Nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Í skólanum er kenndur orgelleikur á grunn-, mið- og framhaldsstigi en einnig er boðið upp á nám við framhaldsdeild í kirkjutónlist sem hentar vel þeim sem vilja undirbúa sig fyrir frekara nám í kirkjutónlist og kórstjórn. Einnig nýtist það tónlistarmönnum sem vilja bæta við sig fagþekkingu á sviði kirkjutónlistar og þeim sem kjósa tónlistarnám á breiðum grunni.

Almennt um orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar

Í orgelnáminu kynnast nemendur orgelverkum frá ólíkum tímabilum og í ýmsum stíltegundum. Einnig þjálfast nemendur í að leika undir og leiða almennan safnaðarsöng á orgel og í leik af fingrum fram. Þegar komið er upp í miðnám í orgelleik bætist við nám í píanóleik og á framhaldsstigi nám í hljómborðsleik á píanó. Kennt er samkvæmt námskrá hljómborðshljóðfæra, gefinni út af Menntamálaráðuneytinu.

Nemendur eldri en 18 ára sem hyggja á nám í orgelleik þurfa að eiga viðtal við skólastjóra. Bent er á möguleika á einkanámi í orgelleik við endurmenntunardeild skólans sem er án skuldbindinga um námskröfur.

Miðað er við að nemendur séu orðnir 8-9 ára gamlir áður en nám í orgelleik hefst.

Lýsing á námi

Grunnnám

Í grunnnámi fær orgelnemandi 30 til 45 mínútur á viku eftir aldri og þroska nemenda. Þegar nemandi er komin áleiðis í orgelnáminu bætist við kennsla í tónfræði og tónheyrn samkvæmt námskrá. Nemandi þarf að ljúka grunnprófi í tónfræðagreinum áður en orgelpróf er tekið upp í miðnám. Kennt er samkvæmt námskrá hljómborðshljóðfæra, gefinni út af Menntamálaráðuneytinu.

Miðnám

Í miðnámi fær orgelnemandi 60 mínútur á viku í einkakennslu á orgel. Ef nemendur hafa ekki stundað píanónám bætast við 30 mínútur á viku á píanó þegar komið er á miðstig í orgelnámi. Auk þess er kennsla í tónfræði, tónheyrn og tónlistarsögu samkvæmt námskrá. Nemandi þarf að ljúka miðprófi á píanó, í tónfræði og tónheyrn og a.m.k. einu ársprófi í orgelleik áður en orgelpróf er tekið upp í framhaldsnám. Kennt er samkvæmt námskrá hljómborðshljóðfæra, gefinni út af Menntamálaráðuneytinu.

Framhaldsnám

Í framhaldsnámi fær orgelnemandi 60 mínútur á viku í einkakennslu á orgel. Auk þess er kennsla hljómborðsleik (verklegri hljómfræði) samkvæmt námskrá. Miðað er við að nemandi hafi lokið a.m.k. tveimur ársprófum áður en náminu lýkur með framhaldsprófi í orgelleik og lokaprófi í hljómborðsleik. Kennt er samkvæmt námskrá hljómborðshljóðfæra, gefinni út af Menntamálaráðuneytinu.

Námsmat

Grunnnám

Nemendur í grunnnámi fá umsögn frá kennara fyrir frammistöðu og ástundun í lok hverrar annar. Miðað er við að nemendur komi fram a.m.k. einu sinni á hverri önn í guðsþjónustu þar sem þeir leiða söng við orgelið og einu sinni á tónleikum. Áfangapróf eru tekin samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins.

Miðnám

Nemendur í miðnámi fá umsögn frá kennara fyrir frammistöðu og ástundun í lok hverrar annar. Miðað er við að a.m.k. einu sinni á önn komi nemendur fram á tónleikum og í guðsþjónustu þar sem þeir leiða söng við orgelið. Í lok hvers skólaárs fer fram árspróf. Fyrir ársprófið skila nemendur lista yfir 5 verk í ólíkum stíltegundum og 5 sálma úr ólíkum áttum. Tímalengd hvers verks skal vera u.þ.b. 2-4 mínútur, lengri verk geta talist sem 2 til 3 verk eftir lengd. Á listanum má vera eitt frumsamið verk eftir nemanda eða spuni. Frumsamið verk eða spuni getur ekki talist með lengri verkum. Listar mega ekki innihalda sömu verk og sálma á milli ára. Tveimur vikum fyrir próf velur prófdómari 2 sálma og 2 verk af listanum og nemandi eitt verk og einn sálm. Sálmarnir skulu leiknir eftir fjögurra radda kóralnótnamynd með fótspili, stuttum forspilum og a.m.k. tveimur versum. Prófdómari veitir umsögn og einkunn fyrir ársprófið. Áfangapróf eru tekin samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins.

