
- Aðalsteinn Þorvaldsson
- Prestur

Prestar og djáknar eru vígðir þjónar kirkjunnar og gegna fjölbreyttum hlutverkum í þjónustu kirkjunnar um allt land.
Prestar hafa forystu um kirkjulegt starf í sínum kirkjum ásamt því að leiða helgihaldið, predika og sinna kirkjulegum athöfnum s.s. skírnum, brúðkaupum og útförum. Sálgæsla er mikilvæg þjónusta sem er samofin störfum presta í kirkjum og á stofnunum.
Djáknar starfa á sviði fræðslu- og líknarmála. Þeir sinna kærleiksþjónustu og leiða fjölbreytt félagsstarf í kirkjunum ásamt því að sinna sálgæslu í kirkjum og á stofnunum.
Það gefur að skilja að þrátt fyrir muninn á störfum prestsins, sem þjónar fyrst og fremst að orði og sakramentum, og starfi djáknans, sem sinnir fyrst og fremst kærleiksþjónustu, þá geta störfin skarast og þær aðstæður geta komið upp að djákni sinni helgihaldi í umboði prests og að prestar taki þátt í kærleiksþjónustu eða sinni henni.
Ef þú vilt tala við prest eða djákna, þá eru hér upplýsingar um þá presta og djákna sem starfandi eru innan Þjóðkirkjunnar og upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband.
































