Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Sungu nýja sálma og æfðu þjóðlög við Passíusálmana

Kirkjukórar í Snartastaðakirkju

Um síðustu helgi var Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar með söngdaga hjá þingeyskum kirkjukórum. Laugardaginn 28. febrúar æfðu kirkjukórar í Suður Þingeyjarsýslu saman í félagsheimilinu Ýdölum undir stjórn Margrétar og Petru Pálsdóttur, organista. Um 40 manns sungu nýja sálma úr tilraunaheftinu … Áfram

Alþjóða bænadagur kvenna er á föstudaginn

althjodabaenadagur2015

Fyrsta föstudag í mars ár hvert er Alþjóðlegur bænadagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim og víða um land. Bænaganga verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum kl. 17. Beðið er fyrir stofnunum og fyrirtækjum bæjarins og endað með bænastund í Stafkirkjunni … Áfram

Vel heppnaður æskulýðsdagur

Æskulýðsdagurinn 2015

Það var mikið um að vera í kirkjunum um allt land á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Börn og unglingar voru í aðalhlutverki, þau undirbjuggu daginn og tóku virkan þátt í helgihaldinu. Sjö krakkar prédikuðu í Neskirkju Sigurvin Jónsson sagði að í Neskirkju … Áfram

Biskup Íslands heimsækir Eyjafjörð

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Í vikunni er Agnes M. Sigurðardóttir stödd í Eyjafirði ásamt Þorvaldi Víðissyni biskupsritara. Tilefnið er vísitasía biskups Íslands á Norðurlandi sem hófst á síðasta ári og heldur nú áfram. Biskup sótti æskulýðsmessu í Svalbarðskirkju í gærkvöldi þar sem fjölmenni kom … Áfram

Embætti sóknarprests og prests í Keflavíkurprestakalli auglýst

Keflavíkurkirkja

Biskup Íslands auglýsir laus til umsóknar embætti sóknarprests og embætti prests í Keflavíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Embætti sóknarprests er laust frá og með 1. apríl 2015 og embætti prests frá og með 1. ágúst 2015.  Umsóknarfrestur er til 27.mars 2015. Biskup Íslands … Áfram

Námskeið um fyrirgefninguna í Guðríðarkirkju

Fyrirgefning

Námskeið um fyrirgefninguna verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti 07. mars kl. 09:00-17:00.  Þar verður hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn (Centering Prayer)“  iðkuð ásamt fræðslu um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Námskeiðið hefst laugardaginn 07. mars kl. 09:00 og dagskránni lýkur kl. 17:00. Umsjón er … Áfram

Veggir í sögu kvenna

Erna við sýninguna

Á konudaginn, 22. febrúar síðastliðinn, opnaði Erna Kristinsdóttir Kolbeins, sóknarnefndarmaður, farandsýningu sem heitir ,,Veggir í sögu kvenna”, í lok guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju. Á sýningunni eru 12 veggspjöld sem sýna svipmyndir úr sögu kosningarréttar kvenna. Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir þessari farandsýningu … Áfram

Hvaða sókn tilheyri ég? Sunnudagaskólinn Árbók kirkjunnar 2013-2014

Þetta fallega unga fólk tók þátt í Kirkjuþingi unga fólksins í maí. #kirkjumyndir