Blómlegt barnastarf á Snæfellsnesi

15. maí 2024

Blómlegt barnastarf á Snæfellsnesi

Frá vorhátíð í Grundarfjarðarkirkju

Eins og fram kom á kirkjan.is fyrir helgi eru haldnar vorhátíðir barnastarfsins í kirkjunum um allt land.

Oftast er þar mikið um dýrðir, hoppukastalar, andlitsmálun og grillaðar pylsur og svo er alltaf sungið og sagðar biblíusögur.

Sunnudaginn 12. maí hittust börn úr Staðastaðarprestakalli og Setbergsprestakalli og gerðu sér glaðan dag með Kirkjubralli sem var lokahátíð sóknanna.

Hátíðin var haldin í Grundarfjarðarkirkju.

Sr. Laufey Brá Jónsdóttir sóknarprestur í Setbergsprestakalli sagði að dagurinn hafi verið dásamlegur og mættu 110 einstaklingar frá báðum sóknum.

„Þau voru hendur Guðs, sköpuðu, hoppuðu í kærleika Guðs, léku dýr, sungu og tóku þátt í sameiginlegu borðhaldi.

Þemað að þessu sinni var kærleikur og sköpun Guðs.

Tilgangurinn var að fjölskyldan gæti átt gæðastund þar sem allir upplifa sig á heimavelli í kirkjunni sinni“ segir Laufey Brá og bætir við:

„Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á Stöð 2 tók viðtal við okkur sr. Brynhildi Óla Elínardóttur sóknarprest í Staðarstaðaprestakalli áður en hátíðin hófst.“

Þar kom meðal annars fram að „prestar á Snæfellsnesi geti brugðið sér í hin ýmsu dulargervi en nú eru það „kisuprestar”, sem eru hvað vinsælastir í barnastarfi kirknanna á svæðinu.“

Auk þess var þess getið að „barnastarf í kirkjum á Snæfellsnesi hafi blómstrað í vetur og í vor en gott dæmi um það er kirkjan í Grundarfirði þar sem allt hefur iðað og lífi af fjöri í starfi með börnum og unglingum á svæðinu.

Þær voru spurðar að því hvort það væri ekki gaman að taka þátt í þessu með krökkunum?

„Alveg frábært, þau eru framtíðin, þau eru kirkjan þessar elskur, þau eru yndisleg,” segir sr. Brynhildur.

Og eru krakkarnir dugleg að sækja kirkjustarfið?

„Mjög svo, já um daginn voru hér til dæmi um 80 í kirkjunni, en annars er að meðaltali um 40, sem þykir bara gott í stórum bæjarfélögum, hvað þá í Grundarfirði” segir sr. Laufey Brá að lokum.

 

slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Biblían

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Prestar Norðurlanda sm starfa í Danmörku með Kaupmannahafnarbiskupi

Skemmtilegt og gefandi samstarf

31. okt. 2024
...samnorræn messa
Eins og sjá má á þessari mynd eru margar konur á kirkjuþingi-mynd sgs

Kirkjuþingi lauk í gær í Háteigskirkju

30. okt. 2024
...19 mál voru afgreidd öðrum frestað fram í mars
Diddú og Bergþór

Síðustu hádegistónleikar í Bleikum október

29. okt. 2024
...Diddú og Bergþór Pálsson