Látum það fljóta

Leikföng

Hvað flýtur og hvað sekkur?

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund:

Efni og áhöld:
Ef úti (tjörn, lækur, sjór):
Spýta eða eitthvað annað sem flýtur og steinn eða eitthvað annað sem sekkur.
Ef inni: Sundlaug, baðkar eða heitur pottur úti í garði.
Leikföng sem sökkva eða fljóta (þurfa að þola vatn):

Aðferð:
Hér veltum við fyrir okkur því sem flýtur og því sem sekkur.
Gerið tilraunir með barninu. Hvað flýtur og hvað sekkur? Hver er munurinn? Getur barnið fundið það út fyrirfram hvort hlutur flýtur eða sekkur.
Ef barnið er í sundlaug eða heitum potti má skoða hvort það sjálft geti flotið (þegar það hefur kút).
Kannski hefur barnið lært að fljóta og þá getur það sýnt þér hve duglegt það er.

Þroskaþættir:
Hér lærir barnið um eðli vatns og hluta. Um leið lærir það orðaforða: Fljóta eða sökkva.

Örlítið til foreldra:
Öll mætum við erfiðleikum af og til í lífinu. Þá er gott að geta leitað í bænina. Það má líkja bæninni við kút sem getur haldið okkur á floti í gegnum erfiðleikana.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/latum-thad-fljota/