Sá sem tortímir heimum
Þegar glóandi skýið reis til himins var nýr kafli skráður í mannkynssöguna og í orðum vísindamannsins Oppenheimers hafði þessi kafli guðfræðilega skírskotun. Hann vísaði til þess hvernig mannkyn tekst á við hverfulleikann, horfir upp á lífverur deyja, byggingar hrynja, heimsveldi eyðast og mögulega það mikilvægasta af því öllu – heimsmyndir hverfa. Og á síðustu áratugum hefur líf og framtíð lífsins stundum hangið á bláþræði eins og sagan um Petrov ber vott um.
Skúli Sigurður Ólafsson
13.8.2023
13.8.2023
Predikun
Ráðsmaður og þjónn
Það er sjálfsagt út frá þessum grunni sem Jesús notar orðið „ráðsmaður“ og ,,þjónn“ um þann sem getur haft örlög fólks í hendi sér. Orðið kallar fram mynd í huga mínum af þekktri persónu af hvíta tjaldinu sem sjálfur Anthony Hopkins lék af stakri snilld hér forðum í Dreggjum dagsins. Aðalsmerki ráðsmanns er ekki fyrirgangur og duttlungar, heldur þvert á móti ábyrgðin sem hann gegnir og henni fylgir sannarlega ríkuleg auðmýkt gagnvart því verkefni sem honum er falið að sinna.
Skúli Sigurður Ólafsson
6.8.2023
6.8.2023
Predikun
Hörmungar í sandinum
Hvert mannsbarn ætti að þekkja sönginn sem ómar í sunnudagskólanum um þann hyggna sem byggði hús á bjargi og þann heimska sem reisti sitt á sandi: „Og húsið á sandinum það féll!“ Í meðförum barnanna verður sagan kómísk og er undirstrikuð með kraftmiklu klappi þegar allt hrynur.
Skúli Sigurður Ólafsson
30.7.2023
30.7.2023
Predikun
Pólitík út um allt?
Og að þeim orðum sögðum getum við sagt að ekki sé allt pólitík – svo ég vísi nú í bókartitilinn sem nefndur var í upphafi. Það var einmitt lykillinn að farsæld þessara fyrstu kristnu samfélaga sem kunna að vera eina skjalfesta dæmið úr mannkynssögunni þar sem tekist hefur með ærlegum hætti að vinna að jöfnuði á milli fólks í samfélagi.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.7.2023
23.7.2023
Predikun
Undir lögmáli náðar
Það má segja að fjallræðan hafi verið stefnuræða þ.e.a.s. boð um breytingar.
Stutta útskýringin fyrir komu Jesú.. er, að hann hafi komið og endurnýjað stjórnarskrá himnaríkis.. en það krefst lengri útskýringar að segja.. af hverju hann þurfti að uppfylla lögmálið.. Við verðum að hafa það hugfast að lögmálið var í fullu gildi á meðan Jesús lifði.. Hann fæddist gyðingur og til þess að uppfylla það.. varð hann að fara í einu og öllu eftir því.. Hvert smáatriði skyldi virt.
Bryndís Svavarsdóttir
16.7.2023
16.7.2023
Predikun
Kvika
Við erum mótuð af þeim boðskap sem hér hefur verið ræddur. Þarna varð til sú ólgandi kvika sem átti eftir að brjótast upp á yfirborðið þegar undirokaðir hópar leituðu réttlætis. Þá sóttu þeir í þessa texta og gátu jafnvel með friðsamlegum hætti, samspili réttlætis, miskunnsemi og heiðarleikann opnað augu samfélagsins fyrir því sem aflaga fór.
Skúli Sigurður Ólafsson
16.7.2023
16.7.2023
Predikun
Skjálftar
Skjálftar hafa áhrif. Dæmi eru um að fólk hafi hreinlega endurskoðað hugmyndir sínar um lífið og tilveruna, já Guð í kjölfar jarðhræringa. Áður en GPS mælar upplýstu fólk frá degi til dags um dýpt hraunhvikunnar undir jarðskorpunni áleit fólk að þar væru guðleg öfl að verki. Þarf ekki að undra. Drunurnar minna á ógnvekjandi karldýr sem urrar á bráð eða andstæðing. Og, eins og við höfum sjálfsagt mörg upplifað, þá erum við ósköp smá í samhengi jarðfræðinnar. Það má hrista okkur á alla kanta án þess að við fáum rönd við reist.
Skúli Sigurður Ólafsson
9.7.2023
9.7.2023
Predikun
Samfélag syndaranna
Í guðspjallinu.. reyna farísear og fræðimenn að leggja snöru fyrir Jesú.. er þeir koma með hórseka konu til hans.. Vafalaust var hún sek.. en það er augljóst að þeir voru að reyna Jesú, því þeir komu aðeins með konuna.. þó Móselögin kvæðu á um, að bæði maðurinn og konan skyldu vera grýtt til dauða..
Bryndís Svavarsdóttir
2.7.2023
2.7.2023
Predikun
Heilagur andi
Hugtakið ,,andi” gefur til kynna eitthvað óáþreifanlegt.. eitthvað sem við sjáum ekki.. Og við getum spurt okkur: Skapar það vandamál ?.. Við sjáum heldur ekki Guð og Jesú.. þó við sjáum þá.. fyrir okkur sem persónur.. og aðeins Jesús hefur gengið hér á jörð í áþreifanlegri og snertanlegri persónu..
Bryndís Svavarsdóttir
28.5.2023
28.5.2023
Predikun
Jaðarstund
Er það ekki eðli góðrar listar að snúa sjónarhorninu að áhorfandanum sjálfum? Þetta hugleiddi ég á safninu í Ósló og þessar hugsanir mæta okkur í óði Huldu til nýliðinnar jaðarstundar. Að endingu réttir listamaðurinn fram spegil sem sýnir áhorfandann sjálfan og þá veröld sem hann er hluti af.
Skúli Sigurður Ólafsson
2.7.2023
2.7.2023
Predikun
Gjafari allra hluta.
Þriggja ára telpa fór með ömmu sinni í sauðburð í fyrsta sinn nú í vor og var svo lánsöm að sjá á bera. Eðlinu samkvæmt fór ærin að kara lambið og því fylgdi að hún tók hluta líknarbelgsins utan af lambinu þannig að stríkkaði á himnunni svo hún sást vel.
Spurði þá telpan: „Amma, Er kindin að taka plastið utan af nýja lambinu sínu?"
Já það er von að blessað barnið spyrji hvort lífið komi innpakkað í plast.
Sveinn Valgeirsson
17.6.2023
17.6.2023
Predikun
Þurfum við Íslendingar frelsara?
Við veltum fyrir okkur hér ýmsu því sem einkennir íslenska þjóð og spyrjum: Þurfum við á frelsara að halda?
Ægir Örn Sveinsson
18.5.2023
18.5.2023
Predikun
Færslur samtals: 5737