Agnes Sigurðardóttir

Höfundur -

Agnes Sigurðardóttir

biskup
biskup Íslands

Pistlar eftir höfund

Tímabil sköpunarverksins

Nýtt tækifæri, ný von. Trú á að verkefnið vinnist. Við þurfum á trú að halda núna þegar við erum í kapphlaupi við tímann um að snúa vörn í sókn í loftslagsmálum.

Gleðilegan Sjómannadag

Nú á tímum loftslagsbreytinga er margt sem þarf að huga að. Unnið er að því að jarðefnaeldsneyti það sem hefur verið notað til að knýja vélar skipanna heyri brátt sögunni til og farið verði að nota repjuolíu sem unnin er úr plöntum sem ræktaðar eru hér á landi.

Jesús gefur okkur hlutdeild í upprisu sinni

Kristin trú getur hjálpað okkur við það verkefni vegna þess að kristin trú er trú vonar og kærleika. Hún er trú hugarfarsins sem eru grunnur verkanna. Hún er trú ábyrgðar gagnvart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóssins og lífsins.

Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju

Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju 2. sd. e. þrettánda, 20. janúar 2019

Enn á ný höfum við litið nýtt ártal.

Enn á ný höfum við litið nýtt ártal. Víða um land var kveikt á blysum í fjallshlíðum eða öðrum áberandi stöðum með ártalinu 2018 sem breyttist svo í 2019 þegar klukkan sló 12 á miðnætti í gærkveldi. Á mörgum stöðum hringja líka kirkjuklukkurnar á mærum tveggja ára og minna á að árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.

Ljós í myrkri

Boðskapur jólanna er aðalatriðið. Allt sem við gerum og undirbúum okkur fyrir á aðventunni byrjar og endar í þessum boðskap sem fátækir hirðar fengur fyrstir að heyra þegar þeir gættu hjarðar sinnar á Betlehemsvöllum.

Gleðileg jól

Prédikun flutt við aftansöng í sjónvarpi á aðfangadagskvöld 2018.

Fullveldi í 100 ár

Í gær, þann 1. desember minntumst við þess að Ísland varð formlega frjálst og fullvalda ríki fyrir einni öld. Í Dómkirkjunni hér í dag minnumst við þess einnig, í tali og tónum.

Þær voru sendar með tíðindin

Kvennahreyfingin hefur verið til frá því að Jesús stofnaði hana á fyrstu öldinni. Allar kvennahreyfingar síðan eru bylgjur þeirrar miklu undiröldu sem reis af boðskap hans og verkum.

Samtakamáttur er lykilorð í umhverfis- og jafnréttismálum

Ég og fleiri konur innan kirkjunnar getum vitnað um kynbundið ofbeldi sem við höfum ekki þorað að orða fyrr en nú þegar við vitum að margar konur hafa sömu sögu að segja. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann á hvaða sviði sem er. Loftslagsbreytingarnar eru staðreynd. Kynbundið ofbeldi er staðreynd.”

Kærleikurinn, drifkraftur umhyggju og hjálpar

Heimurinn þekkti ekki skapara sinn. Hefur eitthvað breyst? Er það enn svo að við þekkjum ekki hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann, eins og Jóhannes orðar það? Trú er gjöf sem öllum stendur til boða. Trúin er samband við Guð, sem endurnýjast án afláts í baráttunni við hið illa.

Gleðileg jól

Skyldu það vera margir sem ekki vita hvað barnið heitir? Skyldi vera til fólk, sem jafnvel heldur jól, skreytir og gefur gjafir, en gleymir hvers vegna allt þetta tilstand er?

Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna, styrkur Hjálparstarfs kirkjunnar

Hann kemur. Við tökum á móti. Okkar er valið. Hann kemur til þín sem hefur allt til alls og hefur ekki áhyggjur. Hann kemur til þín sem sem býrð í kuldanum í Laugardalnum, til þín sem býrð við fátækt. Hann kemur til þín sem gleðst yfir öllu því góða sem þú hefur og þakkar fyrir. Hann kemur til þín sem ert reið/reiður, kvíðin/n, örvæntingarfull/ur, til þín sem ert í prófatíð, til því sem vilt hjálpa öðrum og gefur þér ráð og styrk til þess. Hann kemur en þú ræður hvort þú býður honum inn í hús þitt og líf. Hann kemur ekki fram sem valdsins herra, heldur auðmjúkur og miskunnsamur. Jesús veitir von og gefur annað líf.

Traust, von og gleði

Páskaboðskapurinn gefur okkur kraft og kjark til að vinna gegn hinu illa í öllum þess myndum. Hann sýnir okkur að böl og pína hefur ekki síðasta orðið heldur lífið og gleðin sem því fylgir.

Kirkjan og lífsins brauð

Innilega til hamingju með kirkjuna ykkar og afmælið hennar. Megið þið áfram eiga hér góðar og gefandi stundir ykkur til uppbyggingar og Guði til dýrðar. Blessun fylgi nýrri byggingu og ferlinu öllu frá upphafi til enda.

Bjarga þú!

Þetta merkir það að í baráttunni gegn hinu illa notar Guð vald kærleikans. Það getur virst sem vanmáttur, vöntun og andstæða alls sem við venjulega köllum vald. Þó hefur það reynst vera öflugra en annað það sem kallast vald í veröldinni.

Leitum ekki langt yfir skammt

Megi nafnið hans áfram vera sameiningartákn og minna okkur sem hér búum og störfum á að leita ekki langt yfir skammt að grundvelli til að standa á.

Jólin eru fjölskylduhátíð

Hann gerði á jólum mannkyn allt að fjölskyldu sinni og vegna þess eru jólin okkar fjölskyldu hátið.

