Trú.is

Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir

Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Predikun

Þegar hauströkkrið hellist yfir

"Hafið þið einhverntímann velt því fyrir ykkur hvernig þið eruð á svipin þegar þið eruð að skoða eitthvað í símanum ykkar eða dagblaðinu? Flest erum við sennilega frekar ómeðvituð um svipbrigði okkar á þeirri stundu – enda er einbeiting okkar þá á öðru. Það hefur hins vegar verið rannsakað að svipbrigði okkar geta haft mikil áhrif á okkar innri líðan. Ef við ákveðum að vera glaðleg á svipinn og lyftum munnvikjunum örlítið upp, í stað þess að leyfa þeim að síga niður, þá plötum við heilann víst og hann heldur að við séum glöð og í góðu skapi. Og um leið og við lyftum munnvikjunum örlítið erum við einnig að miðla gleðinni, ljósinu og voninni og þannig erum við líka betur í stakk búin til að mæta því óvænta af öryggi."
Predikun

Synd og skömm

Þegar við berum saman réttmæta baráttu kvenna fyrir réttindum sínum og frelsi við syndatal Biblíunnar þá ættum við líka að horfa til þess hversu mikil bylting boðskapur Jesú var í þessu samfélagi. Fólk var flokkað eftir ýmsum leiðum. Var manneskjan karl eða kona? Var hún frjáls eða ánauðug? Var hún borgari eða eða ekki? Allt þetta skipti sköpum rétt eða réttleysi viðkomandi.
Predikun

Gulir og bleikir dagar

Hvert sjálfsvíg er falleinkunn fyrir samfélagið og Menningarnótt var hörð áminning um hvernig getur farið, þegar okkur tekst ekki að stýra unglingamenningu á farsælar brautir. Leiðin til baka er ekki flókin, en hún byggir á því að kirkja, skóli, íþrótta- og frístundastarf, yfirvöld og almenningur taki höndum saman til að skapa hér samfélag þar sem börn upplifa sig örugg og elskuð, og að þau tilheyri samfélaginu.
Predikun

Sífellt dekur við dauða hluti

Íslenskt samfélag hefur líklega aldrei þarfnast þess meir en nú að kirkjan gegni því mikilvæga hlutverki að miðla gildum eins og kærleika, miskunnsemi og umburðarlyndi sem byggjast á þeim grundvallarmannskilningi trúarinnar að hver manneskja sé heilög af því að maðurinn sé skapaður í mynd Guðs. Það hefur líklega aldrei verið eins knýjandi að leggja rækt við það sem fegrar og bætir mannlífið og er til þess fallið að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd þess sem ber virðingu fyrir öðrum jafnt sem sjálfum sér – á grundvelli þeirrar sannfæringar að allir menn séu skapaðir jafnir, í mynd Guðs.
Predikun

Tarfurinn og stúlkan

Þannig endurspeglar sjálfsprottin listin í fjármálahverfinu þessar tvær ólíku hliðar mannlífs og samfélags. Árið 2017 setti baráttufólk fyrir bættu jafnrétti kynjanna styttu af óttalausu stúlkunni, beint fyrir framan tarfinn. Hún var eins og mótvægi við ruddalegt aflið sem heimurinn hefur fengið svo oft að kynnast. Síðar var hún færð þaðan eftir þrýsting en fótsporin hennar eru enn í stéttinni.
Predikun

Listin að detta á rassinn

Já, þegar það gerist, þegar smábarnið missir jafnvægið og dettur þá segja vísindin að mikið sé að gerast í kollinum á þeim, nýjar tengingar verða til og næst verða skrefin enn fleiri. Þetta finnst mér góð kennsla. Jú lífið og náttúran kennir okkur einmitt þetta: Áður en við lærðum að ganga, þá þá þurftum við að kunna annað sem er jafnvel enn mikilvægara, nefnilega það að detta.
Predikun

Trú er holl

Já, auðvitað er ég hlutdrægur en oft hef ég litið á trúsystkini mín í eldri kantinum og samglaðst þeim hversu vel þau eru á sig komin! Líffræðingar, sem eru sjálfir vitanlega á ýmsum stöðum í litrófi hins trúarlega, hafa rannsakað áhrif þess að rækta með sér jákvæða trúarkennd sem skilar sér í þakklæti og gefur manneskjunni ríkulegan tilgang. Sú staðreynd að slík afstaða leiði af sér langt og gott líf er þó aðeins ein víddin af mörgum. Hitt skiptir sennilega enn meira máli að trúarþörfin er sterk í hverri manneskju og mestu varðar að henni sé mætt með réttum hætti.
Predikun

Peace in Christ / Friður í Kristi

The peace that Jesus brings to us is so solid, but we are the only weak link in the strong chain, so to speak. And the evil power always attacks the weakest link by tempting or provoking it into suspicion of God. We should be aware of this. / Friðurinn sem Jesús færir okkur er svo traustur, en við erum eina veika hlekkurinn í sterku keðjunni, svo að segja. Og hið illa vald ræðst alltaf á veika hlekkinn með því að freista eða ögra honum til að tortryggja Guð. Við ættum að vera meðvituð um þetta.
Predikun

Borðfélagar Jesú

Og gefum okkur að við horfum á myndina sem heilaga kvöldmáltíð og veltum fyrir okkur - hvernig hefði Jesús brugðist við? Sá sem samneytti syndurum, sá sem braut hefðir og ræddir guðfræði við "bersynduga" Samverska konu, sá sem var tilbúinn að ganga gegn hefðbundum gildum eins og því að musterishæðin væri staðurinn til að fórna og tilbiðja?
Predikun

Innsetning forseta Íslands

Á þessu ári minnumst við þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Þá lauk erfðafestu þjóðhöfðingja hér á landi því fram að þeim tíma var Danakonungur lengst af þjóðhöfðingi landsins.
Predikun

Vinir og vandmenn

Hvítvoðungurinn fæðist í þennan heim í fullkomnu varnarleysi og auðsæranleika. Það finnum við vel í minni fjölskyldu þegar við handleikum þessa brothættu lífveru. Þá reynir á nærsamfélagið. Gullna reglan minnir á að við erum einnig bundin öðrum börnum. Við erum einnig vinir þeirra og vandamenn. Og þar sem við virðum hana fyrir okkur ættum við að hugleiða mannkynið allt og þá vitaskuld þá kröfu að við hlúum að framtíð þeirra einstaklinga sem jörðina byggja.
Predikun