Þórhallur Heimisson

Höfundur -

Þórhallur Heimisson

prestur

Pistlar eftir höfund

13. desember – Lúsíudagurinn

Messudagur heilagrar Lúsíu 13. desember er haldinn hátíðlegur á Norð- urlöndum – sérstaklega í Svíþjóð.

Framhjáhald

Að elska er að gefa sig öðrum á vald. Þar með verður maður líka auðsæranlegur. Að elska er að treysta öðrum fyrir tilfinningum sínum. Það er ekki hægt að elska með skilyrðum.

Fimm staðreyndir um upprisu Krists

Það að kirkja Krists skyldi yfir höfuð komast á laggirnar á fyrstu öld tímatals okkar er kraftaverk, sem ekki verður skýrt nema með vísun til annars og enn stærra kraftaverks

Grasrótarþjóðkirkja?

Hugtakið kirkja þýðir samfélag, eða beint, þau sem eru kölluð saman í Jesú nafni - í raun er kirkjan því grasrótarsamfélag. Kirkja sem vill vera kirkja Jesú verður að starfa á sömu formerkjum og hann.

“En það bar til um þessar mundir” - Vangaveltur um jólaguðspjöllin og hinn sögulega sannleika

Líklegast fæddist Jesús í Nasaret. Pabbi hans hét kannski Jósef. Kannski er nafn Jósefs búið til síðar vegna táknrænnar merkingar þess. Móðir Jesú hét María – eða Mirijam – líklega fæddist Jesús árið 6 – 4 fyrir Krist. Að vori. Alla vega örugglega ekki 25. desember.

Með kebab og kók í hendi á Betlehemsvöllum.

Fengum við hið besta Kebab og Falafel og grænmeti og skoluðum öllu niður með kóki úr flöskum skreyttum arabísku letri, enda Betlehem að mestu arabísk borg og á yfirráðasvæði Palestínumanna

Þjóðkirkja grasrótarinnar

Við sem störfum í söfnuðunum upplifum þar grósku og frið og gleði - þó auðvitað þurfi alltaf að taka á málum þar eins og annarsstaðar í mannlegu samfélagi. En kirkja grósku og gleði, það er sú kirkja sem við þekkjum. Þannig að hinar daglegu deilur um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum eru ekki í okkar nafni

HJÓNANÁMSKEIÐ Í 21 ÁR.

Hjón þurfa þess vegna ekki endilega að vera í einhverjum vanda til að geta nýtt sér aðferðafræði námskeiðsins. Og þó námskeiðið heiti hjónanámskeið er það opið öllum pörum, hvort sem þau eru í hjónabandi eða sambúð.

Allra heilagra og allra sálna messa

Allra heilagra messa á sér fornar rætur í kirkjunni og ber upp á 1. nóvember ár hvert. Í fornkirkjunni var snemma tekið upp á þeim sið að koma saman við gröf þeirra sem liðið höfðu píslarvætti fyrir trú sína á dánardægri þeirra. Þar héldu menn vöku og neyttu saman kvöldmáltíðarsakramentisins. Þessar minningarstundir þróuðust síðan yfir í messur helgaðar píslarvottunum sem urðu margir hverjir dýrlingar með tíð og tíma

Sú þjóð sem í myrkri gengur - Hælisleitendur, Dyflinnarreglugerðin og kærleikur Krists.

Nöfn segja okkur lítið svo mig langar til þess að fá að segja ykkur sögu þessara stúlkna

Skipperinn í Skálholti

Á að reisa safn yfir fornleifauppgröftinn sunnan kirkjunnar? Á að efla hótelrekstur í Skálholti? Á að taka gjald af bílastæðum? Á að byggja bókasafn? Hvernig ætti að fjármagna uppbyggingu? Hvernig varðveitum við best sögu og helgi staðarins? Og hvernig má auka samstarf við heimamenn í Biskupstungum og uppsveitum Árnessýslu um Skálholtsstað? Við ferðaskrifstofur? Við ríkisvaldið? Þannig mætti lengi spyrja.