Þér er frelsari fæddur

„Yður er í dag frelsari fæddur“ sagði engillinn við hirðana á Betlehemsvöllum. Orðunum er beint til hirðanna sem eru tákn mannkyns alls.

Vatn er von

Hjálparstarf kirkjunnar hefur í níu ár starfað með sjálfsþurftarbændum á svæðinu að því að tryggja aðgengi að hreinu vatni, auka fæðuval og efla völd og áhrif kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Starfið hefur borið góðan árangur en svæðið er stórt og íbúar margir.“ Markmiðið er að hjálpa fólkinu til sjálfshjálpar.

Fyrirmyndin

Ef veggirnir gætu talað hefðu þeir frá mörgu að segja. Þeir gætu þulið sögurnar úr Biblíunni. Þeir gætu sagt frá stórum stundum í lífi einstaklinga og þjóðar. Þeir gætu sagt frá sorginni sem hér hefur fengið útrás á kveðjustundum og gleðinni sem ríkir þegar brúðhjón ganga út undir marsinum í lok giftingarathafnarinnar. Þeir gætu rifjað upp ótal skírnarathafnir og þann kærleika sem skín úr hverju andliti þegar lítið barn er borið til skírnar.

Hið nýja sem kemur og grær

Frá upphafi lýðveldis á Íslandi árið 1944 hefur embættistaka forseta hafist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hér er fyrirbænar- og þakkarstund. Hér er minnt á samfylgd þjóðar og kristinnar trúar í þúsund ár.

Umhverfisvernd og sjómannadagurinn

Menn horfðu til framtíðar fyrir 40 árum þegar síðasta þorskastríði lauk. Nú horfa menn líka til framtíðar og byggja á þeim upplýsingum sem eru til staðar nú þegar. Nú er því spáð að árið 2050 verði meira plast í sjónum en fiskur.

Megi páskasólin verma þig

Trú er lífsafstaða. Kristin trú er kærleiksrík trú, sem gengur út frá fylgd við hinn upprisna Drottinn Jesú Krist, sem boðaði fyrirgefningu, kærleika, réttlæti og frið. Einstaklingur sem aðhyllist þessa trú hefur áhrif á nærsamfélag sitt.

Hið lifandi orð

Hin síðari ár fá Gídeonmenn ekki að fara í alla skóla eins og áður. Börnum er því mismunað hér á landi hvað þetta varðar. Það er því ekki ólíklegt að innan tíðar verði þjóðin ekki lengur handgengin orðfæri Biblíunnar eða sögum hennar. Þekki ekki miskunnsama Samverjann, tvöfalda kærleiksboðorðið eða gullnu regluna, söguna af þeim systrum Mörtu og Maríu og skilji ekki tilvísanir og túlkun í myndlist og bókmenntum.

Hlúum að lífinu

Þjóðkirkjan vill leggja sitt af mörkum til þessa mikilvæga verkefnis. Ákveðið hefur verið að endurheimta votlendi í Skálholti og til skoðunar er að slíkt eigi sér stað á fleiri kirkjujörðum. Endurheimt votlendis er mikilvægt skref í átt að breytingu á kolefnisbúskapnum.

Gleðileg jól

Barnið er fætt, frelsarinn er fæddur mér og þér og í trú tökum við á móti barninu og gerum það að okkar barni. Guð valdi að koma til okkar í litlu barni. Var vafinn reifum eins og hvert annað barn. Var mönnum líkur.

Það á að gefa börnum gjöf

Í upphafi aðventunnar megum við hefja gönguna í átt til jólahátíðarinnar með konunginum sem kemur í hógværð og auðmýkt. Hann færði okkur kærleikann, fyrirgefninguna, þakklætið, vonina, bænina. Göngum með gleði veginn til jóla með allt það í farteskinu sem hann gaf. Minnumst bræðra okkar og systra nær og fjær sem búa við erfið kjör, kvíða eða þjást. Biðjum Guð að hjálpa okkur að hjálpa þeim og gleðja.

Tímamótaárið 2015, Biblíufélagið og kosningaréttur kvenna

Á þessu ári minnumst við tveggja atburða sem höfðu mikil áhrif á menningu og hugsunarhátt þjóðarinnar. Annars vegar stofununar Hins íslenska biblíufélags, sem heldur upp á 200 ára afmæli sitt á þessu ári og aldarafmælis kosningaréttar kvenna til Alþingis, sem reyndar var takmörkunum háður miðað við það sem nú er.

Biblían, samtíminn og samfélagið

Hvernig svo sem viðhorfið er til kirkjunnar í samtímanum megum við ekki gleyma því að okkur er falið mikið hlutverk í heimi sem Guð elskar, það er að boða Orðið sem hann sendi í þennan heim til að gera heilt það sem sundrast hefur. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“

Fréttirnar um upprisuna

Hin ótvíræða staðreynd málsins er sú, sagði Morrison, að frá upphafi kristinnar trúar lék ekki vafi á því að gröf Jesú var raunverulega tóm. Eitthvað átti sér stað sem gerði það að verkum.

Upprisur lífsins

Upprisur lífsins eru samvinnuverkefni margra aðila sem leggja sig fram um að gefa líf og bæta líf. Flóttamenn taka áhættu. Þeir þrá lífið og flýja óviðunandi aðstæður heima fyrir. Heimurinn getur ekki lokað augum og eyrum fyrir því.

Orð Guðs gefur styrk og huggun

Fyrir kristna menn er óhugsandi að halda sér við trúnna og þau gildi sem hún boðar nema huga að rótunum, orði Guðs. Það talar til okkar í öllum aðstæðum lífsins.

