Trú.is

Friður á foldu

Sagt er að fyrsta þroskaverkefni hverrar manneskju sem fæðist sé að finna sig örugga. Nátengt öryggisþörfinni er þráin eftir friði. Við þráum frið í heiminum, frið á milli þjóða, frið innan þjóðfélaga, frið í fjölskyldum okkar og – það sem kannski er dýpsta þrá okkar allra, grunnur sjálfrar lífshamingjunnar – frið í sál og sinni.
Predikun

Með nýju kirkjuári horfum við fram á veginn.

Á aðventunni, öðru nafni jólaföstunni undirbúum við komu jólanna meðal annars með því að kveikja á aðventukransinum og minna okkur á spádómana um komu frelsarans í heiminn,
Predikun

Dómurinn

Lífið er gjöf. Frá Guði, og ber að skoðast í því ljósi. Og ef við veltum ferðalokunum fyrir okkur þá hygg ég að óhætt sé að treysta Guði fyrir því að hafa eitthvað það í hyggju fyrir okkur sem er langt umfram það sem við óskum eða væntum.
Predikun

Samtal við almættið

Sagan um Job er saga þessa fólks. Hún birtir okkur mynd af því þegar manneskjan hrópar út í tómið og reynir að fá einhvern skilning í óréttláta tilveruna. Hann hrópaði á Guð eins og konan í Grindavík gerði, eins og fólkið í Úrkaínu, aðstandendur þeirra sem myrt voru á Nova tónlistarhátíðinni í Ísrael, fólkið á Gaza.
Predikun

Enginn hroki er í elskunni

Spekingar og hyggindamenn eru líklega samnefnarar yfir okkur manneskjurnar þegar við teljum okkur vita allt, þegar við teljum okkur hafa rétt fyrir okkur, þegar við teljum okkur hafa höndlað sannleikann. Elskan og hrokinn fara nefnilega illa saman.
Predikun

Hlutverk biskups Íslands

Erindi flutt á fundi um biskupsembættið sem haldinn var í Breiðholtskirkju miðvikudagskvöldið 15. nóvember 2023, í aðdraganda komandi biskupskosninga. Fundarstjóri og skipuleggjandi fundarins var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, séra Bryndís Malla Elídóttir.
Pistill

Gjald friðarins

Þess vegna segir Elhanan að gjald friðarins sé hæfnin til þess að sýna náunga sínum sömu virðingu og maður vill sjálfur njóta, að vera tilbúinn til og taka ákvörðun um að elska náunga sinn eins og sjálfan sig. Og í orðum Jesú um að elska óvini sína felst eðli máls samkvæmt sú krafa að hætta að líta á óvini sína sem óvini og fara að líta á þá sem náunga sinn. Og það er nákvæmlega það sem þeir Bassam og Elhanan og öll hin sem tilheyra fjölskyldunum 600 í Parents Circle hafa gert.
Predikun

Hið æðsta boðorð

Guð veit hvaða freistingar við búum við.. og hann getur gefið okkur styrk, við þurfum bara að biðja um hann.. Bænin er sterkasta vopnið sem við eigum.. þegar við biðjum.. þá biðjum við, vegna þess að við trúum á Guð, trúum að hann heyri bænina, trúum að hann gefi okkur styrk og trúum því að hann leiði okkur réttu leiðina..
Predikun

Reglur Guðs, að lifa í samfélagi hvert við annað

Reglur sem eru sanngjarnar.. stuðla að friðsömu samfélagi.. og okkur líður best þegar við vitum hvað má og hvað má ekki.. og núna, þegar stríð, ekki eitt heldur mörg stríð geisa í heiminum og við sjáum fréttir um hörmungar þess daglega.. fréttir sem eru ljótari en margir tölvuleikir.. þá finnum við hvað FRIÐUR er dýrmætur.. Hvað það er dýrmætt að lifa við öryggi en ekki í stöðugum ótta.. búa við atvinnuöryggi.. vera viss um að við eigum heimili til að snúa til á kvöldin, mat til að borða.. og rúm til að sofa í, fyrir utan allan lúxusinn sem við höfum að auki í tækni nútímans..
Predikun

Eitt er nauðsynlegt

Marta hafði áhyggjur af veitingunum.. og kannski hefði Jesús svarað henni öðruvísi ef hún hefði haft áhyggjur af því að missa af boðskapnum sem hann deildi með hinum.. Þó það sé hvergi minnst á að Marta hafi hitt Jesú áður.. þá verðum við að gera ráð fyrir því.. og kannski var Lasarus heima.. því konur.. og þá sérstaklega ungar konur.. bjuggu hvorki einar á þessum tíma.. né buðu ókunnungum mönnum heim til sín..
Predikun

Trú og líf

Sá sem gengur með Guði, veit að við felum ekkert fyrir honum.. því samfélagið við Guð er andlegt.. Guð les huga okkar eins og Jesús las huga fariseans í guðspjallinu..
Predikun

Saltað og lýst

Já, ég skammaðist mín hálfpartinn þegar ég kom tómhentur heim úr búðinni. Hvaða asi var þetta á mér og í hverju fólst sérstaða þessa drykkjar umfram allt hitt úrvalið? Jú, að baki honum voru einhverjir jútúbarar sem höfðu slegið í gegn á þeim miðli. Auðvelt hefði verið að fórna hönum og hrópa: „heimur versnandi fer!“ En hér er ekkert nýtt undir sólinni. Kristin trú miðlar okkur á hinn bóginn þeim boðskap að þótt sumir fái meiri athygli og séu jafnvel sveipaðir helgum ljóma, býr saltið og ljósið í hverju okkar. Og það er okkar hlutverk að gefa heiminum bragð og láta ljós okkar lýsa í veröld sem þarf svo mikið á því að halda.
Predikun