Líf og fjör í ljósheimum!

No image selected

Núna í skammdegismyrkrinu er tilvalið að leika sér með
ljós og skugga til þess að búa til alls kyns dýr, og fígúrur. 

Gæðastundir

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri
símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Barnið notar sína hönd en hinn fullorðni notar sína.
Þessar hendur ætla að tala saman á veggnum og kannski gerist eitthvað mjög spennandi.
Prófið ykkur áfram.
Notið hendurnar til þess að búa til alls konar skrýtin dýr og fígúrur.
Þessi leikur getur verið skemmtilegur í lok dags þegar barnið er komið upp í rúm.
Það má nota vasaljós (t.d. á símanum) eða annað ljós sem ljósgjafa.
Hafið í  huga að skuggamyndirnar þurfa að vera fyndnar en ekki draugalegar.

Þroskaþættir:
Barnið áttar sig á því hvernig ljós og skuggi vinna saman.
Það að leika með skuggafígúrurnar sem myndast á veggnum getur aukið hugmyndaflug barnsins.

Málþroski:
Hvers konar fígúrur birtast á veggnum?
Kannski eru þetta endur eða refir...
Hvað gera þeir? (ræðið það) Hvernig tala fígúrurnar?
Kannski vilja þær tala saman.

Til minnis:
Spörum skjátímann og aukum gæðastundir.
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/lif-og-fjor-i-ljosheimum/