Nýja árið og lífsgildin

Mesti auður þessa lands er fólkið sem hér býr. Í samfélaginu þurfa að vera aðstæður til að koma öllum börnum til manns og hverjum manni til hjálpar sem er hjálparþurfi. Hver maður, karl eða kona á að búa við þær aðstæður að geta vaxið og þroskast, sjálfum sér til farsældar og náunganum til blessunar.

Á hátíð ljóss og friðar

Við getum líka litið okkur nær því myrkrið er víða í samfélagi okkar. Það búa ekki öll börn við mannsæmandi aðstæður. Veraldleg fátækt er því miður staðreynd hér á landi og ófriður birtist í mörgum myndum á heimilum og á götum úti. Því miður búa margir við óöryggi, fólk á öllum aldri, bæði börn og eldri borgarar og allir aldurshópar þar á milli.

Ljós í glugga

Á þessu kvöldi erum við hvað næst því að finna hið himneska í hinu jarðneska, finna hið helga snerta hjarta okkar og tilfinningar.

„Hann á að vaxa en ég að minnka“

Boðskapur Krists minnir okkur á þau sem standa höllum fæti. Að þau sem hafa það betra gefi af sínu til þeirra er minna hafa. Sá boðskapur verður áberandi í verkum á aðventunni, þeim tíma kirkjuársins er við undirbúum okkur fyrir fæðingarhátíð frelsarans.

Við bíðum bjartra tíma

Við höfum það gott hér á landi miðað við margar aðrar þjóðir. Það er því óásættanlegt að allt fólk hér á landi skuli ekki búa við öryggi, húsaskjól og nægar vistir. Við berum okkur gjarnan saman við aðra.

Á Hallgrímshátíð

Mannauður þess lands er mikill hvað svo sem efnahagnum líður. Hið algera traust á Jesú leiddi til lækningar hins lama manns, sem guðspjall dagsins fjallar um. Megi íslensk þjóð treysta Jesú og halda sig við boðskap hans, feta í sporin hans og nærast af orði hans.

Áhyggjur og umhyggja

Hversu oft stöndum við okkur að því mannanna börn að hafa áhyggjur. Langflestar þeirra eru óþarfar. Jesús talar líka um áhyggjurnar eins og allt annað er viðkemur okkur mannfólkinu og bendir okkur á fugla himinsins sem engar áhyggjur hafa af fæðuöflun sinni og á liljur vallarins sem engar áhyggjur hafa vaxtarmöguleikum sínum.

Svo er Guði fyrir að þakka

Guðspjall dagsins í dag fjallar um þakklæti, gleði, trú og traust og lofgjörð. Kunnugleg hugtök sem tengjast tilefninu þegar 25 ára afmælis safnaðarins hér í Grafarvogi er fagnað. Til hamingju með árin 25 og allt það er gerst hefur og framkvæmt hefur verið á þessum aldarfjórðungi.

Kölluð til þjóna

Þið eruð kölluð til almennrar þjónustu sem og sérgreindrar þjónustu en öll eruð þið kölluð til samstarfs í kirkju okkar.

Til hamingju með afmæli kirkjunnar.

Lítið til ykkar fallegu kirkju. Ég sá úr flugvélinni áðan að kirkjan stendur á áberandi stað og sést eflaust víða að úr bænum. Hún er ekki sólin, ekki ljósið. En hún vísar upp fyrir sig, þangað sem Jesús er. Og þar er að finna kraftinn og kjarkinn, sem við öll þörfnumst í þessu lífi.

Sjómannasögur

Allt er breytingum háð og mikil breyting hefur átt sér stað undanfarin ár hvað sjómannadaginn varðar. Nú er það ekki einn dagur sem hátíðarhöldin standa heldur nokkrir dagar og hátíðir eru haldnar bæði hér í borg og víða um land, sem standa í fleiri en einn dag.

Tungumál vonarinnar

Bæn hefur verið kölluð tungumál vonarinnar. Tungumál vonarinnar. Já, hvert leitum við þegar mannlegur máttur dugar ekki? Margir hafa lært að leita til skapara síns, Guðs, og finna mátt hans gefa kraft til áframhaldandi lífs og von um bænheyrslu. Bænin hefur áhrif. Guð veit hvað mér er fyrir bestu. Guð veit hvað þér er fyrir bestu.

Gleðidagur

Friður þýðir jafnvægi. Við erum hvött til þess að ná jafnvægi í lífi okkar til að okkur geti liðið vel og getum gefið af okkur til samferðamanna okkar. Sú manneskja sem á þennan frið, sem Jesús gefur hefur náð því að öðlast jafnvægi í lífi sínu.

Jesús treystir okkur

Jesús treystir okkur. Hann treystir okkur til að fara í sínu nafni til þeirra sem þarfnast kærleika og styrks. Hann treystir okkur til að finna leiðir til að leiða 12.000 börn á Íslandi út úr fátækt og hann treystir okkur til að leita leiða til að uppræta böl fíknar og ofbeldis. Því hann lifir. Hann er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn.

Guð elskar þig

“Guð elskaði” segir í texta dagsins. –Ef kirkjan ætlar að vera trú hinum kærleiksríka Guði verður hún að vera tengd tilverunni og þjóna kærleikanum sem henni ber,- tengd heiminum og öllum sviðum og þáttum mannlegs lífs. Ekkert er henni óviðkomandi því Guð kærleikans er á vettvangi mitt á meðal okkar. Þannig er Guðsmyndin sem Kristur boðar, Guð er ekki fjarlægur heldur nálægur. Og elska Guðs birtist okkur á marga vegu. Í barnsskírninni vill Guð sýna okkur áþreifanlega að hann elskar okkur og lætur sér umhugað um okkur, löngu áður en við förum að hugsa um hann, löngu áður en við getum gert nokkuð fyrir hann. Hann elskar okkur að fyrra bragði. Hann stígur fyrsta skrefið, á fyrsta leikinn.

