Skólavist

Nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar miðar að því að undirbúa orgelleikara og kórstjóra til starfa í kirkjum. Í starfi organistans felst umsjón með tónlistarlífi safnaðanna, hljóðfæraleik og söngstjórn.
Starf organistans er því bæði fjölbreytt og gefandi við margvíslegar aðstæður.

Fjölbreytt og víðtæk menntun
Til að gegna starfi organista þarf fjölbreytta og víðtæka tónlistarmenntun. Fyrst og fremst þarf að læra orgelleik en einnig píanóleik og söng. Aðrar mjög mikilvægar námsgreinar eru kórstjórn og liturgískt orgelspil, en þar kemur til þjálfunar almenn hljómborðsfærni og spuni, sem miðar að því að orgelið veiti sem bestan stuðning við helgihaldið. Sérgreinar sem kenndar eru við Tónskólann eru sálma & helgisiðafræði, kirkjusöngsfræði, kirkjufræði og orgelsmíði.

Inntökuskilyrði fyrir Kirkjuorganistapróf er miðstig í píanói auk viðtals við skólastjóra.

Inntökupróf er fyrir nám í Kantorsnámi.

Inntökupróf er fyrir nám til BA-gráðu. Sjá nánar á www.lhi.is

Inntökupróf er fyrir nám í einleiksáfanga.

Til að sækja um kórstjórn sem aðalfag þarf viðkomandi að jafnaði að hafa nokkra undirstöðu og einhverja reynslu.

Námsskrá

Kirkjuorganistapróf
Kantorspróf

Kirkjutónlist, BA-gráða

Orgelnám fyrir börn í Tónskóla Þjóðkirkjunnar!

Tónskóli Þjóðkirkjunnar í samstarfi við Orgelkrakka, býður nú börnum að hefja nám í orgelleik í fyrsta sinn í sögu skólans.
Kennslan verður byggð upp á vikulegum einkatímum og reglulegum hóptímum.
Hægt er að senda umsóknir á netfang tónskólans tonskoli@tonskoli.is

Eyðublað fyrir umsókn um skólavist

Orgelnám fyrir börn í Tónskóla Þjóðkirkjunnar!

Hægt er að senda umsóknir á netfang tónskólans tonskoli@tonskoli.is

Skólagjöld 2023-2024

Fullt nám kr. 308.000,-

Kórstjórn og söngþjálfun kr. 209.000,-

Fjarnám (hver grein) kr. 88.000,-

Orgelnám kr. 209.000,-

Orgelnám fyrir börn, kr. 45.000 fyrir veturinn