Jólasöngvar barnanna

Jólasöngvar barnanna eru tíu myndbönd við falleg jólalög.

Þau eru flutt af barnakórum og komu upphaflega út á geisladisknum Kom englalið. Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar, valdi lögin og Bóas Kristjánsson gerði myndböndin. Með gerð þeirra er stigið mikilvægt skref sem miðar að því að gera fallega og vel flutta kirkjutónlist aðgengilega á netinu með myndefni sem styður tónlistina segir Margrét um verkefnið.