
Athafnir
Þjóðkirkjan tengist mikilvægum stundum í lífi fólks. Í skírn er tekið á móti nýju lífi, ferming staðfestir trú og tengsl við kristið samfélag, hjónavígsla markar upphaf hjúskapar með blessun Guðs og við útför er hinn látni kvaddur í bæn og þökk. Helgihald kirkjunnar, sem tekur mið af kirkjuárinu, setur daglegt líf í blessunarríkan farveg þar sem m.a. sunnudagsmessurnar geta virkað sem vörður á þeirri leið.
Hér má finna nánari upplýsingar um athafnir kirkjunnar og skipulag þeirra.
SKÍRN
Í skírninni er barni falið Guði, föður, syni og heilögum anda, og beðið fyrir framtíð þess. Skírnin er tákn um kærleika og vernd Guðs, sem leiðir þig í lífinu. Hér finnur þú nánari upplýsingar um skírnina og skipulagningu skírnarathafnar.
ÚTFÖR
Þegar ástvinur deyr er eðlilegt að margar spurningar vakni. Prestar og djáknar kirkjunnar eru til staðar fyrir þig og geta veitt leiðsögn og sálusorgun og svarað spurningum varðandi skipulagningu útfarar, kostnað við hana, val á grafarstæði o.s.frv.
FERMING
Í fermingu er skírn fermingarbarnsins staðfest. Ferming er þó meira en sjálf fermingarathöfnin því að undanfari hennar er fermingarfræðslan sem spannar einn vetur. Fermingin stendur öllum til boða en skírn er forsenda hennar. Hér má finna ítarlegri upplýsingar um fermingu, merkingu hennar og fermingarstörf.
HELGIHALD
Í guðsþjónustunni styrkir Guð okkur í trúnni með orði sínu og sakramentum, eflir okkur í voninni og gerir okkur brennandi í kærleikanum og við svörum í bæn og lofgjörð.
HJÓNAVÍGSLA
Þegar hjónaefni eru gefin saman í kirkju staðfesta þau sitt sameiginlega líf frammi fyrir Guði og söfnuðinum. Að mörgu er að huga við undirbúning hjónavígslu, og geta prestar kirkjunnar veitt aðstoð og svarað spurningum sem kunna að vakna.