Framhaldsnám

Nemendur í framhaldsnámi fá umsögn frá kennara fyrir frammistöðu og ástundun í lok hverrar annar. Miðað er við að a.m.k. einu sinni á önn komi nemendur fram á tónleikum og í guðsþjónustu þar sem þeir leiða söng við orgelið. Í lok hvers skólaárs fer fram árspróf. Fyrir ársprófið skila nemendur lista yfir 6 verk í ólíkum stíltegundum og 10 sálma úr ólíkum áttum. Tímalengd hvers verks skal vera u.þ.b. 2-4 mínútur, lengri verk geta talist sem 2 til 3 verk eftir lengd. Á listanum má vera eitt frumsamið verk eftir nemanda eða spuni. Frumsamið verk eða spuni getur ekki talist með lengri verkum. Listar mega ekki innihalda sömu verk og sálma á milli ára. Tveimur vikum fyrir próf velur prófdómari 2 sálma og 2 verk af listanum og nemandi eitt verk og einn sálm. Sálmarnir skulu leiknir eftir fjögurra radda kóralnótnamynd með fótspili, stuttum forspilum og a.m.k. tveimur versum. Prófdómari veitir umsögn og einkunn fyrir ársprófið. Áfangapróf eru tekin samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins.

Framhaldsprófstónleikar

Að loknu framhaldsprófi í orgelleik og lokaprófi í hljómborðsleik fara fram framhaldsprófstónleikar í orgelleik. Nemandi leikur 30 til 60 mínútna efnisskrá að eigin vali. Hluti efnisskrárinnar má vera spuni eða flutningur á eigin tónsmíð.

Píanóleikur með miðnámi í orgelleik

Hafi nemandi ekki stundað píanónám áður bætist við nám í píanóleik þegar komið er á miðstig í orgelleik. Nemandi fær 30 mínútna kennslutíma á viku.

Markmið

Markmið píanónáms samhliða orgelnámi er að nemendur nái færni í að leika einleiksverk á píanó og geti notað píanóið við leik í guðsþjónustum og undir söng.

Námsmat

Nemendur í miðnámi fá umsögn frá kennara fyrir frammistöðu og ástundun í lok hverrar annar. Nemandi þarf að ljúka miðprófi á píanó samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins áður en orgelpróf er tekið upp í framhaldsnám.

Tónfræðagreinar

Miðað er við að nemendur hafi náð 11 ára aldri áður en formlegt nám í tónfræði hefst. Fram að því fer tónfræðikennsla fram samhliða hljóðfærakennslunni. Kennt er samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins. Miðað er við að nemendur ljúki grunn- og miðprófum í tónfræðagreinum samhliða sambærilegum áföngum í orgelnáminu.

Hljómborðsleikur - verkleg hljómfræði

Nemendur í framhaldsnámi í orgelleik og í framhaldsdeild í kirkjutónlist fá 30 mínútna kennslutíma á viku í hljómborðsleik í heilan vetur. Í faginu þjálfast nemendur í verklegri hljómfræði við hljómborðið þar sem unnið er út frá bókstafshljómum (einkum í sálmum og dægurtónlist/rytmískri tónlist). Kennd eru grunnatriði við hljómsetningar sálmalaga, almennra sönglaga og dægurtónlistar, tóntegundaskipti og tónflutningur þjálfaður og að spila eftir eyranu.

Markmið

Markmið hljómborðsleiks í orgelnámi á framhaldsstigi er að nemendur nái aukinni færni við hljómsetningar, við meðleik í ýmsum stíltegundum og geti notað píanóið við vinnu með kór, í guðsþjónustum og við að leika undir söng. Námi í hljómborðsleik lýkur með lokaprófi þar sem lögð er áhersla á færni í verklegri hljómfræði samkvæmt námslýsingu og meðleik með söng.

