Trú.is

Listin að detta á rassinn

Já, þegar það gerist, þegar smábarnið missir jafnvægið og dettur þá segja vísindin að mikið sé að gerast í kollinum á þeim, nýjar tengingar verða til og næst verða skrefin enn fleiri. Þetta finnst mér góð kennsla. Jú lífið og náttúran kennir okkur einmitt þetta: Áður en við lærðum að ganga, þá þá þurftum við að kunna annað sem er jafnvel enn mikilvægara, nefnilega það að detta.
Predikun

Trú er holl

Já, auðvitað er ég hlutdrægur en oft hef ég litið á trúsystkini mín í eldri kantinum og samglaðst þeim hversu vel þau eru á sig komin! Líffræðingar, sem eru sjálfir vitanlega á ýmsum stöðum í litrófi hins trúarlega, hafa rannsakað áhrif þess að rækta með sér jákvæða trúarkennd sem skilar sér í þakklæti og gefur manneskjunni ríkulegan tilgang. Sú staðreynd að slík afstaða leiði af sér langt og gott líf er þó aðeins ein víddin af mörgum. Hitt skiptir sennilega enn meira máli að trúarþörfin er sterk í hverri manneskju og mestu varðar að henni sé mætt með réttum hætti.
Predikun

Peace in Christ / Friður í Kristi

The peace that Jesus brings to us is so solid, but we are the only weak link in the strong chain, so to speak. And the evil power always attacks the weakest link by tempting or provoking it into suspicion of God. We should be aware of this. / Friðurinn sem Jesús færir okkur er svo traustur, en við erum eina veika hlekkurinn í sterku keðjunni, svo að segja. Og hið illa vald ræðst alltaf á veika hlekkinn með því að freista eða ögra honum til að tortryggja Guð. Við ættum að vera meðvituð um þetta.
Predikun

Borðfélagar Jesú

Og gefum okkur að við horfum á myndina sem heilaga kvöldmáltíð og veltum fyrir okkur - hvernig hefði Jesús brugðist við? Sá sem samneytti syndurum, sá sem braut hefðir og ræddir guðfræði við "bersynduga" Samverska konu, sá sem var tilbúinn að ganga gegn hefðbundum gildum eins og því að musterishæðin væri staðurinn til að fórna og tilbiðja?
Predikun

Innsetning forseta Íslands

Á þessu ári minnumst við þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Þá lauk erfðafestu þjóðhöfðingja hér á landi því fram að þeim tíma var Danakonungur lengst af þjóðhöfðingi landsins.
Predikun

Vinir og vandmenn

Hvítvoðungurinn fæðist í þennan heim í fullkomnu varnarleysi og auðsæranleika. Það finnum við vel í minni fjölskyldu þegar við handleikum þessa brothættu lífveru. Þá reynir á nærsamfélagið. Gullna reglan minnir á að við erum einnig bundin öðrum börnum. Við erum einnig vinir þeirra og vandamenn. Og þar sem við virðum hana fyrir okkur ættum við að hugleiða mannkynið allt og þá vitaskuld þá kröfu að við hlúum að framtíð þeirra einstaklinga sem jörðina byggja.
Predikun

Er hin kristna fyrirgefning óraunhæf í mannlegu samfélagi?

Hin kristna fyrirgefning virðist því koma á undan því skrefi að misgjörðarmennirnir taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þ.e. Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim, þótt þeir viti ekki hvað þeir hafi gert rangt. Skömmin þarf vitanlega að búa á réttum stað og ljóst hver er gerandinn og hver er þolandinn.
Predikun

Það liggur í augum uppi

Já, fjórði júlí var runninn upp og ég fór að rifja upp mannkynssöguna úr menntaskóla. Það var einmitt lóðið, 1776 undirrituðu þessir frumkvöðlar lýðræðis, sjálfstæðisyfirlýsingu nýfrjálsrar þjóðar.
Predikun

Dáið er allt án drauma

„Dáið er allt án drauma“ orti efnispilturinn Laxness. Hann þekkti töfra skáldskaparins, átti eftir að deila hugsjónum sínum með þjóðinni, talaði eins og spámaður inn í sjálfhverfu, heimóttarskap og þjóðrembu. Þetta er hlutverk listamannsins. Og hér á eftir ætlar Erla að deila með okkur hugsunum sínum og hugsjónum úr sínum tæra töfraheimi.
Predikun

Hátíðarfólk

Þá sigldu kaupmenn til fjarlægra heimshorna fyrir nokkra bauka af negul og kanil. Saltnámur skiluðu miklum auði. Jesús talar um konunga í guðspjallinu, en hvaða hirð gat notið þeirrar tónistar og leiklistar sem íslenskur grunnskólanemi hefur aðgang að? Já, að fara í heita sturtu – það þótti nýlunda fyrir kynslóð afa míns og ömmu. Svona mætti áfram telja, klæðaskápar, ferðalög, leikir, svo ekki sé nú talað um heilsugæslu og læknisþjónustu. Hvaða sólkonungar áttu roð í okkur þegar kemur að því úrvali öllu? Er það von að við þykjumst tróna yfir öllu og öllum og geta valið á milli kostanna þegar kemur að sjálfum eilífðarmálunum? Munaðurinn hefur þrátt fyrir allt fengið guðlegan sess.
Predikun

Fyrsta persóna fleirtölu

Lykilorðið í upphafi stólræðu á fyrsta sunnudegi eftir kosningar er þó ekki nafn Hölllu Tómasdóttur og keppinauta hennar. Nei það er fyrsta orðið sem hér var nefnt: „Við“: Fyrsta persóna fleirtölu. Hún ólík fyrstu persónu eintölu – sem stundum tröllríður textum og frásögn. Þá ættu rauðu flöggin að fara á loft og grunsemdir að vakna um að egóið hafi vaxið meira en góðu hófi gegnir. Ég-ið drottnar þá yfir öllu og öllum.
Predikun

Hvað sérðu?

Og þegar við göngum út – hvað sjáum við þá? Sjáum við bílastæði, bíla, götur, hús og garða eða sjáum við lífið og allt sem það býður okkur. Sjáum við anda guðs að verki í sköpun, í rigningu, í sól, í vexti jurtanna, í tísti fuglanna, í leik barna, í önnum fullorðinna. Hvað sjáum við?
Predikun