
Kirkjan
Þjóðkirkjan á Íslandi er evangelísk-lútersk kirkja, sem þýðir að við byggjum guðfræði okkar á túlkun Marteins Lúthers á sambandinu milli manneskjunnar og Guðs. Þetta merkir að Þjóðkirkjan byggir trú sína á fagnaðarerindinu, sögunum um Jesú Krist. Hún er samfélag sem tengir fólk við Guð, hvert annað og heiminn umhverfis okkur.
Sóknir mynda grunneiningar Þjóðkirkjunnar og mynda prestaköll sem starfa með prestum og djáknum. Þjóðkirkjan er eitt biskupsdæmi, leitt af biskupi Íslands, sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Vígslubiskupar sitja hina fornu stóla í Skálholti og á Hólum: sr. Kristján Björnsson í Skálholti og sr. Gísli Gunnarsson á Hólum.
Kjarnagildi Þjóðkirkjunnar byggjast á fagnaðarerindinu um Jesú Krist, Gullnu reglunni og tvöfalda kærleiksboðorðinu, sem hvetur okkur til að sýna náunga okkar umhyggju.
Þjóðkirkjan
Þjóðkirkjan þjónar öllu landinu til sjávar og sveita. Henni geta allir íbúar á Íslandi tilheyrt. Þéttriðið net sókna vítt og breitt um landið og erlendis tryggir að þjónusta kirkjunnar nái til allra sem vilja nýta hana.
Að borði Drottins erum við öll velkomin.
Kristin trú
Kristin trú er trú á Jesú Krist sem son Guðs og frelsara mannkyns. Trúin byggir á Biblíunni og boðar kærleika, fyrirgefningu og eilíft líf. Hér má lesa meira um kristna trú, hefðir, helgirit og iðkun trúarinnar.
Biskupar Þjóðkirkjunnar
Þjóðkirkjan er eitt biskupsdæmi, biskup Íslands er Guðrún Karls Helgudóttir. Vígslubiskupar sitja hina fornu biskupsstóla í Skálholti og á Hólum. Kristján Björnsson er vígslubiskup í Skálholti og Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum. Vígslubiskuparnir styðja biskup Íslands í starfi og sinna skilgreindum skyldum tengdum biskupsstólum sínum.
Prestar og djáknar
Prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar þjóna fólki og samfélögum í gleði og sorg, veita sálgæslu, leiða helgihald, fræða og styðja fólk á vegferð lífsins.
Prestar og djáknar eru vígðir til þjónustunnar og hafa starfsstöðvar um allt land og í íslenskum söfnuðum erlendis.
Sérþjónusta kirkjunnar
Þó langflestir prestar Þjóðkirkjunnar starfi í söfnuðum kirkjunnar, þá eru mörg annars konar prestsstörf.
Í Þjóðkirkjunni starfa héraðsprestar, sjúkrahúsprestar, fangaprestur, prestur fatlaðra, prestar innflytjenda og prestur heyrnalausra.
Starfsfólk
Hjá Þjóðkirkjunni starfar fjölbreyttur hópur fólks í kirkjum og söfnuðum landsins. Þeim til halds og trausts er starfsfólk Biskupsstofu, Skálholtsútgáfu, Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustunni og víðar. Sjá þau um að styðja við og auðvelda daglegt starf kirkjunnar um allt land.
Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálparstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt. Innanlandsaðstoðin er mikilvæg þar sem stutt er við fátækar fjölskyldur hér á landi. Það skiptist í neyðaraðstoð, valdefling, málsvarstarf og Skjólið - opið hús fyrir konur. Starfið erlendis skiptist í mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu.
Fólkið í kirkjunni
Í kirkjum landsins starfar fjölbreyttur hópur fólks í fjölbreyttum störfum, sjálfboðaliðar, djáknar, tónlistarfólk, prestar, meðhjálparar og svo mætti lengi telja. Allt hefur þetta fólk sitt hlutverk í að skipuleggja og halda utan um kirkjuathafnir og safnaðarstarf á hverjum stað fyrir sig.