Hjalti Hugason

Höfundur -

Hjalti Hugason

Engar færslur fundust

Pistlar eftir höfund

Engar færslur fundust

Predikanir eftir höfund

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.

Þjóðkirkja á þröskuldi IV

Nú skulu þær ólar ekki eltar frekar en vikið að öðru atriði sem kann að skipta miklu fyrir framtíð íslensku þjóðkirkjunnar: Kann að vera að sjálfsskilningur þjóðkirkjunnar eða sjálfsmynd sé ekki nægilega skýr? Án slíks skilnings á sjálfri sér og stöðu sinni er ólíklegt að þjóðkirkjunni takist að standa í lappirnar í þeim sviftivindum sem allt bendir til að séu framunda.

Þjóðkirkja á þröskuldi III

Nú virðist tími til kominn að hefja stórfellda sameiningu sókna og prestakalla í þéttbýli og þá ekki síst á suð-vesturhorninu. Ágætt skref í þá átt virðist að skipta Reykjavík upp í tvö prestaköll eða starfssvæði hugsanlega á grundvelli núverandi skiptingar í prófastdæmi. Slík sameining mundi geta lagt grunn að nýjum starfsháttum í kirkjunni og þar með snúið vörn í sókn.

Þjóðkirkja á þröskuldi II

Hér hefur verið dregin upp fremur dökk mynd af þróun íslenskrar kristni á síðari tímum. Það er þó ekki ástæða til að láta hugfallast. Í raun og veru má benda á margar jákvæðar breytingar á síðustu áratugum.

Þjóðkirkja á þröskuldi I

Þjóðkirkjan má þó ekki aðeins sérhæfa sig á sviði trúar og lífsskoðana. Hún verður líka að taka þátt í að mæta öðrum áskorunum sem við Íslendingar ásamt öllum öðrum þjóðum glímum við: loftslagsvá af manna völdu og fólksflutningavanda. Þjóðkirkja sem ekkert leggur af mörkum til nútímasamfélags stendur vissulega ekki á þröskuldi heldur hafa dyrnar lokast að baki hennar.

Hvernig þjóðkirkjulög?

Þess vegna er endurskoðun þjóðkirkjulaga mikilvægur prófsteinn á kirkjuna og ekki síst forystufólk hennar á kirkjuþingi og í kirkjulegum embættum. Nú glímir það við þennan vanda. Það kann að skýra spennuna sem Steindór lýsir í grein sinni.

Fullveldi og flóttafólk

Við lýsum okkur í meginatriðum andvíg „afgreiðslum“ Útlendingastofnunar en þær felast í að vísa fólki úr landi án þess mál þeirra hljóti efnislegra meðferð. Slíkt sæmir ekki fullvalda ríki.

Er vitlaust gefið á kirkjuþingi?

Vissulega væri hér komið stjórnkerfi fyrir kirkjuna sem bæri keim af stéttarþingum 19. aldar þar sem gerður er greinarmunur á vígðum og óvígðum og valdsviði hvors um sig. Hugsanlega væri hér þó fundin leið til að ráða fram úr þeim lýðræðishalla sem nú gætir vissulega í stjórnkerfi þjóðkirkjunnar og dregur úr áhrifum hins óvígða fjölda í kirkjunni.

Kirkjugrið í Laugarnesi

Að undanförnu hefur handtaka tveggja írakskra hælisleitenda í Laugarneskirkju í Reykjavík aðfararnótt 28. júní s.l. verið mikið til umræðu í fjölmiðlum en þó einkum netheimum. Eðlilegt er að fólki sé nokkuð niðri fyrir. Atvikið var sérstætt. Líklega þarf að leita rúm 450 ár aftur í tímann til að finna hliðstæðu...

Sú þjóð sem í myrkri gengur

Ég veit að þetta er ekki jólalegt tal en ég vil ákveðið halda því fram að það sé aðventulegt. Ég veit líka að við erum mörg sem væntum þess að þessu ástandi megi linna og betri tíð fara í hönd. Það mun þó aðeins gerast ef réttlæti kemst á í samskiptum manna og þjóða. Sumir textar aðventunnar fela einmitt í sér slíka von.

