Trú.is

Hvað getur þú gert fyrir mig, prestur?

Já, „hvað getur þú gert fyrir mig, prestur?“ Spurði ungi múslíminn í moskunni. Svarið sem hann hafði gefið var greinilega ekki nógu gott. „En hvernig átti ég að svara á annan hátt?“ spurði hann. Löngu síðar fann hann annað og betra tilsvar að honum fannst.
Predikun

Satan's intention behind the temptations/Áform Satans á bak við freistingarnar

By reading this temptation story today, it directly helps us defend ourselves from all the satanic temptations that we might meet today or tomorrow. /Með því að lesa þessa freistingarsögu í dag, hjálpar það okkur beint að verja okkur gegn öllum þeim djöfullegu freistingum sem við gætum mætt í dag eða á morgun.
Predikun

Að seinka umbuninni

Í upphafi föstutímans horfum við til páska, en um leið, horfum við inná við. Leitumst við að dýpka okkar andlega innri mann, leyfum Jesú og upprisunni að taka sér bólfestu í lífi okkar. Getur verið að það sé einhver leyndardómur fólginn í föstunni? Önnur leið til að nálgast föstuna er að líta svo á að við séum að "seinka umbuninni". Við seinkum umbuninni þar til við höfum lagt eitthvað ákveðið að mörkum. Með biðinni veitist okkur eitthvað dýpra, meira, eitthvað sem við myndum annars ekki öðlast.
Predikun

Ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó

Lagið um það sem ekki má – á ekki aðeins erindi til barna. Nei, lífsgæðin sönnu jafnvel enn frekar í því sem við neitum okkur um. „Ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.“ syngur barnið í laginu (æ, þarna klúðraði ég þessu) og við getum leikið okkur með það hvernig skaðvaldar heimsins gera einmitt þetta. Taka það sem er litríkt og gefur gott bragð en snúa því upp í andhverfu sína.
Predikun

Mountain top, mountain base/Fjallstoppur, fjallsrætur

Jesus went down from the top of the mountain to go into this real life of people because he wanted to rescue the people who are struggling in that hard reality. He wanted to bring us a new Exodus to liberate us from sin. /Jesús fór niður af toppi fjallsins til að fara inn í þetta raunverulega líf fólks vegna þess að hann vildi bjarga fólkinu sem er að berjast í þeim harða raunveruleika. Hann vildi færa okkur nýja brottför til að frelsa okkur frá synd.
Predikun

Meira en prentsvört orð

Kannski er það viðlíka kraftaverk í nútímanum og það að sáðkorn skuli spíra, vaxa upp og bera mikinn ávöxt, að vitnisburður hinna fornu rita skuli enn geta vakið og nært trúarneista í brjósti hins svokallaða upplýsta manns
Predikun

Pirraðir verkamenn

Svo er það þriðji flokkurinn sem kann að vera áhugaverðastur – afsakið kaldhæðnina. En það eru þau sem á enskunni eru sögð vera actively disengaged, virkt áhugalaus gætum við kallað þau. Þetta eru 15% vinnuaflsins. Þessum þriðja flokki lýsa þau með því að hann leysi ekki vandamál, heldur búi þau til á vinnustaðnum. Það geri þau til dæmis með sífelldum aðfinnslum, neikvæðu umtali og reyni jafnvel að skaða reksturinn og starfsemina. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa til þess að á 100 manna vinnustað falla 15 manns í þann flokk.
Predikun

Then Peter met Jesus / Þá hitti Pétur Jesú

And sometimes, we might even object to God's word. That's not a bad thing. It's necessary. Because when we're really engaging, first we look the person we're talking to in the eye. Stundum gætum við jafnvel mótmælt orði Guðs. Það er ekki slæmt. Það er nauðsynlegt. Því þegar við erum virkilega að taka þátt, þá horfum við fyrst í augu þess sem við erum að tala við.
Pistill

Kraftaverk trúarinnar

Þess háttar kraftaverk er ekki hægt að hlutgera í heiminum þannig að heimspekingar geti notað það sem grundvöll rökræðu eða vísindamenn grandskoðað það, öðru nær, kraftaverkið breytir því hvernig við sjáum alla hluti í heiminum.
Predikun

Þrumur og eldingar

Ég var til dæmis inntur eftir því í heita pottinum í vikunni hvaða skilaboð almættið hefði verið að senda okkur þegar eldingunni laust niður í turn Hallgrímskirkju. Ég svaraði því til í sömu glettni að þarna væri verið að amast yfir túrismanum sem tröllríður öllu í miðbænum! Hér forðum hefði þetta ekki verið sett fram í gríni. En trúin mótast með tímanum. Siðbótarmenn börðust gegn hugmyndum sem þeir kenndu við hjátrú og bentu á að hina sönnu kirkju gætum við fundið í hjarta hverrar kristinnar manneskju. Þar talar texti dagsins til okkar. Hann lýsir sterkum tilfinningum, undrun, ótta, máttleysi og svo hugrekki, von og trú, já þeirri upprisu sem síðar átti eftir að sigra heiminn.
Predikun

The year of the Lord’s favor / Náðarár Drottins

The Year of the Lord's Favor has already arrived, as Jesus proclaimed in today's Gospel. It is already upon us, surrounding us each year, each day, with God's grace. /Náðarár Drottins er þegar komið, eins og Jesús lýsti yfir í guðspjalli dagsins. Það er þegar yfir okkur, umlykur okkur á hverju ári, á hverjum degi, með náð Guðs.
Predikun

Kærleikurinn stuðar

Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Pistill