Skálholtsskóli hinn nýi 45 ára - hvert stefnir í Skálholti?

Væri ekki vel við hæfi nú þegar 45 ár eru liðin frá því að skólahald hófst að nýju í Skálholti, að efla á ný staðinn með samstilltu átaki kirkju og þjóðar?

Boðunardagur Maríu

Guðspjall Boðunardagsins segir frá því þegar erkiengillinn Gabríel birtist Maríu í Nasaret til að flytja henni boð frá Guði. Um erkiengilinn Gabríel mætti skrifa langt mál, en hann er einn aðal-sendiboði Guðs til manna í Biblíunni og þó víðar væri leitað. Til dæmis í Kórninum. En það er önnur saga.

55 þúsund manna prestakall verður 255 þúsund

Þá daga sem heimsmeistaramótið stendur yfir er búist við um 200.000 gestum sem munu koma sér fyrir á hótelum, tjaldstæðum og í heimahúsum, sem margir hafa leigt út. Falun breytist þannig í 255.000 manna borg og verður kirkjan að auka viðbúnað sinn til að þjóna öllum þessum fjölda.

Kristni og íslam - þriðji og síðasti hluti

Það er allt of langt mál að ætla sér hér í þessum litlu pistlum að rekja átakasögu íslam og kristni allt frá árinu 622 og til dagsins í dag (samkvæmt hinu kristna tímatali). Hitt er næsta víst að þessi náskyldu heimstrúarbrögð hafa tekist á allar þessar aldir, eða nær væri að segja að fylgendur þeirra hafi tekist á. Og gera enn.

Kristni og íslam (annar hluti)

Fyrstu vitranir voru Múhameð á margan hátt erfiðar og lýsti hann því síðar svo að það hefði verið eins og sálin væri rifin burt úr líkamanum þegar Gabríel birtist honum og honum þótti sem hann væri að kafna.

Kristni og Íslam (fyrsti hluti)

Hér fylgir lesning um kristni og íslam, þessi nàskyldu trúarbrögð sem hafa tekist à um aldir, og gera enn eins og frèttir sýna.

Je suis Charlie

Hryðjuverkaárásirnar í París í vikunni sem leið fylla mann óhug og sýna enn einu sinni hversu viðkvæmt vestrænt lýðræði er og hversu erfitt er að verjast öfgamenn sem eru tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn – hversu sjúkur sem hann er.

Afmæliskveðja til þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði

Næstkomandi sunnudag, 4. sunnudag í aðventu, eru liðin 100 ár frá vígslu Hafnarfjarðarkirkju, eða „Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði“ eins og hún jafnan hefur verið kölluð.

Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti og síðasti

Í lok fjórða hluta þessarar pistlaraðar um Hallgrím Pétursson stóð skáldið yfir moldum Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti.

Hallgrímur Pétursson - fjórði hluti

Við skildum við Hallgrím Pétursson í síðasta pistli þar sem hann hafði sent Ragnheiði Brynjólfsdóttur, dóttir Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti, handritið að sínum dýrasta kveðskap. Var það í maí árið 1661. Hafði handritið að geyma meðal annars Passíusálmana, Sálminn um blómið og sálminn Um fallvaltleika heimsins.

Hallgrímur Pétursson - þriðji hluti

Við sáum í síðasta pistli að lífsbaráttan hafði verið hörð hjá þeim Guðríði og Hallgrími á Suðurnesjum. Og þó að umskipti hafi nú orðið frá Suðurnesjaárunum, vildi gæfan þó ekki brosa við þeim hjónum í einkalífi.

Hallgrímur Pétursson - Annar hluti

Eins og fram kom í síðasta pistli var Hallgrímur fæddur árið 1614. Þannig eru nú liðin 400 ár frá fæðingu hans. Það er áhugavert að skoða líf hans í ljósi samtímaatburða í Evrópu, en oft vilja þeir gleymast þegar við Íslendingar erum að fjalla um sögu okkar.