Boðskapur aðventunnar

Aðventan er tvíbent. Sumum er hún tími eftirvæntingar og gleði. Öðrum er hún tími depurðar og kvíða. Þetta þekkja þau sem misst hafa ástvini og einnig þau sem finnast þau standi ekki undir væntingum vegna komandi hátíðar. Á aðventunni kemur einnig ójöfnuðurinn í samfélaginu hvað átakanlegast fram.

Miðaldahús í Skálholt?

Fyrir fáeinum árum fóru fjárfestar á flot með hugmyndir um byggingu „miðaldakirkju“ í Skálholti. Þessi kirkja skyldi þó ekki þjóna sem guðshús eins og miðaldakirkjurnar vissulega gerðu. Heldur vera umgjörð fyrir ferðaþjónustu er öðlast skyldi menningarlega tengingu á grundvelli þeirrar sögu sem Skálholt geymir.

Stöndum saman

Í kjölfar Hrunsins vakti margt ugg. Það sem sem olli mér einna þyngstum áhyggjum var að harðri þjóðernishyggju yxi fiskur um hrygg líkt og víða hafði gerst. Íslendingar eru sjálfhverf þjóð og skildu varnaðarorð og gagnrýni umheimsins sem ofsóknir gegn landi og þjóð. Uggurinn reyndist ástæðulaus þar til í nýafstöðnum kosningum.

Á að afturkalla lóðir trúfélaga?

Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins.

Júdasar-þáttur Ískaríóts

Á dögunum henti ég á lofti ögrandi hugmynd í samtali sem ég varð vitni að og hefur fylgt mér síðan. Því var haldið fram að Júdas Ískaríót — sá sem sveik Krist með kossi — hafi verið kallaður til þessa verks síns.

Veraldleg lagasetning og kristin gildi

Við viljum ekki sharia-lög. Til þess að forðast þau ber okkur að leggja rækt við ákvæði laga um mannréttindi og trúfrelsi í stað þess að fara inn á sömu brautir og sharia-lögin byggja á, þ.e. að byggja löggjöf á trúarlegum gildum.

Þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá — Mismunandi leiðir að sama marki

Ef líta má á tillögu mína sem ásættanlegt lágmark fyrir þjóðkirkjuákvæði virðist mega skoða tillögu Bjarna og Péturs sem visst hámark í því sambandi. Má líta svo á að fengið sé nokkurs konar gólf og þak í raunhæfri umræðu um útfærslu á því þjóðkirkjuákvæði sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar kallar á.

Hvers konar þjóðkirkjuákvæði?

Verkefnið sem nú liggur fyrir er þetta: Hversu nærri tillögu Stjórnlagaráðs er mögulegt að fara til að ná þó fram marktæku þjóðkirkjuákvæði sem jafnframt er þó þannig lagað að það geti orðið grunnur að trúmálarétti fyrir 21. öld?

Hvers vegna þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá?

....að vernda þjóðina fyrir ýmsum skuggahliðum trúarbragðanna sem sagt gætu til sín í auknum mæli ef trúmál heyrðu alfarið undir einkamálarétt. — Þetta eru veigamestu rökin fyrir þjóðkirkjuákvæði eða ígidi þess.

Þjóðkirkja í stjórnarskrá?

Hugmyndin um sekúlaríserað eða veraldarvætt samfélag virðist ekki hafa verið fullkomlega raunhæf. Nú er rætt um endurkomu trúarbragða í vestrænum löndum. Allt bendir líka til að trúarbrögð og trúfélög muni hafa meiri áhrif á 21. öldinn en þau þó höfðu á þeirri 20.

Hvað felst í orðunum stuðningur og vernd eins og segir í stjórnarskránni?

Í lögunum felst þó ekki aðeins stuðningur heldur tryggja lögin ríkisvaldinu greiða aðkomu að ýmsum innri málefnum Þjóðkirkjunnar. Telji löggjafin sjálfstæði kirkjunnar orðið of mikið eða að hún hafi á einhvern hátt misfarið með það og/eða ekki risið undir því getur dæmið snúist við.

Stjórnarskrá og mannréttindi

Það er eðlilegt að þjóðkirkjan taki frumkvæði á þessu mikilvæga sviði fjölhyggjusamfélagsins. Hún er stærsta trú- og lífsskoðunarfélag landsins og henni ber sem slíkri að berjast fyrir auknum rétti yngri og smærri systurfélaga sinna.

