Boðunardagur Maríu

Boðunardagur Maríu

Guðspjall Boðunardagsins segir frá því þegar erkiengillinn Gabríel birtist Maríu í Nasaret til að flytja henni boð frá Guði. Um erkiengilinn Gabríel mætti skrifa langt mál, en hann er einn aðal-sendiboði Guðs til manna í Biblíunni og þó víðar væri leitað. Til dæmis í Kórninum. En það er önnur saga.

Boðunardagur Maríu er frá fornu fari hinn 25. mars. Nú er sá dagur haldinn hátíðlegur sunnudaginn á undan 25. mars í lútersku kirkjunni sem flestir Íslendingar tilheyra.

Guðspjall Boðunardagsins segir frá því þegar erkiengillinn Gabríel birtist Maríu í Nasaret til að flytja henni boð frá Guði. Um erkiengilinn Gabríel mætti skrifa langt mál, en hann er einn aðal-sendiboði Guðs til manna í Biblíunni og þó víðar væri leitað. Til dæmis í Kórninum. En það er önnur saga.

María er unglingsstúlka þegar sagan gerist, trúlofuð manni sem heitir Jósef, örugglega ekki eldri en 14 ára ef við miðum við giftingaraldur stúlkna í Ísrael á tímum Jesú.

Boð Gabríels til Maríu eru tvennskonar. Annars vegar þau að hún njóti náðar Guðs umfram aðra menn. Hinns vegar að Guð hafi útvalið hana til að fæða son. Hún á að gefa honum nafnið Jesú og hann mun ríkja yfir veröldinni að eilífu.  María verður óttaslegin þegar hún fær boðin og skilur ekki hvernig þetta megi verða – hún sem hefur aldrei verið með karlmanni. En engillin segir henni að óttast ekki, andi Guðs og kraftur hins hæsta muni yfirskyggja hana, og barnið verði því heilagt – sonur Guðs. Þá segir María: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum.“

Þessa atburðar minnumst við sem sagt á þessum degi, nákvæmlega níu mánuðum fyrir jól, en níu mánuðir eru einmitt meðgöngutími barns, og þess vegna ákvað kirkjan fyrir mörgum öldum að helga þennar dag köllun eða boðun Maríu. En boðunardagur þýðir einfaldlega köllunardagur. Dagurinn hefur verið haldinn heilagur allt frá 4. öld. Lúter staðfesti hann sem helgidag, enda frásögn helgidagsins kyrfilega staðfest í Biblíunni.

Um leið er þessi forna hátíð tengd jafndægrum að vori – eins og jólin tengjast vetrarsólstöðum og Jónsmessa sumarsólstöðum. En hvernig var þetta nú allt reiknað út á sínum tíma, fæðingardagur Jesú, Boðunardagur Maríu og svo framvegis?

Það var Dionysiusi nokkur Exiguusi sem reiknaði það út, fyrir tilstuðlan páfa, árið 527, að Jesús hefði fæðst 25 desember á hinu rómverska ári 753. Það er að segja 753 árum eftir að Róm var stofnuð. Þessi dagsetnin var reyndar ekki fundin út með reiknispeki eða fornum heimildum.

Árið 274 hafði Aurelius keisari lýst 25. Desember hátíð sólarguðsins Mithrasar – sem var einn helsti keppinautur kristninnar um hylli lýðsins á þeim tíma. Þess vegna höfðu kristnir menn í Róm byrjað að halda fæðingu Jesú hátíðlega þann sama dag um árið 330. 25. mars var síðan sjálfsagður sem Boðunardagur Maríu, enda 9 mánuðir til jóla á þeim degi. Og dagurinn heilagur fyrir. Auk þess pössuðu báðir dagar, 25. des og 25. mars inn í sólhvarfahátíðir samtímans.