Trú.is

Er hin kristna fyrirgefning óraunhæf í mannlegu samfélagi?

Hin kristna fyrirgefning virðist því koma á undan því skrefi að misgjörðarmennirnir taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þ.e. Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim, þótt þeir viti ekki hvað þeir hafi gert rangt. Skömmin þarf vitanlega að búa á réttum stað og ljóst hver er gerandinn og hver er þolandinn.
Predikun

Það liggur í augum uppi

Já, fjórði júlí var runninn upp og ég fór að rifja upp mannkynssöguna úr menntaskóla. Það var einmitt lóðið, 1776 undirrituðu þessir frumkvöðlar lýðræðis, sjálfstæðisyfirlýsingu nýfrjálsrar þjóðar.
Predikun

Dáið er allt án drauma

„Dáið er allt án drauma“ orti efnispilturinn Laxness. Hann þekkti töfra skáldskaparins, átti eftir að deila hugsjónum sínum með þjóðinni, talaði eins og spámaður inn í sjálfhverfu, heimóttarskap og þjóðrembu. Þetta er hlutverk listamannsins. Og hér á eftir ætlar Erla að deila með okkur hugsunum sínum og hugsjónum úr sínum tæra töfraheimi.
Predikun

Hátíðarfólk

Þá sigldu kaupmenn til fjarlægra heimshorna fyrir nokkra bauka af negul og kanil. Saltnámur skiluðu miklum auði. Jesús talar um konunga í guðspjallinu, en hvaða hirð gat notið þeirrar tónistar og leiklistar sem íslenskur grunnskólanemi hefur aðgang að? Já, að fara í heita sturtu – það þótti nýlunda fyrir kynslóð afa míns og ömmu. Svona mætti áfram telja, klæðaskápar, ferðalög, leikir, svo ekki sé nú talað um heilsugæslu og læknisþjónustu. Hvaða sólkonungar áttu roð í okkur þegar kemur að því úrvali öllu? Er það von að við þykjumst tróna yfir öllu og öllum og geta valið á milli kostanna þegar kemur að sjálfum eilífðarmálunum? Munaðurinn hefur þrátt fyrir allt fengið guðlegan sess.
Predikun

Fyrsta persóna fleirtölu

Lykilorðið í upphafi stólræðu á fyrsta sunnudegi eftir kosningar er þó ekki nafn Hölllu Tómasdóttur og keppinauta hennar. Nei það er fyrsta orðið sem hér var nefnt: „Við“: Fyrsta persóna fleirtölu. Hún ólík fyrstu persónu eintölu – sem stundum tröllríður textum og frásögn. Þá ættu rauðu flöggin að fara á loft og grunsemdir að vakna um að egóið hafi vaxið meira en góðu hófi gegnir. Ég-ið drottnar þá yfir öllu og öllum.
Predikun

Hvað sérðu?

Og þegar við göngum út – hvað sjáum við þá? Sjáum við bílastæði, bíla, götur, hús og garða eða sjáum við lífið og allt sem það býður okkur. Sjáum við anda guðs að verki í sköpun, í rigningu, í sól, í vexti jurtanna, í tísti fuglanna, í leik barna, í önnum fullorðinna. Hvað sjáum við?
Predikun

Orð sem skapa

Eitt af áhrifamestu verkum Jónu Hlífar geymir einmitt mikla sögu. Það sem virðist vera saklaus veðurfarslýsing reynist vera harmleikur, sjálfsvíg verkalýðsleiðtoga norður á Siglufirði eftir hatrömm átök við útgerðarmenn á tíma kreppunnar. Sagan ætti að standa þarna í framhaldinu en listamaðurinn lætur nægja þessi inngangsorð. Þau marka endi á lífssögu og upphaf mikilla þrenginga, fyrir aðstandendur og samfélagið allt. Já, dauðinn á sér margar birtingarmyndir.
Predikun

Trúin er ávallt leitandi

Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Predikun

Tákn sem enginn skilur

Það tók mig smá tíma að átta mig á því í Aubane í Frakklandi að ég var ekki á hersýningu heldur á tilfinningaþrunginni samveru sem var haldin til að minnast þess hvað sameinaði hópinn og ítreka að allir væru mikilvægir.
Predikun

Lífið er helgileikur

Við höfum einmitt litið stundarkorn frá tíðindum hversdagsins, að styttu Einars Jónssonar sem einhver furðufuglinn málaði gylltum lit nú á dögunum. Í anda þess næma raunsæis sem einkennir verk listamannsins er dregin upp mynd af hlutskipti hinna jaðarsettu og brottræku úr samfélagi fólks hér forðum. Útlaginn ber látna konu sína á bakinu, með barnið í fanginu og á undan gengur hundurinn.
Predikun

Gefum kölska frí í kosningunum

Einhver okkar geta kosið biskup, fleiri geta kosið forseta en öll getum við kosið að vanda okkur í því hvernig við tölum um náungann, um þau sem gefa kost á sér. Öll getum við kosið að sjá að við erum greinar á sama tré, þiggjum næringu af sama stofni. Við getum öll kosið að sjá Krist í þeim sem við mætum og þeim sem við tölum við og um, í raunheimum sem í netheimum.
Predikun

Setning prestastefnu 2024

Fjöldahreyfing - sem sækir einmitt styrkinn í það að þar fara margir saman; en sá styrkur hefði aldrei orðið til ef kirkjan hefði ekki fengið það erindi sem hún er send með. Að boða Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn.
Predikun