Skírnarathöfn

Skírnarathöfnin

Sálmur eða önnur tónlist
Ávarp prests
Ritningarlestur
Presturinn eða lesari (t.d. eitt guðfeðgina) les:
Jesús segir: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.“ (Matt. 28. 18-20).
Í beinu framhaldi segir presturinn (eða annar lesari):
Heyrum ennfremur þessa frásögn: Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau, en lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það, sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.“ Og hann tók börnin sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10. 13-16)

Skírnarbænir
Presturinn leiðir bæn
Helgun skírnarvatnsinis með bæn og krossmarki.
Trúarjátning
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn. Steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndana, upprisu mannsins og eilíft líf. Amen.
Þá mælir presturnn:
Drottinn varðveiti inngöngu þína og útgöngu héðan í frá og að eilífu.
Síðan gerir presturinn krossmark á enni og brjóst hverju barni, um leið og hann mælir:
Meðtak þú tákn hins heilaga kross bæði á enni + þitt og brjóst + til vitnisburðar um, að hugur þinn og hjarta á að helgast fyrir trúna á hinn krossfesta og upprisna Drottin Jesú Krist.

Skírnarspurning:
Presturinn:
Hvað á barnið að heita? Eða: Hvert er nafn barnsins?
Svar:
NN

Presturinn leggur hönd sína á höfuð barninu og biður:
Drottinn Guð, faðir vor, þú kallar oss með nafni og gleymir oss aldrei. Rita þú nafn þessa barns, N, í lífsins bók og lát hann/hana aldrei villast frá þér.

Þá eys presturinn barnið vatni þrem sinnum, um leið og hann segir:
NN, ég skíri þig í nafni föður, sonar og heilags anda.

Fyrirbæn
Þegar barnið hefur verið skírt, segir presturinn:
Biðjum öll saman fyrir barninu bænina, sem Drottinn hefur kennt oss.
Foreldri eða guðfeðgin geta lagt hönd yfir höfuð barni sínu.
Allir:
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinni vilji sem á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.

Presturinn:
Blessun almáttugs Guðs + föður og sonar og heilags anda sé með þér.
Svar: Amen.

Við skírn í heimahúsum eða við sérstaka skírnarathöfn fer presturinn með hina drottinlegu blessun: Drottinn blessi þig og varðveiti þig

Ávarp, í lokin ávarpar prestur fjölskylduna, skírnarvotta og aðra viðstadda.
Stundum er kveikt á skírnarkerti
Þá er sungin sálmur eða lesin eða önnur tónlist.