Hallgrímur Pétursson - fyrsti hluti

Um þessar mundir stendur lestur Passíusálma sem hæst og nær hámarki á föstudaginn langa þegar sálmarnir eru lesnir í heild sinni í kirkjum víða um land. Það er því ekki úr vegi að skoða nánar æfi og starf höfundar sálmanna, Hallgríms Péturssonar í nokkrum pistlum á komandi vikum fram að páskum.

Hvenær og hvar fæddist Jesús?

Um hver jól erum við minnt á að Jesús fæddist í Betlehem við upphaf tímatals okkar. Tveir guðspjallamenn, Matteus og Lúkas, geyma heimildirnar um fæðingu hans í Betlehem. En mörgum hefur þótt frásagnirnar af fæðingu Jesú passa grunsamlega vel við spádóminn um fæðingu Messíasar í spádómsbók Míka þar sem segir:

Er heimsendir í nánd?

Spádómar um að heimsendir sé í nánd hafa fylgt mannkyninu frá órófi alda. Á enskri tungu kallast heimsendir meðal annars "apokalypse", samanber heiti kvikmyndarinnar "Apocalypse Now" eftir Coppola.

Umburðarlyndi í trúmálum- lykillinn að friði á 21. öld

"Með því að leggja áherslu á hið jákvæða og mannbætandi afl sem öll trúarbrögð sækja kraft sinn til geta trúaðir einstaklingar lagt sitt af mörkum."

Þjóðkirkjan og biskupskjör árið 2012

Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga.

Annar í jólum - Stefánsdagur frumpíslarvotts.

Enda „gleymist“ líka oft hinn alvarlegi undirtónn jólaguðspjallsins. Jesús var ofsóttur frá fæðingu. Fjölskylda hans varð að flýja með kornabarnið frá Heródesi mikla sem vildi deyða það. Ofsókn einkenndi allt líf Jesú – sem endaði í dauða á krossi –

Nýtt kirkjuár - nýtt upphaf

Á aðventu væntum við því ekki aðeins jólahátíðarinnar með öllu sínu laufabrauði og hangikjöti og pökkum. Við væntum frelsarans. Það er hann sem við ætlum að taka á móti þegar hann kemur. Og við væntum einnig þess dags þegar Guð mun eyða öllu myrkri og óréttlæti og skapa nýjan himinn og nýja jörð réttlætis og friðar.

Er Guð með í svona kirkju?

Til þess að mæta Guði í raun og sannleika í kirkjunni þurfum við að leggja niður deilur dagsin, setjast saman í hringinn eins og systkin og láta þannig samfélagið við hann umbylta okkur og breyta. Sættast. Friðmælast. Taka höndum saman. Fyrirgefa. Og gefa okkur tíma fyrir Guð.

Hvítasunna

“Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma”

Uppstigningardagur

Einhver eftirminnilegasti uppstigningardagur sem ég hef lifað var vorið 1995. Þá starfaði ég sem prestur í sænsku kirkjunni í úthverfasöfnuði í Stokkhólmi, þar sem bjuggu meðal annars fjölmargir kristnir sýrlenskir flóttamenn er höfðu flúið ofsóknir heimafyrir og fundið skjól í Svíþjóð.

Í birtu vonarinnar

Rís úr ægi rennur nýr dagur verndar sólar á vonar landi.

Er heimsendir í nánd?

En hvenær hin hinsta stund rennur upp, hvenær dómsdagur kemur, hvenær Kristur snýr aftur, það veit enginn - nema Guð einn. Við eigum ekki að velta því fyrir okkur heldur nýta hvern dag í baráttunni fyrir réttlæti Guðs.

Dauði Osama Bin Laden - gleðitíðindi?