Er þá Kristi skipt í sundur?

Megi lykillinn að Drottins náð vera verkfæri okkar og vinnulag þegar við komum saman í nafni frelsara okkar Jesú Krists. Nafn hans er sameiningartákn okkar, því verður ekki skipt í sundur.

Ár virðingar og friðar

Á nýju ári skulum við strengja þess heit að bera virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Að treysta því að fólk beri gott fram úr góðum sjóði hjarta síns en sé ekki vænt um óheiðarleika eða hagsmunapot. Ef við viljum raunverulega betra þjóðfélag og persónulegt líf þá byrjum við hvert og eitt á huga okkar.

Í landi friðarins

Er ekki umhugsunarvert nú árið 2013 að það skiptir máli hvar við fæðumst á þessari jörð. Börnin öll sem eru að fæðast á þessari stundu eiga ekki öll sömu framtíðarmöguleika. Á Kóreuskaganum, sem ég sótti heim á árinu, er mikill munur á framtíð barna eftir því hvar á skaganum þau fæðast. Í Suður-Kóreu njóta börnin skólagöngu og flestra lífsins gæða og möguleika.

Upphaf gleðinnar

Jólin eru stundum nefnd hátíð barnanna. Á þessu kvöldi megum við vera eins og börn þó við séum fullorðin. Við viljum vera góð eins og Berta. Í kvöld þráum við nærveru þeirra sem okkur eru kærastir og við þráum frið í sál og heimi. Á þessu kvöldi er veröldin eins nálægt því að vera fullkomin og mögulegt er. Tilfinningar bærast í brjóstum okkar, jafnvel andstæðar tilfinningar eins og gleði og sorg.

Enginn getur hjálpað öllum, en allir geta hjálpað einhverjum

Fyrsti sunnudagur í aðventu hefur undanfarin ár verið upphafsdagur jólasöfnunar Hjálparstarfs Kirkjunnar. Við erum hvött til að gefa gjöf sem skiptir máli, því hreint vatn bjargar mannslífum.

Orgeldagur og uppskerutíð

Það er gleðidagur í söfnuðinum hér í Garðabæ í dag. Gleðidagur vegna vígslu nýs orgels, sem svo margir hafa lagt sig fram um að yrði að veruleika. Ytri ásýnd orgelsins ber þess merki að orgelsmiðurinn hafi hannað hljóðfærið þannig að form og lögun þess hæfðu því húsi er hýsir það. Tónar þess minna á dýrð í hæstum hæðum eins og við syngjum í sumum sálmum.

Í fótspor Jesú

Að fylgja Jesú er að feta í sporin hans. Elska Guð og mæta náunganum með kærleika Guðs. Bera virðingu fyrir okkur sjálfum, náunganum og Guði. Treysta Drottni fyrir öllu okkar. Treysta því að andi hans leiði okkur og blessi og láti okkur finna leiðir til lausnar þegar við stöndum frammi fyrir vanda.

Orð Guðs á enn erindi við mannfólkið, eins og þegar þessi kirkja var vígð

Við höfum val. Við höfum val um að staldra við, setjast niður hér í Reykhólakirkju eða annars staðar. Höfum val um lífsstefnu. Við búum í valfrjálsu landi, líka í trúarlegum efnum. Við eigum að vera stolt af því vali að koma saman hér í dag á 50 ára afmæli Reykhólakirkju og hlusta á Guðs orð. Það orð hefur verið prédikað frá upphafi kristni hér í sveit. Það orð hefur mótað einstaklinga og mannlíf. Það orð hefur gefið styrk, veitt huggum. Orð Guðs á enn erindi við mannfólkið eins og þegar þessi kirkja var vígð.

Við erum kristin og komum hingað til að þjóna

Við erum hendur Guðs hér í heimi. Við erum verkfæri Guðs hér í heimi. Við hlýðum kallinu og fetum í fótspor lærimeistarans og frelsara okkar Jesú Krists, sem þjónaði í orði og verki og birti okkur Guð.

Kristur er fyrirmynd okkar og frelsari

Kirkjuklukkur kalla okkur til samfundar við Guð í húsi hans og þær senda okkur út til þjónustu við náungann og lífið.

Af gnægð hjartans mælir munnurinn

Bloggið og fésbókin hafa minnt okkur á gildi orða, áhrif orða og þá ábyrgð sem við berum þegar við orðum hlutina. Jesús talaði hreint út. Á bak við orðin hans var hugsunin um velferð manneskjunnar. Sem kristnar manneskjur eigum við að feta í sporin hans, líka í orðum okkar.

Kirkjan fetar nýjar leiðir

Það var áhrifaríkt að heyra hina 16 ára Malölu flytja ræðu á alherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. Hún sagði að þegar hún var skotin og særð fyrir níu mánuðum hafi tilræðismennirnir haldið að kúlurnar þögguðu niður í þeim sem fyrir urðu. En í stað þess dóu veikleiki, ótti og vonleysi en styrkur, vald og hugrekki urðu til. Þannig vinnur líka trúin. Hún gefur hugrekki og styrk til að mæta erfiðum aðstæðum og rísa upp.

Á hverju byggjum við og hvert stefnum við?

