Skírn

Í heilagri skírn er skírnþegi tekinn inn í kirkju Krists. Í hinni evangelisk – lúthersku kirkju, sem Þjóðkirkjan er hluti af, er algengast að barn sé skírt meðan það enn er ómálga. Samkvæmt fyrirmælum Jesú Krists er barn skírt til nafns föður og sonar og heilags anda. Það er helgað Guði með Orði hans og bæn og ausið vatni.

Hver er merking skírnarinnar?

Við þökkum Guði fyrir barnið og biðjum Guð að vera nálægt því í öllu lífi þess. Barnið er blessað og tekið í samfélag kristinna og söfnuð kirkjunnar.

Ef þú óskar eftir að skíra hafðu þá samband við þína sóknarkirkju

Tákn skírnarinnar

Hvítur skírnarkjóll

Mörg börn eru skírð í hefðbundnum skírnarkjól. Hvíti liturinn er hátíðarlitur kirkjunnar og hvíti skírnarkjóllinn er eins og fermingarkyrtill og brúðarkjóll tákn um, að sá sem ber hann er blessaður, elskaður og nýtur náðar Guðs.

Skírnarkjóllinn er alltof síður á barnið. Það táknar að barnið á að vaxa í skírn sinni og trú á Guð því fyrirheit skírnarinnar gildir allt lífið.

Það eru þrjár mikilvægar sögur um skírn í Biblíunni

- Frásögnin af skírn Jesú (Matt 3.13-17) 

- Þegar Jesús sagði. Leyfið börnunum að koma til mín                         (Mark 10. 13-16)

- Skírnarskipunin Síðustu orð Jesú til lærisveinanna um að fara út í     heiminn og kenna, boða og skíra. (Matt 28.18-20)