Já en — við þjóðkirkjuákvæði

P.s. Vakin skal athygli á að í Fréttablaðinu (27. sept.) var uppsetningu greinarinnar breytt þannig að þungamiðja hins breytta trúfrelsisákvæðis (Ríkisvaldið verndar öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög) varð að millifyrirsögn og varð um leið að merkingarlausri upphrópun og rýfur samhengi greinarinnar.

Nei við þjóðkirkjuákvæði?

Umrædd grein skyldar þjóðkirkjuna svo til að vera áfram lútersk kirkja og þannig til þess hæf að mynda ramma um trúarlíf mikils meirihluta þjóðar sem býr að 500 ára gamalli lútherskri hefð. Því er þjóðkirkjuákvæði réttlætanlegt svo lengi sem meirihluti þjóðarinnar kýs sér slíkan ramma — hvert og eitt okkar á sínum forendum.

Hvernig mun fjármögnun og fleira praktískt breytast ef kirkjan verður ekki lengur þjóðkirkja í stjórnarskrá?

Fyrsta spurningin sem skýtur upp kollinum í aðskilnaðarumræðu er hvort trú- og lífsskoðunarmálefni skuli að öllu leyti heyra undir einkamálarétt eða að nokkru undir opinberan rétt. Þá starfa trú- og lífsskoðunarfélög á mjög viðkæmum sviðum sem oft geta gengið nærri einstaklingum..... Hið opinbera þarf að hafa nokkra innsýn í starfsemi þeirra og möguleika á að grípa inn ef ástæða þykir að ætla að brotið sé á einstaklingum eða réttur þeirra skertur af hálfu trú- og lífsskoðunarfélaga.

Þótt sagt sé já núna, má ekki breyta stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá seinna?

.... 62. gr. stjskr. hefur þá sérstöðu að henni megi breyta án eiginlegrar stjórnarskrárbreytingar en þó með beinni aðkomu þjóðarinnar.

Breytist staða þjóðkirkjunnar, verður aðild skilyrði fyrir þjónustu hennar?

Vonandi lítur evangelísk-lútherska kirkjan hér á landi svo á að hún sé hluti af almennri kirkju Krists sem beri sérstök skylda til að starfa meðal landsmanna allra þeim til heilla og ríki Guðs til eflingar jafnvel þótt hún í engu nyti annars stuðnings og verndar af hálfu ríkisvaldsins en önnur trú- og lífsskoðunarfélög.

Á þjóðkirkja að njóta réttinda umfram aðrar?

Af þessum sökum hefur þjóðkirkjan gengið inn í margs konar samfélagsleg og menningarleg hlutverk sem önnur trúfélög hafa ekki axlað í sama mæli. Kristnin mótar menninguna á margslunginn hátt og jafnvel í ríkari mæli en við gerum okkur oft grein fyrir. Með þesu skal þó ekki staðhæft að allt sem máli skiptir í andlegri og félagslegri menningu okkar sé af kristinni rót.

Þjóðkirkjan með vernd og stuðning - eða öll trúfélög?

Í nútímanum er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þrátt fyrir að þjóðkirkjuskipanin leiði þannig til jákvæðrar mismununar felst engin mismununarskylda í henni. Ríkisvaldinu er þannig frjálst að styðja önnur trú- og lífsskoðunarfélög í þeim mæli sem það kýs sjálft. Þetta gerir það líka nú þegar sbr. lög um skráð trúfélög 108/1999

Hvað með jól og páska ef þjóðkirkjan verður ekki í stjórnarskránni?

Líklegt er að kirkjuárið ráði ferðinni um helga daga og virka í vestrænum samfélögum um fyrirsjáanlega framtíð þótt vitund almennings fyrir helginni kunni að þverra. Skiptingin í rauða og svarta daga í almanakinu ristir sem sé mun dýpra en lög og stjórnarskrárákvæði um tengsl ríkis og Þjóðkirkju.

Þjóðkirkja við tímamót — Innlegg í umræðu

Með þungri áherslu sinni á aðgreiningu „regimentanna“ er á hinn bóginn vafamál hvort hann geri ekki lítið úr jafnupprunalegum þáttum lútherskrar hefðar eins og kenningunni um „almennan prestdóm“ sem Lúther skákaði gegn prestaveldi miðaldakirkjunnar.

Er þörf á nýrri kirkjuskipan?

Á aðgreiningu og aðskilnaði er sá grundvallarmunur að aðgreining miðar að því að ríki og Þjóðkirkja séu tvær aðgreindar stofnanir sem þó tengist á nánari hátt en ríkið og önnur trúfélög í landinu. Aðskilnaður merkir á hinn bóginn að engin slík sértæk tengsl séu til staðar.

Við biðjum Skálholti griða

Hitt virðist fráleitt að reisa þurfi 600 fermetra „miðaldakirkju“ til að leysa salernisvanda! Nú verður kirkjuráð að taka skýra afstöðu. Vill það standa vörð um að áfram gefist þeim sem leita kyrrðar og uppbyggingar í Skálholti tækifæri til þess? Eða vill það einbeita sér að þeim sem eiga þar skamma viðdvöl í leit að „upplifun“?

Verður þjóðkirkja að vera íhaldssöm?

Við þetta ákall kann mörgu kirkjufólki bæði í Bretlandi og hér á landi að hafa hlýnað um hjartarætur: Það gleður alltaf þegar reiknað er með kirkjunni og henni gefið skilgreint hlutverk í nútímanum. Öðru kann að hafa runni kalt vatn milli skinns og hörunds: Getur kristin kirkja gengið inn í svona þrögt skilgreint samfélagspólitískt hlutverk?

Velferðarþjónusta og trú

Trú- og lífsskoðunarfélög hafa ætíð verið fyrirferðarmikil innan „þriðja geirans“ enda er það samofið eðli þeirra flestra að vinna að samfélagsmálum. Þegar kristin trúfélög eiga í hlut má benda á að sagan af miskunnsama Samverjanum er ein af lykilsögunum sem notaðar eru til að lýsa inntaki trúarinnar.

Djörf kirkja

Kirkjan er stofnun sem hefur tilhneigingu til að vera þunglamaleg og íhaldssöm. Til hennar var þó stofnað með djörfung og kjark að leiðarljósi.

Kirkja óttans

Hvar verður þjóðkirkjan eftir atkvæðagreiðsluna í júní? Hvar vill hún vera? Hvar er gott að hún verði? Þetta eru spurningar sem skipta máli fyrir lúthersku kirkjuna sem þjóðkirkju. Það er ástæða til að spyrja hvers vegna hún hafi ekki verið virkari í málinu en raun ber vitni. — Er það ótti sem ræður för?

Gildin og stjórnarskráin

Sameiginlegur gildagrunnur samfélags okkar verður vart tryggður í framtíðinni með stjórnarskrárákvæðum. Þar skiptir miklu meira máli að fram fari opið samtal um gildi og gildismat, sem og áhrif þess og afleiðingar á öllum sviðum samfélagsins.

Ástundar þjóðkirkjan „pilsfaldamannréttindi“?

Trú og trúarbrögð geta allt eins falist í heiðarlegri leit, opnum huga, áleitnum grun eða tilfinningu fyrir að til sé veruleiki sem sé dýpri og breiðari en við getum mælt eða vegið, skilið eða skynjað, einfaldlega virðing fyrir lífinu og leyndardómum þess.

Er eitthvað við biskupsembættið sem kallar fremur á karl en konu?

Eftir kosningasumar á íslenska þjóðkirkjan nú kosningavetur framundan. Enginn veit enn hvort hann verður harður eða mildur fremur en hvort komandi jól verða rauð eða hvít. Kosningabaráttan má ekki fara af stað áður en rætt hefur verið um grundvallaratriði.

Hvað er þjóð í þjóðkirkju?

Stundum virðist kylfa ráða kasti um hvort sameiginlegar stofnanir okkar eru kenndar við þjóðina eða landið. Bókmenntaarfurinn er geymdur í Landsbókasafni en óútgefnar heimildir um sögu okkar á Þjóðskjalasafni.

Biskupaárið mikla

Yfirstandandi árs verður lengi minnst sem biskupaársins mikla. Kjör til vígslubiskups í Skálholti stóð yfir allan bjargræðistímann. Í upphafi nýafstaðiðs kirkjuþings lýsti biskup Íslands því yfir að hann láti af embætti er skipunartími hans rennur út. Í lok þingsins tilkynnti vígslubiskup á Hólum svo um starfslok sín.

Aðskilnaður ríkis og kirkju — ógn við þjóðkirkjuna?

Aðskilnaður ríkis og kirkju er áleitið álitamál sem mörgum virðist ástæða til að leitt verði til lykta í náinni framtíð. Afstaða fólks ræðst af fjölmörgum þáttum og átakalínur liggja ekki alfarið milli þeirra sem taka virkan þátt í starfi kirkjunnar og hinna sem ekki gera það.

„Máttlitlir siðferðisvitar“?

Pawel Bartoszek spyr ágengrar spurningar í grein sinni „Máttlitlir siðferðisvitar“ í Fréttablaðinu 14. okt. sl. Hann spyr hvort þjóðkirkjan, eða þess vegna önnur trúfélög, séu öfl sem takandi er mark á þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðisefnum.

Þjóðkirkjuguðfræði fyrir 21. öldina — Nokkrir kubbar í púsl

Liggur þjóðkirkjuguðfræði fyrir 21. öldina ljós fyrir í kirkju okkar? Ef svo er hvar er hana þá að finna? — Sé hún ekki til staðar er brýnt að búa hana til. Hvernig verður það best gert?

Þorum við, getum við, viljum við vera sjálfráð þjóðkirkja?

Í rúm 200 ár hefur sú þróun verið uppi að kirkjur Vesturlanda hafa öðlast stöðugt meira sjálfræði (autonomy), þ.e. sjálfstæði og sjálfsstjórn, andspænis ríkisvaldinu. Þjóðkirkjur eða fríkirkjur hafa leyst ríkiskirkjur fyrri alda af hólmi.

Þjóðkirkja í frjálsu falli?

Öðlist frumvarpið gildi mun ný stjskr. ekki hafa að geyma neina þjóðkirkjugrein. Hún mun hins vegar veita þjóðkirkjuskipan sem sett yrði með lögum sérstaka vernd. Bæði fylgjendur og andstæðingar þjóðkirkju í landinu kunna því að geta vel við unað.

Ég á mér draum um kirkju....!

Það er gott að dreyma með nýjum og gömlum vinum í fögru umhverfi, umvafin bjartri nóttinni. Innst í hugskotinu vakir vitundin um að draumar eru ekki bara draumar. Þeir eru líka markmið, hugsjónir til að framkvæma.

Skýrsla Rannsóknanefndar og Kirkjuþing

Hér hlýtur fyrsta skrefið þó ætíð að felst í opnum samskiptum við hvern og einn þolanda þar sem gagkvæmur trúnaður, traust og virðing eru til staðar. Með stuðningi fagfólks þarf hverjum þolanda að gefast kostur á að finna leið til að finna málinu farveg á sínum eigin forendum.

Hinn óhefti andi

Þar sem þessir ávextir andans eflast og dafna þar er hann að verki. Enginn söfnuður getur hins vegar tekið sér vald til að mæla annan á þennan kvarða. Hann er tæki til að finna bjálkann í eigin auga en ekki flísina í auga einhvers annars.

Holdtekja í Kaupfélagsgilinu

Frammi fyrir Einstæðri móður skynjar áhorfandinn bæði hversdag og helgi. Konan á svörtu sokkunum með Bónuspokana er tæpast nokkur Krist-gerfingur. Við stöndum frekar frammi fyrir hverdagshetju í reisn sinni og lægingu.

Þurfum við þrjá biskupa?

Nú þegar vígslubiskupskjör hefur dregist á langinn má ef til vill spyrja hvort íslenska þjóðkirkjan þurfi raunverulega á þremur biskupum að halda.

Að ræða eða ræða ekki 62. gr. stjórnarskrárinnar

Í Fréttablaðinu 11. maí s.l. birtist hvatning frá nokkrum trú- og lífsskoðunarfélögum, baráttusamtökum fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnvel baráttusamtökum gegn trú til Stjórnlagaráðs um að „bera fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrár Íslands og afnema þar með ákvæði um sérstaka vernd þjóðkirkjunnar.“

Vörn er ekki í boði!

Það er gaman á gleðidögum eftir sumarpáska. Gras er orðið svo grænt, tré laufgast svo sér mun dag frá degi, fuglasöngur ómar, kvöldin eru löng. Upprisan verður áþreifanleg. Við á mölinni förum þó illu heilli á mis við sauðburðinn.

Þjóðkirkjan okkar - hvert stefnir?

Ef ekki er pláss fyrir „idealisma“ í íslensku þjóðkirkjunni má velta því fyrir sér hvort þar rúmist þá hugsjón, kærleikur eða þess vegna trú.

