplýsinga um viðmælandann, oftar en ekki í þeim tilgangi að kanna hvort þar kunni ekki leynast einhver sem spyrjandinn sjálfur þekkir.

Alltaf í boltanum

Það þarf sterk bein og járnaga til þess að halda sér að verki þessa dagana. Listamennirnir á leikvöngunum austur í Asíu fjær eru tíðir gestir á skjánum og það á þeim tímum dags sem menn ættu að vera að vinna í sínum verkefnum. Illa gengur að semja predikun eða undirbúa safnaðarstarf á sama tíma og fylgst er með kappleikjunum og verður hver að gera upp við sig hvort hann velur.

Guðfræðiáhugi „Sænska dagblaðsins“

Dag eftir dag birtast í „Sænska dagblaðinu“ áhugaverðar greinar um kirkju og kristni og ber ekki á öðru en að frjór jarðvegur sé fyrir slíkt hjá lesendum blaðsins. Einn dálkahöfundur blaðsins gerði þetta að umtalsefni um daginn og bar þennan „tíðaranda“ saman við umræðuna á liðnum áratugum þegar fáir virtust kæra sig um guðfræðilegar vangaveltur í almennum fjölmiðlum.