Tónskóli

Þjóðkirkjan heiðrar Hauk

Haukur Guðlaugsson við orgel Eyrarbakkakirkju

Haukur Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, varð níræður á árinu, nánar til tekið 5. apríl s.l.
Af þessu tilefni verður efnt til vandaðra tónleika Hauki til heiðurs og verða þeir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 31. október kl. 17.00. Dagskráin er fjölbreytileg og að hluta til valin í samvinnu við afmælisbarnið. Gamlir nemendur hans koma fram á tónleikunum, sumir leika á orgel og aðrir syngja.

Frétt frá kirkjan.is um Hauk.

Umsókn um skólavist

Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2021-2022 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 18. júní.
Upplýsingar um skólavist má sjá  hér:

Boðunardagur Maríu

 

Guðsþjónusta – Fyrirlestur – Tónleikar – Tíðasöngur

Kl.11 Guðsþjónusta á boðunardegi Maríu. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.

kl. 17.30 Tónleikar ´Suite du Deuxième ton´ eftir franska barokktónskáldið Louis-Nicolas Clérambault & Magnificat - Lofsöngur Maríu. Flytjendur: Björn Steinar Sólbergsson, orgel & sönghópurinn Cantores Isalandiœ; stjórnandi Ágúst Ingi Ágústsson.

Kl. 18 Aftansöngur - Vesper: Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Glúmur Gylfason leiðir þátttakendur. Í tengslum við aftansönginn verður Glúmur Gylfason með fyrirlestur kl. 16.30 um bók sína „Íslenskur tíðasöngur“.

Dagskrá í samvinnu Hallgrímskirkju og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

 

Símenntun í kirkjutónlist - Umsóknarfresturinn framlengdur til 13. september!

Upplýsingar um símenntun Tónskólans og Söngmálastjóra

 

Útskriftartónleikar Matthíasar Harðarsonar

Útskriftartónleikar Matthíasar Harðarsonar fara fram í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 12:00. Þar með lýkur Matthías bakkalárnámi frá kirkjutónlistarbraut LHÍ í samstarfi við Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Matthías lýkur jafnframt kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Flutt verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Louis-Nicolas Clérambault, Maurice Duruflé og César Franck.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Útskriftarhátíð Tónskólans 2020

Skólaslit Tónskólans fóru fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 22. maí s.l.
Fjórir nemendur luku áfanga frá skólanum.
Það eru þau Hrafnkell Karlsson sem lauk kirkjuorganistaprófi.
Erla Rut Káradóttir, Matthías Harðarson, Páll Barna Szabo luku kantorsprófi.
Erla Rut og Matthías luku jafnframt BA-gráðu í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands.

Skólaslit Tónskóla Þjóðkirkjunnar 2020

Skólaslit Tónskólans verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 22. maí kl. 17.
Fjórir nemendur ljúka áfanga frá skólanum í vor. Það eru þau Hrafnkell Karlsson sem líkur kirkjuorganistaprófi.
Erla Rut Káradóttir, Matthías Harðarson, Páll Barna Szabo ljúka kantorsprófi.
Erla Rut og Matthías ljúka jafnframt BA-gráðu í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands.

Umsókn um skólavist

Hér er hægt að sækja um skólavist í Tónskóla Þjóðkirkjunnar fyrir skólaárið 2020-2021 og senda á tonskoli@tonskoli.is. Umsóknarfresturinn er til 23. júní.

Upplýsingar um skólavist má sjá hér:

Dagur kirkjutónlistarinnar 2020

Dagur kirkjutónlistarinnar 2020 í Hallgrímskirkju laugardaginn 7. mars kl 10 – 15.  Dagskrá í tali og tónum.

Dagskrá í Hallgrímskirkju.

Útskriftartónleikar Erlu Rutar Káradóttur

Útskriftartónleikar Erlu Rutar fara fram í Hallgrímskirkju sunnudaginn 8.mars kl. 17:00. Þar með lýkur hún bakkalárnámi frá kirkjutónlistarbraut LHÍ í samstarfi við Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Erla Rut lýkur jafnframt kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Flutt verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn, Olivier Messiaen og Jehan Alain.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Gospell/pop nálgun í kirkjutónlist

Fyrirlestur í Lindakirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 10-12

Óskar Einarsson, tónlistarstjóri Lindakirkju í Kópavogi fjallar um Gospeltónlist og kynnir tónlistarstarfið í Lindakirkju.
Kynningin er opin nemendum og kennurum Tónskóla Þjóðkirkjunnar, félögum í FÍO – Félagi íslenskra organleikara auk organistum Þjóðkirkjunnar.

Óskar stundaði píanó og saxófón nám við tónlistarskólann á Akureyri til 1991. Stundaði nám við FÍH veturinn 1991-1992. Hann lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1995 og Marsternámi við University of Miami 1999 í útsetningum. Óskar hefur útsett og stjórnað upptökum á geisladiskum m.a. fyrir Pál Rósinkranz, Heru Björk, Snörurnar, Ragnar Bjarnason, Stuðmenn og hinu ýmsa kóra. Hann hefur unnið tónlist fyrir útvarp og sjónvarp og starfaði við Leikfélag Akureyrar 1990-1991 og Borgarleikhúsið frá 1991-2001. Þar samdi hann m.a. tónlist við barnaleikritið Móglí og útsetti og stjórnaði tónlistinni í Kysstu mig Kata. Óskar úsetti tónlistina í söngleiknum Annie sem frumsýndur sem sýnd var í Austurbæ 2006. Óskar kenndi við tónlistarskóla FÍH frá 1999-2010 og er tónlistarstjóri Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík frá árinu 1991. Þar hefur hann sett upp fjölda tónleika m.a. sem sýndir hafa verið í Ríkissjónvarpinu ásamt því að gefa út 6 geisladiska og 2 DVD með kórnum í fíladelfíu. Hann er stofnandi og stjórnandi Gospelkórs Reykjavíkur sem hefur haldið tugi tónleika hérlendis og líka erlendis og gaf út CD og DVD diska 2003. Gospelkór Reykjavíkur hefur verið í hléi sl. 10 ár en Gospelkompaníið (minni hópur) hefur mikið komið fram og sungið víða. Frá árinu 1999 hefur Óskar haldið yfir 50 gospelnámskeið um allt land bæði opin öllum og svo fyrir kirkjukóra viðkomandi staðar og má ætla að fjöldi þátttakenda sé að nálgast 1000 manns. Í upphafi árs 2010 tók Óskar að sér tónlistarstjórn í Lindakirkju. Þar er starfandi öflugur kirkjukór sem heldur reglulega gospeltónleika og komið m.a. fram í kórakeppninni „Kórar Íslands” árið 2017 og lenti hann í öðru sæti.