Tannlæknleikur í sandi og snjó

Leikföng

Búum til tennur úr snjó eða sandi.

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
Leikritið um Karíus og Baktus (t.d. á Storytel) einnig má lesa eða endursegja söguna.
Snjór eða sandur í sandkassa.
Skófla og fata.
Lítill kústur (eða kústur framan af kústskafti).

Aðferð:
Barnið þarf að þekkja söguna um Karíus og Baktus.
Kennið barninu að búa til „tönn“ með því að fylla fötuna af snjó eða sandi og hvolfa síðan úr fötunni á jörðina.
Þannig er hægt að búa til margar tennur.
Barnið leikur fyrst Karíus og Baktus sem koma og höggva í tennurnar með puttanum eða skóflunni. Kannski kunnið þið lagið sem þeir syngja. Þegar Karíus og Baktus hafa höggvið í allar tennurnar má reyna að laga tennurnar og bursta þær fallega. Kústurinn getur nýst sem tannbursti. Leikinn má endurtaka á meðan barnið hefur áhuga.

Þroskaþættir:
Hér reynir á hlustun barnsins á leikritið eða söguna. Leikurinn sjálfur gefur barninu lausan tauminn þar sem það fær útrás fyrir því að byggja, skemma og laga.
Ræða má um tannhirðu við barnið. Hreinar tennur skemmast ekki og það er berst að bursta þær kvölds og morgna.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/tannlaeknleikur-i-sandi-og-snjo/