Arnfríður Guðmundsdóttir

Höfundur -

Arnfríður Guðmundsdóttir

Postillur eftir höfund

Prédikun á konudaginn í Lágafellskirkju

Á degi sem tileinkaður er Biblíunni höfum við heyrt texta lesna hér frá altarinu sem allir fjalla um orð Guðs sem „er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði“, er „smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar“ og „dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.“ Það er ljóst að hér er ekki um að ræða lýsingu á dauðum bókstaf sem varðveittur er í aldagömlum og rykföllnum bókum, heldur mátt eða kraft sem lætur ekkert stoppa sig, en vinnur verk sitt, nótt og dag, leynt og ljóst, þar til markinu er náð – þar til það hefur borið tilætlaðan árangur.

Siðbót 21. aldar

Andspænis aðsteðjandi umhverfisógn getur boðskapurinn um synd, afturhvarf og hjálpræði gefið okkur kjark til að takast á við ógnina - í stað þess að gefast upp fyrir henni. Valið - og ábyrgðin - er okkar.

Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!

Á síðustu vikum og mánuðum höfum við fengið að sjá hverju raddir sannleikans, raddir sem rísa upp gegn leyndarhyggju og misbeitingu valds, geta fengið áorkað. Þolendur kynferðisofbeldis, sem hafa stigið fram og haft hátt, hafa gefið okkur öllum mikilvægt fordæmi í baráttunni gegn óréttlætinu í okkar persónulega lífi, sem og í samfélaginu sem við tilheyrum. Skilaboðin eru ótvíræð: Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!

Ást og ábyrgð

Hversu oft hefðir þú viljað geta sagt við hann eða hana sem stendur hjarta þér næst: Hafðu ekki áhyggjur, ég passa þig og sé til þess að ekkert illt hendi þig?

Kvenréttindi eru mannréttindi

Ný stjórnarskrá á að færa okkur nær betra og réttlátara samfélagi, alveg eins og reglum um meðferð kynferðisbrota er ætlað að gera kirkjuna okkar betri og öruggari, fyrir okkur öll.

Nýtt ár – nýr boðskapur

Það hlýtur að vera helsta verkefni kirkjunnar á öllum tímum að túlka boðskap kristinnar trúar inn í samtímann. Spurningin hlýtur alltaf að vera bæði fersk og ný: Hvernig getum við talað um Guð inn í nýja og breytta tíma? Í rauninni má líta svo á að kristin trúarhefð sé samsafn af svörum við þessari spurningu.

Konurnar og Kristur

Slíkt jafnrétti er forsenda þess að við fáum öll að njóta fullrar mennsku okkar. Það er forsenda þess að við getum rétt úr okkur, eins og konan í sögunni, og séð allt það góða sem Guð hefur gefið okkur. Það er forsenda þess að við getum elskað Guð af öllu hjarta, sálu og mætti og þjónað náunga okkar í kærleika, eins og við erum sköpuð til.