Kirkjuþing unga fólksins

Hlutverk kirkjuþings unga fólksins er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.

Hlutverk og skipulag

Biskup Íslands boðar til kirkjuþings unga fólksins í samráði við forseta kirkjuþings.

Hlutverk
Hlutverk kirkjuþings unga fólksins er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan ásamt því að ræða almenn málefni kirkjunar. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.

Skipulag
Biskupsstofa annast undirbúning kirkjuþings unga fólksins í samvinnu við stjórn Æsku¬lýðs¬sambands þjóðkirkjunnar sem kýs verkefnisstjóra til að annast framkvæmd þingsins.

Þingfulltrúar
Á kirkjuþingi unga fólksins eiga sæti fulltrúar prófastsdæmanna og KFUM og KFUK með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt; alls 29 fulltrúar samkvæmt eftirfarandi:

        Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 2 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
        Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 2 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
        Kjalarnessprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
        Vesturlandsprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
        Vestfjarðaprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
        Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
        Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 1 ungmenni.
        Austurlandsprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
        Suðurprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 1 ungmenni.

Auk fulltrúa prófastsdæmanna velur stjórn KFUM og KFUK á Íslandi þrjá fulltrúa frá félögunum til setu á kirkjuþinginu.

Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna.