Gunnlaugur A. Jónsson

Höfundur -

Gunnlaugur A. Jónsson

Pistlar eftir höfund

Kenn oss að telja daga vora

Sigurbjörn brosti og svaraði síðan af sinni alkunnu og markvissu yfirvegun og rósemi: “Já, vinur minn, þetta hafa menn sagt um aldir, að kirkjan væri að fara í hundana, en alltaf fór það nú svo að hundrarnir dóu en kirkjan lifði!”

Gleði aðventunnar

Aðventa er ekki bara bið eftir einhverju heldur líka ákvörðun um að láta gott af sér leiða. Ég er ekki viss um að merking orðsins verði skýrð mikið betur en gert er í sögu Gunnars Gunnarssonar.

Orð Guðs varir að eilífu

Ekki þarf lengi að blaða í Biblíunni til að finna sterka og harðorða gagnrýni á þá sem láta auðsöfnun og mammonsdýrkun ráða för. Ber þar hæst orð Krists sjálfs úr fjallræðunni um að enginn geti þjónað tveimur herrum, við getum ekki bæði þjónað Guði og mammón (Mt 6:24).

Kirkjan og kreppan

Sælir eru sorgmæddir, segir meðal annars í guðspjalli dagsins. Hljómar þessi staðhæfing ekki mótsagnakennd? Það fólk sem upplifað hefur djúpa sorg myndi síst af öllu kenna það ástand við sælu. Þvert á móti, þá stendur sæla í beinni mótsögn við sorg.

Um Bonhoeffer, Sífru og Púu

Ein þjóð tekur að kúga aðra. Frásögn 2. Mósebókar af þrælkun Egypta á Ísraelsmönnum er meðal ótal dæma úr mannkyns­sögunni um að ein þjóð ræðst gegn annarri eða að ráðandi öfl leggja til atlögu við minnihlutahóp og taka að kúga hann og niðurlægja. Dæmi þess eru fleiri og skelfilegri en tárum taki og ekki er því að heilsa að mannkyninu hafi farið neitt fram á síðari öldum hvað þetta varðar.

En þér eruð mínir vottar

Spámenn Gamla testamentisins töluðu jafnan fyrst og fremst til samtíðar sinnar, inn í ákveðnar sögulegar aðstæður. Svo er einnig um þann spámann sem talar í þeim texta sem hér var lesinn áðan og þar sem sagði meðal annars: „En þér eruð mínir vottar.“ Aðstæður þess fólks sem þarna er upphaflega talað til eru vægast sagt bágbornar, það er statt víðsfjarri heimahögum sínum og ættlandi, dvelur í útlegð í Babýlon, sem þá er öflugt heims-veldi og að öllum líkindum hafa þessi orð upphaflega verið flutt um 550 f.Kr. Engu að síður er þessu fólki ætlað að vera vottar Guðs, flytja vitnisburð um hann.

Predikanir eftir höfund

Sálmur fyrir Golgata

Lífið er ekki alltaf dans á rósum, við eigum öll okkar erfiðu stundir, verðum öll fyrir áföllum og líklega er ekkert okkar svo trúað að það hafi ekki upplifað, fundist og reynt að Guð sé fjarlægur og að hann svari ekki bænum okkar.

Kenning um ranga þýðingu ekki eins merkileg og af er látið

Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var, eins og víða um heim, sagt frá því að Ellen van Wolde, prófessor við Tilburgháskólann í Hollandi, hefði komist að því að sögnin „bara“ sem jafnan hefur verið þýdd með sögninni að að skapa sé ranglega þýdd í upphafsversi Biblíunnar.

Af biblíulestri og orðum Síraks um gagnrýni

Í ljósi umræðna um nýju biblíuþýðinguna er mjög fróðlegt að lesa hinn ævaforna formála Síraksbókar. Þar segir svo: „Ég bið ykkur nú að lesa bókina af velvilja og eftirtekt og taka ekki hart á því þótt misbrestur kunni að virðast á þýðingunni á stöku stað en allan lagði ég mig fram við verkið.“

Menningaráhrif Biblíunnar

Þegar núverandi forsætisráðherra tók við embætti fjármálaráðherra fyrir allmörgum árum sagði hann að nú væri það hagfræði Gamla testamentisins sem gilti og skildu flestir fullorðnir hvað átt var við.

Var þörf á nýrri biblíuþýðingu?

Nú þegar lokið er nýrri þýðingu Biblíunnar allrar heyrist enn spurt hvort þörf hafi verið á nýrri þýðingu? Þannig var spurt þegar lagt upp í það þýðingarstarf sem nú hefur staðið í meira en hálfan annan áratug.

Myndbannið og íslam - Hver móðgar mest?

Ekkert lát er á mótmælum í hinum múslimska heimi vegna teikninga sem birtust í dönsku dreifbýlisblaði fyrr í vetur. Í hinum vestræna heimi er fólk fyrst og fremst undrandi og reynir að skilja hvað hafi eiginlega gerst. Ótal álitsgjafar eru kallaðir í viðtöl eða koma sjálfviljugir fram á sjónarsviðið og gera sitt til að upplýsa málið.