Trúmál í endurskoðaðri stjórnarskrá

Babýlonarútlegð hugsjónarinnar um heildarendurskoðun stjórnarskrár okkar í kjölfar Hruns 2008 er nú loks á enda. Stjórnlagaþing hefur að vísu umbreyst í stjórnlagaráð.

Hlutleysi eða „sekúlarismi“?

Sjónarmið þau sem viðruð eru um tengsl ríkis og túfélaga í Spegli þjóðar kunna í fljótu bragði að virðast borin uppi af fullkomnu hlutleysi. Svo þarf þó alls ekki að vera. Allt eins má líta svo á að hér komi fram hreinræktaður „sekúlarismi“.

Viljum við koppalogn?

Enn eru áhöld um hvort Stjórnlagaþing 2011 muni fjalla um trúmálabálk stjórnarskrárinnar sem hefur að geyma kirkjuskipan landsins og trúfrelsisákvæði. Margir kunna að telja þetta jákvætt og boða frið þjóðkirkjunni til handa eftir stormasama tíma undangengin misseri.

Fjárhirsla fríkirkjunnar

Sálnahirðir Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, hefur á undangegnum misserum tjáð sig reglulega í fjölmiðlum, t.d. í Fréttablaðspistli 10. desember.

Viljum við kjósa kött í sekk?

Fyrir skömmu birti ég hér á síðunni og víðar pistil um trúmál og stjórnarskrárbreytingar einkum hvort bera ætti kirkjuskipan landsins upp til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu án frekari umræðu eða ekki. Nokkur umræða hefur skapast um pistilinn og nú er mál að draga saman nokkra þræði.

Þjóðkirkja í vari?

Hvorki ríkið né kirkjan geta breytt eða slitið núverandi tengslum þessara stofnana. Þetta geta kirkja og ríki ekki einu sinni gert í samvinnu. Það er þjóðin ein sem getur skorið úr því hvort lútherska kirkjan skuli áfram vera þjóðkirkja eða ekki eins og kemur fram í 79. gr. stjórnarskrárinnar.

Hvað má og má ekki — í skólakerfinu?

Samræða foreldra og fagfólks — og kirkju þegar svo ber undir — kann að vera seinleg. En hún er hins vegar vænleg til að skapa traust, öryggi og brjóta niður múra. Það er einmitt það sem þarf í lýðræðislegu fjölmenningarsamfélagi.

Ekki lengur þörf fyrir guð — Guði sé lof!

Um daginn hafði Fréttablaðið (3. sept.) eftir ofurheilanum Stephen Hawking „að engin þörf sé fyrir guð til að útskýra tilurð heimsins.“ „Guði sé lof!“, var mín fyrsta hugsun. Sjaldan hefur samkrull trúar og náttúruvísinda lukkast vel til lengdar.

Ríki, samfélag, þjóð — og þjóðkirkja

Þrátt fyrir Hrun og félagslegar hrakfarir af sjálfra okkar völdum er stutt í hugmyndir um „stórasta land í heimi“, óþrjótandi möguleika okkar til að ná alheimsforystu á þessu sviðinu eða hinu og drauminn um að lifa frjáls og óháð á Ultima Thule.

Þjóðkirkjan — valdaflokkur eða grasrótarhreyfing?

Í kjölfar kosninganna ætti Þjóðkirkjan að íhuga stöðu sína og hlutverk. Í ljósi eðlis síns og sögu getur hún valið hvorum hún vill samsama sig með, gömlu flokkunum fjórum eða grasrótarhreyfingunum sem víða eru að spretta fram í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar og nú síðast við sveitarstjórnaskosningarnar.

Skákmót í þjóðkirkjunni

Það stendur yfir skákmót í þjóðkirkjunni — valdatafl. Sumum er það þyrnir í augum. Aðrir hafa móral. En þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Þetta er gott. Það sýnir að öllum er ekki sama. Fólk hefur skoðanir og vill láta til sín taka, leggja sitt af mörkum til að byggja upp betri kirkju. Höldum bara áfram.

Fyrirgefning eftir Hrun — leið til uppbyggingar?

Fyrir mér setja þessi orð fyrirgefninguna í nýtt samhengi og vekja til umhugsunar. Þau skerpa sýnina á fyrirgefninguna sem félagslegt tengslafyrirbæri sem ætlað er að endurreisa jafnvægi í samskiptum einstaklinga eða í heilu samfélagi.

