Umhverfismál

Lífið og tilveran öll er sköpunarverk Guðs. Lífið er heilagt og hefur eigið gildi. Manneskjan er hluti af náttúrunni en ekki yfir hana hafin. Hún ber jafnframt sérstaka ábyrgð vegna stöðu sinnar í sköpunarverki Guðs samkvæmt gyðing-kristinni hefð. Þeirri ábyrgð fylgir sú siðferðilega skylda að hlú að öllu lífi. Hlutverk mannkyns er að yrkja jörðina, vernda hana og næra, og nýta gæði hennar af umhyggju og virðingu með sjálfbærni að leiðarljósi.

Umhverfismál eru „stærsta siðferðismál samtímans“ telja margir. Loftslagsbreytingar ógna lífríkinu og afkomu fólks, einkum þeirra efnaminni víða í heiminum. Til að snúa víð þeirri þróun sem er að leiða til hlýnunar andrúmsloftsins þurfum við að breyta lífstíl okkar strax – og þeirri sóun og ofneyslu sem fylgir.
Við sem teljum okkur kristin viljum leggja okkar af mörkum til að snúa við stöðunni og hverfa af braut lífsstíls sem ógnar lífríki og náttúru. Þess vegna græn kirkja

Description

Á þessari vefsíðu er að finna ýmislegt efni af vettvangi kirkjustarfs þar sem umhverfismál og loftslagsvá koma við sögu, bæði innlent og erlent. Hún er á ábyrgð umhverfishóps þjóðkirkjunnar en í honum eru þessi

Í umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar sitja nú.

Sr. Axel. Á. Njarðvík, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi
Sr. Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur Austurlandsprófastsdæmis

græn@kirkjan.is  Facebook síðan Græn kirkja

Laudato Si er umburðarbréf Frans páfa sem hann sendi frá sér vorið 2015. Undirtitill er „að annast sameiginlegt heimili okkar“ og fjallar um hrörnun náttúru og loftslagsbreytingar og hvernig þær bitna fyrst og fremst á fátækum. Laudato si hefur haft mikil áhrif á loftslagsumræðuna með áherlsu sinni á umhverfismál sem siðferðismál.

 Fasta fyrir umhverfið er verkefni sem Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi stóðu fyrir á föstunni 2018 til að koma með hagnýtar leiðir í umhverfisstarfi. Fasta fyrir umhverfið er 40 daga áskorun um að draga úr vistsporinu og eiga umhverfisvænni hversdag.

Græn skref umhverfisstofnunar