„Við erum ósjálfbærust í heimi. Ef allir myndu lifa eins og Íslendingar þyrftum við tíu jarðir.“ Þessi orð voru fyrirsögn á vefmiðli sem ég las nýverið. Þau voru svo sannarlega nógu sterk til að fréttin sjálf væri lesin. Oft er haft á orði að við séum best og fremst þjóða heimsins og segir það til um sjálfsmynd þjóðarinnar.

Guðshús, sem gestum opnar dyr

Skýrasta einkenni hins kristna safnaðar er samfélagið. Trúin er samfélagsmótandi. Samfélagið við Guð kallar á samfélag við trúsystkin. Samfélag við Guð og við trúsystkin í nafni Jesú Krists er skjól og vörn. Þess vegna var þessi kirkja byggð, þess vegna er enn komið saman í henni til að lofa Guð og ákalla. Þess vegna er haldið upp á 150 ára afmæli hennar.

Þú ert svarið

Hlutverk okkar eru misjöfn. Hver er á sínu sviði og í sínu hlutverki. Við berum gott fram úr góðum sjóði hjartans ef við erum þess meðvituð að allt okkar líf og allt okkar starf er þjónusta við náungann. Þið, kæru þingmenn, eruð til þjónustu reiðubúin fyrir land og þjóð. Ég óska ykkur til hamingju með kjörið og bið ykkur blessunar Guðs í vandasömum störfum.

Jesús er um borð í þjóðarskútunni okkar

Jesús er um borð í þjóðarskútunni okkar. Hann tranar sér ekki fram með látum heldur hefur hægt um sig. En hann svarar hins vegar þegar hann er beðinn hjálpar. „Jafnvel vindar og vatn hlýða honum“ sögðu lærisveinarnir og undruðust mjög. Þegar hann var kallaður til ráðuneytis var lærisveinunum borgið þrátt fyrir veðurofsa og háar öldur.

Upprisuhátíð í íbúðahverfi

Kirkjan er í miðju íbúðahverfi. Hún er staðsett eins og hjartað í sókninni, þaðan sem streymir boðskapur kærleika og miskunnar, bæði í Orði og verki.

Upprisan, vonin og vorið

Eins og Jesús birtist konunum við gröfina og lærisveinum sínum eftir upprisuna mun hann einnig birtast okkur. Hann birtist okkur í öðru fólki, fólki sem hjálpar og styður, fræðir og huggar. Hann birtist okkur í aðstæðum sem við köllum stundum tilviljanir.

Kemur náunginn okkur við?

Í umræðunni um þróunarsamvinnu í síðast liðinni viku var því oftar en ekki haldið á lofti að við værum rík þjóð. Staða okkar og afstaða mótast oftar en ekki af samanburði. Í samanburði við fólkið á sléttunum í Malaví erum við forrík þjóð. Það er gott að sjá aðstæður annarra til að gera sér betur grein fyrir eigin lífi og aðstæðum.

Brauð og trú

Að vera kristinn er ekki það að kunna skil á leyndardómum tilverunnar heldur treysta því að öllu sé borgið, vegna þess að Guð er eins og Kristur birtir hann og boðar.

Vegvísar til framtíðar

Börn eru ekki há í loftinu þegar þau þurfa að læra umgengnisreglur og muninn á réttu og röngu. Og þó börn læri ekki boðorðin 10 fyrr en þau eru komin til vits og ára þá er löngu áður farið að kenna þeim það sem er gott og hollt fyrir þau og samfélagið sem þau búa í.

Sama sól og sami máni

Sama jörð, sami himinn, sama sól og sami máni. Konurnar á Tonga í Suður-Kyrrahafi litu upp í sama himinn og við höfum gert hér í dag. Þær voru fyrstu konurnar til að vakna til þessa alþjóðlega bænadags kvenna og enn eiga konur eftir að koma saman og biðja.

Þjónusta í trausti

Við erum ekki tilbúin til að lúta valdi ef við treystum ekki þeim er valdið hefur. Traustið er því forsendan fyrir því að við viljum lúta valdi. Vald Jesú Krists, sem byggist á kærleika og umhyggju er vald sem við getum treyst.

Hvers væntir Guð af okkur?

Við þurfum ekki að líta langt yfir skammt til að sjá slíkt. Ef við sjáum það ekki með eigin augum þá fáum við fréttir af því úr fjölmiðlunum.

Samkennd í þágu þjóðar

Landspítalinn er fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þjóðkirkjan er líka fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þess vegna vill kirkjan taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur einatt skilað miklum árangri.

Samtakamáttur og þakklæti

Þetta er bréf konu sem er til í raun og veru. Hún er ekki skáldsagnapersóna. Samtakamáttur margra, frá mörgum löndum heims, frelsaði hana. Þannig birtist kærleikurinn í verki. Kristin trú boðar trú á utanaðkomandi kærleikskraft sem við köllum Guð.

Við jötuna

Við megum sitja við jötuna, horfa á barnið Jesú, dást að því, hverfa inn í þann heim sem það mótar. Hann hefur áhrif á sögu mannkyns og sögu okkar. Við skulum leyfa ljósinu hans að lýsa okkur og móta okkur og samfélag okkar.

Vakið

Lífið er ekki sjálfgefið. Það er okkur gefið og við eigum að fara vel með þá gjöf. Það er margt sem rýrir lífsgæðin og því eigum við að halda vöku okkar gagnvart því. Kirkjan er sér meðvituð um það að boðun kristinnar trúar er traustur grunnur farsæls lífs.

Ljós og aðventa

Á aðventunni stendur Hjálparstarf Kirkjunnar fyrir jólasöfnun og í ár er yfirskriftin „hreint vatn gerir kraftaverk“ og er safnað fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í þremur löndum Afríku, sem hefur gjörbreytt lífi þúsunda manna.