Að gleðjast yfir aftöku hans er annað mál - að fagna dauða hans eins og leiðtogar Vesturlanda gera af hjartans einlægni - eins og um sigur í landsleik í fótbolta sé að ræða -það getur varla talist í anda þeirra gilda sem Vesturlönd þykjast standa fyrir.

Kristur er upprisinn!

Það að kirkja Krists skyldi yfirhöfuð komast á laggirnar á fyrstu öld tímatals okkar er kraftaverk,sem ekki verður skýrt nema með vísun til annars og enn stærra kraftaverks, og það er upprisa frelsarans sjálfs. Vöxtur kirkjunnar fyrstu þrjár aldir ítrekaðra ofsókna staðfestir hið sama. Orð hinna trúuðu á páskum voru byggð á sögulegri staðreynd: “Kristur er upprisinn. - Kristur er sannarlega upprisinn”

Rósirnar 5

Nú er laugardagur fyrir páskahátíðina. Altari kirkjunnar stendur autt eftir hinn langa föstudag - utan hvað 5 rósir minna okkur á sár Krists á krossinum. Jesús Kristur er í gröf sinni.

Krossfesting Jesú

Eitt af því sem við getum verið alveg viss um varðandi Jesú er þetta: Hann var krossfestur, dó á krossi. Um það eru allir á sama máli, lærisveinar hans, kristnar heimildir og andstæðingarnir sem hæddu hann vegna þessa.

Konungarnir 3 -og fleira sem EKKI er að finna í jólaguðspjallinu.

Þannig að kannski ættu pistlahöfundar sem gera lítið úr jólaguðsjallinu að lesa söguna fyrst - og koma svo með sínar skoðanir

Hin mikla gjá stéttaskiptingarinnar

Stundum líður mér í mínu starfi sem sóknarprestur eins og ég sé staddur í tveimur samfélögum. Og mikil gjá er staðfest í milli þeirra. Ég hitti mikinn fjölda af fólki á hverjum degi úr báðum samfélögum. Aðra stundina hitti ég einstaklinga sem eiga ekkert sér og sínum til framfærslu þann daginn.

Hvernig þjóðfélag viljum við eiginlega?

Eftir borgarafundinn um fátækt í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur þessi spurning verið að sækja að mér af sí auknum þunga. Hvernig þjóðfélag viljum við eiginlega? Á fundinum komu fram hrollvekjandi staðreyndir um ástand mála hér á landi í dag. 40.000 heimili eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman.

Þjóðkirkja - ríkiskirkja

Þjóðkirkja er kirkja þjóðar, vill veita þjóðinni allri þjónustu sína og eiga með henni samleið. Slík kirkja gengur með þjóðinni allri í gleði og sorg, af því að þjóðin vill eiga með henni samleið, án þess þó að önnur trúfélög njóti ekki sama frelsis og allir borgarar ríkisins fulls trúfrelsis.

Þegar hjálparstarfið fer í sumarfrí

Það er skrýtið velferðarkerfi sem treystir orðið algerlega á neyðarstofnanir. Treystir á raðir af fólki sem bíður eftir matargjöfum.Og það er undarlegt velferðarkerfi sem yptir öxlum yfir umkomuleysi fólks og segist ekki koma það við -

Kristin trú og samkynhneigð

Hér er þumalputtaregla sem þú getur notað: Boðskapur Jesú er alltaf byggður á kærleika, fjallar alltaf um kærleika. Hómófóbía snýst alltaf um ótta. Það er þess vegna ekki hægt að vera bæði kristinn og hómófób. En það er ekkert mál að vera bæði kristinn og samkynhneigður.

Fé án hirðis.

Meira að segja þjóðkirkjan brást. Því þó að kirkjan hafi oft haft uppi mótmæli gegn græðgi og hroka samfélagsins í orði, þá naut hún einnig góðs af gjöfum og styrkjum og vináttu við féhirðina, útrásarvíkingana, auðmennina. Og tók þeim og skjalli þeirra oft fagnandi. Gleymum því ekki.