Nám við framhaldsdeild í kirkjutónlist er á framhaldsskólastigi og veitir góðan grunn fyrir frekari sérhæfingu á sviði kirkjutónlistar. Námið hentar einnig tónlistarfólki sem hefur annan bakgrunn en kirkjutónlist og hyggur á starf við kirkjur og nemendum sem kjósa tónlistarnám á breiðum grunni.

Í náminu fá nemendur kennslu bæði á orgel og píanó, í söng, kórstjórn og ryþmískum hljómborðsleik. Námið er metið til eininga í framhaldsskólum.

Inntökuskilyrði

Nemandi þarf að hafa lokið miðprófi á hljómborðshljóðfæri og miðprófi í tónfræðagreinum.

Yfirlit 

Orgelleikur

Orgelleikur er skyldugrein fyrir alla nemendur í framhaldsdeild í kirkjutónlist og fær nemandi 60 mínútur á viku í einkakennslu á orgel allan námstímann. Í orgelnáminu kynnast nemendur orgelverkum frá ólíkum tímabilum og í ýmsum stíltegundum. Einnig þjálfast nemendur í að leika undir og leiða almennan safnaðarsöng á orgel og í leik af fingrum fram. Náminu lýkur með mið- eða framhaldsprófi í orgelleik auk lokatónleika úr framhaldsdeild. Kennt er samkvæmt námskrá hljómborðshljóðfæra, gefinni út af Menntamálaráðuneytinu.

Markmið

Markmið orgelnámsins er að nemandi geti leikið á orgel ólík verk við guðsþjónustur, verði kunnugur sálmahefð kirkjunnar og geti leikið undir sálmasöng.

Námsmat í orgelleik í framhaldsdeild

Nemendur fá umsögn frá kennara fyrir frammistöðu og ástundun í lok hverrar annar. Miðað er við að a.m.k. einu sinni á önn komi nemendur fram á tónleikum og í guðsþjónustu þar sem þeir leiða söng við orgelið. Í lok hvers skólaárs í framhaldsdeild fer fram árspróf. Fyrir ársprófið skila nemendur lista yfir 6 verk í ólíkum stíltegundum og 10 sálma úr ólíkum áttum. Tímalengd hvers verks skal vera u.þ.b. 2-4 mínútur, lengri verk geta talist sem 2 til 3 verk eftir lengd. Á listanum má vera eitt frumsamið verk eftir nemanda eða spuni. Frumsamið verk eða spuni getur ekki talist með lengri verkum. Listar mega ekki innihalda sömu verk og sálma á milli ára. Tveimur vikum fyrir próf velur prófdómari 2 sálma og 2 verk af listanum og nemandi eitt verk og einn sálm. Sálmarnir skulu leiknir eftir fjögurra radda kóralnótnamynd með fótspili, stuttum forspilum og a.m.k. tveimur versum. Prófdómari veitir umsögn og einkunn fyrir ársprófið. Áfangapróf eru tekin samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins.

Píanóleikur

Nemendur sem ekki hafa lokið miðprófi á píanó fá 30 mínútna kennslutíma á viku.

Markmið

Markmið píanónáms í framhaldsdeild í kirkjutónlist er að nemendur nái færni í að leika einleiksverk á píanó og geti notað píanóið við leik í guðsþjónustum og undir söng.

Námsmat

Nemendur fá umsögn frá kennara fyrir frammistöðu og ástundun í lok hverrar annar. Til að ljúka framhaldsprófi í kirkjutónlist þurfa nemendur að ljúka miðprófi á píanó samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins.

Söngur

Söngur er skyldugrein fyrir nemendur í framhaldsdeild í kirkjutónlist. Nemendur fá 45 mínútur í einkakennslu í hverri viku allan námstímann. Á hverri önn eru einnig kenndir hóptímar. Markmið söngnámsins er að undirbúa nemendur fyrir hlutverk organista sem forsöngvara og kórstjóra. Áhersla er lögð á samsöng og að nemandi öðlist þá þekkingu á raddbeitingu og hljómmyndun sem nýtist við tilsögn kóra. Meginþættir kennslunnar eru: raddbeiting, raddþjálfun, söngur og kennslufræði. Áhersla er lögð á líffærafræði raddarinnar og eðlilega beitingu líkamans.

