Leikskólinn á sunnudegi

Það er gaman að sýna öðrum listir sínar á
leikskólalóðinni.

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund:

Efni og áhöld:
Leikskólalóð. Skófla, fata.
Klæðnaður eftir veðri

Aðferð:
Nú förum við í leikskólann. Hann er lokaður af því að það er sunnudagur. Nú fær barnið að vera sérfræðingurinn og sýnir foreldrinu hvernig það rólar og mokar, rennir sér og klifrar. Dáist að barninu og takið þátt í leiknum. Hrósið umhverfinu og spyrjið hvort það hefur prófað þetta eða hitt leiktækið. Nú er tilvalið að geyma símann sinn bara í vasanum og gefa barninu óskipta athygli.

Þroskaþættir:
Barnið æfir grófhreyfingar í leiktækjunum en þar sem það fær óskipta athygli eflist sjálfstraust þess.
Hér gefst foreldrum einnig tækifæri til þess að sjá hæfni barnsins og styðja við og æfa þætti sem enn eru of flóknir fyrir barnið. Dæmi: Kann það að róla sjálft? Þorir það að klifra? Veit það að það má ekki borða sand?

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/leikskolinn-a-sunnudegi/