Ísrael 70. ára – fjórði hluti

Ísrael 70. ára – fjórði hluti

Arabar áttu erfitt með að kyngja ósigrinum árið 1948 sem ég sagði frá í síðasta pistli. Árið 1952 efldist stolt araba þegar Gamal Abdel Nasser tók völdin í byltingu hersins í Egyptalandi og neyddi Breta til að yfirgefa landið.
Þórhallur Heimisson - andlitsmyndÞórhallur Heimisson
25. júlí 2019

Arabar áttu erfitt með að kyngja ósigrinum árið 1948 sem ég sagði frá í síðasta pistli. Árið 1952 efldist stolt araba þegar Gamal Abdel Nasser tók völdin í byltingu hersins í Egyptalandi og neyddi Breta til að yfirgefa landið Hann þjóðnýtti Súesskurðinn árið 1956 en þá réðust breskar, franskar og ísraelskar herdeildir á Egypta til að ná stjórn á þessari mikilvægu samgönguæð.

Þeir ætluðu sér að steypa Nasser en urðu að láta undan þrýstingi USA og Sovétmanna sem aldrei þessu vant voru einhuga um að stöðva stríðið. Nasser sat áfram við völd og varð stöðugt harðskeyttari í garð Ísraels. “Við munum ganga inn í Palestínu, ekki þakkta sandi, heldur þakkta blóði. Markmið okkar er að eyða ríkinu Ísrael”, sagði hann. Á þjóðhátíðardegi Ísraels 1967, byrjuðu egypskar herdeildir að hreyfa sig í átt að landamærum Ísraels. Nasser rak burt friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem voru
staðsettir við landamæri ríkjanna. Þremur dögum síðar voru herdeildir Egypta tilbúnar að ráðast inn í Ísrael.

Þótt Ísraelsmenn væru aðþrengdir komu herforingjar Ísraela með snjalla hernaðaráætlun. Rétt fyrir sólarupprás þann 5. júní lskipuðu þeir öllum flugher Ísraels hefja sig til flugs. Markmiðið var að gera loftárásir á flugher Egypta á meðan hermenn þeirra væru í morgunmat. Árásin tókst fullkomlega. Á innan við tveimur tímum eyðilögðu Ísraelar 300 herflugvélar Egypta á jörðu niðri. Skömmu síðar réðst flugher Ísraels á bækistöðvar flugherja Sýrlendinga og Jórdana. Að kveldi hins fyrsta dags stríðsins var nærri allur flugfloti araba í rúst. Ísraelsmenn voru einráðir í loftinu. Átökin hélfdu nú áfram á jörðu
niðri og stærstu orustur skriðdreka í sögunni áttu sér stað milli Egypta og Ísraelsmanna í Sínaíeyðimörkinni. Aðeins fáeinir hermenngættu á meðan landamæranna að Sýrlandi og Jórdaníu. Jórdanir reyndu í fyrstu að vera hlutlausir. En konungur Jórdaníu gerði þau mistök að láta skjóta á Vesturhluta Jerúsalem. Ísraelsmenn svöruðu með innrás á

Vesturbakkan og það tók þá aðeins þrjá daga að sigra her Jórdaníu.Allur Vesturbakki Jórdan féll í hendur Ísraelsmanna. 7. Júní tóku fallhlífarhermenn Ísraelsmanna Austur- Jerúsalem og grátmúrinn. Gleði Ísraelsmanna var mikil. Ísraelsmenn þrefölduðu stærð ríkisins og lögðu undir sig alla Jerúsalem. 320.000 Palestínuarabar lögðu á flótta. Allur Sínaískagi var tekinn af Egyptum auk Gaza strandarinnar. Og um leið tók her Ísraels Golanhæðirnar af Sýrlendingum. Stríðinu lauk þann 10. júní, á aðeins sex dögum. Austurhluti Jerúsalem var innlimaður í ríkið eftir lok stríðsins. Borgarhlutinn og Vesturbakkinn eru þó enn talin hernumin svæði af umheiminum.

Nasser lést af hjartaáfalli árið 1970. Þremur árum síðar reyndi eftirmaður hans, Anwar Sadat, að hefna ófaranna í Sex daga stríðinu. Í október 1973 réðust herdeildir Egypta yfir Súsesskurðinn og inn á hið
hernumda svæði á Sínaískaganum. Samtímis réðust sýrlenskar brynsveitir á Gólanhæðirnar. Markmið þeirra var að rjúfa víglínuna, sækja niður að Genesaretvatni og þaðan að hjarta Ísraels. Árásin kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu, enda gerð á einni stærstu hátíð gyðinga, Yom Kippur, eða Friðþægingardeginum.  Margir hermenn voru heima í orlofi og herinn svaf á verðinum. Engu munaði að
Sýrlendingum tækist að brjótast í gegnum vörnina á Gólanhæðum. Og í átökunum við Egypta beið ísraelski flugherinn afhroð, enda Egyptar búnir nýjustu loftvarnarflaugum Sovétmanna. Eftir nokkra daga sneru Ísraelsmenn þó vörn í sókn og brátt ógnuðu herdeildir þeirra bæði Damaskus og Kairó. Þá þvinguðu stórveldin fram vopnahlé.