Trú.is

Alþjóðleg bænavika

Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu.
Predikun

Niður úr trénu

Hvað er kristin trú og til hvers leiðir hún? Trúin vekur með okkur vonir og hún styrkir siðferði okkar og eykur kærleika okkar til systra okkar og bræða, til samferðafólksins. Eitt megineinkenni kristinnar trúar er að hún sameinar fólk. Sá eða sú, sem frelsast og tekur kristna trú, hverfur ekki inn í sjálfa sig heldur frelsast á vit annarra. Kristin trú er samfélag, hún er samfélag okkar við Guð og við hvert annað.
Predikun

Skírn Jesú

Í kristni er öll áhersla á þessa einu fórn sem er Jesús Kristur. Við þurfum ekki að fórna neinu í hinum gamla skilningi. Okkur er aðeins ætlað að trúa og biðja. Þar liggur okkar leið. Að fylgja Jesú og láta líf okkar allt benda á hann. Líf okkar bendir á Jesú ef í lífi okkar er að finna kærleika og umhyggju fyrir öðru fólki og vissu um að Guð er skapari og lífgjafi alls sem er.
Predikun

Hvunndagshetjur

Þegar heimurinn lyftir þeim upp og magnar sem hafa náð tangarhaldi á öllum auði og allri athygli, þá beinir Biblían sjónum okkar að fulltrúum hinna, þeim sem að öðrum kosti hefðu fallið í skuggann og horfið í djúp gleymskunnar. Já, fyrir Guði er manneskjan dýrmæt óháð því hvert kastljósið beinist. Og þá um leið birtist okkur þessi lífsspeki og jafnvel leiðtogasýn sem boðar gerólíka afstöðu til þess að veita forystu og lifa verðugu lífi.
Predikun

Að vera öðrum blessun

Sá ættbálkur fékk það hlutverk að vera öðrum blessun. Vera öðrum, þ.e.a.s. þeim sem fyrir utan ættbálkinn stóðu, til gæfu. Þetta var gríðarlega róttæk hugmynd, svo róttæk að hún breytti heiminum.
Predikun

Fíkjutréð

Blóm fíkjutrésins eru falin inn í ávexti fíkjutrésins, vissu þið þetta?
Predikun

Fagnaðarerindið opinberast í lífi okkar hér og nú

Hvatning Markúsar er að við meðtökum fagnaðarerindið inn í líf okkar hér og nú, og lifum okkar lífi á þann máta að það sé vitnisburður um kærleika Guðs til mannanna.
Predikun

Friðarkonungurinn

Í 2022 ár hefur fæðingarfrásagan um Jesú verið rifjuð upp. Atburðurinn markaði slík spor í Vestrænu samfélagi og víðar, að frá fæðingu Jesú teljum við árin. Það eru s.s. 2022 ár frá fæðingu hans. En hvernig var það fyrir fæðingu Jesú? Þekkir þú það?
Predikun

Grímulaust ár

Það er engin tilfinningarleg ábyrgð, engin virðing, engin heiðarleg orð. Á bak við símann þinn ertu nefnilega Guð, hefur allt í höndum þér. Þar sem þú ert skapari og hönnuður að þínu litla lífi og þar sem þínar reglur gilda. Þar sem þú ert skapari og hönnuður að þínu litla lífi og þar sem þínar reglur gilda. Þar er allt leyfilegt, þú mátt allt og þarft aldrei að horfast í augu við þau/þá sem þú ert að særa eða meiða.
Predikun

Að læra af sögunni

Inn í þær aðstæður talaði Hitler sem á okkar tímum hefur tekið við af djöflinum sjálfum í orðræðu um illsku og fjandskap. Hann gat hrifið fólk með áróðri sínum.
Predikun

Nýr dagur er runninn upp með nýju ártali.

Nýtt ár færir ný tækifæri og oft á tíðum tilefni til að breyta því sem við getum breytt og viljum breyta. Nú svari hver fyrir sig þeirri spurningu hvort tilefni sé til breytinga.
Predikun

Leitin að hamingjunni

Rólegt og hógvært líf veitir meiri hamingju en leitin að velgengni sem einkennist af stöðugu eirðarleysi.
Predikun