Boðunardagur Maríu

Sunnudaginn 21. mars ber að þessu sinni upp á boðunardag Maríu, en boðunardagur Maríu er frá fornu fari hinn 25. mars.

Sorg og sorgarviðbrögð

Við þekkjum öll einhvern sem sorgin hefur sótt heim, hvort sem það nú er nýlega eða fyrir einhverju síðan. Kannski er það einhver ættingja okkar, vinur eða kunningi. Og við skulum ekki gleyma börnunum

Brunarústir Íslands og Krýsuvíkurkirkju

Það var ekki góð byrjun á hinu nýja ári að vera vakin upp þann 2. janúar með þær fréttir að Krýsuvíkurkirkja væri brunnin til grunna, líklega eftir íkveikju. Upp kom í hugan mynd af þessu litla varnarlausa Guðshúsi þar sem það kúrði við þjóðveginn, útvörður kristninnar við hið ysta haf.

Hver var Ágústus keisari?

Nú líður að jólum og brátt munum við heyra jólaguðspjallið enn á ný, þessa hugljúfu sögu sem við þekkjum öll. Þar er fyrstur nefndur til sögunnar keisari nokkur sem ber nafnið Ágústus. Hver var eiginlega þessi Ágústus sem mánuðurinn ágúst er nefndur eftir og er fyrstur allra nefndur til sögunnar í guðspjalli Lúkasar?

Kirkja og skóli í sögu og samtíð

Nú skömmu fyrir jól hefur sprottið upp nokkur umræða í fjölmiðlum um skólaheimsóknir í kirkjur á aðventu. Ýmsir hafa í nafni fjölhyggjunnar svokölluðu kvartað sáran yfir því að íslensk börn skuli fara með skólum sínum í slíkar heimsóknir. Og í ljós hefur komið að þessir hinir sömu vilja sumir helst slíta algerlega á tengsl skóla og kirkju.

Frelsarinn og réttlætið

Við fögnum af því að Frelsarinn kom í heiminn til þess að boða okkur réttlæti, sýna okkur fram á að það væri ekki réttleysið sem væri sterkasta aflið í heiminum, ekki myrkrið í allri sinni grimmd, heldur ljósið, ljós Guðs, í allri sinni fegurð.

Allra sálna messa

Allra sálna messa var fyrst sungin opinberlega árið 998 í Cluny klaustrinu í Frakklandi. Víða um lönd kveikja menn á allra sálna messu ljós á leiðum ástvina sinna og halda fyrirbænaguðsþjónustur fyrir þeim sem horfnir eru úr þessum heimi.

Allra heilagra messa

Þann 1. og 2. nóvember næstkomandi heldur kirkjan upp á tvær af sínum stærstu hátíðum, allra heilagra og allra sálna messu. Allra heilagra messa á sér fornar rætur í kirkjunni og ber upp á 1. nóvember ár hvert.

Kristin trú og umhverfismál

Umhverfismálin eru mál málanna í dag. Eins og allir vita berast okkur stöðugt fréttir af þeirri ógn sem vofir yfir umhverfi okkar og lífríkinu öllu. Inngrip okkar mannanna í náttúruna verður stöðugt meira og afdrifaríkara.

Fjölbreytileiki heimildanna um Jesú.

Þetta er eins og með myndasafnið sem nú er verið að koma upp í New York um árásirnar 11/9 2001. Safnað er óteljandi myndum frá einstaklingum sem hver fyrir sig segir lítið, geymir eitt þröngt sjónarhorn, eina reynslusögu. En saman mynda þær ómetanlegan sjóð heimilda fyrir framtíðina – ómetanlegan í fjölbreytileika sínum

Fátækt á Íslandi

þegar þetta er skrifað eru mánaðarmót ný liðin og eins og um hver mánaðarmót að undanförnu hefur verið straumur fólks til safnaða þjóðkirkjunnar og hjálparstofnanna í leit að fjárhagslegri aðstoð.