Námsmat

Nemendur fá umsögn frá kennara fyrir frammistöðu og ástundun í lok hverrar annar. Að lokinni síðustu önn taka nemendur lokapróf og hafa val um að ljúka áfangaprófi í söng samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins.

Lokapróf í söng úr framhaldsdeild í kirkjutónlist

Á lokaprófi í söng í framhaldsdeild flytja nemendur samtals þrjú lög, þar af eitt samsöngslag og einn sálm. Einnig fer fram munnlegt viðtal við prófdómara þar sem nemandi sýnir þekkingu á raddbeitingu og hljómmyndun sem nýtist við tilsögn kóra.

Fyrir lokaprófið skila nemendur lista með 20 lögum, þar af skulu vera 10 sálmar úr gildandi sálmabók kirkjunnar. Á lokaprófi flytur nemandi tvö lög af listanum að eigin vali í samráði við kennara, þar af þarf eitt að vera í samsöng (tvísöng eða fjölraddað) þar sem nemandi er í burðarhlutverki (einn með sína rödd). Viku fyrir próf velur prófdómari einn sálm af listanum sem nemandi flytur á prófinu. Þyngdarstig verkefna á prófinu skulu miðuð við grunnstig í söng samkvæmt námskrá gefinni út af Menntamálaráðuneytinu.

Hljómborðsleikur - verkleg hljómfræði

Nemendur fá 30 mínútna kennslutíma á viku í hljómborðsleik í heilan vetur. Fagið er skylda fyrir nemendur á framhaldsstigi í orgelleik og í framhaldsdeild í kirkjutónlist. Í faginu þjálfast nemendur í verklegri hljómfræði við hljómborðið þar sem unnið er út frá bókstafshljómum (einkum í sálmum og dægurtónlist/rytmískri tónlist). Kennd eru grunnatriði við hljómsetningar sálmalaga, almennra sönglaga og dægurtónlistar, tóntegundaskipti og tónflutningur þjálfaður og að spila eftir eyranu.

Markmið

Markmið hljómborðsleiks í orgelnámi á framhaldsstigi er að nemendur nái aukinni færni við hljómsetningar, við meðleik í ýmsum stíltegundum og geti notað píanóið við vinnu með kór, í guðsþjónustum og að leika undir söng.

Námsmat

Nemendur fá umsögn frá kennara fyrir frammistöðu og ástundun í lok hverrar annar. Námi í hljómborðsleik lýkur með lokaprófi þar sem lögð er áhersla á færni í verklegri hljómfræði samkvæmt námslýsingu og meðleik með söng.

Þátttaka í kórstarfi

Nemendur í framhaldsdeild þurfa að taka þátt í kórstarfi í tvær annir á námstímanum, þar af starfi kirkjukórs í a.m.k. eina önn. Kórarnir sem metnir eru til þátttöku þurfa að æfa a.m.k. einu sinni í viku og halda tónleika á hverri önn. Nemendur fá innsýn í innra starf kórstjórans og stjórnar kórsins og taka þátt í heilu ferli við undirbúning og framkvæmd á a.m.k. einum tónleikum á námstímanum. Nemandi þarf ekki að borga félagsgjöld í kórnum á námstímanum. Æskilegt er að kórstjóri veiti nemanda innsýn inn í starf kórstjórans og hvernig verk eru valin fyrir tónleika eða athafnir, hvernig inntökupróf fara fram, hvernig félagslífi kórsins er háttað og hvernig stjórnarstörfin fara fram.

Námsmat

Nemendur fá umsögn kórstjóra fyrir ástundun og virka þátttöku í lok hverrar annar. Mætingarskylda á æfingar kórs er 70%.

Kórstjórn

Kórstjórn er skyldugrein fyrir alla nemendur í framhaldsdeild í kirkjutónlist í tvær annir þar sem kennd eru undirstöðuatriði í kórstjórn. Í því felst að undirbúa kórverk, með eða án undirleiks, og stjórna flutningi þeirra. Nemendur öðlist tæknilega færni og þekkingu til að túlka og móta tónlistina á skýran hátt með tilliti til stíls, textainnihalds og stemmingar. Nemendur öðlist þekkingu á uppbyggingu kórastarfs, skipulagi kóræfinga, raddmótun og viðeigandi verkefnavali. Miðað er við að lágmark 2 nemendur séu saman í hóp og að kennslutími sé u.þ.b. 20-30 mínútur á nemanda.

