Trú.is

Með heimsendi á heilanum

Heimsendir þarf þó ekki endilega að merkja það að veröldin sem slík líði öll undir lok. Hann getur verið endir á einu skeiði, heimsmynd, jafnvel hugmyndaheimi þar sem ákveðnir þættir voru teknir gildir og forsendur sem áður höfðu legið til grundavallar þekkingu og afstöðu, viku fyrir öðrum forsendum.
Predikun

Prédikun flutt í Hallgrímskirkju 1. sd. í aðventu 28. desember 2021

Það lá eftirvænting í loftinu þegar við stigum út úr flugvélinni á flugvellinum í Lilongwe í Malawi febrúardag einn árið 2013. Ástæðan var ekki sú að nokkrir Íslendingar stigu þar færi á Afríska jörð heldur að forseti landsins var á sama tíma að koma úr ferðalagi.
Predikun

„Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig"

Frá upphafi hefur sjálfsmynd kirkju Krists verið skýr: Hún hefur litið á það sem köllun sína og hlutverk að vera birtingarmynd guðsríkisins á jörðu – jafnvel þótt ekki væri nema sem skugga væri varpað af hinu sanna „dýrðarlandi“. Í þessari köllun felst mikil ábyrgð en um leið er hún stórkostleg gjöf því hvað er stórkostlegra en að vera trúað fyrir að gefa hina stærstu gjöf áfram, gjöfina sem er fagnaðarerindi Krists og trúin á kærleika Guðs? þess vegna komum við til kirkju ár eftir ár, til þess að upplifa og auðsýna þakklæti fyrir öll dásemdarverk Guðs, minnast þeirra með lestri ritningarinnar og lofa skapara alls í bænum og söng.
Predikun

"Gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna"

Tímarnir breytast og mennirnir með en gildi fagnaðarerindisins er alltaf hið sama sem og hlutverk kirkjunnar í boðun þess, útbreiðslu og varðveislu. Í ljósi gjörbreyttrar heimsmyndar og samfélagsgerðar hljótum við þó að spyrja okkur hvort ekki þurfi að skilja merkingu orðsins „kristniboð“ víðari skilningi í nútímanum en við gerum alla jafna og hvort kristniboð dagsins í dag þurfi ekki í auknum mæli að beinast að heimaslóð.
Predikun

Dauðasvefninn

Í einni frægustu ræðu bókmenntanna spyr danski prinsinn Hamlet sig að slíku: „Því hvaða draumar dauðasvefnsins vitja þá holdins fjötrafargi er af oss létt?“
Predikun

Að iðka réttlæti

Biblían á margar sögur þar sem Guð birtist fólki á þann hátt að líf þess varð aldrei eins á eftir. Engar sögur hafa verið eins áhrifaríkar til að móta líf þitt kæri kirkjugestur. Er það ekki merkilegt að saga sem þú hefur jafnvel ekki heyrt skuli hafa slík áhrif? Jú vissulega. En það er staðreynd að Biblían hefur mótað viðhorf og siðferði í stórum hluta heimsins um aldir. Þá kann einhver að hugsa. Hvers vegna er heimurinn þá ekki fullkomnari og betri? Fjölmiðlar eru fullir af fréttum af glæpum, illsku og hatri. Satt, en hugsið ykkur hvernig heimurinn væri ef ekki hefði komið til kærleiksboðskapur Biblíunnar? Eitt er að heyra sögu annað er að skilja boðskap hennar og það lang erfiðasta er að fara eftir því góða sem sagan kennir okkur.
Predikun

Hippókrates, loftslagsváin og ölmusa sköpunarinnar

Þær ógnir, sem steðja að sköpuninni, krefjast þess í raun að allur heimurinn sé samtaka um að leita allra leiða til að hætta öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og umbreyta menningu okkar og hugsunarhætti í átt til sjálfbærni, þar sem efnahagur, náttúruvernd og félagsleg velferð haldast í hendur. Það mætti hugsa sér þetta þannig að öll stjórnvöld, öll fyrirtæki, allir jarðarbúar myndu breyta í samræmi við eftirfarandi grein hins upprunalega læknaeiðs sem kenndur er við Hippókrates: Ég heiti því að beita læknisaðgerðum til líknar sjúkum, eftir því sem ég hef vit á og getu til, en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni. Fyrsta hluta málsgreinarinnar mætti þá umorða svo úr yrði eftirfarandi eiður og markmiðsyfirlýsing: Ég heiti því að breyta þannig í hvívetna, eftir því sem ég hef vit á og getu til, að það verði náttúrunni og samfélagi manna til gagns en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni. Þar með myndum við gangast við því hlutverki sem Guð ætlaði manninum að sinna skv. 1Mós 2.15: „Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.“
Predikun

Tröllin og siðbótin

Stúlkan í þjóðsögunni um nátttröllið, sem syngur Bíum bíum bambaló, þurfti að sýna mikið hugrekki og búa yfir óbilandi einurð og staðfestu til þess að mæta þeirri ógn sem tröllið var. Hið sama má segja um Martein Lúther: Hann sýndi vissulega mikið hugrekki þegar hann reis upp gegn því trölli sem yfirstjórn hinnar rómversku kirkju var orðin á hans dögum og vildi, ásamt fleirum, siðbæta kirkjuna.
Predikun

Að kveðja hefur sinn tíma

Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að kveðja hefur sinn tíma, að kveðja söfnuðinn hefur sinn tíma. Að heilsa öðrum söfnuði hefur líka sinn tíma en nú þjóna ég tímabundið í Hafnarfjarðarkirkju í hálfu starfi.
Predikun

Saga af ástarsambandi

Og Jónatan – jú, hann átti samkvæmt öllum reglum að taka við af föður sínum, erfa ríkið eins og venjan var á þeim tíma. Ást hans á Davíð var á hinn bóginn slík að hann vildi gera allt sem hann gat til þess að hlífa honum við ævareiðum og voldugum föður sínum.
Predikun

Hver er þín guðsmynd?

Í Gamla testamentinu segir einmitt frá því að alltaf þegar maðurinn lætur sér detta í hug að hann hafi skilið að fullu Guðdóminn eða höndlað Guð, þá birtist Guð manninum á einhvern nýjan og fyllri máta. Kannski er það einnig reynsla þín, eins og mín.
Predikun

Hreinskilni

Á miðvikudag eftir hádegi keyrði ég sem leið lá frá heimili mínu á Kársnesinu til Hafnarfjarðarkirkju. . Þá kveikti ég á gufunni og hlustaði á athyglisvert viðtal við konu á Akureyri sem rekur þar kaffihús, eða starfar þar. Ég bara man það ekki, hvort er. Þegar hún var búinn að vinna þar um langt skeið þá fór hún að velta fyrir sér hvort hún gæti ekki gert eitthvað annað við afgangs matinn en að henda honum í ruslið.
Predikun