Hjálpið okkur að hjálpa öðrum

Fyrir ofan baukinn stóð: Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Er það ekki dásamlegur boðskapur aðventunnar að muna eftir öðrum? Muna eftir þeim sem okkur þykir vænt um.

Tími framkvæmdanna

Aðventan er tími framkvæmdanna. Tíminn til að hugleiða lífið og trúna. Tíminn til að láta gott af okkur leiða til að bæta líf þeirra sem þurfa stuðning og hjálp.

Frelsi frá einhverju og frelsi til einhvers. Frelsinu fylgir ábyrgð. Kristin manneskja lifir í þeirri fullvissu að hún er elskuð af Guði. Í því felst frelsi hennar.

Trúin

Trúin er hluti af mannlegri tilveru og fyrir viku lýsti meirihluti þeirra sem neyttu atkvæðisréttar síns í þjóðaratkvæðagreiðslu því, að þau vildu hafa ákveðinn ramma um trúarlíf þjóðarinnar. Sá rammi er hinn sami og verið hefur hér á landi frá árinu 1874. Við verðum að taka taka mark á þessari niðurstöðu og ganga fram í samræmi við hana.

Hjálpfúsar hendur

Hér á Grund eru margar hjálpfúsar hendur. Við orðum það stundum svo að Guð hafi engar hendur hér í heimi til að vinna sín verk nema okkar hendur. Það er því hægt að líta svo á að öll hjálp, allur stuðningur sem við njótum sé frá Guði kominn.

Kirkja byggð á bjargi

Flestum finnst sjálfsagt að eitt tungumál sé opinbert tungumál þjóðar. Það þýðir ekki það að fólk megi ekki tala annað tungumál. Það þýðir það að opinber umræða og stjórnsýsla fer fram á íslensku hér á landi. Í skólunum er töluð íslenska í tímum þó börn sem eiga annað móðurmál megi tala það líka.

Tónlistin og þakklætið

Upphaf kirkjutónlistar má líka rekja til mannsraddarinnar, því upphafið af tónlistinni í kirkjunni var það að prestarnir, sem voru oft að messa í stórum kirkjum gátu ekki látið orð sín berast nógu langt og fóru því að syngja orðin til að þau gætu borist til allra.

Predikun við innsetningu forseta Íslands

Við verðum því sem þjóð að velta því fyrir okkur hvort breytinga er þörf á núverandi stjórnarskrá og þá hverjar. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort hér á landi eigi áfram að vera sú samfylgd þjóðar og kirkju, sem verið hefur einn af grundvallarþáttum í menningu og siðferði þjóðarinnar um aldir.

Vígslupredikun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups

Öll framganga okkar mótar líf okkar og ekki aðeins okkar heldur allra þeirra er á vegi okkar verða. Við berum því öll ábyrgð ekki bara gagnvart okkur sjálfum heldur einnig því samfélagi sem við lifum í.

Tími breytinga

Kristin trú hefur mótað mannlíf vestfirskra samfélaga sem og landsins alls. Jesús vissi að hann ætlaði lærisveinum sínum mikið hlutverk, að vitna um sig. Og hann varaði þá við að heimurinn myndi ekki alltaf taka erindi þeirra vel.

Verum glöð, hann lifir.

Við megum því alveg vera glöð í Kirkjunni og heiminum þessa daga sem og aðra daga, því lífið er ekki eintóm vandræði eins og við höfum stundum tilfinningu fyrir þegar illa gengur, heldur eru flestir daga góðir og gleðilegir sem betur fer. Dagarnir eru kallaðir gleðidagar vegna þess að við dveljum áfram í skini páskaboðskaparins, hann lifir.

Dauðinn, upprisan og vonin

Eins og Jesús birtist konunum við gröfina og lærisveinum sínum eftir upprisuna mun hann einnig birtast okkur. Hann birtist okkur í öðru fólki, fólki sem hjálpar og styður, fræðir og huggar.

Að rísa upp með hjálp Guðs

En Jesús sagði lærisveinunum ekki aðeins að óttast ekki. Hann sagði þeim líka að rísa upp. Þegar óttinn eða erfiðleikar keyra okkur niður, andlega sem líkamlega eigum við að rísa upp. Það gerum við ekki í mætti okkar sjálfra heldur með hjálp Guðs.

Vald og ábyrgð

Við erum ekki tilbúin til að lúta valdi ef við treystum ekki valdhöfum. Traustið er því forsendan fyrir því að við viljum lúta valdi. Vald Jesú Krists, sem byggist á kærleika og umhyggju er vald sem við getum treyst.

Vegur til lífsins

Jón Sigurðsson var alinn upp við það gildismat er Jesús Kristur birti og boðaði. Gildismat sem byggist á kærleika Guðs okkur til handa og vissunni um að allar manneskjur mega kynnast því gildismati.

Að fá sjónina

Það var hastað á blinda manninn og hann var beðinn um að þegja. En Bartímeus sá þarna tækifæri til að eignast betra líf. Líf, þar sem hann var ekki upp á aðra kominn heldur fær um að bjarga sér og taka þátt eins og aðrir.

Predikanir eftir höfund

Manngildi

Ég kalla eftir umræðu um manngildi, mannhelgi og mannskilning. Frumvarpið vekur fjölda spurninga og verði það samþykkt óbreytt tel ég að sagan muni leiða í ljós að þar hafi samfélagið villst af leið.

Sumarvaka í Heydalakirkju á sumardaginn fyrsta

Látum það ekki verða örlög komandi kynslóða „að þekkja hann ei sem bæri“. Að þekkja ekki Jesú og kærleiksboðskap hans. Biðjum þess að við og komandi kynslóðir eigi þess kost að fagna friði á jörðu og fenginni sátt.