Markmið

Nemendur læri að slá grunntakttegundir með skýru, taktföstu slagi og góðri líkamsbeitingu, hafi vald á taktslagi fyrir mismunandi styrkleika og kunni skil á sjálfstæðri notkun handanna við túlkun kórverka. Nemendur öðlist þekkingu á tilgangi raddþjálfunar í kórstarfi og geti stýrt upphitun. Nemendur öðlist færni til að æfa og stjórna einföldu fjögurra radda kórverki og þjálfast í að velja kórverk fyrir tónleika og gera lagaröð.

Námsmat

Nemandi stjórnar einu kórverki á tónleikum í lok hverrar annar, kennaramat.

Tónskólamessa

Á hverri vorönn undirbúa allir nemendur Tónskólans messu með virkri þátttöku. Þátttaka og undirbúningur messunnar er skylda fyrir nemendur framhaldsdeildar. Nemendur fá umsögn kennara fyrir ástundun og virka þátttöku.

Áfangalýsingar valgreina

Valgreinar í Opna Listaháskólanum

Nemendur geta sótt námskeið í Opna Listaháskólanum sem metin eru sem valgreinar í framhaldsdeild í kirkjutónlist.

Orgelspuni

12 tíma námskeið þar sem nemendur þjálfast í spuna á orgel. Námskeiðið er kennt í hóp og er lágmarksþátttaka á námskeiði 2 nemendur.

Námskeið í barnakórstjórn

12 tíma námskeið þar sem nemandi tekur þátt í þjálfun starfandi barnakórs undir leiðsögn stjórnanda hans. Námskeiðið fer fram sem fyrirlestrar, umræður og virk þátttaka á æfingum barnakórs. Námskeiðið er kennt annað hvert ár í hóp og er lágmarksþátttaka á námskeiði 2 nemendur.

Píanónám á framhaldsstigi

Píanónám á framhaldsstigi í samvinnu við aðra tónlistarskóla er metið sem valgrein í framhaldsnámi í kirkjutónlist.

Tónfræðagreinar á framhaldsstigi

Nám í tónfræðagreinum á framhaldsstigi í samvinnu við aðra tónlistarskóla er metið sem valgrein í framhaldsnámi í kirkjutónlist.

Aðrar valgreinar

Í skólanum fara reglulega fram námskeið í endurmenntunardeild sem nemendur geta nýtt sem valgreinar í náminu í framhaldsdeild.

Lokatónleikar úr framhaldsdeild í kirkjutónlist

Námi við framhaldsdeild lýkur með lokatónleikum. Áður en að lokatónleikum kemur þarf nemandi að hafa uppfyllt kröfur um þátttöku í kórstarfi, lokið valgreinum og lokaprófum í hljómborðsleik, söng og kórstjórn, miðprófum í píanó- og orgelleik og a.m.k. tveimur ársprófum í orgelleik. Nemandi undirbýr 30-40 mínútna langa efnisskrá þar sem a.m.k. 12 til 15 mínútur skulu vera einleikur á orgel. Efnisskráin getur að öðru leyti verið fjölbreytt eftir áhugasviði nemanda.

Önnur atriði á efnisskrá tónleikanna geta t.d. verið:

 - Einleikur á orgel og/eða píanó

 - Samspil með öðrum hljóðfæraleikurum eða söngvurum á hljómborðshljóðfæri

 - Orgelspuni

 - Flutningur á eigin tónsmíð

 - Stjórna kór

 - Samsöngur í litlum hóp þar sem nemandi er í burðarhlutverki (einn með sína rödd)

 - Kenna áheyrendum lag og leiða almennan söng

Námskrá 2023-2024 gildir aðeins fyrir nemendur sem hyggja á útskrift úr kantorsnámi, kórstjórn, einleiksáfanga eða kirkjuorganistanámi vorið 2025.

Námskrá 2023-2024

Kirkjuorganistapróf
Kantorspróf

Lokapróf í söng til kantorsprófs veturinn 2024-2025 (breyting á eldri námskrá)

Á lokaprófi í söng til kantorsprófs flytja nemendur samtals fjögur lög, þar af eitt samsöngslag og tvo sálma. Einnig fer fram munnlegt viðtal við prófdómara þar sem nemandi sýnir þekkingu á raddbeitingu og hljómmyndun sem nýtist við tilsögn kóra. 