Hamingjunámskeið Hafnarfjarðarkirkju

Fullorðinsfræðsla Hafnarfjarðarkirkju fer á fulla ferð að loknu sumarleyfi fimmtudaginn 3. september næstkomandi. Þá verður haldið námskeið sem ber heitið „Hamingjunámskeið Hafnarfjarðarkirkju“.

Nokkrar fullyrðingar um Guð

Ef einhver segir þér að elska óvini þína, en hefur ekki sjálfur átt óvini og verið hataður, þá er það einskis virði sem hann segir. Ef einhver segir þér að biðja fyrir þeim sem ofsækja þig, en hefur ekki sjálfur verið ofsóttur, er það líka einskis virði.

Biblían - Orð Guðs

Oft á tímum hefur orð Biblíunnar orðið til þess að velta um koll óréttlátu þjóðfélagskerfi og gefa mönnum kjark til að sækja fram til frelsis og réttlætis.

Eftir brúðkaupið

Hvort sem hjón eru nýgift, ætla að gifta sig á næstunni eða hafa verið gift í fjöldamörg ár, þá ættu þau að setja sér það markmið að varðveita ástina, spennuna og traustið í sambandinu sínu. En það kemur ekki af sjálfu sér. Þess vegna langar mig til að gefa brúðhjónum sumarsins nokkur vel reynd ráð í nesti út í lífið. Og önnur hjón mega gjarnan nýta þau líka.

Þrenningarhátíð

Íhugunarefni þrenningarhátíðar er eðli Guðs og hvernig Guð mætir okkur í lífinu. Nafn þrenningarhátíðarinnar er dregið af því að Guð birtist okkur á þrennan hátt, sem þrjár persónur. Þessi birting Guðs í heiminum hefur frá fornu fari verið kölluð heilög þrenning.

Þjónandi þjóðkirkja

Tugþúsundir eiga sitt besta samfélag í starfi sem fram fer á vegum kirkjunnar. Hjón sem geta ekki lengur talað saman fá stuðning og styrk til að leita nýrra leiða hjá starfsmönnum Þjóðkirkjunar. Einmana og sorgmæddir fá huggun og samfélag.

Englar og djöflar

Í raun er kvikmyndin eins og dulbúinn áróður fyrir kaþólsku kirkjuna og hennar trú, sem kemur vel út þegar allt er skoðað. Ádeilan frá bókinni skilar sér alla vega ekki enda margt þar á misskilningi byggt hvað varðar tákn og sögu og orðamerkingar.

Bjargarleysi samfélagsins

Þegar flett er upp í orðabók þá er bjargarleysi meðal annars skilgreint sem fátækt, , atvinnuleysi, skortur, allsleysi, örbirgð og neyð. Það má því með sanni segja að það ríki bjargarleysi hjá mörgum á Íslandi í dag.

Er trúin ópíum fyrir fólkið?

Boðskapur kristinnar trúar er ekki deyfilyf. Þvert á móti. Kristin trú er grundvölluð á hinni spámannlegu hefð, þeirri hefð sem Jesús stóð á traustum fótum. Spillingin og órétturinn eru andstæð vilja Guðs. Kirkjan sem samfélagið er gengur fram undir krossinum á að hafa forystu, ganga fram fyrir skjöldu, í baráttunni gegn spillingunni og fyrir réttlætinu.

Engin miskunn?

Á sama tíma og rætt er um nauðsyn þess að standa vörð um fjölskylduna er þessum sömu fjölskyldum oft og iðulega engin miskunn sýnd. Við sem störfum í kirkjunni fáum daglega fréttir af fjölskyldum sem stillt er upp við vegg.