Gleðilega páska

Við sjáum hana þegar krókusarnir kíkja upp úr moldinni á vorin. Við sjáum hana þegar veikur einstaklingur nær heilsu. Við sjáum hana þegar alkóhólistinn eða fíkilinn nær að vera óvirkur. Samkvæmt orðabók þýðir orðið upprisa það að rísa upp frá dauðum. Dauðinn er ekki aðeins þegar hjartað hættir að slá og líkaminn sofnar svefninum langa.

Við skuldum börnunum okkar aðgerðir

Með vilja, trú og von í verki er hægt að búa börnunum okkar sem nú vaxa upp lífvænlegt umhverfi og hamla gegn loftslagsbreytingum sem ógna vistkerfum jarðarinnar. Sem bæði móðir og amma hefur þessi ábyrgð okkar sem eldri erum legið mér þungt á hjarta. Til þess að hamla gegn þessum breytingum þurfum við að standa með lífinu í öllum myndum þess.

Fyrirmyndir sjálfstæðrar þjóðar

Það er kveikt á sjónvarpinu. Má ekki bjóða þér upp að horfa?“ spurði biskupsfrúin í Visby á Gotlandi kvöld eitt í júní fyrir tveimur árum. Ég var stödd þar á norrænum biskupafundi og leikur Íslands og Englands stóð yfir og var sýndur í sænska sjónvarpinu. Ég afþakkaði hið góða boð því ég hafði ekki ró í mér til að fylgjast með leiknum. Svo unnu Íslendingar leikinn eins og kunnugt er og allir biskupar norðurlandanna klöppuðu og hrópuðu húið sem þeir voru búnir að læra. Nú erum við allir Íslendingar sögðu þeir.

Ef Guð er til

„Ef Guð er til þá ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda,“ var haft eftir sjómanninum Guðlaugi Friðþórssyni í Morgunblaðinu í mars 1984. Hann hafði á ótrúlegan hátt komist lífs af þegar Hellisey VE fórst undan Heimaey, synt í land eftir sex tíma volk í köldum sjónum og gengið berfættur til byggða yfir hraun og mela. Í Morgunblaðsviðtalinu sagðist Guðlaugur áður oft hafa efast um tilvist Guðs, og því hafi það verið undarlegt að biðja um hans hjálp og fara með Faðir vorið með skipsfélögum sínum á kili báts sem maraði í kafi og síðar í tvígang á sundinu áleiðis í land.

Setningarræða á prestastefnu 24. apríl 2018

Söfnuðir hafa verið hvattir til þátttöku í tímabili sköpunarverksins sem stendur yfir frá 1. september til 4. október í ár eins og síðast liðið ár. Markmiðið er að umhverfisstarfið tvinnist inn í daglega starfsemi safnaðanna og kirkjunnar allrar. Ég hef hvatt til athafna í hverjum söfnuði og tel æskilegt að söfnuðir kirkjunnar sækist eftir vottun Umhverfisstofnunar á starfsemi sinni.

Ávarp við setningu kirkjuþings 2017

Það kann að vera réttlætanlegt að skauta fram hjá því sem er siðferðilega rétt ef það er í þágu almennings.

Opening Words of a WCC Conference on Just Peace with Earth, and prayers in the Digranes Church, Kópavogur

But why Iceland? Why come here for this Conference? - As an island, Iceland is surrounded by the sea. It borders to the north the arctic areas, but to the south only the vast ocean is found until it reaches the Antarctica. - It also feels like this country stretches out its arms to both continents in the east and the west.

Tímabil sköpunarverksins í kirkjunni

Með því móti vil ég setja umhverfismálin á dagskrá, samhliða því að helga Tímabil sköpunarverksins í kirkjunni frá 1. september til 4. október s.l.

Við verðum að bæta okkur

Þessi viska hafnar ego-inu og öllu sem er sjálflægt en vill að við opnum augun og eyrun og önnur skilningarvit fyrir því sem verðmætast er í lífinu.

Heimsóknir skólabarna og fræðsla á aðventu

Þær raddir vekja furðu mína sem gagnrýna skólayfirvöld fyrir að þiggja boð sóknarkirknanna um að börnin fái að koma í það hús hverfisins sem sérstaklega er helgað og vígt fyrir kristilegar athafnir og fræðslu.

Ávarp við setningu kirkjuþings 5. nóvember 2016

Við erum saman á þeirri vegferð að byggja upp og viðhalda sterkri kirkju, Guði til dýrðar og náunganum til blessunar. Það gerum við með faglegum vinnubrögðum, aukinni fræðslu, fjölbreyttu helgihaldi, þjónustu í nærsamfélaginu, sérþjónustu og samtali. Með því að hafa skýrt skipulag og boðvald, virða mörk og ákveða og setja víglínur.

Aðgerðirnar í Laugarneskirkju

Fólkið í kirkjunni hlýtur að taka afstöðu með fólki í neyð. Þannig högum við okkur í samræmi við kærleiksboðskap kristinnar trúar.

Kirkjan sem griðastaður

Þó kirkjugrið hljómi sem úrelt hugtak hefur það verið stundað í lútherskum kirkjum og í nálægum löndum á okkar dögum

Setningarræða á Prestastefnu 2016 í Digraneskirkju

Orð Guðs er undirstaða alls sem er í kirkjunni. Í því Orði leitum við huggunar og styrks, leiðbeiningar, visku og þekkingar. Öll veröldin fagni fyrir Drottni segir í 100. Davíðssálmi eins og sungið var hér áðan. Það er yfirskrift þessarar prestastefnu.