Að biðja, boða og þjóna eftir Hrun

Að biðja, boða og þjóna er ekki átaksverkefni Þjóðkirkjunnar til næstu ára. Þetta er hlutverk sem Kristur fól lærisveinum sínum fyrir 2000 árum. Þetta sístæða hlutverk verður þó ekki stundað á óbreyttan máta frá einum tíma til annars. Sé það reynt verður bænin hjáróma, boðunin hjákátleg og þjónustan hjárænuleg.

Að vera eða vera ekki – þjóðkirkja

Samkvæmt nýjustu tölum vilja ¾ aðspurðra í þjóðarpúlsi Capacent-Gallup aðskilnað ríkis og kirkju. Fyrir tæpum áratug var helmingur þessa sinnis. Marktæk breyting hefur því orðið á þessum tíma og fjöldi aðskilnaðarsinna er orðinn mikill. En hvernig ber að túlka þessa þróun?

Að vera eða vera ekki — fríkirkja

Um þessar mundir eru 110 ár liðin frá stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Af því tilefni er öllum félögum hennar óskað til hamingju. Í tilefni af afmælinu gaf Fríkirkjan út myndarlegt hátíðarrit sem víða hefur farið og gefur tilefni til umræðu um skipan kirkjumála í landinu. Skal það tækifæri þakkað.

Dómsdegi frestað

Fyrsta nóvember átti rannsóknarnefnd Alþingis um ris og hrun íslensku bankanna að skila áliti. Þá hefðu margir orðið að standa reikningsskap gerða sinna, horfast í augu við verk sín og meta hvort þeir hafi á undangengnum árum látið stjórnast af réttsýni eða orðið að ginningarfíflum gullsins. Nú hefur stundu sannleikans verið frestað um þriðjung úr ári.

Hver ber ábyrgðina?

Á undanförnum vikum hefur þráfaldlega verið spurt hverjir beri ábyrgð á efnahagsástandinu sem upp er komið. Aðspurðir, útrásarmenn, stjórnendur gömlu bankanna, eftirlitsaðilar og stjórnvöld, hafa flestir hoppað inn í söguþráð Litlu gulu hænunnar og vísað frá sér. Sumir hafa lagst á það lúalag að spyrja: Berum við ekki öll, þjóðin, ábyrgðina?

Þekking og vald yfir okkur sjálfum

Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að stuðla að menningarlegri hagsæld ekki síður í hinu innra en hinu ytra. Í því efni hljótum við að spyrja hvaða erfðavenjur horfi til heilla, hvaða gildi beri helst að leggja rækt við í uppeldisstarfi og hvernig trú, einnig trú kirkjunnar, geti best stuðlað að aukinni farsæld.

Er móðgandi að lofsyngja Krist á krossinum?

Í vetur og vor hefur trúmálaumræðan verið óvenju lífleg. Rætt hefur verið um starf kirkjunnar og stöðu en einnig stundum um kenningu og inntak kristinnar trúar. Umræðan er oftast af hinu góða. Þó þurfa þeir sem kveða sér hljóðs að leitast við af fremsta megni að gæta sannmælis og sanngirni.

Jákvætt eða neikvætt trúfrelsi?

Allt frá því trúfrelsi var komið á í landinu hefur verið byggt á svokallaðri jákvæðri útfærslu þess. Með því er átt við að öll trúariðkun er leyfð sem ekki brýtur í bága við gott siðferði og allsherjarreglu.

Hver tekur ákvörðun um heimild samkynhneigðra til hjúskapar?

Frá því forsætisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingar á réttarstöðu samkynhneigðra hafa margir kveðið sér hljóðs um efnið. Einkum hefur réttur samkynhneigðra til hjúskapar verið ræddur. Athygli skal vakin á að það orð getur jafnt náð yfir sambönd sam- og gagnkynhneigðra. Hér verður vikið að formlegri hlið þessa máls.

Í leit að lútherskri sjálfsmynd

Fyrirvaralaust og án undirbúnings hljóp ég í skarðið fyrir tvo fulltrúa Íslands á fundi Lútherska heimssambandsins um viðfangsefnið Lutheran Identity in Ecumenical Relationships (sjálfsmynd lútherskra kirkna í samkikjulegu starfi) sem haldinn var í Ósló 26.-27. febrúar síðastliðinn.