Mynd af kirkjuorgeli

Athafnir

Þjóðkirkjan tengist mikilvægum stundum í lífi fólks. Í skírn er tekið á móti nýju lífi, ferming staðfestir trú og tengsl við kristið samfélag, hjónavígsla markar upphaf hjúskapar með blessun Guðs og við útför er hinn látni kvaddur í bæn og þökk. Helgihald kirkjunnar, sem tekur mið af kirkjuárinu, setur daglegt líf í blessunarríkan farveg þar sem m.a. sunnudagsmessurnar geta virkað sem vörður á þeirri leið.

Hér má finna nánari upplýsingar um athafnir kirkjunnar og skipulag þeirra.