Fyrir prófið skila nemendur lista með 20 lögum, þar af skulu vera 10 sálmar úr gildandi sálmabók. Á lokaprófi flytur nemandi tvö lög af listanum að eigin vali í samráði við kennara, þar af þarf eitt að vera í samsöng (tvísöng eða fjölraddað) þar sem nemandi er í burðarhlutverki (einn með sína rödd). Viku fyrir próf velur prófdómari tvo sálma af listanum sem nemandi flytur á prófinu. Þyngdarstig verkefna skulu miðuð við miðstig í söng samkvæmt námskrá gefinni út af Menntamálaráðuneytinu.

Kórstjórn og söngur

Til að ljúka námi úr kórstjórn og söng þarf nemandi að ljúka áfanganum Kórstjórn 3 samkvæmt námskrá vorið 2025 og annaðhvort miðprófi í söng samkvæmt námskrá Menntamálaráðuneytisins eða lokaprófi í söng til kantorsprófs samkvæmt lýsingu hér að ofan. Hægt er að velja orgelleik eða ryþmískan hljómborðsleik í stað söngnáms ef nemandi hefur þegar lokið prófi í söng eða stundar söngnám í öðrum skóla.

Kirkjutónlist, BA-gráða

Tónskólinn býður upp á endur- og símenntun á sviði kirkjutónlistar einkum í orgelleik, söng og ryþmískum hljómborðsleik. Auk þess eru reglulega haldin styttri námskeið sem auglýst eru á heimasíðu skólans.

Styttri námskeið

Tónskólinn býður reglulega upp á styttri námskeið tengd kirkjutónlist sem einkum eru ætluð til að nýtast starfsfólki í kirkjum landsins, nemendum skólans og öðrum áhugasömum um efni námskeiðanna. Námskeiðin eru auglýst á heimasíðu skólans. Sem dæmi um námskeið eru Ljómandi námskeið, t.d. Ljómandi Krílasálmar, Ljómandi leikir og upphitun fyrir kóra o.fl. Einnig eru reglulega haldin masterclass-námskeið fyrir nemendur og organista, fyrirlestrar, gítarnámskeið o.fl.

Raddþjálfun fyrir kórsöngvara

Tónskólinn býður kórsöngvurum um allt land upp á raddþjálfun. Þjálfaðir söngkennarar sjá um kennsluna og er miðað við að 2-3 söngvarar séu saman í tíma. Einnig býður Tónskólinn upp á raddþjálfun fyrir kóra á kóræfingatíma með hóp.

Orgelleikur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í orgelleik. Hægt er að sækja einkakennslu í orgelleik víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista í starfi sem vilja bæta við sig en einnig þá sem langar að kynnast hljóðfærinu án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Söngur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í söng. Hægt er að sækja einkakennslu í söng víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra, söngvara í kirkjukórum og aðra þá sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Ryþmískur hljómborðsleikur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í ryþmískum hljómborðsleik. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra og aðra þá sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Eyðublað fyrir umsókn um skólavist

Eyðublað fyrir umsókn um skólavist ELDRI NÁMSKRÁ

Umsókn um skólavist eftir eldri námskrá gildir aðeins fyrir nemendur sem hyggja á útskrift úr kantors- eða kirkjuorganistanámi, kórstjórn og söng eða einleiksáfanga á orgel skólaárið 2024-2025

Orgelnám

Grunnnám                                                                                                  kr. 98.500,-

Miðnám (með píanói)                                                                               kr. 174.500,-

Miðnám (án píanónáms)                                                                         kr. 152.500,-

Framhaldsnám                                                                                          kr. 209.000,-                 

Framhaldsdeild í kirkjutónlist

Fullt nám (tvær eða fleiri greinar)                                                           kr. 295.000,-

Nám eftir eldri námskrá

Kantors- og kirkjuorganistanám                                                             kr. 308.000,-

Kórstjórn og söngur                                                                                   kr. 209.000,-

Einleiksáfangi                                                                                              kr. 209.000,-

Verð fyrir endurmenntun og námskeið er að finna undir flipanum Endurmenntun og námskeið hér á síðunni.