Sérfræðingur og listmálari

Það er gaman að gera barn að "sérfræðingi"

Sérfræðingur og listmálari

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund:

Efni og áhöld:
Penslar, vatnslitir eða þekjulitir, blöð og vatn í glas til þess að skola.

Aðferð:
Það er gaman að prófa að gera barnið að „sérfræðingi“.
Í þykjustunni er barnið listmálari og/eða húsamálari.
Listmálarinn:
Foreldrið: Áður en við byrjum að mála fallega mynd þarf að undirbúa umhverfið svo það sullist ekki málning og vatn út um allt. Hvað getum við notað til þess að verja fötin þín?
Hvað getum við notað til þess að verja borðið?
En gólfið?
Þurfum við að verja eitthvað fleira?
Hvað heldurðu að þú málir margar myndir?
Hvar ætli sé best að geyma myndirnar á meðan þær eru að þorna?
Þegar allt er tilbúið getur barnið byrjað að mála. Verið hjá barninu og horfið á það mála. Hrósið því og biðjið það að segja ykkur frá myndinni.
Notið opnar spurningar:
Segðu mér frá því sem þú ert að mála.
Hver er þetta?
Fáið barnið til að bæta hlutum við myndina?
Dæmi: Hvar er sólin? Hvar eru hendurnar? En hárið?
Hrósið barninu fyrir myndina.
Látið barnið merkja myndin ef það hefur þroska til.

Þroskaþættir:
Það ýtir undir skipulag

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/serfraedingur-og-listmalari/