Sumaríhugun um töluna sjö

Nú er sjöundi mánuður ársins, júlí, og sumarið allt um kring. Blessuð sólin vermir landsmenn og sumarleyfin eru í algleymingi. Þetta er yndisleg tíð enda vetrarmyrkrin fjarri. Nú gefst góður tími til íhugunar, meðal annars um leynda og gleymda merkingu daga og vikna ársins.

Jerúsalem 15. júlí 1099

Þann 26. nóvember 1095 var haldin ein örlagaríkasta ræða sem flutt hefur verið. Ræðuna flutti Úrban páfi II. f á kirkjuþingi sem haldið var í Clermont í Frakklandi. Enn þann dag í dag er hún endurómuð í fréttunum þó að fáir hugsi út í það lengur.

Jónsmessa

Jónsmessan er kannski fyrst og fremst hátíð sumars og kyrrðar. Nú er sólargangur hvað lengstur og við njótum sumarsins í sálu og sinni. Þannig er það í raun náttúran sem heldur upp á Jónsmessuna fyrir okkur og með okkur og sér um hátíðahöldin, sumarsólin, fuglarnir og gróandinn.

Er Guð með í svona messum?

Í dag er mikið lagt upp úr því að fá sem flesta til kirkju. Það er auðvitað gott í sjálfu sér, því varla viljum við kristnir menn að kirkjurnar séu tómar og illa sóttar. Enn síður viljum við að kirkjan sé einhver afgreiðslustofnun eins og pósthúsið sem annast tímamótaathafnir fyrir almenning er sækir þjónustuna eins og af gömlum vana.

666

Opinberunarbók Jóhannesar segir frá andstæðingi Guðs og kallar hann dýrið eða Andkristinn. "Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins, því að tala manns er það, og tala hans er sex hundruð sextíu og sex.

Er kynlífsiðnaðurinn OK?

Klámsýningarnar og kynlífsbarirnir hafa farið illa með mörg pör og grafið undan margri fjölskyldunni. Því eins og konan sagði, hvernig geta menn eiginlega horfst í augu við fjölskyldu sína og sagst elska hana, eftir að hafa eytt nóttinni í það að niðurlægja ástina, einn eða með drukknum félögum?

Þjóðkirkja í þína þágu

Sem Þjóðkirkja lítur kirkjan til alls landsins og til samstarfs safnaðanna, en lætur ekki hvern söfnuð um það að berjast fyrir tilveru sinni í samkeppni við ótal aðra söfnuði litla og stóra.

Gullna reglan og innflytjendur

Umfram allt, virðum hvort annað sem manneskjur, sem börn Guðs, hvort sem við erum kristin eða múslímar, frá Íslandi, Litáen, Póllandi, Ísrael, Palestínu, Danmörku eða Filipseyjum. Hættum að skipta þeim sem hér búa í "Við" og "Þessir hinir".

Gullna reglan

Kristinn maður á ekki aðeins að láta vera að gera öðrum eitthvað sem hann vill ekki að þeir geri sér. Hann á að grípa frumkvæðið og gera það fyrir aðra sem hann myndi vilja að þeir gerðu fyrir sig. Hann á að ganga fram fyrir skjöldu, án þess að ætlast til nokkurs í staðin, gera gott.

María Magdalena

Um þessar mundir er verið að frumsýna hér á landi kvikmyndin Da Vinci lykillinn sem byggir á metsölubók Dan Browns. Bókina og efni hennar er óþarfi að kynna. Hún hefur vakið mikla umræðu og það mun kvikmyndin örugglega líka gera. Í bókinni er sagt að María Magdalena hafi verið eiginkona og barnsmóðir Jesú og að leyniregla hafi varðveitt þessa þekkingu gegn ofríki kirkjunnar í gegnum aldirnar.

Stóð ég við Öxará ....

Það var laugardaginn 1. júní síðastliðinn að ég lagði leið mína austur til Þingvalla að gifta, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Hjónaefnin voru úr bænum og organistinn sömuleiðis, þannig að með mér og brúðkaupsgestum var þetta orðinn nokkur söfnuður.