Sól upprisunnar lýsi þér

Undrið veitti þeim von sem þær miðluðu til vina sinna og áfram barst boðskapurinn kynslóð fram af kynslóð, boðskapurinn um sigurinn yfir dauðanum.

Börnin og aðventan

Inn í allar annirnar miðlar kristin trú okkur dýrmætum sannindum um frið, hógværð, auðmýkt, fyrirgefningu og sáttargjörð. Kristin trú bendir okkur lengra, veitir okkur stærri sjóndeildarhring en augun greina.

Kjörin í landinu og friðarboðskapurinn

Meðan fólk sveltur í okkar samfélagi og er á götunni þurfum við að laga þau kerfi sem eiga að tryggja öllum mannsæmandi líf.

Hann er bróðir minn, hún er systir mín, hann er sonur minn, hún er dóttir mín

Við erum öll á sama báti og megum ekki gleyma náunga okkar, hvort sem hann býr nær eða fjær.

Biðjum fyrir friði

Hin kristna köllun kennir okkur að feta í fótspor Jesú Krists. Eitt af því sem hann kenndi var að biðja. Margir þekkja mátt bænarinnar. Hún hefur verið nefnd tungumál vonarinnar.

Jólin og sorgin

Jólin eru tími tilfinninga. Það er auðvelt að verða meir og sakna þeirra sem farin eru úr fjölskyldunni. Þessi árstími og hátíðin sjálf er því mörgum erfiður. Sorg, söknuður, kvíði, þessar tilfinningar fylgjast oft að og valda mikilli vanlíðan.

Skipun prests, frá auglýsingu til ákvörðunar

Ferlinu var því ekki lokið þegar ákvörðun var tekin um að auglýsa aftur. Sú ákvörðun var tekin eftir fund biskups með valnefndinni. Er það bæn biskups að farsæl lausn náist sem sóknarbörn og umsækjendur eru sátt við.

Takk!

Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna.

Þökkum og njótum

Aðfangadagur jóla er í dag. Dagurinn sem yngsta kynslóðin hefur beðið eftir með eftirvæntingu. Dagur, sem einhverjir hafa kviðið. Aðstæður fólks eru misjafnar. Sumir tilheyra stórum fjölskyldum, samheldnum fjölskyldum, aðrir ekki.

Kirkjan er fólk

Þið eruð farvegurinn fyrir þau kærleiksverk sem Kristur kallar okkur til þess að vinna, því kirkjan er ekki hús, hún er fólk.

Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi

Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum.

Ávarp biskups við setningu Kirkjuþings

Kirkjan er fólk á ferð. Þess vegna er það sístætt hlutverk kirkjuþings að huga að skipulagsmálunum og reyna að finna bestu lausnir á hverjum tíma. Skipulagsbreytingar bitna oftar en ekki á söfnuðum og starfsfólki og því nauðsynlegt að vanda vinnubrögðin.

Unga fólkið er framtíðin

Unga fólkið er framtíðin. Það er alveg ljóst að ef börnin eru ekki frædd og þeim kennt að fara í kirkju þá veikist kirkja framtíðarinnar.

Þjóðkirkjufrumvarpið

Öll þau atriði sem hér eru upp talin eru álitamál. Þetta eru líka praktísk mál. Með því að fjölga verkefnum leikmanna og fækka verkefnum vígðra þá kemur upp sú spurning hvernig á að fjármagna slíkt. Leikmenn gefa ekki af tíma sínum endalaust án þess að fá greiðslu fyrir.

Kirkjan

Sjálf vildi ég að fleiri kæmu auga á þá miklu auðlegð sem íslensk þjóð á í kirkju sinni. Þar er mannauður mikill, félagsauður einnig og sjaldan þarf að opna budduna. Það ættu því allir sem vilja að geta nýtt sér starf og þjónustu kirkjunnar.

Alltaf sama sagan

Nú er hið heilaga kvöld liðið þetta árið. En hátíðin heldur áfram, því er dag er 5. dagur jóla af 13. Í ár voru hvít jól um land allt samkvæmt fréttum eins og okkur finnst tilheyra hér á norðurhveli jarðar. En lítið færi fyrir helgi jólanna ef bara væri hugsað um það hvort þau yrðu hvít eða rauð.

Jólin nálgast

Hann veit ekki að hann á góða foreldra og stórfjölskyldu sem elska hann og hann veit ekki heldur að heimsins gæðum er misskipt. Hann veit ekki að sumar mömmur fara til Boston til að versla fyrir jólin og aðrar standa í biðröð til að ná í matarpokann með góðgætinu fyrir hátíðina.

Hönd í hönd

Konur hér í bæ og um land allt hafa lagt mikið til samfélagsins og til kirkjunnar. Hér áður fyrri undirbjuggu þær sunnudagaskólann með sóknarprestinum og sáu um gæslu í Hólskirkju á meðan á honum stóð, eins og það er orðað í fundargerð.

Til skýjanna nær trúfesti þín

Hvaðan kemur krafturinn? Hann stafar m.a. af þeirri óbilandi trú að byggðin eigi framtíð fyrir sér. Að mannlífið geti blómstrað nú og í framtíðinni.

Það sem augað sér

Mér varð hugsað til þessarar kirkjugöngu okkar vinkvennanna þegar ég heimsótti kirkjur á sunnanverðum Vestfjörðum nýlega. Í þeirri fyrstu blasti við undurfögur mynd Þórarins B. Þorlákssonar af góða hirðinum, Kristi, í íslensku landslagi. Myndin hefur svo sterk áhrif að maður hefur vart augun af henni þegar inn er komið.